Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Þessum þremur voru veitt heiðursmerki ISÍ, talið frá vinstri: Sveinn Zoega, Guðsveinn Þorbjörnsson og Sveinn Ragnarsson. Þrír heiðraðlr hjá ÍSÍ Nýlega sæmdi íþróttasam- band islands þrjá menn viður- kenningum fyrir mikil og heilladrjúg störf i þágu iþrótt- anna. Sveinn Zoega hlaut heiðurs- orðu Í.S.Í.. Sveinn var aihliða iþróttamaður á yngri árum og hefur ekki síður lagt fram drjúgan skcrf til félagsmál- anna. Sat hann i stjórn Knatt- spyrnufélagsins Vals i 18 ár, þar af 9 ár sem formaður full- trúaráðs félagsins. Auk þess átti hann sæti i stjórn KR i 13 ár, þar af formaður i 5 ár og i stjórn Knattspyrnusambands íslands sat hann i 14 ár. Guðsveinn Þorbjörnsson og Sveinn Ragnarsson voru sæmdir gulimerki Í.S.Í. Guðsveinn er einn af stofn- endum Hauka i Hafnarfirði og keppti fyrir félagið árum sam- an i knattspyrnu og hand- knattleik. Siðan átti hann sæti i stjórn Hauka i 20 ár, þar af formaður i 17 ár. Sveinn Ragnarsson hefur verið virkur félagi i Iþrótta- samtökunum frá barnæsku i Knattspyrnufélaginu Fram og keppti fyrir félagið bæði I handknattleik og knattspyrnu. Hann hefur sinnt félagsmálum inikið, sat m.a. i stjórn Fram i 15 ár og í stjórn H.S.f. i 7 ár. Einnig hefur Sveinn átt sæti i dómstólum og fjölda nefnda. Sigurður Haraldson, markmaður ÍBV nær að handsama boitann, áður en örn Óskarsson, vestmannaey- ingurinn i KR nær til hans. Mynd: G.Jóh. 2. deildin blasir nú við KR-ingum vörn IBV, en fyrir mikla náð og miskunn náðu Eyjamenn að bjarga. Ottó Guðmundsson minnkaði svo muninn niöur i 2:1 á 20. min. Eftir hornspyrnu hrökk boltinn út, þar sem Ottó kom á fullri ferð og negldi i netið. Eftir þetta sóttu KR-ingar af þeim krafti sem eftir lifði i leik- mönnum en allt kom fyrir ekki, og Eyjamenn hurfu til þjóðhátið- arinnar með tvö fremur óverð- skulduð stig i pokahorninu. Eyjamenn áttu ekki góðan leik að þessu sinni og geta leikið mun betur. Karl Sveinsson var einna bestur og Sigurður i markinu stóð vel fyrir sinu. Hjá KR var Magnús Guð- mundsson aftur i markinu eftir meiðslin sem hann hlaut i vor. Stóð hann sig eftir atvikum vel. Dómari var Sævar Sigurðsson. Hann sleppti oft nokkurn veginn greini'egum rangstöðum, auk þess sem linuverðirnir virtust ekki vera til i huga hans. ______________________— hól. SiguHási var skipt útaí Þjálfari ÍBV, Skinner, hefur heima i Eyjum sætt nokkurri gagnrýni fyrir hversu litið hann hefur skipt varamönnum liðsins inná. í allt sumar hafa þeir orð- ið að dúsa á varamannabekkn- um, og aðeins ef einhver meiðist i leik gefst tækifæri til að spreyta sig. Að sjálfsögðu er slikt ekki sérlega vinsælt I þeim herbúðum og hefur svo farið að leikmaður á borð við Magnús Þorsteinsson hefur hreinlega hætt knattspyrnuiðkunum, a.m.k. isumar. 1 leik KR og ÍBV i gærkvöldi var reglan svo loks- ins brotin. Markakóngur deild- arinnar, Sigurlás Þorleifsson, var kallaður af leikvelli og Gústaf Baldvinsson settur inn. Var það fullkomlega réttmætt þvi Sigurlás hafði litið sést i leiknum utan marksins, sem hann skoraði. Reykjavikurleikar I frjálsum I- þróttum 1977, sem jafnframt er 30 ára afinælismót FRÍ fara fram á Laugardalsvelli dagana 16. og 17. ágúst. Keppnin hefst kl. 20 fyrri daginn og kl. 19.30 siðari daginn. Keppt verður i eftirtöldum grein- um: Fyrri dagur: Greinar, þar sem ákveðnum keppendum er boðin þátttaka: 200 m hlaup karla, 1500 m hlaup karla, Minningarhlaup um Svav- ar Markússon, 100 m hlaup kvenna, 400 m hlaup kvenna, kúluvarpi karla, og kringlukasti karla. Keppnisgreinar, þar sem lágmarksafrek er skilyrði til þátttöku: Langstökk karla (6.50 m) og hástökk kvenna (1.55 m). Greinar, þar sem þátttaka er op- in: 800 m hlaup unglinga f. 1957 eftir ósigurinn 1:2 fyrir Eyja- mönnum á Laugar dalsv ellin - um í gærkvöldi 1:0, reyndar eitt örfárra atvika, sem gladdi augað. Eftir markið færðist leikurinn niður á plan langspyrnu og hugs- unarlitilla sendinga sem oftast hittu fyrir mótherjann. Þó brá fyrir nokkrum góðum sprettum, t.d. átti Birgir Guðjónsson þrumuskot sem Sigurður Har- aldsson varði laglega. A 29. min skoruðu svo Eyjam'enn öðru sinni. Einar Friðþjófsson tók aukaspyrnu langt fyrir utan vita- teig, sendi laglegan bolta inni teiginn, þar sem Sigurlás fylgdi knettinum eins og skugginn, stökk upp og skallaði i netið, 2:0. Seinni hálfleikur var algerlega eign KR-inga og voru þeir næsta ótrúlega ólánssamir að jafna ekki metin eða jafnvel sigra. Fyrsta verulega hættulega tækifærið kom á 13. min., þegar Guðmund- ur Jóhannsson böðlaðist i gegnum eða siðar, 1500 m hlaup kvenna og 1500 m hlaup karla B-hlaup. Siðari dagur: Boðsgreinar: 100 m hlaup karla, 400 m hlaup karla, 800 m hlaup karla, 200 m hlpup kvenna. Greinar, þar sem lágmarksaf- reka er krafist: 300 m hlaup (9.30 min) stangarstökk (3.80), lang- stökk kvenna (5,00m) og hástökk karla (1.80 m). Greinar, þar sem þátttaka er opin: 400 m grinda- hlaup kvenna, 800 m hlaup kvenna. Keppt verður einnig i kúluvarpi og kringlukasti karla siðari dag með sömu keppendum og fyrri daginn. Þátttökutilkynningar verða að berast til FRl pósthólf 1099 eða á skrifstofu sambandsins i Iþrótta- miðstöðinni i Laugardal i siðasta lagi 9. ágúst n.k. Nú getur ekkert nema krafta- verk komið i veg fyrir að vestur- bæjarliðið frækna og fyrsta knatt- spyrnufélag landsins, KR, falli i 2. deild. Vestmannaeyingar slökktu svo að segja siðasta von- arneistann með sigrinum i gær- kvöldi, 2:1, i fremur slökum og leiðinlegum leik á að horfa. Þá eru það aðeins Valsmenn, sem eftir standa af þeim félögum, sem aldrei hafa orðið að gista 2. deild- ina. Ástæðuna fyrir þessari öm- urlegu aðstöðu sem KR-ingar eru nú i, má sjálfsagt rekja til bæði ónógs mannskapar og slakrar að stöðu til að æfa iþróttina. Hins- vegar dylst engum, sem fylgst hefur með knattspyrnunni I sum- ar, að KR er alltof gott lið til að 2. deildin skuli þurfa að verða hlut- skipti þess á sumri komanda, og óliklegt annað en að félagið vinni sig upp i 1. deild strax i fyrstu at- rennu. Leikurinn i gærkvöldi var eins og áður segir fremur slakur og ekkert augnayndi. Vestmannaey- ingar byrjuðu vel og eftir aðeins 10 minútur lá knötturinn i neti KR-inga. Óskar Valtýsson gaf laglega sendingu þvert yfir frá vinstri, þar sem Karl Sveinsson tók við boltanum, og sendi hann með þrumuskoti í stöng og inn, Muhamed Ali í kröggum Heimsmeistarinn I hnefaieik- um Muhamed Ali á nú I hinum mestu vandræðum. Hann hefur samið um að keppa um heims- meistaratitilinn í hnefaleikum þann 29. september á Madison Square Garden, einum frægasta iþróttaleikvangi veraldar. Andstæðingur Alis að þessu sinni er tiltölulega óþekktur hnefaleikari Ernie Sahvers. Vandamálið sem komið hefur upp liggur i þvi að alheimssam- bandið i hnefaleikum hefur nú hótað að viðurkenna ekki leikinn sem löggildan um titilinn. Gæti það dregið nokkurn dilk á eftir sér þvi heimsmeistarinn i hnefaleik- um hverju' sinni getur aðeins keppt um titilinn; sé slikt ekki gert væri næsta skref að ógilda hann. Ali hefur að undanförnu sætt mikilli gagnrýni fyrir að reyna að komast hjá því að keppa við þá sem næstir honum eru taldir þ.e. hnefaleikarar á borð við George Foreman. Aðlaástæð- an fyrir þessari afstöðu alheims- hnefaleikasambandsins, eða (World Boxing Council) liggur þó i þvi, að framkvæmdarstjóri Madison Square Garden hefur látið undir höfuð leggjast að borga árgjaldið til sambandsins. Þá hefur framkvæmdaarstjórinn látið ýmis óvarleg orð falla um sambandið sem kynt hefur enn meira undir ósamlyndi þessara aðila. Keegan lék sína fyrri félaga grátt Kevin Keegan, nú leikmaður með v-þýska liðinu Ham- burger Sporterlein gerði fyrri félögum, evrópumeistur- um og Englandsmeisturum Liverpool lifið leitt er þessi leið léku vináttuleik i Ham- borg á miðvikudagskvöldið. Keegan átti stórleik, skoraði sjálfur eitt mark og aðstoðaði við hin tvö i sigurleik llam- burger 3:2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1977)
https://timarit.is/issue/221998

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1977)

Aðgerðir: