Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5' Kortsnoj nú aðeins an vinning til viðbótar — eftir að hafa náð jafntefli í 12. skákinni Biðskákin reyndist jafntefli Nú getur ekkert nema kraftaverk komið í veg fyrir sigur Viktors Kort- snojs í einvígi hans við fyrrverandi landa sinn Lev PolugájevskF. ’Eftir að hafa staðið höltum fæti alla 12. skákina tókst Kortsnoj að kreista fram hálfan vinning og leiðir nú einvígið með 8 vinningum gegn 4. Kortsnoj hefur hvítt í næstu skák og vinni hann eða geri jafntefli er einvíginu um leið lokið. Með sigri í einvíginu tryggir Kortsnoj sér ekki aðeins réttinn til að halda áfram í keppninni og eiga möguleika á að vinna sig uppí að tefla um heims- meistaratitilinn við sovét- manninnn Anatoly Karpov, heldur einnig sleppur hann við að þurfa að tefla um sæti í næstu áskorenda- keppni. Kortsnoj og Polugajevski að tafli I Evian. Nú fer aö styttast I lok einvfgisins. 12. skákin reyndist jafrstefli Viktor Kortsnoj Næsta skák Kortsnojs og Polugajevski verður á morgun, en i dag tef la þeir Sapsskí og Portisch sína 11. skák. Staðan í því ein- vigi er þannig,að báðir keppendur hafa hlotið fimm vinninga. Hvftt: Lev Polugajevski Svart: Viktor Kortsnoj (Það var vist flestum ljóst þeg- ar að 12.skákin fór i bið á mið- vikudagskvöldið að Poluga- jevski stóð betur að vigi. Yfir- burðir hans náðu þó aldrei þeirri reisn að það dugði til vinnings. Kortsnoj hélt hinni erfiðu stöðu af miklu öryggi.) 42. Hcl (Biðleikur Polugajevski.) 42. .. b 4! (Best. Kortsnoj er það augljós- lega i hag aö staðan „blokker- ist”. Við það fækkar öllum möguleikum Polugajevskis til gegnumbrots.) 43. a4 Hde8 44. Hcdl H8e6 45. Hld2 He7 (Kortsnoj sér fram á aðdrápið á d6 er sér algerlega meinlaust) 46. Rxd6 (Það er ótrúlegt annaö en aö Polugajevski hafi séð fram á jafnteflið. Hann hefur einfald- lega ályktað sem svo, að i stöð- unni væri ekkert annað en jafn- tefli, og það réttilega.) 46. ..Rxd6 47. Hxd6 Hxe2! + (Þar með er jafnteflið tryggt.) 48. Hxe2 Hxe2 + 49. Kxe2 Kxd6 50. Kd2 c5 (Nú er ekki lengur um neina gegnumbrotsmöguleika að ræða eins og einfalt er að ganga úr skugga um. Polugajevski bauð jafntefli sem Kortsnoj að sjálf- söeðu báði.) b e d M.S. Skaftafell fær viður- kenningu tvö ár í röð M.S. Skaftafell hefur nú, annað árið i röð, fengið sérstakt viður- kenningarskjal frá bandarisku strandgæslunni fyrir góða þátt- töku i þeirri tilkynningarþjón- ustu, sem strandgæslan hefur skipulagt meðal skipa, sem sigla um Atlantshafið, til að auövelda björgun úr sjávarháska. Tilkynningaþjónusta þessi byggist á þvi, að þau skip, sem þátt taka i samstarfinu um hana, tilkynna ferðaáætlun sina til aðal- stööva Strandgæslunnar I New- Norrœn bílgreina- samböndþinga hér Norrænn fundur bilgreinasam- taka i Reykjavik. Fundur bilgreinasamtaka á Norðurlöndum verður haldinn i Reykjavik dagana 9. og 10. ágúst nk. Fundinn sækja 33 fulltrúar frá 8 samtökum á hinum Norðurlönd- unum. auk 8 fulltrúa frá Bil- greinasambandinu, sem hefur annast allan undirbúning fundar- ins. Islenskir bifreiðainnflytjendur og bilaverkstæðiseigendur hófu þátttöku i norrænu samstarfi árið 1964 og fyrsti norræni fundur bil- greinasamtaka var haldinn i Reykjavik i ágúst 1968, en slikir fundir eru haldnir annað hvert ár til skiptis i þátttökulöndunum. Hlutverk þessara funda eru skipti á upplýsingum og hug- myndum um rekstur og þróun bilasölu og bifreiðaviðgerða á Norðurlöndum. A fundinum verður á dagskrá m.a. launaþróun bifvélavirkja á Norðurlöndum, ný ákvæði i lög- gjöf Norðurlandaþjóðanna um vinnuvernd og aðbúnað á verk- stæðum, framtið bilasölu og bif- reiðaþjónustu. Bilgreinasambandiö mun sér- staklega kynna á ráðstefnunni niðurstöður könnunar Ingimars Hanssonar verkfræðings á aðbún- aði bilaverkstæða á Vestfjörðum og Austurlandi. — Að fundinum loknum munu þátttakendur fara i skoðunarferð- ir um Reykjavik og nágrenni. York, er þau leggja úr einhverri Atlantshafshöfn, og gefa siðan reglulegar upplýsingar um allar breytingar, sem á henni verða. Tölva reiknarsvo út staðsetningu skipanna hverju sinni. Lendi skip i nauðum veitir tölvan samstund- is upplýsingar um öll nærstödd skip og er þá auövelt aö kveöja þau til aðstoðar. Tölvan safnar og upplýsingum um skipin, t.d. hvort að um borð er læknir og hver er aðstaðan til aðhlynningar sjúkum og slösuðum. Bandariska strandgæslan skipuleggur þessa þjónustu bæði á Atlantshafiog Kyrrahafi og hef- ur hún þráfaldlega sannað gagn- semi sina. Þeim skipum, sem rækja þessa frjálsu tilkynningaskyldu af alúö og samviskusemi, er árlega veitt sérstök viðurkenning af þvi tagi, sem Skaftafellhefur nú hlotið tvö ár I röð. — mhg F r amkvæmdastj óraskipti hjá Kirkjusandi Arni Benediktsson, sem um árabil hefur verið framkvæmda- stjóri Kirkjusands h.f. lætur nú af þvi starfi. Mun hann nú, á eigin vegum, starfa að ýmsum verk- efnum á sviöi hagræðingar og framleiðslu hjá Sambandsfrysti- húsunum. Við starfi Arna hjá Kirkjusandi tekur Rikharð Jónsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Meitils- ins i Þorlákshöfn s.l. 10 ár. Eftir- maður Rikharðs hjá Meitlinum verður hinsvegar Páll Andreas- son, áður kaupfélagsstjóri Kaup- félags Dýrfirðinga á Þingeyri. — mhg Dansk-íslenskir styrkir veittir Dans-islenski sáttmálasjóður- inn hefur fyrir skömmu ákveðið að veita alls 18.500 danskar krón- ur i styrki sem beinast að eflingu tengsla á sviði menningar á milli Danmerkur og Islands. bækur The Acts of King Arthur and his Noble Knights. From the Winchester Mss, of Thomas Malory...John Steinbeck. Heinemann 1976.) Arthur konungur og kappar hans eða kappar hringborðsins, galdramaöurinn Merlin og fleiri skemmtilegar persónur voru mönnum mjög hugleiknar á mið- öldum, þegar þessi ævintýri voru fest á bókfell. Sögur þessar eru lesnar enn i dag, og til þess að veita fleirum nokkra ánægju af lestri þeirra, tók John Steinbeck sig til og endursagði þær með tungutaki þvi, sem nú er tiðkað. Fyrirmyndin gæti verið frönsk, sbr. „Sagan af Tristan og Isold” Bédiers, ævintýri fært i skáld- sögubúning. Steinbeck snýr ekki þessum ævintýrum i skáldsögu- búning, þræðir þá gömlu frá- sögn og bætir engu við. Eins og stendur á titilsiðu, þá notar Steinbeck Winchester- handritið ásamt fleiri hd. sem gefið var út af Chase Horton, og kennd eru við Thomas Malory. Collected Essays. Graham Greene Penguin Books 1977. Héreru birtar allar þær greinar og smærri ritgerðir, sem höf- undurinn óskar eftir að séu varö- veittar. Fyrsta greinin er um barnæsku höfundar, siðan koma greinar varðandi bókmenntir og ýmsa höfunda, svo sem Chester- ton Fielding og Sterne, Henry James ofl. ofl. Annar kafli bókar- innar fjallar um persónur, og kennir þar margra grasa. I bók- arlok, eftirmáli. Bók þessi kom fyrst út 1969, prentuð i Penguin 1970 og nú endurprentuð. Tibet. Its History, Religion and People. Thubten Jigme Norbu — Colin M. Turnbull. Penguin Books 1976. Höfundurinn endurfæddist sem Tagster, fimmtándu aldar munk- ur og helgur maður. Norbu varö siðan ábóti i einu mesta klaustri i Tibet, Kumbum. Yngri bróðir hans varð Dalai Lama. I þessari bók segir Norbu frálifsstil Tibeta, lifsbaráttu og trúarbrögðum, eins og þetta gerðist fyrir komu Kin- verja. Þetta var nægjusöm þjóð, sem lifði einföldu lifi, eins og sagt er, bænahjólunum var snúið og flöggin blöktu og andarnir voru vlðast hvar á sveimi, allt þetta var samofið lifsbaráttunni, hver ný athöfn var hálfgert ritual, sem þurftiað gera á vissan hátt á viss- um tima og það þurfti að huga að vindáttum og tunglkomu. Bók þessi er fróðleg um trúar- hætti og atvinnullf Tibeta og lýst ergangisögu þeirra, samskiptum við Kinverja og aðrar þjóðir fýrr og nú og skoðunum þeirra á fram- vindunni. Lýsingar höfundar minna ofurlitið á hugmyndina um Shangri La, og i margra hugum var Tibet einhverskonar Shangri La, hvort sem svo hefur verið i raun og veru.

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1977)
https://timarit.is/issue/221998

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1977)

Aðgerðir: