Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur II júnl 197: ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 1 ævisögu sinni, Hörpu minn- inganna, segir Arni tónskáld Thorsteinsson m.a. svo, i kafla um Helga Helgason, tónskáld: ,,En af tónlistarbraut Helga er það að segja, að eftir konungs- komuna 1874 vaknaði hjá honum heit löngun til að stofna hér hornaflokk, eftir að hann hafði heyrt lúðrasveit konungs leika hér i bænum og á Þingvöllum. Helgi fór þvi utan árið eftir og dvaldist við nám i Kaupmanna- höfn. Lærði hann þar hjá Baldvin Dahl, hljómsveitarstjóra skemmtigarðsins Tivoli, að blása á horn og varð hann fyrstur islendinga til þess. Þegar heim kom stofnaði Helgi, með tilstyrk vmissa músikvina Revkiavikur lúðrafélag, er nefndist Lúöra- þeytarafélag Reykjavikur. Atti það félag sér langa og merka sögu siöar og varð leikur þess af- ar vinsæll með bæjarbúum”. Og enn segir Arni Thorsteins- son: „.... lét lúðraflokkur Helga Helgasonar, sem stofnaður er 1876, oft til sin heyra fyrir alda- mót og siðar... Hefur leikur lúðra- sveita jafnan siðan átt miklum vinsældum að fagna, enda hressi- legur og skemmtilegur i besta máta, þegar vel er leikið”. A árunum fyrir 1920 voru starfandi hér i bænum tvær lúðra- sveitir, Harpan og Gýgjan. Þótti eðlilegt, ýmissa hluta vegna, að sameina þessar tvær sveitir og gengust þeir einkum fyrir þvi Karl O. Runólfsson frá Gýgjunni og Björn Jónsson frá Hörpu. Þá stóð svo á að Harpan var að byggja Hljómskálann, — (sem Kjarval var andvigur af þvi hann taldi skálann skyggja á Esjuna og hafði orð á þvi við Zimsen borgar- stjóra) —, en Gýgjan átti ráð á ágætum þýskum hljómsveitar- stjóra. Þannig var sameinast um einn hljómskála og einn hljóm- sveitarstjóra og stofnuð Lúðra- sveit Reykjavikur, sem svo var nefnd eftir tillögu Gisla Guðmundssonar. Mun Lúðra- sveitin hafa haldið sina fyrstu tónleika uppi á þaki Hljómskál- ans á gamlaárskvöld 1922. Siðan hefur sveitin starfaö óslitið. Þannig má segja, að hornablást- ur hafi hljómað hér i borginni i 100 ár og er lúðrasveitin fyrir löngu orðin ómissandi þáttur i tónlistarlifi Rvikur. En þvi er þetta rakið hér nú? Afmœlistónleikar Lúöra- sveitar Reyhjavíkur i Þjóð- leikhúsinu n.k. mánudag Jú, til þess ber það að um þessar sveitarinnar fréttamenn á sinn mundir er Lúðrasveit Rvikur 55 fund sl. þriðjudag. Þar var frá þvi ára og þvi kvöddu forráðamenn skýrt, að i tilefni af afmælinu mundi Lúðrasveitin efna til tónleika i Þjóðleikhúsinu 13. júni n.k. og hefjast þeir kl. 8.30. Til þess aðstjórna þessum tónleikum hefur sveitin fengið hingað frá Bandarikjunum vestur-islending- inn Jón Asgeirsson, og hefur hann nú byrjað æfingar. Jón réöi sjálf- ur efnisskránni, sem að mestu er mynduö af léttri, klassiskri mús- ik, og sendi hana á undan sér hingaö heim svo aö Lúörasveitar- mönnum ynnist timi til aö kynna sér hana. Lúörasveit Reykjavik- ur hefur ekki haft fastan stjórn- anda að undanförnu, fyrir fátækt- ar sakir, og má hlálegt heita. Hún nýtur nokkurs styrks frá riki og borg, sem þó hefur ekki hækkað svo, að hann haldi neitt I við dýr- tiöina. Styrkurinn þyrfti aö sjálf- sögðu að vera það hár, að hann nægði til þess að greiöa hljóm- sveitarstjóra. Er sú ósk fyllilega sanngjörn þar sem Lúðrasveitin er oftlega til þess kvödd af opin- berum aöilum að leika við og setja svip sinn á sérstök hátlöleg tækifæri. Aðgöngumiðar að hljómleikum Lúörasveitar Reykjavikur þann 13. þ.m. eru seldir i Þjóðleikhús- inu. —MHG Stofnendur Lúðrasveitar Reykjavlkur 1922. Stjórnandi: Otto Bötcher. Hornablástur í 100 ár Lúörasvcit Reykjavikur á æfingu. Jón Asgeirsson, með börnum slnum, Karenu og Kristjáni. Garðyrkjumenn andmæla útvarpstilkynningu Blaðinu hefur borist tilkynning frá garöyrkjumönnunum Brandi Gislasyni, Þórði Þórðarsyni og Guömundi Gislasyni vegna að- vörunar Félags skrúðgarðyrkju- meistara við þvi, aö garðar séu úðaðir ef hiti er undir 12—15 stig- um. Segjast garðyrkjumennirnir hafa i mörg ár úöaö garöa við lægra hitastig, með fullkomnum árangri. Mistakist hinsvegar úðun, endurtaki þeir hana ókeyp- is. Garðy rkjumennirnir lýsa ábyrgö á hendur Félags skrúðgaröyrkjumeistara vegna atvinnutjóns, er þeir telja að umrædd tilkynning hafi valdið þeim. Telja þeir hana órökstudda og að upplestur hennar i útvarp sé brot á hlutleysisreglum Rikisút- varpsins. Athugasemdum við þessa til- kynningu mun aö sjálfsögðu léð rúm hér i blaðinu, ef óskað er. —mhg BANDARISK LJÓÐLIST Miðvikudaginn 15. júni kl. 20.30 mun bandariska ljóðskáldið Daniel Halpern lesa úr eigin verkum og öðrum ameriskum samtiöa ljóðum I ameriska bóka- safninu að Neshaga 16. Halpern kennir við Columbia háskólann og er þar ritstjóri ljóðablaðsins Antaeus, þar að auki ritstýrir hann American Poetry Series og er ritstjóri Ecco Press.Halpern hefur hlotið fjölda verðlauna og styrkja fyrir verk sin. Af nýrri bókum hans má nefna „American Poetry Anthology” (1976), „The Lady Knife-Thrower” (1975), og „Street Fire” (1975). BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hvetfi: Hjallaveg og nágrenni ÞJÓÐ VILJINN Vinsamlegast haf.ið samband við afgreiðpluna' Síðumúla 6 — sími 81333 .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.