Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 6
8 SIÐA — ÞJÖPVILJINN Föstudagur 5. ágúst 1977
Hér er Markús Þorgeirsson aö leggja af staö meö öryggisnet I Disar-
felliö.
Framleiösla Markúsar líkar vel
öryggisnet i
lestar skipa
Magnús Þorgeirsson hefur um
nokkurt skeið hnýtt öryggisnet til
aðgreiningar á farmi i lestum
skipa og hafa þau reynst vel. Net-
in má einnig nota i yfirbreiðsiur á
hey og á skreiðarhjalla til þess að
verja þá ágangi fugla. öryggis-
netin eru nú í notkun um borð i
þremur af kaupskipum Sam-
bandsins og um reynsluna af
þeim segir Sigurjön Sigurjónsson,
fyrsti stýrimaður á m.s. Jökul-
felli eftirfarandi:
„1 eitt ár höfum við á m.s.
Jökulfelli notað mikið net sem
hönnuð eru og unnin af Markúsi
Þorgeirssyni til aðgreiningar á
farmi og við sjóbúnað.
Það verður ekki annað sagt en
að netin eru sérlega vel úr garði
gerðtil þeirra hluta, og frágangur
á þeim til sóma.
Einnig höfum við öryggisnet
undir landgang frá sama manni
og er það sama um það að segja.”
Öryggisnet Markúsar eru úr
polyethylen næloni, en það efni er
innflutt af Marco i Reykjavik, og
var notað mikið í fiskitroll.
Möskvastærð á netunum er 120
mm og eru þau 32 til 36 fet á kant.
Af þeirri stærð þekja þau um 90
fermetra hús. Markús getur þó
gertnetaf öðrum stærðum ef ósk-
að er. Netin eru nfðsterk og
þyngjast ekki þótt þau vökni.
Einn maður getur hæglega borið
Skrifstofustöri
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
skrifstofufólk nú þegar. Verslunarskóla-
eða hliðstæð menntun æskileg.
Laun eru skv. kjarasamningum rikis-
starfsmanna. Upplýsingar um störfin gef-
ur starfsmannastjóri.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
REYKJAVIK
undir hendinni net af þeirri stærð
sem áður var nefnt.
1 skipum eru þau breidd á milli
farmpartia og bundin út i lestar-
siðu. 1 viðtali við blaðið sagði
Markús Þorgeirsson að hann út-
byggi einnig yfirbreiðslur á hey-
stæði bænda og gætu þær þakið
um 120 hesta af heyi. Þá er verið
að reyna net frá Markúsi á Akur-
eyri og i Stykkishólmi sem yfir-
breiðslur á skreiðarhjalla. Það er
alkunna að fugl getur með kroppi
eyðilagt mikið af skreið, að
minnsta kosti gert hana verð-
minni. Með þvi að nota yfir-
breiðslur Markúsar kemst fugl-
inn ekki að skreiðinni. Þá má nota
yfirbreiðslurnar utanum loðnu-
og sildarnætur.
Þessi öryggisnetaframleiðsla
Markúsar Þorgeirssonar er hans
eigið framtak að öllu leyti. Hann
hefur notið stuðnings fyrirtækis-
ins Marcos og Skipadeildar Sam-
bandsins, svo og verkstjóranna i
Birgðastöð Sambandsins við
Holtaveg, Alexanders Alexand-
erssonar og Boga Gunnlaugsson-
ar, við að koma netagerð sinni á
rekspöl, og kann Markús þeim
þakkir fyrir. Markús er starfs-
maður skipadeildarinnar.
Verðið á öryggisnetum Mark-
úsar losar 40 þúsund krónur.
— ekh.
a/ erlendum vettvangi
Vinslit Albaníu og Kína:
Hoxha
Kínverjar hafa
misst áhugann á
Albaníu en snúid
sér þess í stað
til Nató og EBE
i blaðafréttum undan-
farinna vikna hefur
mikið borið á speglasjón-
um um vinslit kínverja og
albana en eins og kunnugt
er gekk ekki hnífurinn á
milli þessara tveggja
þjóða um langt árabil.
Undanfarið hefur ýmis-
legt bent til þess að nú sé
friðurinn úti, t.d. til-
kynnti leiðtogi albana,
Enver Hoxha, kínverska
sendiráðinu í Tirana þann
25. júlí sl. að albanir
hefðu ekki þörf fyrir kín-
verska tækniaðstoð „um
nokkurt skeið".
Kinverjar hafa svarað árás-
um albana án þess að nefna þá
beinlinis á nafn. Þeir hafa t.d.
birt viðtal við griskan kommún-
ista sem aftekur með öllu að
hinir nýju leiðtogar kinverja séu
að hverfa af þeirri braut sem
Maó formaður markaði. Einnig
hafa kinversk blöð fordæmt þá
„tækifærissinna sem eru
vinstrisinnaðir i orði en þjóna I
raun hagsmunum sovésku sósi-
alheimsvaldastefnunnar”.
A þetta vantar ekkert nema
heimilisfang albönsku flokks-
forystunnar þvi þetta er beint
svar við ýtarlegri grein sem
birtist i málgagni Flokks vinn-
unnar i Albaniu, Zeri i Popullit, i
Albaniu en almennt er talið að
sú grein sé skrifuð af Hoxha
sjálfum. Hún birtist 7. júli sl.
„Þriggja heima" kenn-
ingin
Fréttaritari Information i
Moskvu, bengalinn Dev
Murarka, sendi nýlega frá sér
grein þar sem hann tekur skrif
Hoxha til meðferðar, vitnar i
langa kafla og skýrir baksvið
þeirrar hörðu fordæmingar sem
þar kemur fram á kinverska
utanrikisstefnu og þær grund-
vallarreglur sem hún er byggð
á. Og menn skulu hafa það hug-
fast að sá sem setti þessar regl-
ur fram var enginn annar en
Maó sjálfur. Enda segir
Murarka að uppreisn albana sé
engu likari en þvi ef Sánkti
Pétur gerði uppreisn gegn Jesú.
Utanrikisstefna kinverja hef-
ur byggst á þeirri kenningu að
heimurinn skiptist upp i þrjá
rikjahópa — „hinir þrir heim-
ar” eins og kinverjar segja —
sem eru stóreldin tvö, Banda-
rikin og Sovétrikin, i 1 flokki,
önnur kapitalisk riki (Sovétrik-
in og fylgiriki þeirra eru
kapitalisk að mati kinverja og
albana, þ.e. borgarastéttin
komst aftur til valda þar með
Krúsjoff) i 2. flokki og þróunar-
löndin i 3. flokki. Xjt frá þessu
draga kinverjar þá ályktun að
styðja beri rikin i tveim siðast-
töldu hópunum gegn stórveld-
unum.
„Hin hugsanlegu bylt-
ingaröfl"
Þessi kenning er Jykillinn aö
þeirri stefnu kinverja að styðja
við bakið á ýmsum afturhalds-
stjórnum þróunarlanda og þeim
öflum á Vesturlöndum sem
mest hamast gegn sovétmönn-
um. í ljósi hennar ber að skoða
vinarhót kínverja i garð Franz
Josefs Strauss hins vestur-
þýska, Pinochet hins chilenska
og íranskeisara svo nokkrir séu
ræðst
nefndir. Það er einmitt þessi
. stefna sem Hoxha ræðst gegn i
grein sinni:
— Það að tala i almennum
orðum um hinn svonefnda
„þriðja heim” sem meginaflið i
baráttunni gegn heimsvalda-
stefnunni og fyrir byltingunni,
eins og fylgismenn kenningar-
innarum „heimana þrjá” gera,
án þess að gera greinarmun á
sönnum andheimsvalda- og
byltingarsinnuðum stjórnum og
þeim auðvalds-, afturhalds- og
fasistastjórnum sem eru við
völd i sumum þróunarlöndum,
er ekkert annað en svik við
kenningar marx-lininismans og
leiðir einungis af sér hentistefnu
og ringulreið byltingaraflanna.
Kjarni kenningarinnar um
„hina þrjá heima” er sá að al-
þýðan megi ekki berjast gegn
hinu blóöidrifna fasistaeinræöi
Geisels i Brasiliu, Pinochets i
Chile, Suhartos I Indónesiu, Ir-
anskeisara, Hússeins Jórdaniu-
konungs o.s.frv., vegna þess að
samkvæmt kenningunni eru
þessir menn hluti af hinum
hugsanlegu byltingaröflum”
sem knýja hjól sögunnar áfram.
