Þjóðviljinn - 14.08.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýóshreyfmgar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi Arni Berg- mann Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 6. Sfmi 81333. Prentun: Biaöaprent hf. Einar Olgeirs- son 75 ára Engum einum manni á Þjóðviljinn og öll sósialisk stjórnmálahreyfing á íslandi meira að þakka en Einari Olgeirssyni, sem er 75 ára i dag. Með ungum þrótti og fullur eldmóðs gekk Einar til starfa i verkalýðshreyfing- unni snemma á þriðja áratug þessarar aldar, — staðráðinn i þvi að kosta sér öll- um til i baráttunni fyrir framgangi hug- sjóna sósialismans, fyrir rétti alþýðu og reisn fátæks fólks. Þótt siðan sé liðin meira en hálf öld, þá er Einar enn sami eldhuginn sem fyrr. Margur hefur bognað i sviptivindum aldarinnar, sumir brotnað, — en Einar hefur verið sá gæfumaður að aka heilum vagni frá hvern raun. Áratugur er nú liðinn siðan Einar kaus að hætta störfum á Alþingi Islendinga eft- ir 30 ára setu þar, löngum sem helsti tals- maður sósialista, en formennsku i Sam- einingarfl. alþýðu — Sósialistaflokknum gegndi hann i álika langan tima. Þvi fer þó fjarri að Einar hafi látið af þátttöku i pólitisku starfi nú þessi siðustu ár.Hann er enn sem fyrr ritstjóri timaritsins Réttur, og skrifar þar fjölmargar greinar sem ungur væri, en yfir 50 ár eru nú liðin siðan Einar tók við ritstjórn Réttar árið 1926. Þótt enn sé framtiðarlandið fjarri þá eru umskiptin mikil bæði hér heima og um veröld alla á þeim tima, sem starfsævi Einars Olgeirssonar spannar. Ekkert þjóðfélagsafl hefur á þessum tima átt stærri hlut en verkalýðshreyfingin að þeim breytingum, er til heilla horfa. Og sé litið hálfa öld til baka virðist ljóst, að inn- an verkalýðshreyfingarinnar á íslandi og stjórnmálasamtaka hennar hafi fáir eða engir verið áhrifameiri, lagt fram drýgri skerf, en Einar Olgeirsson. Framvinda sögunnar er margbrotin, og þótt efnahagsleg lögmál ráði þar ærið miklu um, þá verður þvi með engu móti neitað að hlutur einstakra manna verður stundum ótrúlega stór. Það kall timans, sem barst Einari ung- um og kvaddi hann til verka var sannar- lega bæði máttugt og mikils varðandi. — En margir eru kallaðir, fáir hins vegar útvaldir. Þess vegna var það gæfa islenskrar alþýðu, að Einar Olgeirsson hlýddi kalli timans og kostaði sér öllum til fyrir hennar málstað. Þeir sem kynnast vilja þvi þjóðfélags- lega umhverfi, sem blasti við Einari á hans uppvaxtarárum ættu að taka sér i hönd bók Tryggva Emilssonar — Fátækt fólk —, en þeir Einar og Tryggvi eru jafn- aldra og gamlir grannar frá höfuðstað Norðurlands. Hvað er það sem knýr menn áfram i ölduróti lifsins, — einn inn á þessa braut, annan á hina? Sliku er ekki auðsvarað. Hvers vegna hlýddi Einar Olgeirsson kalli timans, meðan ýmsir aðrir, sem máske hefðu lika getað orðið liðtækir, kusu fremur að hlifa sér, eða jafnvel að ganga braut sérhyggjunnar? Fræðileg þekking á lögmálum sam- félagsins og möguleikum mannsins til að byggja réttlátt þjóðfélag dugar ekki ein sér til þess að menn leggi fram allt sem þeir megna, kosti sér öllum til i pólitiskri baráttu. Vissulega hefur fræðikenning sósialismans verið Einari Olgeirssyni ómetanlegur styrkur, en aflvakinn sem dýpstum rótum stendur er þó sú mannúð, eða mannást, sem auðkennir Einar. Ungur að árum drakk Einar i sig boðskap þeirra manna islenskra, sem fyrstir kveiktu hér þá elda, sem verka- lýðshreyfingin og stjórnmálasamtök sósialista siðan hafa glætt og reynt að magna. — Boðskap Skúla Thoroddsen, Stephans G. Stephanssonar, Þorsteins Er- lingssonar og fleiri frumherja. — ,,En þú sem að hefur i hjartanu blóð, úr hrakinni smáðri og kúgaðri þjóð...” Það er stolt Einars að geta kallað sig lærisvein þessara ágætu manna, þótt margt hafi hann einnig lært af þeim félög- um Marx, Engels og Lenin og mörgum fleiri baráttumönnum sósialismans um viða veröld fyrr og siðar. Að standa djúpum rótum i eigin jörð, en hafa skarpa sjón um alla veröld er aðals- merki. Einar Olgeirsson er íslendingur á 20. öld, en þrautir islenskrar alþýðu á öllum öldum íslandsbyggðar brenna honum i blóði. Og hann mun að sjálfsögðu ekki setjast á friðarstól fyrr en járnhæl hefur verið létt af alþýðu manna i Chile, i Tékkóslóvakiu, og hvarvetna annars stað- ar, — fyrr en frjálst jafnréttisþjóðfélag sósialisma og lýðræðis er orðið að veru- leika á jarðarkringlunni, fyrr en niðurlæg- ingu óhófs og örbirgðar hefur verið út- rýmt, en maðurinn skipar öndvegi með þeirri reisn, sem hann á, þegar best gegn- ir. Slikra tima kann að visu að vera nokkuð langt að biða, en hugurinn ber menn hálfa leið, og góðu heilli hefur Einar aldrei skort hug, enda verið bjartsýnismaður, og séð framtiðarlandið i ekki svo ýkjamikilli fjarlægð. Annars er heldur ekki að vita hvernig farið hefði. Það er sagt að á okkur, sem nú skrifum Þjóðviljann, hvili engu minni ábyrgð en þeim, sem fyrr stýrðu þessu blaði. Sagan og timinn velja okkur öll með breytilegum hætti. Sérhver einstaklingur er barn sins tima, háður þeim takmörkunum, sem hraðfleygt timaskeið setur. Svo var um þá, sem hleyptu Þjóðviljanum úr vör fyrir röskum 40 árum, og svo er um okkur, sem nú sitjum hér undir árum. Enginn axlar þyngri byrði ábyrgðar en kraftar og samviska leyfa. En gæfa Þjóðviljans og stjórnmálasam- taka islenskra sósialista hefur verið sú, að þráðurinn frá þvi fyrsta til þessa dags er þrátt fyrir sitthvað sem á milli ber óslit- inn. Þótt framtiðin sé verkefnið lifir fortiðin i okkur og við i henni. Með þeim orðum þakkar Þjóðviljinn Einari Olgeirssyni, fyrsta ritstjóra sinum, á heiðursdegi hans, fyrir allt, sem hann var, er og verður. Einari og fjölskyldu hans árnum við allra heilla. _ k. Happaáætlunin Okkur er alltaf talin trú um aö öliu sé óhætt eöa er það ekki? Þessi skóli litur á málin sem hér segir: Til þess að byrja styrjöld verður einhver að þrýsta á hnapp. Til þess að tryggja að enginn ýti á hnappinn af tilvilj- un er hann falinn á nýjum stað á hverjum degi. Þaö eru aðeins tveir menn, báðir lágt settir liðsforingjar sinn úr hvorri deild hersins. sem vita nákvæmlega hvar hnapp- urinn er niður kominn hverju sinni. En þeir þekkja ekki hvor annan. Hvor um sig hefur um- boð til að þrýstaá hnappinn þeg- ar svo er fyrir skipað af hátt- settari mönnum. En hnappurinn virkar ekki nema fingur þeirra beggja séu á honum samtimis. Nú skulum við reyna á hug- myndaflugið og gera ráð fyrir þvi, að báðir hittist þessir menn á sama stað og sama tima og ákveði að þrýsta á hnappinn samtimis. Þetta leiðir ekki sjálfkrafa til þess að heims- styrjöldin siðari hefjist. Þegar ýtt er á hnappinn gerir hann ekki annað en aö kveikja á grænu ljósi i sprengjuheldu og geislavirkniheldu neðanjarðar- byrgi, sem er falið á leyndum stað nálægt Cheyenne i Wyoming. I byrginu eru tveir menn sem báðir hafa lykil að hvitum sima, sem þar er. Um leið og þeir sjá græna ljósið hringja þeir i leynilegt númer i Suður-Dakota og segja: Grænt ástand. Þessum boðum er komið lil yfirmanns herstöðvarinnar i Dakota sem reynir umsvifa- laust að ná sambandi við Was- hington. En með þvi að hann hefur ekki leyninúmerin i Was- hington þá getur hann ekki hringt beint. Hann sendir þvi boðin með bréfdúfu. Þetta heitir ,,Rautt ástand” . Um leið og dúfan kemur til Washington er varnarmálaráð- herrann látinn vita, og hann kemur svo boðum áfram til for- setans. En forsetinn getur ekki gefið merki um að gera neitt án þess að kveikja á slökkvara og á slökkvaranum eru sjö lásar. Sérhver meðlimur fjölskyldu forsetans hefur lykil að einum lási, og það er ekki hægt að nálgast slökkvarann fyrr en all- ir lásar eru opnaðir samtimis. Með þvi að fjölskyldumeðlim- irnir eru aldrei i Washington samtimis, þá er það i reynd óhugsandi að hægt sé að kveikja á slökkvaranum. Þvi er það nú svo, að mögu- leikar á þvi að strið brjótist út af slysni eða jafnvel af ásettu rái eru harla litlir og ættu ekki að halda vöku fyrir neinum. Ef ekki væru allar þessar öryggis- ráðstafanir þá væri ég mjög áhyggjufullur sjálfur. Eitt af því sem allir þurfa að hafa áhyggjur af a þessum síðustu og verstu timum er sú hætta, að k jarnorkustyrjöld hefjist af tilviljun. Þið munið eftir metsölubók- inni sem var skrifuð um þetta efni og hét ,,Fail Safe". Þar segir frá því, að bandarískir sprengju- stjórar hafa gengið of langt vegna einhvers ruglings i litlum svörtum kassa — sprengjuf lugvél- unum geta ekki framar borist boð um að snúa við. Þær eiga að sprengja Moskvu i loft upp. Til þess að sýna rúss- um að hér sé um slys að ræða, sprengir forseti Bandarikjanna heldur þvi fram, að það sé búiö aö setja svo marga öryggislása á kjarnorkuvopn, að enginn gæti skotið kjarnorkuskeyti jafnvel þótt hann feginn vildi. New York i loft upp, enda þótt konan hans sé þar i innkaupa- ferð. En það er til annar heim- spekiskóli i Washington sem

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.