Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 5. ágúst 1977 KÖNNUN Á BYGGINGASTARFSEMI HiTT •:/■+>* —nl ii—f t i • TILKYNNING N R. 19/1977 Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð hverrar seldrar vinntt stundar málmiðnaðarmanna og hifvélavirkja í Iramhaldi af kjarasamningum frá 22. júní 1977. (Allir taxtar eru án söluskatts.) Sveinar: Dagvinna: Eftirvinna: Næturvinna: Sveinar 1. árið 1.218.00 1.584.00 1.948.00 Sveinar 2. og 3. árið 1.238.00 1.608.00 1.980.00 Sveinar eftir 3 ár 1.272.00 1.654.00 2.036.00 Svcinar eftir 3 ár -f 5% 1.300.00 1.688.00 2.078.00 Sveinar eftir 3 ár -f 10% 1.326.00 1.724.00 2.122.00 Sveinar eftir 3 ár -f 15% 1.354.00 1.760.00 2.166.00 Sveinar eftir 3 ár + 20% 1.380.00 1.794.00 2.208.00 Sveinar eftir 3 ár + 25% 1.408.00 1.830.00 2.252.00 Sveinar eftir 3 ár + 30% 1.434.00 1.864.00 2.296.00 Sveinar eftir 3 ár + 35% 1.462.00 1.900.00 2.338.00 Álagsprósentur: 10% óþrifaálag — hæðarálag, 10% námskeiðsálag 15% flokksstjórar Aðstoðarmenn: 1. taxti byrjunarlaun 1.078.00 1.402.00 1.726.00 — — eftir 1 ár 1.094.00 1.422.00 1.750.00 2. taxti byrjunarlaun 1.094.00 1.422.00 1.752.00 — — eftir 1 ár 1.1 10.00 1.442.00 1.776.00 3. taxti byrjunarlaun 1.114.00 1.450.00 1.784.00 — — eftir 1 ár 1.126.00 1.464.00 1.800.00 4. taxti byrjunarlaun 1.128.00 1.466.00 1.804:00 — — eftir 1 ár 1.136.00 1.478.00 1.818.00 5. taxti byrjunarlaun 1.162.00 1.510.00 1.858.00 — — eftir 1 ár 1.180.00 1.534.00 1.888.00 Slippvinnumenn 1.238.00 1.608.00 1.980.00 Reykjavík, 20. júlí 1977. Verðlagsstjórinn. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Lönguhlíð Fossvog (Markland) . ÞJÓÐVILJINN Minni sveiflur en reiknað var með Um 80% vinna hjá verktökum Verulegur samdráttur í húsamálun Niöurstöður á fyrstu könnun Landssambands iðnaðarmanna og Meistarafélags byggingar- manna á byggingastarfsemi fyrsta ársfjórðungs 1977 liggja nú fyrir. Kemur þar m.a. fram að sam- dráttur varð minni i byggingar- iönaöi á 1. ársfjórungi en spáö haföi veriö og að litil aukning var væntanleg á öörum ársfjórðungi þessa árs. Af byggingamönnum starfa um 45% mannaflans viö byggingu ibúöarhúsnæöis, 20% viö bygg- ingar atvinnuhúsnæöis, um 18% viö byggingar á vegum hins opin- bera og um 16% viö aöra starf- semi. í byggingariönaöi störfuöu á 1. ársfjóröungi 1977 um 23% fleiri menn en áriö 1975, og eru iðn- aöarmenn stærsti faghópurinn sem við byggingariönað starfar, eins og við mátti búast. Fagskipt- ing mannafla i byggingariðnaði er skv. könnuninni: % Iðnaöarmenn 35.3 Verkamenn 25.5 Iönnemar 10.2 Verkstjórar/tæknifólk 6.0 Skrifstofufólk o.