Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 1
þjóðvhhnn Föstudagur 5,'ágúst 1977 —42. árg. 168. tbl Málm og skipasmiðjur nota hærrí taxtann Engín kæra enn Hvað líður viðbrögðum Verðlagsstjóra? öll fyrirtæki f Sambandi málm- og skipasmiðja sem og nokkur rikisfyrirtæki selja vinnu út sam- kvæmt þeim taxta er Samband málm- og skipasmiðja hefur sent út, en hann er i samræmi við það mat er sambandið leggur á á- lagningu á útselda vinnu og þvi hærri en ákvörðun Verðlags- nefndar segir til um. Þetta upp- lýsti Guðjón Tómasson frkvstj. Sambands málm- og skipasmiðja i gær. Sagði hann að eini taxtinn sem sendur hefði verið út væri taxti sambandsins. Verðlagsstjóri heföi ekki auglýst neinn taxta. Eins og menn rekur minni til kom upp deila milli Verðlags- nefndar og Sambands málm- og skipasmiöja um útselda vinnu. Vildi Verölagsnefnd ekki fallast á að allar launahækkanir i málm-. iðnaði kæmu fram i útseldri vinnu, heldur aöeins hækkun er samsvaraði 18000 króna mánað- arkaupshækkun að viðbættum 2.5% er um var samið til lausnar á sérkröfum. Hefur Samband málm- og skipasmiöja lýst þvi yfir að þeir telji útreikninga Verölagsstjóra ólöglega skv. 3 grein laga um verðlagseftirlit og skv. þvi hafa þeir sent út sinn eigin taxta. Enn hefur engin kæra borist yf- ir verði á útseldri vinnu að sögn Guðjóns Tómassonar, en Verð- lagsstjóri hafði lýst þvi yfir aö fast yröi staðiö á ákvörðun Verö- lagsnefndar. Okkur tókst ekki að ná i Verö- lagsstjóra i gær til að heyra hans álit, en ljóst er að hann á næsta leik i þessu máli, svo fremi Verð- lagsnefnd ætli ekki aö renna á rassinn með ákvörðun sina. eng. Hernadar- tíska Fatnaður af þessu tagi er farinn að sjást i útstillingargluggum barnafataverslana. Honum fylgir gjarnan vopnabúnaður til áherslu. Þessi skyrta er ætluð á 5—6 ára og þykir framleiðanda greinilega brýn nauðsyn á að merkja börn á þessum aldri bandariska hern- um. l Sjá baksíðu Kalkið í Kröflu | Viðráðanlegt —segirKarl Ragnars, verkfræðingur Menn velta þvi nú fyrir sér, hvort Kröfluvandamálið, þaö sem að gufuöflun lýtur, sé að leysast, en eins og komið hefur fram er nú verið að hreinsa kalkstiflur úr borholunum, til þess að sjá hvort þær eru aðalorsökin fyrir rennslistregðunni i holurnar. Karl Ragnars, verkfræðingur við Kröflu, sagði I samtali við Þjóðviljann i gær, að hreinsun á holu 9gengi vel, og vonast væri til þess að henni lyki upp úr 20. ágúst, og verður borinn þá fluttur á holu 7 eða 10, til sömu verka. Hreinsunin fer þannig fram, að fóðurrörið er dregið upp, kalkið brotið af þvi, holan fóðruð og bor- uð niður á nýjan Ieik. Tíl þess að þetta sé mögulegt, þarf að kæla holuna og siðan tekur það hana um mánaöartima að ná því hita- stigi að hún fari að blása. Rannsóknir gefa til kynna, að kalk sé i flestum holunum við Kröflu; og reynist það vera eina orsökin fyrir gufuskortinum, munu margir varpa öndinni léttar. Karl sagði, að enn væri þó ekk- ertum það vitað, og fyrstu niöur- staðna væri ekkiað vænta fyrr en i lok september, þegar hola 9 væri búin að jafna sig. Reynist kalkið vera sökudólg- urinn, má reikna með að hreinsa þurfiholurnara.m.k. einu sinni á ári, þótt engin reynsla sé komin á það enn, hversu hratt það safnast i þær. Komi til þess, sagöi Karl, má hafa á svæðinu miklu minni bor, sérstaklega útbúinn fyrir hreinsun, og þætti það að ganga auðveldlega. —AI. Óviðráðanlegt á þessum stað — segir Jakob Björnsson, orkumálastjóri Þjóðviljinn hafði einnig sam- band við Jakob Björnsson, orku- málastjóra. Hann sagði að þótt hægt væri að hreinsa kalkið úr holunum á þennan hátt, væri ekki öll sagan sögð. Mikil hætta væri á þvi, að kalkútfellingar ættu sér einnig stað úti í berginu sjálfu, og væri svo, myndu aðrennslisæðar að holunum smám saman stiflast. Kalkútfellingarnar i holunum eru mestar þar sem vatnið breyt- ist i gufu, en það sem rennur inn I margar holurnar við Kröflu er bæði vatn, og svo gufa, sem myndast úti i berginu. Miklar lik- ur eru þvi á aö kalkmyndun eigi sér einnig stað þar. Ekki er þó unnt að fá staðfest- ingu á þvi, nema eftir siendur- teknar hreinsanir á sömu holu, en þá myndi þaö lýsa sér þannig, að afköst holunnar minnkuöu eftir hverja hreinsun, og hún stifiaðist að lokum alveg. Kalkútfellingar af þessu tagi eru þekkt vandamál bæði frá Hveragerði og Svartsengi. Þar er þó aðeins um innstreymi hreins vatns að ræða, gufan myndast fyrst i holunum sjálfum, og þvi er hreinsun með reglulegu millibili einföld. Holurnar við Kröflu eru allar á tiltölulega litlu svæði, og Jakob sagði aö engin ástæða væri til að ætla að kalkmyndunin væri svona ör á öllu Kröflusvæöinu. Eins og fram kom i Þjóðviljan- um fyrir skemmstu, fékk Orku- stofnun neitun fyrir fjárveitingu til frekari borana, en 100 miljón- um sem fengust er nú variö i hreinsunina og rannsóknir á kalk- mynduninni. Jakob sagði að fyrst kalkmynd- unin væri svo ör, sem raun ber vitni, væri að mati stofnunarinn- ar enn þýöingarmeira aö leitað yröi að nýjum vinnslusvæðum við Kröflu. Engin ástæöa væri til aö ætla annað en hægt væri að finna þar hreinar vatnsholur meö nægi- lega háu hitastigi til vinnslu. Tækist það, mætti afskrifa þær holur sem þegar hafa verið bor- aðar. —AI. Huldufélag Framsóknarmanna Breiðans.f finnst ekki á skrá —Hver er hlutur HannesarPálssonar? Veiðifélagið Breiðan s.f. hefur á leigu neðri hluta Þverár i Borgarfirði og greiðir fyrir 7 stangir á þessu veiðisvæði i sumar 9.4 miljónir króna. Samningur var gerður viö Veiöifélag Þverár, sem er iand- eigendaféiag, til þriggja ára og er þetta annaö árið i röð sem Breiðan s.f. hefur ána. Þverá er ein allra besta laxveiðiá i heimi og komu úr henni allri I fyrra- sumar 2340 laxar. Veiöileyfin eru þvi dýr, 35 þúsund kr. á dag I júlimánuði og um 20 þúsund kr. á dag i júni og ágúst. Veiöa má i ánni i 3 mánuði og séu öll veiði- leyfi reiknuð i topp eru tekjurn- ar i ár um 15.7 miljónir króna. Auk þess leigir Breiðan s.f. hús á jörðinni Guðnabakka I Staf- hoitstungnahreppi og rekur þar greiðasölu og gistingu fyrir lax- veiöimenn. Þar vinna 3 starfs- menn á sumrin og eru aö jafnaöi um 14 gestir I húsinu. Gisting og matur er á sama verði og hjá Stangaveiöifélagi Rvikur. „Breiðan" samnings- og tilboðsaðili. Samkvæmt þremur sjálf- stæðum heimildum eru aðilar að sameignarfélaginu Breið- unni þessir: Kristinn Finnboga- son, framkvæmdastjóri Tim- ans, Hannes Pálsson, aðstoöar- bankastjóri i Búnaðarbankan- um, Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, óiafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri Kaupféiags Borgfirðinga, og Markús Stefánsson, starfsmaður Sam- bandsins. Sá siöastnefndi virðist af öllum sólarmerkjum að dæma vera prókðrajhafi Breiðunnar s.f. 7 manna stjórn Á fundi sem haldinn var um miðjan nóvember 1975 voru opnuð tilboö I neðri hluta Þverár fyrir næstu þrjú ár. Tilboö bár- ust frá Stangaveiðifélagi Reykjavikur, Veiðifélaginu Breiðunni s.£,Kjartani Jónssyni á Guðnabakka, syni hans, og fimmta tilboðiö frá aðila i Reykjavik. Á fundinum var stjórn Veiðifélags Þverár ásamt ráðgjöfum sinum og Kjartani Jónsyni. Tilboð þess siðast- nefnda var hæst, en ákveðiö var á fundinum aö kjósa tvo menn til viöræöna viö Hannes Pálsson og Markús Stefánsson. Upplýst var i upphafi fundar aö þeir hefðu gert tilboðið fyrir hönd Breiðunnar s.f. Magnús Sigurðsson á Gils- bakka i Hvitársiðuhreppi i Mýrarsýslu, formaður Veiði- félags Þverár, staðfesti i viötali við Þjóöviljann að upphaflegt tilboð i ána hefði verið gert I nafni Breiðunnar s.f. og þvi hefði verið tekiö. Hann kannaðist einnig við að nefndir menn (Kristinn, Hannes, Valur, Ólafur og Markús) stæöu að félaginu. Hinsvegar kvað hann hafa veriö gengið frá samning- um við Markús Stefánsson. Magnús Sigurðsson taldi sig minna það að Markús heföi einn skrifað undir tilboðið fyrir hönd Breiðunnar s.f., en hafði ekki pappira handbæra til þess aö ganga úr skugga um að sig minnti rétt. Breiðan leigir og rekur Guðnabakka Breiðan s.f. greiðir aftur á móti Kjartani Jónssyni, lög- fræðingi, 850 þúsund krónur fyrir leigu á húsi og aðstöðu á Guðnabakka á þessu ári. Markús Stefánsson greiðir leig- una fyrir hönd Breiðunnar. A Guðnabakka er rekin matar- og greiðasala og staöfesti Rikarður Kristjánsson.kokkur þar, i gær, að hún væri á vegum Breiðunn- ar s.f. Það fylgir svo sögunni að Veiðifélag Þverár greiðir niður leiguna fyrir Breiöuna um helming. Kjartan Jónsson hafði áður neðri hluta Þverár á leigu og rak þá svipaða þjónustu og sameignarfélagiö gerir á jörð sinni. Breiðuna s.f. er hvergi að finna Það vekur svo sérstaka at- hygli Þjóðviljans að þrátt fyrir viðtæka eftirgrennslan viröist hvergi vera hægt að finna Breiðuna s.f. á skrá. Hún er ekki á skrá yfir félög og fyrirtæki i Reykjavik, né i umdæmi sýslu- mannsins i Borgarfjarðar og Mýrarsýslum. í heildarskrá Hagstofu Islands yfir félög og fyrirtæki á öllu landinu er hana heldur ekki að finna. Fyrirtækiö er heldur ekki á skrá yfir sölu- skattsgreiðendur i Reykjavik, né hjá Skattstjóra Vesturlands- umdæmis á Akranesi. Ekki er heldur við bað kannast að Markús Stefánsson eöa annar aðili i sameignarfélaginu greiöi söluskatt fyrir Breiðuna s.f. persónulega. Þó er matarsala og endursala veiðileyfa sölu- skattsskyldur atvinnuvegur og einhversstaðar ætti Breiðan s.f. að vera færö til bókar. 1 Borgarfirði kannast flestir bændur við Breiðuna s.f. og hvaða aðilar það eru sem leigja neðri hluta Þverár. Or opinber- um heimildum er hinsvegar engar upplýsingar að hafa um þennan atvinnurekstur i kring- um endursölu veiöileyfa i Þverá. I flestum tilfellum er þó greiður aðgangur að ákveönum grundvallarupplýsingum um allan atvinnurekstur hjá em- bættum fógeta- og sýslumanna. ______________ —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1977)
https://timarit.is/issue/221998

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1977)

Aðgerðir: