Þjóðviljinn - 08.09.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Qupperneq 11
Fimmtudagur 8. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 BIKARÚRSLITIN NÁLGAST ÓÐUM Valur og Fram leika tiM^slita á sunnudaginn. 18. úrslitaleikurinn frá upphafi keppninnar Næstkomandi sunnudag fer fram á Laugardals- vellinum úrslita leikur Bikarkeppni KSI. Fram og Valur leika til úrslita i þessari 18. bikarkeppni. Fyrst var leikiö 1960 og KR-ingar unnu þá keppni og síðan allar götur til ársins 1968, með einni undantekningu þó. Árið 1965 léku Valur og IA. Valsmenn sigruðu þá i mjög fjörugum og eftir- minnilegum leik, 5:3. KR- ingar hafa orðið Bikar- meistarar.langoftast, eða 7 sinnum, en Valur kemur næst með sigur þrisvar. Fram, IBK og IBV hafa unnið keppnina tvívegis. Stjórn KSÍ hélt blaða- mannafund i gær þar sem fyrir- li&ar beggja liöa voru,þeir Asgeir Eliasson og Ingi Björn Alberts- son, sem og talsmenn beggja liöa. Það er greinilegt að menn búast við jöfnum og spennandi leik á sunnudaginn. Viðureign Vals og Fram undangengin ár hefur verið geysilega spennandi og jöfn og i samanlögðum leikjum þessara liða siðustu 6 árin i tslandsmótum eru þau jöfn að stigum. Undan- farin ár hefur sá háttur verið hafður á að forsætisráðherra hefur heilsað mönnum áður en leikurinn hefst og afhent sigur- launin að leikslokum. Þar sem tvö Reykjavikurlið eigast viö að þessu sinni mun Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri taka að sér hlutverk forsætisráðherra að þessu sinni. Vegna sjónvarpsins hefur komið fram sú ósk að annað liðið breyti búningi sinum þar sem i sjónvarpi eru búningarnir mjög áþekkir. Félögin voru látin draga um hvort liðið verðBF að gera svo. Kom það i hlut Valsmanna þannig að á sunnu- daginn munu þeir að öllum líkind- um leika á rauðum buxum i stað hvitra, með öðrum orðum i alrauðum búingi. Bæði liðin verða með sitt sterk- asta lið með einni undantekningu þó. Guðmundur Kjartansson hefur verið settur i leikbann en ekki er vitaö hver kemur i hans stað. Þá er Kristinn Atlason á sjúkralista hjá Fram. Dómari i leiknum verður Magnús V. Pétursson. Forsala aðgöngumiða hefst viö tJtvegsbankann á morgun, föstudag, og hefst kl. 12 og stendur til 18. tlrslitin i bikarnum frá upphafi hafa orðið þessi: 1960KR —Fram 2:0 1961KR-IA 4:3 1962 KR-Fram 3:0 1963 KR — 1A 4:1 1964 KR — IA 4:0 1965Valur — IA 5:3 1966KR —Valur 1:0 1967 KR — V ikingur 3:0 1968 ÍBV — ÍR 2:1 1069IBA — IA 1:1, 3:2 1970 Fram — IBV 2:1 1971 Vikingur — UBK 1:0 1972IBV—FH 2:0 1973 Fram —ÍBK 2:1 1974 Valur—-1A 4:1 1975IBK — ÍA 1:0 1976Valur — IA 3:0 —hól Ingi Björn Albertsson leiddi liðsmenn sina til sigurs i Bikarkeppninni i fyrra. A sunnudaginn fæst úr þvi skorið hvort Ingi og félagar leika sama Ieikinn aftur. Ef svo verður mun mörgum finnast erfitt að sætta sig við að Valur vinni ekki eitt einasta mót i sumar. Olympíuleikamir og framkvæmdavaldið Eftir I. Vinogradsky, for- stjóra þeirrar stofnunar í Moskvu er annast hönnun menningar-, tómstunda-, íþrótta- og heilsu- mannvirkja. Undirbúningur Ólympiuleika er alltaf tengdur þvi að finna lausn á flóknum vandamálum mannvirkjagerðar. Við athugun á reynslu þeirra sem skipulagt hafa undangengin ólympiumót koma i ljós tvær meginstefnur. 1 fyrsta lagi færast þægindin stööugt i aukana, bæði hvað snertir aöbún- aö iþróttamannanna sjálfra og áhorfenda. 1 ööru lagi er um að ræöa stööugt meiri dreifingu leik- anna á fleiri iþróttasvæði. Auk þess ber nú meira á þeirri viö- leitni að nýta þær aðstæður sem þegar eru fyrir hendi og byggja ný mannvirki á þann hátt að þau megi koma að gagni eftir aö Ölympiuleikunum er lokið. Að öllum likindum munu Ólympiuleikarnir i Moskvu 1980 einkennast af þessum stefnum, og þróa þær áfram. Svæðin þar sem keppt verður 1980 hafa verið valin með tilliti þeirrar stefnu sem mörkuð er i heildarskipulagi Moskvuborgar. Þau iþróttamannvirki, sem fyrir eru eða i smiðum nú samkvæmt aðalskipulaginu, verða nýtt svo sem kostur er. Að ólympiuleikun- um loknum munu þessi mannvirki notuð fyrir tóm- stundastörf og likamsþjálfun borgarbúa. 1 áætlunum er gert ráö fyrir 6 ólympiumiðstöðvum i Moskvu. Höfuðstöðvarnar verða I Luzhniki. Stóra iþróttasvæðið þar verður endurnýjað og bætt, þar munu fara fram hátiðahöldin i sambandi við opnun og lokun Ól- 80 og auk þess kepnni i knatt- spynu (lokakeppni) og kappreið- um (Prix des Nations). Blakkeppni i karlaflokki verður haldin á ,,mini”-iþróttavellinum, póló-keppnin i sundlaug Luzhniki og keppni i júdó og fimleikum verður háð i íþróttahöllinni. Nú stendur yfir smiði iþróttahúss sem nota má til ýmissa hluta á Luzhniki-svæðinu, og verður blakkeppni i kvennaflokki þar. Nálægt þessum mannvirkjum á aðalmiöstöð Ói-80 að rísa, þ.e. sjálfvirka eftirlitsstööin. Allt svæðið verður endurbætt og búið öllum nýjustu tækjum, þar verður sköpuð ákjósanleg aðstaða fyrir dómara, fréttamenn, sjónvarps- og útvarpsupptöku osfrv. Ahorf- endabekkirnir I Luzhniki munu samtals rúma 146.000 manns, og um 350.000 manns munu geta fylgst þar með keppninni á dag. 1 norðurhluta sovésku höfuð- borgarinnar er verið að reisa nýtt iþróttasvæði. Meðal mannvirkja þar verður innanhússvöllur fyrir 45.000 áhorfendur — sá stærsti i Evrópu — þar sem keppt verður i hnefaleikum og körfubolta (karlaflokki). Moskvubúar þarfnast sliks vallar, sem siðar verður notaður fyrir stærri viö- buröi i iþrótta- og menningar- lifinu. Innanhtisssundlaug fyrir 10.000 áhorfendur — sú stærsta i Sovétrikjunum — verður byggð nálægt vellinum og verður þar keppt i sundi og dýfingum. Þetta iþróttasvæði verður þaö mikil- vægasta af öllum þeim nýju mannvirkjum sem reist verða fyrir Ói-80. Iþróttasvæðið við Leningrad- breiðstræti verður fullkomnað og byggt upp að fullu. Nálægt þvi fer nú fram smiði á knattspynuvelli undir þaki með sæti fyrir 5000 áhorfendur, og verður keppt i glimu. t hverfinu Khimki- Khovrinl verður byggður iþrótta- salur, einnig fyrir 5000 áhorfend- ur. Verið er að byggja upp stórt iþróttasvæði i norð-vestur hluta borgarinnar. Þar er verið að koma upp öðrum áfanga róðrar- skurðar- og innanhússhjólabraut fyrir 6000 áhorfendur og er það stærsta braut sinnar tegundar i Sovétrikjunum. Einnig er verið að leggja þar 15 km langa hjól- reiðabraut utanhúss. Þetta svæði, ásamt skiðasvæðinu sem þegar hefur veriö starfrækt lengi þarna i grenndinni, verður eit't af stærstu útivistar- og iþróttasvæð- um sem verkalýðshreyfingin fær til sinna umráða að Ól. afstöðn- um. I Izmailovo-hverfinu í austur- hluta Moskvu er verið að reisa aðra ól-miðstöð i tengslum við nýtt iþróttasvæði sem iþrótta- háskóli borgarinnar ræður yfir. Þar er salur fyrir 5000 áhorfendur sem veröur vettvangur lyftinga- keppninnar. Iþróttahöllin i Sokolniki verður endurbætt til þess að handboltakeppni Ólympiuleikanna geti farið þar fram. Árangurinn af öllum þessum framkvæmdum verður i fyrsta lagi sá að uppfylltar verða allar kröfur alþjóölegu ólympiunefnd- arinnar og i öðru lagi fá Moskvu- búar til sinna afnota mikiö af iþróttamannvirkjum sem eru skemmtileg frá sjónvarhorni byggingarlistar og koma að góðu gagni i framtiðinni. Flest mannvirkjanna verða staðsett þannig i borginni að greiður aðgangur verður að al- menningsfarartækjum, neðan- jarðarjárnbrautarlest og skemmtigörðum. Ólympiuþorpið er eitt stærsta atriðið i áætlunum þessum. Mikil- vægasta krafan sem gerð er til staðsetningar þess er að þaðan sé auðvelt að komast til allra þeirra staða þar sem þjálfun og keppni fer fram. Þessvegna hefur veriö Likan af Oly mpiuþorpinu Oiympiuleikar fram. ákveðiö að byggja þorpið i suð- vesturhluta borgarinnar. Ólympiuþorpið verður notað sem ibúðarhverfi aö 01 afstöðnum. Einnig er gert ráð fyrir tals- verðum byggingaframkvæmdum til þess að tryggja eðlilegt starf fulltrúa fjölmiðlanna. Meðal þeirra er smiði alþjóðlegrar sjónvarpsstöðvar i nágrenni þeirrar stöðvar sem þegar er fyrir hendi i Ostankino, og blaða- I Moskvu, en þar fara næstu mannamiðstöð fyrir 3000 fréttamenn. Gistihúsum i borginni verður fjölgað talsvert, og einnig veit- ingahúsum, kaffihúsum, og versl- unum. Mikið starf veröur unniö aö þvi að leggja fleiri hraðbrautir, byggja brýr,skipuleggja bilastæði á iþróttasvæðunum. I Moskvu er allt i fullum gangi við undirbúning þessarar miklu hátiðar iþrótta, friðar og vináttu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.