Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. ágúst 1977 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
/ stuttu
méti I
r _________________J j
Skýrsla um sprengjur ■
NEW YORK 3/8 Reuter — Skýrsla, sem gerð hefur verið á vegum I
Sameinuðu þjóðanna og birt var i dag, mælir með þvi aö þannig •
verði gengið frá tundurduflum, jarðsprengjum og öðrum sprengj- J
um að þær verði óvirkar og hættulausar eftir ákveðinn tima.
I þessari skýrslu kom fram að enn yrðu banaslys vegna alls kyns I
sprengna sem skildar hefðu veriö eftir eða „týnst” i seinni heim- •
styrjöldinni. Það var Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fór J
fram á það að þessi skýrsla yrði gerð, og áttu libiumenn frumkvæö- I
ið en miklir bardagar voru háðir i Llbiu á timum heimsstyrjaldar- I
innar og eru þar sifellt að finnast ósprungnar sprengjur frá þeim *
timum, þótt meira en þrjátiu ár séu liðin siðan bardögum lauk.
Mostafa Tolba, framkvæmdastjóri áætlunar S.Þ. um umhverfis- I
vernd stjórnaði þessari skýrslugerð. í skýrslunni var stungið upp á I
þvi að skipst yrði á upplýsingum um ýmis tæknileg efni og staðsetn- ■
ingu sprengna, svo að auðveldara yrði að finna þær og gera þær J
óvirkar. Einnig var stungið upp á þvi að gerður yrði alþjóðasamn- I
ingur um að i hverri sprengju yrði útbúnaður sem gerði hana I
óvirka og skaðlausa eftir ákveðinn tima.
Mikið tjón vegna flóða \
NÝJU DELHI3/8 Reuter — Að minnsta kosti þrjátiu menn hafa lát- I
ið lifið af völdum monsún-rigninga I Norður-Indlandi undanfarna I
daga, að þvi er opinberar skýrslur herma.
Tiu menn fórust i Rajasthan þegar vatnsflaumur skolaði burtu ■
húsi, og tveir aðrir týndust i flaumnum. I
Meira en fjórar miljónir manna hafa orðið fyrir tjóni vegna I
flóðanna I Vestur-Bengal, og tólf menn hafa þar beðið bana. Skýrt I
hefur verið frá þvi opinberlega að tjón á uppskeru vegna flóðanna ■
nemi um 600 miljónum króna.
Flóðin hafa þakið risastór svæði og einangraö hundruð þorpa. I
Indira Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra heimsótti nýlega hverfi I
i Nýju Delhi sem orðið hafði fyrir flóöum. Þar munu sex menn hafa ■
látið lifið þegar hús þeirra hrundi.
Hótelrekstur neðansjávar
PARIS 3/8 Reuter — Franskir viðskiptajöfrar tilkynntu i dag að
þeir hefðu i hyggju að byggja neðansjávarhótel I Rauða hafinu og
gæti það tekið til starfa 1980.
Höfundur þessarar áætlunar, André Gass, sagði að þetta yrði
fyrsta neðansjávarhótelið i heiminum. I þvi ættu að vera 120 lúxus-
herbergi, leikvellir fyrir ofan yfirborð sjávar og 48 „svitur” neðan-
sjávar. Hótelið ætti að standa við Hurghada i Egyptalandi um 450
km fyrir sunnan Kairó, og hefði sá staður orðið fyrir valinu vegna
þess aö Rauða hafið er eitt lygnasta haf i veröldinni, og auk þess
sérstaklega tært.
André Gass sagði að neðansjávarbyggingin yrði eins og sivaln-
ingur ilaginumeð sexhólfum á, og yrði hægt að lyfta honum upp úr
sjónum til viðgerðar, t.d. til að gera við gluggarúðurnar, sem eiga
að vera fimm sm þykkar. Hótelið verður venjulega á tiu m. dýpi.
Gass skýrði einnig frá þvi að nú stæðu yfir umræður um aðra slika
byggingu neðansjávar, og ætti hún að verða I Oman við Persaflóa.
Hins vegar kæmi ekki til mála að byggja slik hótel I Miðjarðarhaf-
inu; það væri allt of mengað.
Slökkviliðsmenn sendir
með fallhlífum
MOSKVU 4/8 Reuter — Sovéska blaöiö Isvestia skýrði frá þvi i dag
að slökkviliðsmenn hefðu stokkiö niður i fallhlifum til að berjast við
mjög viötæka skógarelda i úralfjöllum og vesturhluta Siberiu. Að
sögn blaðsins hafa miklir þurrkar verið á þessum slóöum að undan-
förnu.
Skógareldar í Kaliforníu
SACRAMENTO, Kalivorniu, 3/8 Reuer — Hundruð slökkviliðs-
manna börðust i dag við mikla skógarelda I Kaliforniu. Þar hafa
verið óvenjumiklir þurrkar undanfarin tvö ár og hefur oft kviknað i
trjám og runnum siðustu vikur. 1 gærkvöldi skall svo á þrumuveður
og er talið að eldingarnar hafi kveikt i gróðri á einum fimm hundruð
stöðum. Versti bruninn var á Diablo-fjalli i grennd við Oakland, og
náði hann til 1840 hektara svæðis. Tilkynntu yfirvöld i Kaliforniu að
þau hefðu beðiö um aöstoö frá öðrum fylkjum.
Bardagar milli víetnama
og kambodíumanna?
PARtS 4/8 — Reuter — Franska dagblaðið „Le Monde” skýrði frá
þvi I dag að til bardaga hefði komið öðru hverju undanfarna mánuði
á landamærum Vietnams og Kambodiu og hefðu vietnamar notað
orrustuflugvélar og stórkostalið.
Blaðiö gaf ekki upp neinar heimildir, og sagði það að bardagarnir
heföu orðið i grennd við vietnömsku borgina Ha-tien og á öðrum
svæðum fyrir vestan Ho-Chi-Minh borg (sem áður hét Saigon).
„Le Monde” gaf i skyn að þaö myndu vera kambodiumenn, sem
átt hefðu upptökin, og skýrði blaðið frá þvi að samskipti vietnama
og kambodiumanna hefðu farið mjög versnandi eftir að núverandi
stjórnir tóku þar við völdum 1975. Hvorki stjórn Víetnams né
Kambodiu hefur skýrt opinberlega frá þessum bardögum.
Vietnamar hafa náin tengsl við Sovétrikin, en kambodiumenn hafa
hins vegar meiri tengsl við Kina.
D
Cyrus Vance ræðir
vid Sýrlendinga
— vill efna til utanríkis-
rádherrafundar ísraela og araba
DAMASKUS 4/8 Reuter — Cyrus
Vance, utanrikisráðherra Banda-
rikjanna, sem nú er á ferðalagi
um Austurlönd nær, ætti i dag
viðræður við sýrlenska leiðtoga i
Damaskus, og sögðust þeir álita
að framkoma israeismanna að
undanförnu benti ekki til þess að
þeir vildu frið og gerði það ólik-
legt að nokkur árangur næðist af
friðarumleitunum.
Cyrus Vance átti tal bæði við
Hafez Al-Assad forseta og Abdel-
Halin Khaddam utanrikisráð-
herra, og sagði hann að viðræð-
urnar hefðu farið fram með
vinsemd og verið gagnlegar. Þó
væri nokkur munur á viðhorfum
sýrlendinga og bandarikja-
manna, en hann lét þess ekki get-
ið hvað bæri á milli.
Sýrlenska stjórnin gaf út yfir-
lýsingu um viðræöurnar og
endurtók hún þar þá skoðun sina
að nauðsynlegt væri að Israels-
menn létu af hendi öll hemumdu
svæðin og tryggðu réttindi
palestinuaraba. Sýrlendingar
lögðu einnig áherslu á að viðræð-
urnar viðCyrus Vancehefðu farið
fram með vinsemd, og hefðu báð-
iraðilar samþykktaðhalda þeim
áfram.
Cyrus Vance sagði að hann
hefði borið undir sýrlenska ráða-
menn áætlun, sem hann hefði
samið fyrr i þessari viku isam-
ráði við Anwar Sadat, torseta
Egyptalands. Samkvæmt henni
í.ttu utanrikisráðherrar Israels
og arabarikjanna að ræðast við i
næsta mánuði. Vance sagði ekki
hvernig sýrlendingar hefðu tekið
þessari tillögu.
tsraelar biðu spenntir I dag eft-
ir viðbrögðum sýrlendinga. I
NIKÓSIU 4/8 Reuter — Sagt var i
Nikosiu, höfuðborg Kýpur, i dag
aðleiðtogum Kýpur-grikkja hefði
ekki tekist að koma sér saman
um það hver ætti að verða eftir-
maður Makariosar erkibiskups,
sem lést i fyrri nótt. Meðan þeir
þinguðu um málið, sagði leiðtogi
Kýpur-tyrkja, Rauf Denktash, að
dauði erkibiskupsins gæti gefið
mönnum nýtt tækifæri til að brúa
bilið milli þjóðarbrotanna á
eynni.
Stungið hefur verið upp á þrem-
ur mönnum til forsetaembættis-
ins, Glafkos Klerides, Sypros
Kyprianou og Tassos
Papadopoulos. Kyprianou, sem
nú gegnir forsetastörfum, sagði
að stundið hefði verið upp á þvi að
nefna nú eftirmann Makariosar
gærkvöldi sagði Menahem Begin:
„I næsta mánuði mun utanrikis-
ráðherra tsraels eiga viðræður
við þrjá eða fjóra utanrikisráð-
herra nágrannarikjanna, og
munu þessar viðræöur verða
skref i átt til friðar”. Það hefur
lengi verið takmark israela að
eiga beinar viðræður við araba án
nokkurrar milligöngu, en blöð i
tsrael eru þó alls ekki eins
bjartsýn og Begin forsætisráð-
herra.
til bráðabirgðg, en halda siðan
forsetakosningar næsta febrúar,
þegar kjörtimabilinu ætti að
ljúka. Areiðanlegir heimildar-
menn sögðu að Klerides væri
þessu andvigur og vildi að þegar
færu fram kosningar þar sem
kosið yrði milli margra
frambjóðenda.
Helsta vandamál Kýpur nú er
skipting eyjarinnar og herseta
tyrkja á norðurhlutanum. Þvi
hefur einnig verið stungið upp á
Papadopoulos sem hefur verið
samningamaður Kýpur-grijkja i
viðræðum við Kýpur-tyrki. Tyrk-
ir hafa þegar lýst þvi yfir að þeir
muni ekki viðurkenna eftirmann
Makariosar sem forseta allrar
eyjarinnar, einungis sem forseta
griska hlutans.
Óvissa á Kýpur
Endurnýió
fyrir sumarfrí
Missið ekki af góðum vinningi
fyrir það eitt, að þið voruð
fjarverandi þegar endurnýjun fór
fram.
Nú er endurnýjun fyrir 8. flokk í
fullum gangi hjá
umboðsmönnum okkar. En
umboðsmennirnir taka einnig við
endurnýjunum einn, tvo, eða
þrjá mánuði fram í tímann til
þess að tryggja ykkur möguleika
á vinningi á meðan þið eruð í
sumarleyfi.
Endurnýjið fyrir sumarfrí,
endurnýjið fram í tímann!
DREGIÐ lO.ágÚSt
8 flokkur
9 á 1.000.000,— 9.000.000,—
9 — 500.000,— 4.500.000 —
9 — 200.000,— 1.800.000,—
207 — 100.000,— 20.700.000,—
675 — 50.000,— 33.750.000,—
8.973 — 10.000,— 89.730.000,—
9.882 159.480.000,—
18 — 50.000,— 900.000,—
9.900 160.380.000,—
HAPPDR/ETTl HÁSKÓLA ÍSLANDS
jTvö Þúsund milljónir í boði