Samkvæmt þessari kenningu
eiga alþýðan og byltingaröflin
að sameinast afturhaldsstjórn-
um „þriðja heimsins” og styðja
þær, með öðrum orðum að gefa
byltinguna upp á bátinn. —
„2. heimurinn"
Eftir aö hafa afgreitt „þriðja
heiminn” á þennan skelegga
hátt snýr hann sér að „öðrum
heiminum”. Þar segir hann að
það sé „andmarxiskt að boða
samstöðu með þeim heims-
valdarikjum sem sögð eru veik-
ari i þvi skyni að berjast gegn
þeim voldugari, að styðja borg-
arastétt eins rikis gegn sömu
stétt I öðru riki undir því yfir-
ski ni að verið sé að hagnýta sér
andstæðurnar”.
Og hann heldur áfram: — Það
er andbyltingarsinnuð kenning
að boða félagslegan frið, sam-
vinnu við borgarastéttina og þar
með fráhvarf frá byltingunni,
að krefjast þess af öreigastétt
Evrópu, Japans, Kanada osfrv.
sem eiga i höggi við einokunar-
auðvald og arðránskerfi „2.
heimsins”, vegna þess ab
verndun þjóðfélags sjálfstæðis
og einkum þó baráttan gegn
sósialheimsvaldastefnu Sovét-
rikjanna krefjist þess. —
Bandarikin „hrædd
mús".
Sú kenning kinverja að Sovét-
rikin en ekki Bandarikin séu
höfuðóvinur alþýöu heimsins
um þessar mundir fær einnig
sina útreið hjá Hoxha. Hann
viðurkennir að visu að „sovéska
sósíalheimsvaldastefnan sé
villimannleg og árásargjörn
á Maó
stefna er þyrstir I útþenslu og
sem byggist á dæmigerðu fram-
ferði nýlendu- og siðnýlendu-
velda, þvi valdi sem byggir á
auðmagni og vopnum”. En
„þetta þýðir engan veginn að
hinn óvinur mannkyns, banda-
risk heimsvaldastefna, sé
hættuminni eins og talsmenn
„þriggja heima” kenningarinn-
ar staðhæfa”.
Og áfram: — Þeir rangtúlka
sannleikann og svikja alþýðuna
með þvi að staðhæfa að banda-
risk heimsvaldastefna sé ekki
lengur i striðshugleiðingum, að
hún sé að hissa móðinn og sé á
niðurleið, að hún sé orðin að
„hræddri mús” .... Já, svo langt
ganga þeir að réttlæta jafnvel
bandarisk hernám i ýmsum
löndum eins og Vestur-Þýska-
landi, Belgiu eða ttaliu, i Japan
og öðrum löndum og lýsa her-
sveitum Bandarikjanna sem
varnarliði. —
Hoxha klykkir út með þvi að
segja að sú stefna að „boða
samstöðu með einu risaveldi
gegn öðru sé stórhættuleg og
varhugaverð fyrir framtið bylt-
ingarinnar og frelsi þjóðanna”.
Þeir mega sigla sinn sjó
Murarka segir að margt i
gagnrýni albana á utanrikis-
stefnu kinverja likist þeirri
gagnrýni er sovétmenn hafa
viðhaft. Það beri þó ekki að
túlka sem svo að albanir hyggist
snúa sér að sovétmönnum, til
þess sé andúð Hoxha og félaga á
moskvuvaldinu: of djúpstæð.
Það sem liklega ræður mestu
um þessa stefnubreytingu al-
bana er það vinarhót sem kin-
verjar hafa i siauknum mæli
sýnt Bandarikjunum og stjórn-
um Vestur-Evrópu undanfarin
ár. Reyndar segjast margir
hafa merkt fyrsta visirinn að á-
greiningi rikjanna strax árið
1972 þegar Nixon heimsótti
Kina.
Albönum þykir greinilega nóg
komið þegar kinverjar eru farir
að hvetja til aukinnar her-
væðingar Nató svo það verði
færara um að veita sovésku
hættunni viðnám.
Svo er það sennilega engin til-
viljun að greinin i Zeri i Popullit
birtist aðeins tveim dögum eftir
að sendinefnd frá Efnahags-
bandalagi Evrópu kom til
Peking til að ganga frá fyrsta
viðskiptasamningi Kina og
bandalagsins. Murrka segir að
kinverjar séu að missa áhugann
á Albaniu vegna þess að þeir
séu búnir að fá traustari banda-
menn i iðnríkjum Vestur-
Evrópu. Þá þurfa þeir ekki
lengur á Albaniu að halda sem
táfestu i Evrópu. Hún má sigla
sinn sjó.
—ÞH enduragði.
Enver Hoxha fiokksleiðtogi aibana — það er andmarxlskt að boða
stéttafrið i auðvaldsheiminum.