þ.h. 15.7 Eigendur 7.3 Alls: 100.0 Verktakar viröast einkum reka skrifstofur, enda eru þeir meö um 90% mannaflans í sinni þjónustu. Þróun i fjölda manna er við hina ýmsu starfsemi vinna er mjög misjöfn eftir greinum. Hef- ur verktökum fjölgaö um 20.7% frá 1975, húsasmiðum hefur fjöig- aö um 44.4%, húsamálurum hefur fækkaö um 19%, pipulagningar- mönnum hefur fækkaö um 50,4% og rafvirkjum hefur fækkað um 28,5% sfðan 1975. Byggingastarfsemin Dregið hefur lftils háttar úr starfsemi i flestum greinum byggingariðnaðar á 1. ársfjórð- ungi 1977 miöaö við 4. ársf jórðung 1976. Samdráttur þessi hefur þó veriö óverulegur og ekki dregiö úr framleiðslumagninu aö marki nema i húsamálun. Það kemur á óvart aö ekki verður vart meiri samdráttar i byggingariönaöi á fyrstu mánuö- um ársins, en þvi haföi af kunn- ugum verið spáö mjög eindregiö, m.a. bent á minnkandi lóöafram- boö. Getur það veriö skýring á samdrætti hjá stórum hluta iön- aðarins, en hins vegar hefur hag- stætt veðurfar orsakaö meiri starfsemi hjá mörgum fyrirtækj- um. Þannig kemur t.d. i ljós að i húsasmiði er aukning i framleiðslu á 1. árs/jórðungi 1977 miöað viö sama tima i fyrra um allt aö 14%. 1 húsamálun virðist ótvfrætt vera um samdrátt að ræða, Má ætla aö um 10—12% samdrátt sé að ræða milli ára i þessari iðn- grein og er greinilegt að hún er i talsveröum öldudal. Hvaö verkefni á öörum árs- fjórðungi viðvíkur þá gáfu fyrir- tæki sem höföu 43% mannaflans aö störfum hjá sér aö þau byggj- ust við auknum verkefnum,- á móti kemur aö fyrirtæki með 35% mannaflans bjuggust viö minnkandi verkefnum. Bendir þetta til hægs bata i byggingar- iðnaði og hægari en í öörum at- vinnugreinum. Hagspár i byggingariðn- aði Talsvert hefur verið reynt aö spá um horfur i byggingariðnaöi og hefur þar veriö reynt að bera samanýmsar stærðir. Hefur m.a. komiö i ljós að nokkuð náið beint samband er milli þjóðartekna og atvinnuástands i byggingariön- aöi, þó þannig aö sveiflur i efna- hagslifinu koma fram i bygg- ingariðnaðinum rúmlega ári eft- ir. Einnig viröist byggingariönaö- urinn lengur að rétta sig af eftir samdrátt en aðrar atvinnugrein- ar. Má telja aö lóöaúthlutun sveita- félaga eigi hér nokkurn hlut aö máli, þvi aö á þenslutimum er úthlutað miklu af lóðum, en um leiö og samdráttur veröur kemur það fram i minnkandi úthlutun lóða. Með þessu er verið að ýta undir sveiflur i byggingariönaö- inum. Ef litið er á svör við ástæöum fyrir of litlum verkefnum verður niðurstaðan þessi: % Lóöaskortur 38 Fjárskortur 11 Mikilsamkeppni 11 Litil eftirspurn 9 Veðurfar 7 Vinnuaflsskortur 3 (Byggt á fréttatilkynningu frá Landssambandi iðnaðarmanna um Niðurstöður könnunar á byggingastarfsemi á 1. árs- fjórðungi 1977). ene Bók Gunnars Karlssonar, lektors Frelsisbarátta Sudur-Þing- eyinga og Jón á Gautlöndum Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna Siðumúla 6 — simi 81333 mánud — föstud. Atvinna á vitastað Aðstoðarmanneskja óskast sem fyrst til heimilishalds og veðurtöku á afskekktum vitastað. Fámennt i heimili. Mjög gott kaup. Umsóknir berist á afgreiðslu Þjóðviljans, merktar „Heimilishald” fyrir hádegi nk. mánudag. væntanleg meö haustinu Gunnar Karlsson, lektor i sagn- fræöi viö Háskólann, hefur aö undanförnu unniö að rannsókn á félagsstarfi Þingeyinga á öldinni, sem leiö. Að sjálfsögöu koma þar mjög viö sögu elstu verslunar- samtökin i Þingeyjarsýslu, sem uröu siöar kveikjan aö Kaupfé- lagi Þingeyinga á Húsavik. Bók Gunnars nefnist: Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gaut- löndum, og er hún væntanleg á markaö i haust, gefin út af Bók- menntafélaginu. Er þess aö vænta, aö bók Gunnars verði kær- komin lesning öllum þeim, sem áhuga hafa á islenskri samvinnu- sögu. Bókin mun aö meginhluta fjalla um stjórn- og verslunarmál norö- anlands á siðari helmingi siöustu aldar. Er stjórnmálasagan rakin frá endurreisn Alþingis 1844 og fram um 1890.Svo vill til aö sama ár og Alþingi ris úr ösku, eru stofnuð fyrstu verslunarfélögin, sem kunnugt er um hérlendis, verslunarfélögin i Háls- og Ljósa- vatnshreppum. Er saga þessara félaga og þeirra, er i kjölfarið komu, rakin fram um 1890, en um þaö leyti var forstööumönnum selstööuverslunarinnar á Húsa- vik ljóst oröið aö þeir myndu ekki bera banaorö af Kaupfélagi Þing- eyinga. Siöari hluti bókarinnar er ævi- ágrip Jóns á Gautlöndum, en hann var þingmaður Suöur-Þing- eyinga helming þess tímabils, sem bókin nær yfir, og að auki fyrsti formaöur Kaupfélags Þingeyinga. Bók Gunnars Karlssonar er annaö ritverkiö á skömmum tima, sem f jallar um söguleg efni varðandi samvinnuhreyfinguna. t fyrra kom út bók Páls H. Jóns- sonar: Úr Djúpadal aö Arnarhóli, ævisaga Hallgrims Kristins- sonar, en þar er jafnframt rakin saga Kaupfélags Eyfiröinga og Sambandsins er þau samtök voru I mótun. —mhg Guðrún Jacobsen á dönsku Alþýðubandalagið á Vestfjörðum. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vestfjörö- um verður haldinn að Laugarhóli í Bjarnarfirði, Strandasýslu, dagana 10.og 11. sept. n.k. Fundurinn hefst klukkan 2 laugardaginn 10. sept. Auk aðalfundarstarfa verður rætt um stjórnmálin, héraösmál og félagsstarf Alþýöubandalagsins. Dagskrá nánar auglýst siðar. Stjórn kjördæmisráðs. Birgitte Höveings Biblioteks- forlag hefur gefið út á dönsku smásagnasafn eftir Guörúnu Jacobsen. Þorsteinn Stefánsson hefur valiö sögurnar og þýtt þær, en fyrrnefnt forlag hefur nú um skeiðeinkum fengist viö þýöingar á islenskum verkum. 1 umsögn um smásögurnar, sem nefnast Den lille mester i þýöingunni segir I Land og Folk á þessa leiö: „Sögur hennar eru stuttar, knappar i c'.!i, en I samþjöppuöu formi tekst henni að gefa áleitnar og hlýlegar myndir af mönnum og dýrum og mjög nákvæmar lýsingar af at- vikum sem sýnast smáleg, en eru þó i frásögn hennar spennandi og skemmtileg...” I bókinni eru átta sögur, hún er 87 bls. Hjartans kveðjur og þakkir sendum viö öllum nær og fjær, sem studdu okkur og styrktu jafnt í oröi sem í verki viö andlát og jaröarför Ragnars Samúels Ketilssonar Keilufelli 3 Foreldrar, bræður og aðrir aöstandendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1977)
https://timarit.is/issue/221998

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1977)

Aðgerðir: