Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Á Bessastööum ólst Benedikt Gröndal upp hjá fööur sfnum Svein- birni Egilssyni, grisku-og latinuspekingnum, sem á leiö til kennsl- unnar i Bessastaöaskóla vóg sig á stöng yfir mýrarpolla, eins og Þórarinn Eldjárn kveöur um hann. „...en ég er skáld- lega yforliftur’ í öllu kvenfólki” s/onvarp I kvöld tekur Flosi ólafsson til viö annan lestur æviminninga Bene- dikts Gröndals, og á nú engum aö þurfa að leið- ast, þvi hér er á f erð mik- ið afbragðsefni, eftir af- braðsmann, sem varð einn mesti kennari seinni íslenskra ritsnillinga. Benedikt Gröndal hefur lýst sér sjálfur í Dægra- dvöl, og er rétt að sú sjálfslýsing verði nú birt hér, því enginn skyldi reyna betur að gera: Ég er 64 þumlungar á hæö, vel vaxinn og kviklegur, en sjaldan held ég mönnum hafi greint meir á en um mig, hvort ég væri „laglegur” eöa „ólaglegur”. Sumir hafa fengið óbeit á mér einungis af að sjá mig, en marg- ir hafa og getað fellt sig við mig, þegar þeir kynntust mér betur. I rauninni er ég eftir minum dómi „ólaglegur”, mig vantar alveg það, sem kallaö er friðleikur eða andlitsfegurð. Ég hef allsæmi- lega krafta samsvarandi minni stærð, hörku og fylgi, en ekki þol að þvi skapi. Heilsu hef ég alltaf haft góða, og mundu ekki allir hafa þolað það, sem ég hef gengiö i gegnum. Gáfur minar eru ekki neitt framúrskarandi næmi, en ég man alltaf það, sem ég les eða heyri, flest allt, en ekki orðrétt utan að — nema sumt óvart. Hugmyndaflug mitt er fjörugt og rifandi, og þó ég þyki excentriskur og undarleg- ur, þá hef ég samt getað haldið mér meir i skefjum en margur mundi trúa, ef hann þekkti míg alveg. Hugmyndir minar hafa fylgt mér ávallt, og ég hef aldrei misst sjónar á þeim, og þær hafa aldrei dofnað, þó ég hafi orðið að biöa árum saman. Ég er hamhleypa að lesa og fljótur að skilja, en að ritverkum er ég misjafn eftir þvi, sem þaö grip- ur mig. Hugmyndirnar veltast stundum svo ótt inn á mig, að ég hef ekki viö og missi helminginn af þeim. Þetta kemur raunar af þvi, hvaö ég hef lesið mikið af alls konar ritum. En ég hef aldr- ei tekið neitt frá neinum, nema ég hafi getið um það. Kvenna- maður er ég ekki eða flagari, en ég er skáldlega „forliftur” i öllu kvenfólki. Mér þykir meira gaman að aimúgafólki en hinu fina, þvi okkar „finheit” eru carrikeruð civilisation, en hitt er grófara og náttúrlegra. Fyrir hinum yngri skáldum ber ég litla viröingu, þeir eru smá- menni i poetisku tilliti, hversu mikið sem látið er með þá i blöðunum. Latínu og grisku útvarp skoða ég sem óumflýjanlegan grundvöli æðrimenntunar, hvað sem þjóðbusamir segja. Hin is- lenzku fornrit og skáldskapur eru minar aðalstoðir fyrir utan classicos. Þeir, sem ekki þekkja þetta, eru ónýtir, — þvi þó að menn haldi fram þvi, sem menn kalla „Folkedikter” á dönsku (sem er allt annað en það, sem með ljótu nafni er kallaö „þjóö- skáld” hér), þá er sjóndeildar- hringur þessara skálda ætiö mjög þröngur. Yfir höfuð hef ég aldrei haldið mér til annarra en höfuðskáldanna — i þeim mál- um, sem ég annars skil (dönsku, sænsku, þýzku, ensku, frakk- nesku, latinu og grisku), — um hina varðar mig ekki. — Föður- landsást min er hrein og stöðug, en ég held ég haldi meir af land- inu en þjóðinni, að minnsta kosti eins og hún er nú orðin. — t kunningsskap og vináttu er ég stöðugur og tryggur, og það hef- ur aldrei verið mér að kenna, þó slikt hafi losazt upp. Annars á ég litiö af vináttu manna að segja, enda finnst mér hún vera orðin eins og annað hjá flestum. Dani hataði ég lengi framan af, en ég hef hætt þvi við nánari skoðun, þegar ég lit á, hversu mikla yfirburði þeir hafa yfir okkur að ýmsu leyti. Föður- landsást vantar Islendinga gjörsamlega og hefur alltaf vantað, þvi þótt einstakir fáir menn hafi verið svo, þá hefur þetta aldrei gengið i gegnum alla þjóöina. Nú sem stendur, er hér ekkert prentfrelsi nema á pappirnum. Blöðin „tyranni- sera” allt hér með sinum vit- leysum og ofstæki, óþrifarit- gjörðum og alls konar slúöri og eru ekkert annað en vopn I hendi beinasna til að yfirfalla hvern þann með persónulegum skömmum, sem þau þora til við eða sem ekki er samdóma öllum þeirra uppáfinningum. — Þjóðin er véluö, og mest af blöðunum. Leikrit vikunnar: PAFAGAUKAR eftir Jónu Rúnu Kvaran t kvöld, 8. september kl. 20.25 verður flutt leikritiö Páfagaukar eftir Jónu Rúnu Kvaran. Leikstjóri er Ævar R. Kvaran. Leikendur eru aðeins tveir, ungur maður og eldri kona og eru þau leikin af Sigriði Hagalin og Hjalta Rögnvalds- syni. Höfundur leiksins Jóna Rúna Kvaran hefur stundað leiklistarnám hjá Ævari R. Kvaran. Til þess að kynna sér jafnframt byggingu leikrita og meðferð hefur hún verið leik- þulur I Þjóðleikhúsinu. Þá hefur hún og leikið i hljóðvarpsleikrit- um og lesið upp. Páfagaukar er fyrsta leikrit hennar sem birtist opinberlega. Leikritið fjallar um viðkynn- ingu miðaldra konu og ungs manns og sýnir hvernig honum tekst að breyta afstöðu hennar til eigin vandamála. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Ármann Kr. Einarsson les sögu sina „Ævintýri I borginni” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Léttlög milli atriöa. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir vð Pétur Guðjónsson, formann Félags áhugamanna um sjávarútveg. Þriðji og sið- asti þáttur. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Rikishljómsveitin I Berlln leikur Ballettsvitu op. 130 eftir Max Reger: Otmar Suitner stj./Irmgard Seefried syngur „Sólsetur”, tónverk fyrir mezzó-sópran og strengi eftir Ottorino Respighi. Hátiðarhljóm- sveitin i Lucerne leikur með: Rudolf Baumgartner stj. / Felicja Blumental og Sinfónluhljómsveit Lundúna leika „Fantaslu Polonaise” fyrir pianóog hljómsveit op. 19 eftir Ignaz Paderewski: Anatole Fistoulari stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: ,,Úlf- hildur” eftir Hugrúnu Höf- undur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Istvan Hajdu leika Sónötu I g-moll fyrir fiðlu og pianó eftir Claude Debussy. Radoslav Kvapil leikur á pianó „Hirð- ingjaljóð” op. 56 eftir Antonin Dvorák. Suk-trióið leikur Trió i g-moll fyrir pianó, fiölu og selló op. 15 eftir Bedrich Smetana. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gísli Jóns- son menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar Ingólfur Þorsteinsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn talar um Hengil. 20.05 Samieikur i útvarpssal Berhard Wilkinson, John Collins og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir leika á flautu, selló og pianó Trió eftir Bohuslav Martinu. 20.25 Leikrit: „Páfagaukar” eftir Jónu Rúnu Kvaran Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Persónur og leikendur: Konan: Sigriöur Hagalin, Ungi maðurinn: Hjalti Rögnvaldsson. 21.25 Fiðlukonsert i D-dúr op. 35 eftir Pjotr Tsjalkovský Viktór Tretjakoff og Filharmoniusveitin i Moskvu leika: Dmitri Kitajenkó stjórnar (Frá Moskvuútvarpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Olafsson leikari les (2). 22.40 Kvöldtónleikar a. Trió i F-dúr fyrir fiðlu, horn og fagott op. 24 eftir Franz Danzi. Taras Gabora, George Zukerman og Barry Tuckwell leika. b. Sónata nr. 2 i d-moll fyrir fiðlu og pianó op. 121 eftir Robert Schumann. Christian Ferras og Pierre Barbizet leika. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Tónleikar Finnska sópransöngkonan RITVA AUVINEN heldur tónleika i Norræna húsinu fimmtu- daginn 8. sept. kl. 20.30, við undirleik Agnesar Löve. Á efnisskránni eru verk eftir Y. Kilpinen, E. Grieg, S. Rachmaninov, Hugo Wolf og R. Strauss. Aðgöngumiðar við innganginn. NORRÆNA HUSIÐ Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins Nokkrir nýir nemendur verða teknir inn i skólann i haust. Inntökupróf verður mánudaginn 12. sept. kl. 17. Gengið inn um dyr á austurhlið hússins. Umsækjendur hafi með sér æfingaföt og stundatöflu og séu ekki yngri en 9 ára. Eldri nemendur komi föstudaginn 9. september. Þeir sem voru i I. fl. i fyrra komi kl. 17.30, i II. fl. kl. 18.00, i III. fl. kl. 18.30, i IV. fl. kl. 19. ---------------------------------------- Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám ENSKA, ÞYSKA, FRANSKA, SPANSKA, NORÐUR- LANDAMALIN. ISLENSKA fyrir útlendinga. Ahersla er lögð á létt og skemmtileg samtöl I kennslu- stundum. Samtölin fara fram á þvl máli sem nemandinn er að læra, svo hann æfist I TALMÁLI. Síðdegistimar — Kvöldtímar Simi 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Mímir Brautarholti 4 — sími 11109 V_______________________________________J Alhliða Sími 43330 innrömmunarþjónusta • u Blikkiðjan fc^ Ásgarði 7/ Garðabæ f 1 f r Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur bverskonar blikksmiði. w 1 1 Gerum föst verðtilboð il § SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.