Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. ágúst 1977 Þ j ó ðhátí ðargestir! ferðist með m/s Herjólfi milli lands og eyja Aætlun fyrir Þjóðhátíðina: Föstudagur: frá Vestmannaeyjum kl. 05.00 frá Þorlákshöfn kl. 09.30 frá Vestmannaeyjum kl. 13.30 frá Þorlákshöfn kl. 17.30 Laugardagur: frá Vestmannaeyjum kl. 10.00 frá Þorlákshöfn kl. 14.00 Sunnudagur: frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 frá Þorlákshöfn kl. 13.30 frá Vestmannaeyjum kl. 18.00 frá Þorlákshöfn kl. 22.30 Mánudagur: Frá Vestmannaeyjum kl. 10.00 frá Þorlákshöfn kl. 14.00 Verð kr. 2.000.- fyrir fullorðna og kr. 1.000.- fyrir börn og ellillfeyrisþega. Vinsamlegast mæti með bifreiðar eigi siðar en einni klst. fyrir brottför. Ferð irá Umferðarmiðstöðinni í sambandi við skipið Herjólfur hf. simi 98-1792 Vestmannaeyjum. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatæknifræðing til starfa við Linu- deild. Laun eru skv. kjarasamningum rikis- starfsmanna. Upplýsingar um starfið gef- ur starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur rikisíns Laugavegi 116 REYKJAVÍK Blaðberar vinsamlegast komið á afgreiðsiu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Afgreiðslan opin frá kl. 9—17 mánud.—föstud. Þjóðviljinn Síðumúla 6. — Sími: 81333 Akiö ekki yfir viðkvœman gróöur Reiður maður gistir lögregluna Alltaf öðru hvoru láta til sin heyra menn sem segja farir sinar ekki sléttar af viðskiptum við lögreglu. 0. sendir okkur greinargerö sem hefst reyndar á afriti af læknisvottorði. Þar er tekið fram að viðkomandi hafi verið ölvaður á bar og ekki munað vel hvað gerðist. En hann telur sig hafa orðið fyrir' meiriháttar áverkum eftir að lögreglan tók hann fastan, enda hafi klefinn sem hann var i i Hverfissteini verið mjög blóðugur, sem og fatnaður. Læknisvottorð stað- festir að ástand áverka (mar, fleiður ofl.) svari til þess tima sem um ræðir. Með þessu fylgir langt bréf, sem er reyndar nokkuð erfitt að komast fram úr, en úr þvi fylgir hér sýnishorn: „Hvort hér er að verki skitin mafia sem ég hefi lengi haft augastað á eða sadistapjakkar sem ferst ekki að nefna orðið nasismi skal ég ósagt látið, en tilbúinn er ég þar um aö bera ef út af væri lagt i þeim dúr. Nú þýðir ekkert fyrir lögreglu- stjóra eða menn sem þegið hafa hross að gjöf að lita flóttalega til beggja hliða, þvi öllum árásum verður svarað með engu nema festu og engri miskunn. Að setja einhverja lygaþvælu i skýrslu- gerð yfir mönnum sem pindir hafa verið frá kvöldinu áður tel ég vitaverða framkomu, en rétt er að láta þá njóta sannmælis, nóg er samt. Að elta skitnar brennivinssektir, einskisnýtan lygaþvætting yfir drukknu fólki er lögreglunni hér ekki samboð- ið. Hér leika lausum hala i þjóð- félaginu allskyns glæpalýður, allt upp f einskisnýtar skitnar morðingjaklíkur, sem eflaust 4-ðu sér griða ef sæist móta fyrir byssuhlaupi. Þeir menn eru vegsamaðir, hafnir til met- orða, settir i jafnvel stöður. Þvi dómsmálin eru söm við sina, enda sveitafýlan sem angar langar leiðir þaðan beint að sníkjuhúsum Framsóknar... < Allt of algengt er að sjá hjól- för um fjöli og firnindi og eru þau mjög til lýta auk þess að valda oft á tiðum varanlegum skemmdum á gröðri. Þessi