Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. ágúst 1977 ÞJÓDVILJINN — StÐA — 7 Þess eru auðvitað dæmi að feður hafa sýnt af sér þá ósérhlífni gagnvart afkvæmum sinum, sem karlmannaþjóðfélagið hefur löngum túlkað semkven- lega eiginleika — og bælt niður með ýmsum hætti. Hvar er pabbi? „Þetta er nú allt saman gott og blessaö, sem þú ert að pré- dika en gleymdu ekki henni móður þinni eða heimili for- eldra þinna”. Svo mælti eitt sinn ættingi og góövinur foreldra minna við mig, er ég var i miöjum kliðum að flytja útvarpserindi er eink- um snerust um kúgun mann- anna, þ.e.a.s. kvennanna. Mér þótti þetta bæði vinsamleg og skemmtileg athugasemd. Viðmælandi minn gerði sér vel ljóst, að timarnir voru óðfluga að breytast, nýir atvinnuhættir komnir til með breyttum lifs- háttum, en vildi minna á að ekki mættu i skjótri svipan rofna tengslin við fortið og uppruna. Það skai strax játað, að hissa varð ég, er ég fletti helgarblaði Visis fyrir skömmu, og rakst þar á grein eftir settan skólameistara i Isafirði, Bryn- disi Schram. Þar kennir ýmissa grasa og koma fram stað- hæfingar, sem vekja furðu. Er sá boðskapur ef boðskap skyldi kalla litt rökstuddur og varla rækilega hugsaður. Ég er ekki einu sinni viss um, að þarna séu raunverulegar skoðanir greinarhöfundar á ferö, væri grannt farið i saumana. Bryndis rifjar upp sælar end- urminningar úr bernsku, sem margir gætu kannast við og tekið undir það i sjálfu sér að vitaskuld var indælt að koma heim og láta stjana við sig. Ekki greinir þó nánar frá þvi hvort slikt atlæti var hlutskipti barna upp til hópa, né heldur á hverju það byggðist, að mamma var heima. Hún hafði að visu ekki vélar, en vinnu- konur voru þó á mörgum heimilum á fyrri tið og voru fá- anlegar fyrir svo sem ekki neitt kaup. Þar gætu margar konur, sem unnu þessi bráðnauðsyn- legu störf á heimilum, borið um ef spurðar væru. , Fórnfýsi og valkostir. Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að sjá það hlutverk lofsungið, sem fól i sér, að lifað væri gegnum aðra, en ekki eigin persónulegu lifi sem fullveðja einstaklingur með skyldum og ábyrgð. Rétt er að minna á, að hafi kona ekki náð að mótast sem persónuleiki og þróað með sér sjálfstæð viðhorf, er hún á margan hátt vanbúin öðru eins verkefni og þvi að takast á hendur uppeldisskyldur. Þá hlýtur einnig þesskonar lif gegnum aðra fyrr eða siðar að leiða af sér bæði tómleika og leiðindi þótt Bryndis telji af og frá, að slikar hugrenningar hafi fyrirfundist. Ég held að þær konur, sem nú eru við aldur og stóöu i ströngu á sinni tið, myndu margar hverjar brosa við, þegar fórn- fýsin marglofuð berst i tal, þvi að það vita þær best sjálfar, að hefðu þær átt völina, er ekki gott að segja hvað þær hefðu tekið fyrir. Varla hefðu þær upp til hópa veriö inni á heimilunum eða talið þau endilega sinn aðal- starfsvettvang fremur en nú- timakonur gera. Meö fullri virðingu fyrir lifs- verki mæðra okkar, er sannleik- urinn sá, að konur þeirrar kyn- slóðar unnu sin störf svona rétt upp og ofan sannfærðar um, að hefðbundið heimilisfyrirkomu- lag væri hið eina rétta. Þar voru vitanlega skiptar skoðanir þá eins og nú, þótt minna bæri á þvi en siðar hefur orðið. Ekki skulum við heldur gleyma þeim konum, sem stóðu einar i lifsbaráttunni, ekki gátu þær að staðaldri verið heima til þess að klappa börnunum, en ekki bar á teljandi áhyggjum af heimilum þeirra og börnum hvorki þá né síðar. Allt tal um fórnfýsi i þessa veru er helber markleys^nema þvi aðeins að sjálfstætt val sé um að ræða og valkostir séu yfirleitt fyrir hendi. Það er i sjálfu sér engin fórn- fýsi, þótt einhver standi sig við aðstæður, sem þvælst er út i án þess að hafa átt kost á vali þar um.Slikt flokkast fremur undir almennan dugnað. Misrétti kynjanna sést einkar skýrt á þvi, að karlmaður, sem „fórnar sér” er a.m.k. aumkunarverður i augum samfélagsins, ef ekki fullkomlega hlægilegur, enda einstætt fyrirbæri, en þetta sama samfélag er ekki I rónni nema kvenfólkið sé einiægt að fórna sér eins og það heitir, en er I raun nokkuð sem þær hrekjast út i. Pabbar og sparipabbar. „Hvar er mamma?” spyr greinarhöfundur, og er þá nær- tækt neyðarkallið „Hvar er pabbi?” Ekki eigum við börnin einar, en það er satt, að feðurnir komast upp með það æði margir vegna einhliða innrætingar og langrar hefðar að rækja sitt hlutverk svo slælega, að margir þeirra, sem þó eiga að heita bú- andi með börnum sinum, þekkja þau varla i sjón. Og enn aðrir eru svo slakir, með leyfi að segja þvílikar endemis hengilmænur, að þeir hafa sig ekki einu einni upp i það að vera sparipabbar, hvað þá meir. Þeir ætla e.t.v. að kynnast börnum sinum seinna, þegar þau eru vaxin úr grasi,en finnst þægilegt að láta mæðurnar axla þyngstu byrð- arnar. Það eru nefnilega feö- urnir, giftir og ógiftir.sem alltof margir eru i sifellu að svikja börnin sin, og væri nær að lýsa eftir framlagi þeirra til uppeld- isins heldur en gera þvi skóna, að mæðurnar bregðist börnum sinum. Ég held þvi fram, að það heyri til hreinumundantekning- um, ef slik tilvik íyrirfinnast. „Við fórum út af heimilunum, og þau leystust upp”, segir þar, og er ekkert smátt fullyrt. Fróö- legt væri að heyra hvað þeim konum, sem bæði vinna fyrir sinum börnum og annast þau á allan hátt, finnst um þau um- mæli, að börnin hafi orðiö fyrir móðurmissi. Eru þetta ekki nokkuö kaldar kveöjur? Skyldi ekki mörgum koma fyrr i hug, að það sé einmitt faðirinn sem þau hafi misst? Og meöal ann- arra oröa, hvað er átt við með „eðlilegar aðstæður”? A breytingatíð. Sú var tiðin, að húsmóður- starfið átti sér raunverulegt inntak og var i alla staði þess eölis, að athafnalöngun og starfsorka gat notið sin. Það er alkunna að með breyttum at- vinnu- og lifnaðarháttum hafa mörg þau starfssviö, sem áður heyrðu til heimilunum færst út fyrir þau og eru unnin annars- staðar. Þetta er þróun sem eng- um dettur i hug fyrir alvöru, að hægt sé að snúa við. Hins vegar hafa ekki verið gerðar samfé- lagslegar ráðstafanir til þess að mæta þeim breytingum, sem orðið hafa, nema i litlum mæli og eins og út úr neyð. Allir vita, að heimilin hafa breyst, og hlutu að gera það, en samt er likast þvi sem einlægt sé gert ráð fyrir að þau geti verið með svipuðu sniði og áður var.meðan atvinnu- og lífshættir þjóðarinnar voru ólikir þvi sem nú gerist. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra mótsetn- inga, sem skapast hafa milli heimilis og sambýlishátta, er miðuðust við allt aðrar að- stæður, og svo hins nútímalega þjóðfélags með hraðri tækni- þróun og iðnvæðingu. Það er vissulega rétt, sem fram kemur i umræddri grein, að mörg Islensk heimili liða stórlega undir þeirri vinnu- þrælkun, sem hér á landi hefur viðgengist um langt árabil. Af- leiðingar hennar birtast i fleiri myndum en svo, að hér sé unnt að ræða nánar þar um. Það er þó fullmikil einföldun að nefna einungis peningahyggju i þvi sambandi, þótt þess sjáist óræk merki, að neysluvenjur og neyslufyrirmyndir, sem auð- stéttin i landinu á stærstan þátt i að móta, hafa skotið rótum og náð viðtækum áhrifum með hinum efnaminni stéttum þjóð- félagsins. Peningahyggja er engan veg- inn viðhlitandi skýring, en hins vegar er það mál sannast, að i fjölmörgum tilvikum er vinnu- þrælkunin beinlinis þannig til komin, að laun