Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 16
•1-Já-
DIOÐVIUINN
Föstudagur 5. ágúst 1977
Aöalsími Þjööviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
^ 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-
skrá.
Barnafataverslanir eru farnar aft innprenta börnum dýrkun á
hernaðarbrölti.
Hemaðartíska
Þaö hefur vist ekki fariö
framhjá neinum aö ýmiss konar
hermannafatnaður er mjög I
tisku og kemur maður vart inn i
nokkra opinbera stofnun — eöa
aðrar stofnanir, án þess aö
berja augum ýmiss konar
áletranir aftan og framan á af-
greiðslufólkinu. Eru nú æ fleiri
farnir aö merkja sig u.s.army
og ýmsum fleiri áletrunum
tengdum þarlendu hernaöar-
brölti, án þess aö viökomandi sé
nokkuö sérstaklega aö lýsa
skoöun sinni. á viökomandi
hernaðarstefnu. Hins vegar hef-
ur ýmsum i opinberri þjónustu
verið bent á — með fyllstu vin-
semd — að ekki væri viöeigandi
aö þeir sinntu erindum fyrir-
tækisins með áletrun á sér, sem
lýsti vanþóknun viökomandi á
veru þessa sama hers hér á
landi. Allt er þetta þó tiltölulega
saklaust hjá þvi, þegar
hernaöardýrkunin gerir innreiö
sina i veröld barnanna. Nú er
ekki aðeins hægt að kaupa alls
kyns eftirlíkingar af morövopn-
um heldur og eru börn klædd I
þessar hermannaflikur, til aö
auka enn á dýrkun þeirra á
hernaðarbröltinu. Þessi glugga-
útstilling sýnir ekki aðeins
skyrtur fyrir börn, merktar
u.s.army, heldur og hjálm og
meira aö segja sprengju —
væntanlega til skrauts. Var ein-
hver aö segja aö viö værum frið-
elskandi og hlutlaus?. ÞS
Verknám vinsælla
bóknámi?
Enginn vafi virðist á þvi, aö á-
sókn i verknám ýmiss konar er nú
að aukast á kostnað náins i bók-
námsdeildum og menntaskólum.
Kemur þetta m.a. fram I umsókn-
um um nám i lðnskólanum i
Reykjavik, menntaskólanum og
Fjölbrautaskólanum i Breiðholti.
1 ár var óskað eftir umsóknum
um nám I framhaldsskólunum
strax i júni, en gera má ráð fyrir
að einhverjir eigi enn eftir að á-
kveða sig varðandi framhalds-
nám. Er þó þegar ljóst að mun
fleiri hafa sótt um setu i Iðnskól-
anum í Reykjavik og verknáms-
deiidum F jölbrautaskóians I
Breiðholti en áður.
Til Iðnskólans hafa um 11 —
1200 umsóknir borist, en skólinn
tekur sennilega um 850
nemendur, en i Fjölbrautaskólan-
um hafa 399 nýir nemendur sótt
um skólavist, þar af flestir i
Vaxandi aðsókn
að verknáms
deildum
verði að visa frá námi i Iðnskól-
anum og benda á aðrar leiðir til
framhaldsnáms, t.d. framhalds-
deildirnar. Guðmundur Sveins-
son, skólastjóri Fjölbrautaskól-
ans i Breiðholti sagði að aðsókn I
skólann væri mjög mikil, en ekki
væri fullljóst, hversu marga nem-
endur skólinn tæki i ár. Er skólinn
hluti af framhaldsskólakerfi
Reykjavikur og verður að taka þá
nemendur sem sækja um úr
Breiðholtshverfunum. Þegar
hafa um 90 nemendur úr öðrum
hverfum borgarinnar sótt um.
„Hlutfall umsókna i verknáms-
brautir er mjög hátt, og einnig
verðum við vör við talsverða til-
færslu núverandi nemenda frá
bóknámsbrautum yfir i verk-
námsbrautir”, sagði Guðmundur.
