Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 10
tlO SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. ágúst 1977
í og I kringum þessa trétösku
verður hið nýja gallery rekiö á al-
þjóölegum grundvelli og hefur
m.a. þaö aö markmiöi aö koma á
framfæri nýjum möguleikum og
tilfinningum i list.
Gallery
í trétösku
Nýtt gallery var opnaö i
Reykjavik þann 2. júli siðastliö-
inn. Veröur það mestmegnis rek-
iö i kringum þar til geröa trétösku
af stæröinni 45x28x12 cm. undir
yfirskriftinni GALLERY ,, ”.
Starfsemi þessi veröur rekin á al-
þjóölegum grundvelli og hefur
þaö m.a. aö markmiði aö koma á
framfæri nýrri möguleikum og
tilfinningum i list. Engin leiga er
á Galleryinu né aðrar kvaðir á
sýnendum. Aögangur er og
ókeypis. 1 bigerð er af hálfu
Gallerysins að standa fyrir ýmsu
ööru sem við kemur list svo sem
performancekvöldum, kvik-
myndasýningum og fl. i þeim dúr.
Ein sýning hefur þegar veriö (i
töskunni/Galleryinu) var hún
með Einari Guömundssyni rithöf-
undi. Stóð hún frá 2. júli til 22.
sama mánaðar. Þór Vigfusson er
meö yfirstandandi sýningu. Þór
er myndlistarmaöur sem tekið
hefur þátt i mörgum samsýning-
um bæði erlendis og hér heima nú
siðast i Norræna húsinu fyrr i
sumar. Sýning Þórs i GALLERY
,, ” var opnuð 30. júli. Stendur
hún i hálfan mánuö, lýkur 13.
ágúst.
Sýningartimi Gallerysins er
óreglulegur eða eftir umtali viö
aöstandendur en þeir eru Birgir
Andrésson, Árni Ingólfsson,
Hannes Lárusson og Kristinn
Harðarson. Upplýsingamiðstöð
Gallerysins og aösetur fyrst um
sinn veröur að Drápuhlið 40,
Reykjavik, s. 19653 ;
1 og I kringum þessa trétösku
veröurhiö nýja gallery rekiö á al-
þjóölegum grundvelli og hefur
m.a. þaö að markmiði aö koma á
framfæri nýjum möguleikum og
tilfinningum i list.
bækur
Moabiter Sonnette.
Albrecht Haushofer. Mit einem
Nachwort von Ursula Laack-
Michei. Sonderreihe dtv.
Deutscher Taschenbuch Verlag
1976.
Albrecht Haushofer fæddist
1903 og var myrtur af nazistum
aðfaranótt 24. april 1945. Hann
var prófessor i landafræði og
landahagsögu viö háskólann i
Berlin, tók þátt i andspyrnunni
gegn nazistum og var tengdur
þeim hópi manna sem stóö aö til-
raununum til að ryöja Hitler úr
vegi 20. júli 1944, þess vegna
handtekinn og myrtur. Hann lét
eftirsig þessi ljóö, sem eru kennd
við fangelsið. Ljóðin eru ort i
skugga dauðans og höf. tjáir i
þeim vanmátt fyrir ofurvaldi hat-
urs og heimsku og kveður sina
nánustu og siðmenninguna.
Ari Jónsson skrifar:
Hinn land-
lausi þegn
Lax meðnétáförum,lax
með netaförum, hrópar
hver laxveiðimaðurinn á
eftir öðrum, en hvaðan
eru þessi netaför komin
þegar sannað er, að engin
net eru á því svæði, sem
hann gengur um á leið
sinni til árinnar?
Sport skal það vera
Getur það ekki veriö að þessi
för séu eftir krækjur þær og lin-
ur, sem notaöar eru til þess aö
ná fiskinum upp úr kolmórauðu
jökulvatninu, þar sem enginn
fiskur sér til þess aö taka maök-
inn og er þá bara krækt, (húkk-
að), einhversstaðar i búkinn og
fiskurinn dreginn þannig gegn-
um þykkt og þunnt á land upp,
og þykist hver mestur, sem
kræktgetur flesta fiska og mest
sportið i þvi að krækja i þá á
ólíklegustu stöðum.
Já, sport er það og sport skal
þaö vera, en þegar sportiö er
notað sem skálkaskjól fyrir
ótrúlegustu græögi þeirra, sem
peninga hafa, og geta dælt þeim
i veiðifélag til þess svo að hrifsa
til sin sem flesta veiðidaga i
þeim ám, sem mest gefa. Hvaöa
nafn á aö gefa svoleiöis sporti?
Hvaö er þá um sportiö þeirra,
sem eru bæði peningalitlir og
landlausir þegnar þessa þjóö-
félags, sem hafa ekki krónur til
aö vera i veiöifélagi og geta þvi
siöur fengið sér einn dag i góðri
á?
Þegarfjaran vargriða-
staður
Hinn landlausi þegn viröist
réttlaus stiga á jöröina, þeir,
sem eiga landið, verja þaö fyrir
fótum hins landlausa, milli
jökla og fjöru. Afrétt og fjöll
voru hér áöur staöir þar sem
hinn landlausi gat gengiö um
nokkurnveginn öruggur um aö
ekki skyti upp einhverjum, sem
segöi: Far þú burt, þú átt ekki
þaö land, sem þú gengur á.
Lengi vel hefur fjaran veriö
griöastaöur hins landlausa og
sjórinn utan viö fjöruna hefur
veriðþaösvæöi, sem hann hefur
getaö taliö til sinna hlunninda á
þessu landi.
Af, sem áður var
En hvernig er nú þessum rétti
komið? Allar ár eru leigöar,
ýmist innlendu eða erlendu pen-
ingavaldi, og ekki nóg meö þaö,
heldur fylgja fleiri fermilna
svæði utan ósa hverrar ár, sem
landeigandi plús leigjandi slá
eign sinni á. Þurfa þeir ekki
annað en skrifa bæjarstjórn eða
sýslunefnd á viðkomandi stöð-
um. Þar er kröfum þeirra mjög
vel tekiö þvi venjulega eru þeir,
sem þar sitja, á einhvern hátt
tengdir landeiganda eöa veiði-
félagi.
Og hvar er þá komið okkar
sporti, hinna landlausu þegna,
sem kannski eigum kænu meö
netstubb eöa siiungsstangarræf-
il og teljum þaö okkar sport aö
veiöa i soöiö þegar vinnudegi
iýkur eða um helgar?
Lengra og lengra, meira
og meira
Já, sportiö. Þeir sem þaö geta
stundaö og I krafti auös sins
fært sig lengra og lengra upp á
skaftiö, hrifsaö til sin meira og
meira af sameiginlegu landi og
sjó þegnanna, sem þeir svo
leigja i mörgum tilfellum er-
lendum peningamönnum, þaö
skal gilda. Þeirra skal máttur-
inn og dýröin.
Svo er hrópaö: Lax með neta-
förum, lax með netaförum, þó
að það séu rispur eftir krækjur
og linur þeirra, sem sportið
stunda, eða úr þeim högum,
sem hann gengur i áður en hann
hann kemur hingað aö strönd-
inni.
En HRÓPIÐ er til þeirra, sem
stjórna veiöimálum okkar og
merkir: Þrengið meira aö þeim
landlausu, viö þurfum aö nota
það, sem þeir eru aö veiöa, viö
þurfum aö nota það i minkafóö-
Ari Jónsson,
Sauðárkróki.
5. Heröa ber eftirlit með vin-
neyslu i félagsheimilum og
leggja áherslu á, meö sam-
ræmdum aðgerðum, aö þar
verði hamlað gegn áfengis-
neyslu meö markvissum aö-
geröum.
6. Æskilegt ér aö félagsheim-
ilin geti veitt ungmenna- og
iþróttafélögum sem mesta aö-
stööu til iþróttaiökana. Höfuð-
áherslu verður þá að leggja á
þaö, að við byggingu félags-
heimilanna sé gert ráð fyrir
þeirri star/semi við hönnun.
7. Þar sem aöstæður sveitar-
félaga eru þannig, þ.e. fólksfæð
o.fl., að fjárhagslega er ókleyft
aö byggja og reka aðskilin
mannvirki fyrir skóla, félags-
og iþróttastarfsemi, ber að
leggja áherslu á aö nýta þær
byggingar, sem fyrir hendi eru
til að þjóna þessum þáttum öll-
um og æskilegt að byggingar
séu I upphafi hannaðar með
þessar þarfir i huga, þar sem
við á.
8. Hvetja þarf til betri um-
gengni viö og i félagsheimilum
og að strax I upphafi sé tekið
fullt tillit til nauðsynlegs búnaö-
ar innanhúss til hinna ýmsu, fé-
lagslegu nota. Þá ber að leggja
áherslu á, við byggingu nýrra
félagsheimila, að frágangur
lóðar og bifreiöastæöa sé inni i
byggingaráætlun og að gert
veröi átak til þess aö bæta aö-
stööu utan dyra viö eldri félags-
heimili”.
—mhg.
Um félagsheimilí
Ábendingar frá ráöstefnu Fjórðungssambands Norðlendinga
Snemma i s.l. mánuði
efndi Fjórðungssamband
Norðlendinga til ráð-
stefnu á Skagaströnd/ um
f élagsheimi lismá I á
Norðurlandi. Starfshóp-
ur, sem f jallaði um málið
á ráðstefnunni/ undir
stjórn frú Guðrúnar Láru
Ásgeirsdótturá Mælifelli/
varð sammála um eftir-
farandi ábendingar:
„Starfshópurinn varð i upp-
hafi sammála úm þaö aö fé-
lagsheimilin væru afgerandi
forsenda þess, aö heilbrigt fé-
lags- og menningarlif þróaöist i
hverju byggðarlagi, og leggur
áherslu á eftirfarandi atriöi:
1. Tryggja verður reksturs-
grundvöll félagsheimilanna á
annan hátt en með beinni skatt-
lagningu og eðlilegt er að sveit-
arfélögin standi aö verulegu
leyti undir reksturskostnaöi
þeirra.
2. Leggja verður rika áherslu
á samræmingu á reglum þeim,
sem gilda um alla þætti I starf-
rækslu félagsheimilanna. Verö-
ur aö telja það best gert meö
Félagsheimiliö Asbyrgi
aukinni samvinnu stjórnenda
félagsheimilanna og viðkom-
andi iöggæsluyfirvalda i
hverjum landshluta. Leggja
verður áherslu á samræmingu á
reglum um lokunartima félags-
heimila og fjölda samkomu-
gesta ihverju húsi. Telur starfs-
hópurinn nauðsynlegt að for-
ráöamenn félagsheimila ásamt
löggæsluyfirvöldum séu kvadd-
ir til funda um ákvarðanatöku
um sameiginlegar aögerðir i
þessu skyni.
3. Reynt verði að vinna að þvi,
að fjárhagsafkoma félagsheim-
ilanna byggist ekki að mestu á
tekjum af danssamkomum.
4. Aflétta þarf skattlagningu
hins opinbera á hið mikla sjáif-
boðastarf, sem unniö er innan
veggja félagsheimilanna, sem
er algjör undirstaöa þess aö
mörg þeirra geti starfaö.