fyrir dagvinnu endast ekki fyrir nauðþurftum. Er hart undir að búa, þegar hafðar eru i huga háar þjóðar- tekjur tslendinga I áratugi. Ekki hefur heyrst að til standi að bæta hér um og gera fólki kleift að vinna skemur og vera meira heima við, en er það ekki einmitt þetta, sem auðstéttin með rikisvaldið i hendi sér vill; að vinnandi fólk lepji dauðann úr skel og hafi umfram allt ekki örskotsstund til þess að staldra ögn við og hugsa sitt ráð? Brengluð mynd. Mér er það nokkur ráðgáta fyrir hverja settur skólameist- ari á ísafirði er að tala i marg- nefndri grein og fæ ekki varist þvi að hugleiða hvað þetta tal allt saman eigi að þýöa. Mér virðist i fljótu bragði, aö það sé einkum til þess fallið að ýta undir litt grundaða sektarkennd kvenna, ekki sist þeirra, sem gera hvorítveggja að standa i ströngu og standa sig með prýði. Er það raunar meira en segja má um karla upp til hópa, þótt annað fyrirfinnist. Einmitt með þær undantekn- ingar i huga finnst mér fráleit eftirfarandi fullyrðing: „fað- irinn tekur aldrei að sér móður- hlutverkið, það er tómt mál um að tala”, og mér ofbýður öld- ungis svo grunnfært tal einkum af hálfu þeirra, sem allar for- sendur hafa til stærri yfirsýnar. Þess eru þrátt fyrir allt dæmi, að feður hafa sýnt af sér þá eiginleika elskusemi og ósér- hlifni gagnvart afkvæmi sinu, sem karlmannaþjóðfélagið hefur löngum túlkað sem kven- lega eiginleika fyrst og fremst. Má ég minna á tvær alkunnar söguhetjur, Lars Peter I sögunni Ditta Mannsbarn eftir Martin Andersen-Nexö og Jón i sögunni Föðurást eftir Selmu Lagerlöf? Reyndar treystust þessir ágætu höfundar tæplega til þess að gera persónur með svo rikj- andi „kvenlegum” eiginleikum alveg venjulega, a.m.k. ekki Jón, en þeir eru eftirminnilegar persónur. Ekki má heldur gleyma Búa Arland i Atómstöð- inni eftir Laxness. Það var ein- mitt hann, faðirinn, sem á sinn hátt réði fram úr vanda dóttur- innar og var nærstaddur þegar hún átti örðuga daga. Þá var móðir telpunnar viðs fjarri, og bar litt á þvi, að hennar væri saknað. • Ét hygg að finna megi dæt- ur og syni sem gætu borið um það af eigin raun, að nær- vera og umhyggja föðurins var ekki siðri þvi, sem móðirin gat i té látið, og skyldi þó I engu rýrð- ur hennar hlutur.Það er þetta sem er svo hrapallegt, aö karl- mannaþjóðfélag hefur bælt niður þá eölisþætti hjá karl- mönnum, sem þaö telur fyrst og fremst vera kvenlega Fyrir bragðið missa þeir af mikils- verðum þáttum i lifi sinu og njóta ekki samskiptanna við af- kvæmi sin eins og efni gætu staðið til. Konurnar fá svo aö sinu leyti ekki að njóta sinnar hæfni við ýmis störf, sem karl- menn hafa einokað og gert að sinum með tilheyrandi órétt- læti. Þetta sama karlmannaþjóð- félag hefur getið af sér karl- mannsimynd, sem ekki er sann- ferðug, þvi að þar eru vissir þættir ýktir á kostnað annarra, sem þoka um set og fá ekki notið sin, öllum til skaða, ekki sist karlmönnunum sjálfum. Þeir rækta ekki með sér hina kyrr- látari eiginleika og mildilegri. Þeir eru vegna hefðar og uppeldisáhrifa svo önnum kafn- ir við að stússa og atast úti i þjóðfélaginu, að þeir mega ekki vera að þvi að rækja samskiptin við afkvæmi sin og eru sjaldnast beinir þátttakendur i undri þeirrar framvindu er „litil sköpun þroska nær”. Karl- maðurinn lætur konunni það eftir að sjá um þá hlið málsins, er lýtur að umönnun barnanna. Hennar starfssvið og mögu- leikar takmarkast svo að sama skapi. Hún einangrast frá mikil- vægum verkefnum og er fjar- stödd, þegar vandamálum sam- félagsins á ótal sviðum er ráðið til lykta. Mynd beggja, karls og konu, verður skekkt og aflöguð, og það er einmitt hið