eld- gigur I landi Nesjavalla i Grafn- ingi hefur verið skemmdur með þvi að aka upp hann og skrifa i mosann. Eins og kunnugt er tekur jafnvel áratugi fyrir mosann aö jafna sig. Snúum bökum saman og komum i veg fyrir barbarisma af þessu tagi! (Ljósm.: GFr.) AKRANESAF- LEGGJARINN ER AFLEITUR örvar hringdi af Akranesi á dögunum og hafði ljótar sögur af ástandi vega i sinu næsta nágrenni að segja. Það er langt siðan ég man eft- ir Akranesafleggjaranum svona slæmum sagði hann. Þar hefur fjöldi bila hreinsað púströrin undan sér að undanförnu svo ég veit til. Þegar rignir eins og núna þá verður hann svotil ófær fyrir smábila. Það var eitthvað verið að reyna að rykbinda i vor, en það rann allt út i skurð- ina I fyrstu vætu og siðan er eins og hafi verið gefist upp. Svo finnst okkur lika að það sé mikill munur á þvi hve veginum norðan Hvalfjarðar er ver við haldið en veginum sunnan hans. Hér um slóðir eru miklar framkvæmdir oe umferð eftir þvi, en stjórnendur vegamála virðast aíls ekki hafa gert sér grein fyrir ástandinu. Togara- skipstjóra leiðist skætingur Um helgina hringdi til okkar togaraskipstjóri ágætur og var gramur. Ég var að fletta Morgunblað- inu núna á laugardaginn, sagði hann, og sé þar klausu um sölu hjá togaranum Mai. Þar segir: „Allur aflinn úr Mal fór i fyrsta gæðaflokk. 66% af aflan- um fór i fyrsta stærðarflokk, 34% i annan stæröarflokk, en ekki einn einasti fiskur flokkað- ist undir smáfisk, sem mun Hka vera mjög sjaldgæft þegar um togarafisk er að ræða.” Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. En svona lagað finnst mér smáskitlegur óþarfi. Það eru furðumargir sem þreytast ekki á að gera okkur togara- menn að „enemy numer one”, óvini þjóöarinnar númer eitt. Ég segi fyrir mig og kollega mina, við erum ekki á móti eftirliti með veiðum. Við erum ekki á móti lokun svæða. Það er ekki nema eðlilegt að við séum efstir á blaði þegar reynt er að takmarka veiði, þvi að við erum á stórvirkum tækjum — eins og menn hafa vonandi gert sér grein fyrir þegar þessi tæki voru keypt. En okkur finnst einatt að þetta eftirlit mætti vera viðtækara. Okkur finnst aö bátaflotinn fái einatt að haga sér eins og hann væri stikkfri. Og við viljum útlendingana út nú þegar — nema færeyingana. Þeir eru i svo svipaðri aðstöðu og við og hafa haft þjóöa bestan skilning á okkar landhelgismál- um. ALDARSPEGILL ✓ - Ur íslenskum blöðum á 19. öld ? ? ? Hvaða sess í mannfjelaginu ber þeirri skyn- lítilli skepnu í manns mynd, er slæst að fyrra þragði og tilefnislaust upp á saklausft menn með lognuin brigzlum og atóryrðum, er sá heigull, að hann lileyjiur í felur, ef baun á von á ráðningu fyrir óknytti sínn, frurnhleypni og fruntaskap, og sú miiimlyrla, að hann stemlur eigi raoðalmanni hálfan snúning og kemst aldrei leugra en á ann- að knjcð, ef hann ætlar að taka á móti, en lætur jafnast jmrka innan ineð ajor, ílagið, sem liann fell- ur í hvað ofan f annað og brúkar þö illan raunn- söfnuð og brÍErl.ar öðrum og óviðkomandi um sjálfs siua óknytti? ísafold 7. jan. 1891

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1977)
https://timarit.is/issue/221998

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1977)

Aðgerðir: