Þjóðviljinn - 11.06.1977, Side 15
Laugardagur 11 júnf 1*77 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
1 s.l. viku voru leiknar 6.og 7.
umferð. Lið vikunnar var K.R.
sem hristi af sér slenið það
hressilega, að gamlir vestur-
bæingar brostu að nýju og all-
ur gróður tók fjörkipp þar
vestra. Toppbaráttan harðnar
enn hjá fjórum efstu liðunum,
og má vart á milli sjá hvaða
lið ætlar að standast tauga-
striðið sem nú fer i hönd.
Fastmótaðasta liðið nú er
Vikingur-, vörn liðsins er afar
sterk og liðiö ósigrað þaö sem
af er árinu. Þó að akurnesing-
ar og Valur séu i efstu sætun-
um eru leikir liðanna ekki
nógu sannfærandi, enda sagði
formaður knattspyrnudeildar
Vals, þegar flautað var til
leiksloka hjá Val og F.H.: „Ó,
blessuð stund”. Enn tapar
F.H. þrátt fyrir ágæta leiki, og
virðist nú sem einhverskonar
,,panik” sé komin i liðið. Liðið
þarf að vinna sjálfstraust sitt
aftur, og þá leikur liðiö
skemmtilegasta fótbolta sem
hér er leikinn.
Fram og Þór virðast hafa
gefist upp i baráttunni þessa
stundina og jafnvel Fram þarf
að fara aö taka sig til i andlit-
inu. Eftir að stjörnunöfn
þeirra byrjuðu að leika að
nýju, hefur allt gengið á aftur-
fótunum. Það er ekki nóg að
hafa þekkt nöfn, menn verða
að vera i þjálfun, og þaö góðri
þjálfun. Staða ÍBV er óljós
vegna frestaðra leikja, og eru
þeir tveimur leikjum á eftir.
Breiðablik berst með
straumnum að vanda, og kefl-
vikingar standa fyrir sinu.
Nú verður hlé i vikutima
vegna landsleiksins gegn
norður-irum, en i næstu umferð
verða toppleikir bæði uppi og
niðri.
Landsleikur við n-íra.
I sag verður flautað til leiks
Flautað
i fyrsta landsleik ársins, þ.e.
við n-ira i undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Ef
landsleikir eru ekki i ein-
hverskonar „grúppukeppni”
þ.e. heimsmeistarakeppni,
Evrópukeppni landsliða,
Ólympiukeppni, þá eru þaö
einhvers konar annars flokks
eða æfingalandsleikir, tæp-
lega venjulegir millirikjaleik-
ir,"þó hinir "séú álvöruleikir.
Hinir gömlu millirikjaleikir
án stiga eru að verða úr sög-
unni.
Sterkt landslið.//út með
kiippurnar í dag."
Það er min skoðun að lands-
liðiö sem leikur i dag sé eitt
besta landsliö sem stillt hefur
verið upp frá upphafi, og til
alls liklegt. Nokkrar umræöur
hafa verið um hvort nota eigi
þá leikmenn i landsliðið sem
leika með erlendum liðum eöa
atvinnumennina svonefndu.
Sitt sýnist hverjum, i þessu
sem öðru. Min skoðun er sú, að
aöeins eigi að nota þá sem
leika með erlendum liðum, ef
þeir sýna ótviræöa yfirburðí
fram yfir þá sem heima eru,
og láta sér enn nægja að dunda
við fótboltann hér á Fróni.
Hvað lengi sem það nú verður.
I þessu tilfellihefði ég aöeins
notað tvo, þvi ég álit að þeir
sem heima eru séu jafngóðir,
og margir betri.en hinir, sem
lelks
sóttir voru. Ef þeir eru nógu
góðir til að leika æfingaleiki,
pressuleiki, eða Charlton. og
Chaplinleiki, geta þeir alveg
eins leikið landsleiki. Ég bið
svo allar góðar vættir aö veita
islenska landsliðinu brautar-
gengi, og endurtek orðin hans
Tobba I Val: „Clt með klipp-
urnar i dag.”
Sjónvarp og útvarp.
Litið hefur verið sjónvarpaö
af islenskum knattspyrnu-
leikjum i vor eða aðeins broti
úr tveimur, þrátt fyrir samn-
ing K.S.t. og Sjónvarpsins.
Helst þyrfti að sjónvarpa ein-
um leik úr hverri umferð, þvi
allir vita hvað slikt er vinsælt
sjónvarpsefni. útvarpið hefur
enn ekki farið af stað með lýs-
ingar, en vonandi stendur það
til bóta þar sem hinn gamal-
kunni knattspyrnukappi
Hermann Gunnarsson hefur
verið ráðinn iþróttafrétta-
maður rikisútvarpsins. Frétt-
ir af leikjum Islandsmótsins
hafa hins vegar verið góðar og
komið fljótt, jafnvel fréttir af
leikstöðu i leikhléi; slikt er
skemmtileg tilbreyting og
vinsælt hjá mörgum.
íslandsm yngri flokka
Islandsmót i yngri flokkun-
um hófust nú i vikunni um
land allt. Leikir þessara
flokka eru oft mjög skemmti-
legir og venjulega skemmti-
legri eftir þvi sem dreng-
irnir eru yngri, t.d. hjá 5.
aldursflokki. Ég hvet þvi alla
sem unna góðri knattspyrnu
að rúlla á góðviðriskvöldum á
knattspyrnuvellina, þar sem
kappleikir fara fram flest
kvöld, og fylgjast með þessu
lifi sem þar fer fram, auk þess
kostar það ekert.
Atvinnumennska —
Agentar eða 10% menn
Þeir sem lesa um knatt-
spyrnufréttir opna tæpast orð-
ið blað, án þess að sjá stórar
fyrirsagnir um að þessi eða
hinn islenski knattspyrnu-
maðurinn sé nú undir smásjá
njósnara eöa „agenta”, fyrir
atvinnulið, ýmist heimsfræg
eða 2.- 3. deildar lið i Sviþjóð.
Það er auglýst meö pompi og
pragt að þessi eða hinn sé að
hugsa um félagaskipti viða
erlendis, eða þá að þessi og
hinn skori mark fyrir 2.deilar-
lið i Sviþjóð. Á meðan þetta
skeður biða ótrúlega margir
spenntir eftir að röðin komi að
þeim sem ekki hafa verið
nefndir.
Það er eðlilegt að unga
knattspyrnumenn þyrsti i að
leika með heimsþekktum og
frægum knattspyrnuliðum við
topp-aðstæður fyrir góð laun,
annað væri óeðlilegt.
En hvað er að gerast i þess-
um efnum þá I alvöru? Hafa
menn velt þvi fyrir sér? Sagt
er að Island sé orðið eina land-
ið i knattspyrnuheiminum
sem enn sé með áhuga-
mennsku að leiöarljósi, og
kann svo vel að vera að það
heiti áhugamennska eða ama-
tör eins og kallað er. Við erum
með menn sem iðka sina iþrótt
af áhuga og ánægju, en þeir
æfa bara alveg eins mikið og
atvinnumenn, en bara i viðbót
við sinn fulla vinnudag. Eins
og áður sagði eru raddir uppi
um að ýmsir hyggi á utanför.
Hver er ástæðan? Sennilega
fleiri en ein eða tvær. Eitt
málið er það, að agentar eða
10% menn eins og sumir kalla
það gerast nú sjálfskipaðir
umboðsmenn fyrir útflutning
á islenskum knattspyrnu-
mönnum. Islensk knatt-
spyrnufélög standa berskjöld-
uð fyrir þessu, svo að jafnvel
einn góðan veðurdag þegar lið
á að fara að leika áriðandi leik
þá eru bara allir farnir til
Sviþjóðar eða eitthvað annað.
A þessum málum hefur
islensk iþróttaforusta alltaf
tekið með vettlingatökum.
Menn hafa næstum engar
skyldur við sin félög. Hinn
snjalli þjálfari akurnesinga,
Kirby, sagði þegar einn af
kappliðsmönnunum, var allt i
einu kominn tii Sviþjóöar án
þess að tala við kóng eða
prest; Hvers konar lög eru á
Islandi?
Fyrirliði islenska landsliðs-
ins i knattspyrnu, Jóhannes
Eðvaldsson, var spurður eftir-
farandi spurningar i viðtali i
útvarpi i fyrrakvöld: „Erum
við á réttri leið i knattspyrn-
unni?” Jóhannes var fljótur
að svara og sagði.„Nei, þegar
smálið hingað og þangað geta
tint menn út úr félögunum hér
heima hvenær sem þeim
þóknast, þá erum við ekki á
réttri leið.” Stopper.
Meðan á ráöstefnunni alþjóð-
legu um umhverfismál stóöi,
sendu Samtök herstöövaandstæð-
inga öllum þátttakendum hennar
ávarp þaö sem hér fer á eftir:
„Samtök herstöðvaandstæð-
inga fagna þvi tækifæri sem þessi
ráðstefna veitir til að vekja at-
hygli yðar á málefni sem viö telj-
um afar þýðingarmikið fyrir far-
sæld Islensku þjóðarinnar.
Alltfrá árinu 1940, þegar bretar
hernámu tsland, hafa erlend stór-
veldi haft aöstööu fyrir hernaðar-
starfsemi sina hér á landi, og frá
1951 hefur verið bandariskt herliö
i landinu. Island varð sjálfstætt
lýöveldi árið 1944, og þótt Islend-
ingar viðurkenndu i raun aö her-
nám vesturveldanna væri óhjá-
kvæmilegt á striðsárunum og
væru einlægir stuðningsmenn
bandamanna I baráttu þeirra
gegn Þýskalandi nasismans, var
þaö von og trú alls þorra þjóðar-
innar aö allur erlendur her og
Ávarp Samtaka herstöðvaandstæöinga til þátttakenda i alþjóðlegu
umhverfisráðstefnunni:
Styðjið okkur í baráttu
fyrir herlausu landi
hernaðaraðstaða mundi hverfa úr
landinu I striöslok og að islenska
rikiö fengi að halda fram þeirri
hlutleysisstefnu sem það haföi
markað sér er þaö varð fullvalda
riki I konungssambandi við Dan-
mörku árið 1918. Þessar vonir
brugðust þegar foringjar stærstu
islensku stjórnmálaflokkanna
létu undan þrýstingi frá rikis-
stjórn Bandarikjanna og sam-
Iðnkynning á Selfossi
Á sunnudaginn hefst iðnkynn-
ing á Selfossi. Frá þeim degi og
fram til 20. þessa mánaðar verða
islenskar iðnaðarvörur kynntar I
verslunum á Selfossi, en fimmtu-
daginn 16. júni er „Dagur iðnaö-
arins” og veröur þá opnuö sýning
I Gagnfræöaskólanum á Selfossi.
Þar sýna 25 fyrirtæki framleiðslu
sina og kynna þjónustu sina. Á
sýningunni, sem lýkur á sunnu-
dagskvöld, verða seldar veitingar
frá fyrirtækjum á Selfossi.
Við opnun sýningarinnar á Sel-
fossi kl. 13:30 mun Guðmundur
Jónsson, skósmiður, flytja ávarp.
Kl. 14:00hefst fundur i Selfossbiói
um iðnaöarmál. Þar mun iðn-
aðarráðherra flytja ávarp, en
ræðumenn verða: Bragi
Hannesson, bankastjóri, Óli Þ.
Guðbjartsson oddviti og Einar
Eliasson, framkvæmdastjóri.
Fundarstjóri er Haukur Gislason
ljósmyndari. Að framsöguræðum
loknum verða almennar umræöur
og fyrirspurnir. Fundurinn er öll-
um opinn.
1 tilefni iðnkynningarinnar
veröur gefin út Iönskrá Selfoss.
Þar er aö finna upplýsingar um
iðnfyrirtæki og iönmeistara.
Skránni veröur dreift I öll hús á
Selfossi.
Sú nýbreytni verður tekin upp á
iönkynningunni á Selfossi, að
veita viðurkenningu til iðnfyrir-
tækja fyrir snyrtimennsku og
góða umgengni á athafnasvæði.
Hefur Junior Camber klúbburinn
á Selfossi gefiö farandbikar, sem
afhentur veröur i fyrsta sinn á
„Degi iðnaðarins” fimmtudaginn
16. júni.
Iönkynningarnefnd Selfoss
skipa: Þorsteinn Sigurðsson, for-
maöur, Eggert Jóhannesson og
Stefán A. Magnússon. Fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar er
Siguröur Jónsson.
þykktu fyrst aðild Islands aö
NATO og siöan árið 1951 samning
sem heimilar Bandarikjunum aö
hafa hér herstöövar og herlið.
Þessar herstöövar hafa verið hér
siöan,og þótt upp hafi komiö oftar
en einu sinni pólitiskur meirihluti
á alþingi islendinga, sem hefur
sett sér það stefnumið að segja
upp herstöðvaamningnum, hefur
sú stefna ekki náð fram að ganga,
m .a. vegna verulegs þrýstings frá
öðrum NATO-ríkjum.
Viö vildum benda yöur á aö
bandariski herinn hefur með her-
stöðvum sinum, vigbúnaði og
hernaðarumsvifum viös vegar
um heim sundraö þjóðum, stund-
að markvissa eyðingu á lifrikinu
og borið vigvélar og eyðingartól
um allar heimsálfur, sem ógna nú
öllu mannkyni. Auk þeirrar fé-
lagslegu röskunar sem bandarisk
herseta hefur valdið i islensku
samfélagi höfum viö traustar
heimildir fyrir þvi (sbr. t.d. „New
Scientist”, 3. 6. 1976), að banda-
rikjaher hafi einnig borið kjarn-
orkuvopntil Islands og geymi þau
hér á þeim alþjóölega flugvelli,
sem þér fóruð um við komuna
hingað einsog aörir erlendir gest-
ir sem sækja Island heim. Flug-
vélar bandarikjahers, hlaönar
kjarnorkuvopnum, munu sveima
yfir hafinu umhverfis landið i
reglulegu „eftirlitsflugi”, og við
þurfum tæpast að minna yður á,
að ekki eru nema tólf ár siöan slik
flugvél missti niður kjarnorku-
sprengju á ísinn undan Græn-
landsströndum. Framh á bls. 18.
Mosfellssveit
Opið til kl. 22 alla daga
Ath. einnig laugard.
og sunnud.
sími: 66656
>o<
>0-
> o
KV:..
v>-0<
j»V;..
> o <:
>0'
#//»#•**«#
J