Þjóðviljinn - 14.08.1977, Síða 20
DMÐMJJNN
Sunnudagur 14. ágúst 1977
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt að ná I blaöamenn og aðra starfs-
menn blaðsins I þessum simum: Hitstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
<-81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-
skrá.
Tómatar hækka og lækka
í heildsölu, en hvað
kemur það neytandanum við?
Tómatar eru, ásamt öðru
grænmeti frá Sölufélagi
garðyrkjumanna,ein fárra
vörutegunda hér á landi,
sem hækka og lækka í verði
eftir framboði og eftir-
spurn.
í sumar hafa orðið miklar verö-
sveiflur á tómötum, allt frá 675
krónur kilóið niður i 475 kr. og aft-
ur upp i 600 kr. nú i fyrstu vikunni
i ágúst. Allt er þetta heildsölu-
verð, sem Sölufélag garðyrkju-
manna selur tómatana á til kaup-
manna, en álagning þeirra er
misjöfn, allt upp i 38,8%, en sölu-
skattur á grænmeti er enginn.
Þótt kaupmenn verði varir við
þessa „frjálsu verðlagningu”, er
neytendum i flestum tilfellum
hulin ráðgáta, hvort tómatar eru
dýrir eða ódýrir frá degi til dags.
Þar er þvi um að kenna, að auk
mismikillar álagningar eru
tómatar seldir i neytendapakkn-
ingum á misstórum bökkum, sem
verðið er skrifað á, en engar upp-
lýsingar er þar að finna um hvað
kflóið kostar. Þcss utan eru tó-
matar i a.m.k. tveimur misdýr-
um neysluflokkum, og vegna mis-
munandi stærðar eru ýmist fleiri
eða færri i kilóinu, en á neytenda-
pakkningunum vantar einnig all-
ar upplýsingar um þyngd.
Þjóðviljinn hafði samband við
Þorvald Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóra Sölufélags garð-
yrkjumanna, og fékk hjá honum
upplýsingar um framleiöslu, nýt-'
ingu, sölu og verðlagningu á tó-
mötum og öðru grænmeti, sem
Sölufélagið hefur nú á boðstólun-
um.
Þorvaldur sagði, að eftir óvenju
bjartan og góðan vetur hafi
tómatauppskeran strax i enda
mai og byrjun júni orðið mun
meiri en i venjulegu árferði. t júni
barst Sölufélaginu 90 tonn af tó-
mötum, en i fyrra aðeins 60 tonn i
sama mánuöi.
Fyrsta verðákvörðunin, sem
gilti fram til 6. júni var 675 kr.
kilóið, en lækkaði þá niður i 475 kr
og hélst þannig fram til 1. ágúst.
Þá hækkaði verðið fyrst i 525 kr.
og siðan i 600 krónur.
Landbúnaðarvörur hafa al-
mennt hækkað um 30% siðan i
fyrra, en verðið sem tómatarnir
voru á i júni og júli er lægra en
var á sama tima i fyrra, og er þvi
Sex tómalar á 450 krónur. Hvað skyldi kilóið af þeim kosta? í verösamanburöi sem Þjóðviijinn gerði I
gær getur þaö verið á bilinu 675 krónur til 846 krónur.
Hvernig væri að fara að merkja slíkar pakkningar með verði hvers kilós og greina frá þyngdinni?
Eru tómatar græn-
meti eða ávextir?
Álagning á grænmeti er 34,7% en á ávexti 38,8%
Það er ekki nema von að fólk ruglist i riminu og lægri. Ef tómatar eru gi ænmeti ætti kilóið að
hafi iitinn áhuga á breytingum á heildsöluverði kosta 808.20.
tómata, jafn breytiiegt og verðið er I hinum ýmsu Fer samanburður á verði verslananna hér á
verslunum i borginni. eftir: —AI
Þjóðviljinn kannaði litillega i gær verðlagning-
una, en kilóið i heildsölu kostar nú 600 krónur og Síld og Fiskur, Bergstaðastr. 675,-
enginn söluskattur er innheimtur af þeim. Hagkaup, Skeifunni 680,-
Kaupmenn mega leggja 34,7 á grænmeti, en Kron,Snorrabraut 729,-
38,8% á ávexti, samkvæmt upplýsingum sem við Vörðufell, Breiðholti 730.-
fengum hjá Verðlagsstjóra. Hjá Kaupmannasam- Kaupgarður, Kópavogi 740.-
tökunum íengum við þær upplýsingar, að álagn- Viðir, Austurstræti 750.-
ingin væri 38,8% þ.e. að tómatar væru ávextir, en Valgarður, Breiðholti 830,-
hjá Búnaðarfélaginu að tómatar væru að sjálf- Hjá Tómasi, Laugavegi 830,-
sögðu grænmeti og ætti álagningin þvi að vera Holtskjör, Langholtsvegi 833,-
34,7%. Kron, Breiðholti 833,-
Þjóðviljinn fékk uppgefið verð á fyrsta flokks Dalver, Dalbraut 833.-
tómötum i 14 verslunum i gær. 8 verslananna S.S.Glæsibæ 833.-
leggja um eða yfir 38,8% á, en samkvæmt þvi á Hólagarður, Breiðholti 835,-
verðið að vera 832 kr. kilóið. Hinar 6 eru mun S.S. Matardeildin Hafnarstr. 846.-
i raun um 30% verðlækkun að
ræða i þessum tveimur mánuð-
um.
Þorvaldur sagði, aö fólk væri
óvenju áhugalaust um þaö hvert
verðið væri. Komið hefði i ljós viö
nær 40% verðlækkun að salan
hefði aðeins aukist um 10-12%.
Fólk væri að visu ánægt með að
varan lækkaði, en yki neysluna
ekki að sama skapi.
Þegar framleiðslan var sem
mest i vor, var hent tonni eftir
tonni af tómötum á haugana. Þor-
valdur sagði það eingöngu hafa
veriö vegna þess að Efnagerðin
Valur hefði ekki getað, vegna yf-
irvinnubannsins, og siðar vegna
vélarbilunar, unnið úr umfram-
magninu. Framkvæmdastjóri
Vals staðfesti þetta við Þjóðvilj-
ann i gær; hann ©gði að verk-
smiðjan fengi á hverjum degi allt
það sem umfram væri hjá Sölufé-
laginu og væri það unnið á kvöldin
og næturnar. Vélin hefur þó verið
biluð I mestallt sumar, og var
það fyrst i gær, að varahlutir
fengust i hana. Við eðlilegar aö-
stæður getur verksmiðjan annað
öllu þvi magni, sem henni berst.
Minnkað framboð nú er aðeins
timabundið, og vonast framleið-
endur til þess að eftir 2-3 vikur
verði aftur unnt að lækka verðið á
tómötunum.
Þorvaldur Þorsteinsson sagði
að með auknum feröamanna-
straumi og auknum kynnum Is-
lendinga af mataræði erlendis
hafi grænmetisneysla stóraukist.
Matsölustaðir i Reykjavik kaupa
um 20% alls grænmetis sem i
Reykjavik selst, en grænmetis-
ræktun er nær engin i höfuðborg-
inni sjálfri. Helstu grænmetis-
ræktunarsvæðin eru i Árnessýslu
og Borgarfirði.
1 samtalinu við Þorvald bar
grænmetismarkað á góma. Hann
sagði að hugmyndin um að setja á
stofn slikan markað hafi oft skot-
ið upp kollinum, en kvaðst ekki
búast við, að úr þvi yrði á næst-
unni. Það væri of viðamikið fyrir-
tæki, auk þess sem Sölufélagið
treysti sér ekki i samkeppni við
kaupmenn, sem eru aðalvið-
skiptavinir félagsins.
Nú er komið á markaðinn
blómkál, hvitkál, gulrætur og róf-
ur, og er verðið almennt um 30%
hærra en i fyrra, þ.e. hefur fylgt
almennri verölagningu á land-
búnaðarvörunum.
— AI.
Fiðlukonsert eftir
Mozart reyndist
vera falsaður 1931
Upp hefur komist að
verk eitt, sem tit skamms
tíma hefur verið talið
fyrsti fiðlukonsert
Mozarts, er í reynd fölsun.
Verkið er sett saman — að
vísu á grundvelli nokkurra
uppkasta eftir Mozart, af
franska fiðluleikaranum
Marius Casadesus árið 1931
Reyndar höfðu ýmsir fræði-
menn efast um að þessi fiölukon-
zert i D-dúr K 294 a, væri ekta.
Verkið átti Mozart að hafa samið
tiu ára gamall árið 1766 þegar
hann gisti Versali. Það var ekki
hægtað sýna frumhandrit, en það
var útskýrt með þvi að segja, að
það væri i eigu einkasafnara sem
vildi ekki láta neinn hnýsast i það.
Konsert þessum var vel tekið,
og sjálfur Yehudi Menuhin gerði
hann mjög frægan með þvi að
leika hann inn á plötur árið 1934.
Casadesus, sem játaði höfund-
skap sinn vegna deilna um þókn-
un fyrir konsertinn; hann hafði
fengið nokkrar tekjur sem
„útsetjari”, er nú 84 ára gamall.
Casadesus: Hefur loksins játað á sig fölsun