IFjölbrautaskólanum I Breiðholti
eru nú fjögur svið, menntaskóla-
svið, viðskiptasvið iðnfræðslusvið
og samfélags- og uppeldissvið. 1
frumvarpi þvi um samræmdan
framhaldsskóla, sem lagt var
fram I þinglok er, gert ráð fyrir 8
sviðum og fjölda námsbrauta og
verður öll framhaldsmenntun á
landinu samræmd áfangakerfinu.
Er þá búist við að skólar eins og
t.d. Menntaskólinn i Hamrahlið,
Iðnskólinn i Reykjavik og Versl-
unarskólinn verði tengdir saman
stjórnunarlega. Fjölbrautaskól-
ar eru nú.auk Fjölbrautaskólans i
Breiðholti, i Keflavik, Hafnarfirði
og á Akranesi, en i undirbúningi
eru slikir skólar á Selfossi og i
Garðabæ.
þs
65,5 % VEL TUA UKNING
HJÁ SJÁVARAFURÐA-
DEILD SAMBANDSINS
verknámsgreinar.
Við ræddum við þá Hákon
Torfason og Arna Gunnarsson i
menntamálaráðuneytinu og voru
þeir báðir sammála um að vart
væri breytingar á vali nemenda á
framhaldsnámi og virtust æ fleiri
sækja um verknám eða nám, sem
bæði væri bóklegt og verklegt.
Var i.vetur gerð könnun á áhuga
nemenda 9. og 10. bekkjar á
framhaldsnámi og hefur reyndin
orðið sú að þeir sem sækja nú um
menntaskólanám eru jafnvel enn
færri en sú könnun benti til. Ekki
náðist i skólastjóra Iðnskólans I
Reykjavik i gær, en llkur benda
til að á þriðja hundrað nemendum
(Jtflutningsvelta Sjávarafurða-
deildar StS hefur aukist um 65.5%
fyrstu sex mánuði þessa árs, mið-
að við sama tima I fyrra. Þá var
hún 4.066 milj. en nú 6.730 milj.
Frystar afurðir eru langstærsti
hlutinn af útflutningi deildarinnar
eða um 66 af hundraði. Lýsi og
mjöl er um 33 af hundraði, en af’-
gangurinn ýmsar sjávaraturðir
aðrar, svo sem skreið og hrogn.
Veltuvöxturinn á að mestu leyti
rætur að rekja til aukningar á
mjöli, bæði að þvi er snertir
magn og verðmæti.
—mhg
VERÐUM AÐ SPYRNA
I 7TT\ Tr/^rT'T Tl\/| — segir borgarstjóri. Reykjavík
V lL/ T V/ X X/ 1V1 dregst afturúr öðrum landshlutum
Það horfir ekki vel fyrir höfuð-
borginni, að þvi er borgarstjórinn
tjáði blaðamönnum á fundi með
þeim í fyrradag. Þar hefur mjög
dregiö úr þeim mannafia, sem
sinnir aðal-framleiöslugreinun-
um. Fólki á góöum starfsaldri
hefur fækkað og þar með einnig
fæðingum. t aldursflokkunum frá
35-39 ára nemur fækkunin 976 á
siöustu 10 árum og á aldrinum 40-
44 ára 451 á sama tima. Fjölgun
hefur aftur á móti orðiö meöal
hinna eldri og eru tryggingarþeg-
ar margir i borginni.
Athugun á tekjum borgarbúa
leiðir i ljós, að þar hafa þeir
dregist aftur úr miðað við ibúa
annarra landshluta. Borgarstjóri
sagði að hér væri hliðstæð saga að
gerast og i höfuðborgum annarra
Norðurlanda og beri nauðsyn til
að spyrna við fótum áður en verr
fari.
Eins og að framan segir hefur
mannafli i aöalframleiðslugrein-
unum dregist saman. Frá 1965
nemur fækkunin 803 mönnum. A
hinn bóginn hefur fjölgun orðið i
heilbrigðisþjónustunni eða um
2041 og i viðskiptum um 1909.
Þessar upplýsingar og ýmsar
aðrar er að finna i skýrslu, sem
borgarstjóri hefur látið gera og
kynnti á blaöamannafundinum.
Leggja skýrslugerðarmenn það
til, aö stofnuð verði á vegum
borgarinnar atvinnumáladeild,
er beiti sér fyrir viðreisnarað-
gerðum.
Borgarstjóri vildi álita að
byggðastefnan ætti talsverða sök
á þvi hversu illa horfði i atvinnu-
málum Reykvikinga, en trúlega
eru einhverjir þar á öndverðri
skoðun.
—mhg
Hreinn Friðfinns.
í Suðurgötu 7
A morgun , laugardag-
inn 6. ágúst kl. 2 opnar Hreinn
Friðfinnsson sýningu i galleri
Suðurgötu 7. Sýning Hreins stend-
ur til 17. ágúst og er opin 4-10
virka daga, en 2-10 um helgar.
„KRAKKARNIR SKILA
AFBRA GÐS VINNU”
— segir forstöðumaður vinnuskóla Kópavogs, sem enn greiðir
miklu hærra kaup en vinnuskólarnir í Reykjavík og Hafnarfirði
„Það er enginn vafi á þvi aö
þessi kauphækkun hefur haft já-
kvæð áhrif á krakkana og ekki
siður sú stefna, að trúa þeim
fyrir viðameiri verkefnum.
Þessum krökkum er vel treyst-
andi fyrir erfiðum verkefnum.
Ég held að allir á tæknideild
Kópavogskaupstaðar séu á einu
máli um að þeirra vinna stendur
litt að baki almennri verktaka-
vinnu”, sagði Einar Bollason
forstöðumaður Vinnuskóia
Kópavogs, en Kópavogskaup-
staður greiöir unglingum nú
miklu hærra kaup en þau fá
greitt I Hafnarfirði og Reykja-
vik.
Málefni vinnuskólanna hafa
verið nokkuð til umræðu eftir að
unglingar i Kópavogi efndu til
mótmælagöngu i fyrra og félag-
ar þeirra i Hafnarfirði i ár.
Sagöi Einar að mótmæli ungl-
inganna I fyrra heföu áreiðan-
lega opnað augu margra fyrir
nauðsyn þess að fá þeim verðug
verkefni og greiða sómasam-
lega fyrir vinnuna.
Hins vegar virðast mótmælin
i Hafnarfirði enn hafa litil áhrif
haft, þótt að visu hafi verið á-
kveöið að Vinnuskólinn starfi i
ágúst, en þá aðeins fyrir elstu
krakkana. A skrifstofu Hafnar-
fjarðarkaupstaðar fengum við
þær upplýsingar að bæjarráð
hefði fjailað um málið og farið
fram á aö laun unglinganna
veröi hækkuð i samræmi við al-
menna kjarasamninga frá 20.
júni. Bæjarstjórn mun enn ekki
hafa samþykkt það, þótt nú sé
liðinn rúmur mánuður frá sið-
ustu kjarasamningum, og flest-
ir unglinanna hættir i
Vinnuskólanum. Kaup unglinga
i Reykjavik hækkaði einnig i
Frá mótmælum krakka I unglingavinnunni i Hafnarfirði fyrr i
sumar.
samræmi við kjarasamningana
en ekki frá þeim degi er þeir
voru gerðir, heldur frá 29. júni.
Er kaup unglinganna i Reykja-
vik 55% af Dagsbrúnartaxta
fyrir hvern aldursflokk, en i
Kópavogi90%. Fá þvi unglingar
iReykjavik (og væntanlega sið-
ar i Hafnarfiröi) 210 og 240 krón-
ur á timann (eftir aldri) en jafn-
aldrar þeirra i Kópavogi fá 343
og 389 krónur á timann. Sagðist
Einar halda aö I Neskaupstaö
heföi verið fylgt fordæmi Kópa-
vogs og jafnvel á Seyðisfirði
lika. —þs