Þjóðviljinn - 08.09.1977, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1977
MÍR efnir til kynningar á
sovétlýðveldinu Lettlandi
Þjóðdansaflokkur sýnir víða um land og efnt verður til listsýninga
Nokkrir dansarar úr flokknum Liesma
Um þessar mundir efnir
félagiö Menningartengsl
tsiands og Ráðstjórnarrlkjanna
i annað sinn til sovéskra kynn-
ingardaga. Hófust þeir i gær-
kvöld með kynningarkvöldi i
Lindarbæ, og eru þeir að þessu
sinni helgaöir sovétlýðveldinu
Lettlandi og jafnframt 60 ára
afmæli Októberbyltingarinnar.
Fyrstu kynningardagarnir, sem
haldnir voru i fyrra, voru helg-
aðir Armeniu.
t tilefni þessara kynningar-
daga efndi stjórn MtR til blaða-
mannafundar, og varð tvar H.
Jónsson, formaður félagsins,
fyrir svörum, en auk hans tóku
þátt i fundinum Ilmar Puteklis,
aðstoðarmenningarmálaráð-
herra Lettlands, og Élena A.
Lukaséva lögfræöingur frá
Moskvu, en þau eru komin hing-
. að til að taka þátt I kynningar-
dögunum.
Ivar skýrði frá þvi að alls
væri 27 manna hópur kominn
frá Sovétrikjunum I þessu til-
efni, og væru langflestir frá
Lettlandi. Kjarni þessa hóps
væri þjóðdansaflokkurinn
Liesma (Loginn), sem er einn af
þremur helstu þjóðdansaflokk-
um Lettlands. Það er áætlað að
þessi flokkur sýni á Neskaup-
stað á fimmtudag, á Egilsstöð-
um á föstudag, á Akureyri á
sunnudag og I Þjóðleikhúsinu i
Reykjavlk á mánudag, og
upplýsti Puteklis aðstoðar-
menningarmálaráðherra að
með flokknum væru hljóðfæra-
leikarar og tveir söngvarar, og
hefðu þeir reynt að læra tvo
Islenska söngva á islensku að
undanförnu en enn ætti eftir að
koma fljós með hvaða árangri!
tvar sagði einnig að með þess-
um hópi heföi komið mikið sýn-
ingarefni af ýmsu tagi, og hefði
margt af því verið sent til Nes-
kaupstaðar. Þar verður opnuð I
dag (fimmtudag) sýning á
lettneskum veggspjöldum,
grafík og listmunum, en siðar
verða þessi sömu verk sýnd I
Bogasalnum í Reykjavik, og
hefst sú sýning á mánudaginn.
En einnig verður opnuð sýning i
MIR-salnum I Reykjavik á ljós-
myndum, barnateikningum og
bókum frá Lettlandi, og hefst
hún á laugardaginn. Á sun'nu-
dagskvöldið mun svo Élena A.
Lukaséva halda fyrirlestur um
hina nýju stjórnarskrá, sem nú
er i undirbúningi I Sovétrikjun-
um. Verður hann haldinn i MÍR-
salnum, en á eftir verður kvik-
myndasýning.
Ilmar Puteklis, aðstoðar-
menningarmálaráðherra, tók
siðan til máls, og sagði. nokkur
orð um land sitt. Fræddi hann
menn um að Lettland væri 64
þúsund ferkflómetrar að stærð
(talsvert minna en ísland), en
ibúatalan þó tvær og hálf
miljón. I höfuðborginni Riga
byggju um 800.000 ibúar, svo að
Lettar hefðu „þungt höfuð eins
og íslendingar”. Skýrði hann
frá efnahag landsins og þeim
framförum, sem orðið hefðu
siðan Lettar gengu i Sovétsam-
bandið árið 1940.
Hann var spurður aö þvi
hvernig þjóðernismálum væri
nú komið i Lettlandi, og hvernig
ibúar landsins skiptust.
Ilmar Puteklis sagði að Lettar
væru nú um 65 af hundraði ibúa
landsins, nálægt landamærun-
um byggi nokkur fjöldi af Lithá-
um og Eistum en svo væri mikið
af Rússum og Hvít-Rússum I
landinu. í Sovétrikjunum væri
ekkert opinbert mál, en vegna
fjölda Rússa og stærðar
Ilmar Puteklis, aðstoðarmenn-
ingarmálaráðherra Lettlands.
rússneska Sovétlýðveldisins
væri rússneska samgöngumál,
þannig að flestir þeir Ibúar
Lettlands, sem ekki væru Lett-
ar, töluðu i rauninni rússnesku.
Sem dæmi um menningarstarf-
semina nefndi hann að aöeins
eitt leikhús af niu i landinu væri
rússneskt, og um 80% af blaða-
útgáfunni væri á lettnesku.
Svipuð hlutföll væru i bókaút-
gáfu. Það væri einkum i höfuð-
borginni Riga, sem mikið væri
um útlendinga, en það væri
gömul saga. Aður hefði verið
mikið um Þjóðverja þar, en þeir
hefðu flutt burtu 1939. Hins veg-
ar væri talsvert af Gyðingum i
borginni enn. Vera Rússanna i
Riga væri einnig gömul saga, og
hefðu þeir komið i lok siðustu
aldar og i byrjun þessarar.
Aðstoðarmenningarmálaráð-
herrann nefndi það að lokum að
um 30 nýjar bækur eftir
lettneska höfunda kæmu út á
hverju ári, og væru flestar
þeirra ljóðabækur. Um fimm
leiknar myndir væru gerðar á
ári, en auk þeirra talsvert af
s jón varpsmy ndum.
VISIR
Ailir þeir sem birta smáauglýsingu í VÍSI á meóan
sýningin Heimilió '11 stendur yfir, veróa sjálfkrafa
þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS.
Vinningurinn - Philips litsjónvarpstæki - veróur
dreginnút 15-9 -77
Smáauglýsing i VÍSI er engin
sma
sími 86611
auglýsing
Kartöflubændur keppast viö
Uppskeruhorfur
mjög misjafnar
Mjög misjafnlega horfir meö
kartöfluuppskeru að þessu sinni.
Blaðið hafði I gær samband við
menn á nokkrum helstu kartöfiu-
ræktarsvæöum landsins, Þykkva-
bæ, Hornafiröi og Svalbarðs-
strönd, og höfðu þeir þetta að
segja um uppskeruhorfur:
Þykkvibær
Friörik Magnússon I Miðkoti
sagðist ekki sjá fram á annað en
þar yrði uppskeran i slöku meöal-
lagi að þessu sinni og væri það þá
þriöja sumarið i röð, sem kart-
ófluuppskeran brygðist þar að
verulegu leyti. Nokkuð væri þetta
þó misjafnt en allsstaðar slæmt
og allt niöur i þrjár kartöflur upp
úr jörðinni fyrir hverja eina, sem
sett væri niður. Orsakirnar sagði
Friðrik Magnússon vera þær, að
vorið var kalt og svo frostið, sem
kom um síðustu mánaðamót með
þeim afleiðingum, aö grös kol-
féllu og er nú allt svart yfir að
lita.
Flestir eru byrjaðir á kartöflu-
upptöku i Þykkvabænum, enda
ekki eftir neinu að biða, sagöi
Friðrik, þvi um frekari vöxt verð-
ur ekki að ræða úr þvi sem komið
er.
Svalbarðsströnd
Karl Gunnlaugsson, kaup-
félagsstjóri á Svalbarðseyri,
sagði, að þar væru uppskeruhorf-
ur á kartöflum i góðu meðallagi.
Frost hefði ekki valdið tjóni þar
nyrðra, enn sem komið væri.
Fyrir þvi vottaði að visu aö sæist
á grösum úti i Höföahverfi og inni
i öngulsstaöahreppi en óveru-
lega þó og ekkert á Svalbarðs-
strönd. Vöxtur kartöflugrasanna
er geysi mikili, sagði Karl Gunn-
laugsson. Vera má, aöþaö stafi af
þvi, að of mikið köfnunarefni sé
borið i garðana.
Upptaka er ekki hafin aö ráði
en byrjar almennt um næstu
helgi.
Kartöflurækt á Svalbarðs-
strönd og I grennd dróst saman
fyrir nokkrum árum en hefur nú
aukist á ný, einkum tvö siðastlið-
in ár.
Hornaf jörður
Egill Jónsson, ráðunautur á
Seljavöllum, sagöi, að Horn-
firðingar ættu von á góðri kart-
öfluuppskeru. Upptaka væri aö
visu skammt á veg komin en
byrjunin lofaði góðu. A stöku stað
hefði frostvottur valdiö litilshátt-
ar skemmdum I görðum en
viðast væru kartoflugrös
ófallin. Hinsvegar væru þau
nokkuð bæld undan veðrum.
Kartöfluupptaka er enn ekki haf-
in að ráði i Hornafirði en mun al-
mennt byrja allra næstu daga.
Fyrir nokkrum árum minnkaði
kartöflurækt Hornfirðinga. Sumir
bændur sneru sér þá i meira mæli
að mjólkurframl., ,aðrirlögöu
garðlöndin undir tún en fluttu
garðana og þá stundum á lakara
land. Þó voru alltaf nokkrir
bændur i Nesjahreppi, sem héldu
tryggð við kartöflurnar, sagði
Egill Jonsson. Og nú i seinni tið
hefur kartöflurækt aukist á ný.
Ekki hefur mikið farið fyrir
kartöflurækt i öræfum hingað til.
Hún hefur verið litil þar umfram
heimilisnot. í vor tóku sig hins
vegar til fjórir bændur i öræfum
og hófu kartöflurækt i allveruleg-
um mæli. Þeir byrjuðu upptöku i
gær og er undirvöxtur ágætur.
Egill Jónsson sagðist telja fulla
ástæðu til að álita að öræfasveit
gæti orðið meö bestu og örugg-
ustu katöfluræktarsvæðum lands-
ins.
—mhg
, Er
sjonvarpið
bilað?
Skjárinn
S)ónvarpsv6>rlist(5.5i
Bergstaáa st r<ati’ 38
simi
2-19-40
Larifi
■kyndihjálp!
RAUÐI KROSS ÍSLANDS