mikilvæga, en jafnframt örðuga verkefni, sem framfarasinnaðar félagslegar hreyfingar standa frammi fyrir, að stuðla að þvl að jafna þau hlutföll, sem hafa rakkast svo mjög þannig aö hver einstakl- ingur nái sem heillegastri mynd með eðlilegu jafnvægi milli hinna ýmsu jákvæðu eðlisþátta. Markmið og leiðir Það eitt getur heitið eölilegt, að hver einstaklingur verði til þess fær að sjá sér sjálfur far- borða, byggi lif sitt á eigin framlagi i námi og starfi og sé að sinu leyti jafnvigur á hin ýmsu störf úti i þjóðfélaginu og á þaö, sem lýtur að heimilis- rekstri, uppeldi barna og um- önnun. Er ekki full þörf á þvi, að hver og einn leggi sitt fram til þess að heimur framtiðarinnar megi verða betri og byggilegri? Er ekki öllum löngu oröið ljóst, að ekki fær staðist sú verkaskipt- ing milli kynja, sem einungis byggir á vissum liffræöilegum staðreyndum, en tekur ekki tillit til vitsmuna og hæfni? Mér virðist allt tal, sem stuöl- ar að þvi að viðhalda rikjandi verkaskiptingu sem eru 1 engu samræmi við nútimann, ein- ungis vera til þess fallið að tefja og draga á langinn þá þróun, sem allir vita, að er að gerast og mun halda áfram. Það kemur að þvi, ef mannkynið lifir, að það verður sameiginlegt verk- efni karla og kvenna að ráða fram úr vandamálum samfé- lagsins og móta heiminn i nútið og framtið. Við eigum börnin i sameiningu, og það verður einn- ig aö vera sameiginlegt úr- lausnarefni hvernig lifsskilyrði þeim eru búin hvernig lifi þau lifa og við öll. Aðgreining til starfa eftir kynjum verður um siðir talin fáránleg. Ekki er öldungis vist, að heimilin verði um allan aldur i þeirri mynd, sem algengust er um okkar daga. Nokkuð ber á þvi, að yngri kynslóðin er að gera ýmsar athyglisverðar til- raunir með heimilis- og sam- býlisform I stærri einingum en þekkst hefur um hrið. Hér skal engu spáð um fram- vindu þeirra mála né heldur um það hvaða myndir fyrirbærið heimili kunni að taka á sig i næstu framtið hvað þá enn siðar. Einungis skal það tekið fram, aðóhyggilegt er, að þegar bollalagt er um félagslegar hreyfingar, jafnréttisbaráttu og fleiri mál skyld, að gera ekki ráð fyrir, að meira eða minna djúpstæöar breytingar kunni aö verða á heimilunum, rekstri þeirra og fyrirkomulagi. Gæti það orðið fyrr en okkur kann aö óra fyrir. Sambúð jafningja. Nútimafólki er ærinn vandi á höndum að finna sæmilegt sam- ræmi milli heimilis og starfa i atvinnulifinu. Sá vandi er beggja, karla og kvenna, þótt hann hafi sannarlega brunnið heitar á konum, þvi að karl- menn nutu fyrst og fremst þeirra kosta, sem heimili með hefðbundnu sniði gat boðiö upp á. Þaö eru konurnar sem nú á dögum gera hvorttveggja að sjá um börn sin og heimili og taka þátt i atvinnulífinu. Þær aðstæð- ur fá vart staðist til lengdar, að konur upp til hópa vinni tvö- falda vinnu. Fólk mun finna leiðir út úr slikum aðstæðum, sem trúlega verða siðar túlk- aðar sem millibilsástand, þegar þjóðfélagið var ennþá milli vita. Ein spurning er mér ofarlega i huga. Getur það verið að karl- menn raunverulega vilji, jafn- vel af vanefnum, vera herrar sköpunarverksins? Mér hefur ævinlega fundist stórum liklegra, að þeir vilji fá jafningja að vitsmunum og hæfni sér við hlið. Hverju skiptir þótt sá jafningi sé kvenkyns? Reyndar er þaö viðhorf furðu útbreitt, að konan eigi I hæsta lagi að vera stöðutákn eigin- mannsins, sem beiti hæfni sinni hóflega og til þess eins að stuðla að frama hans. Þess sjást þó merki, að viðhorf sem þetta eru á undanhaldi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1977)
https://timarit.is/issue/221998

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1977)

Aðgerðir: