Þjóðviljinn - 25.09.1977, Side 3
Sunnudagur 25. september 1877 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3
„Austurstöpull” úr suðri, „Búöartóft” frá norövestri
Kerlingakvos og Norðuralda aö
baki.
„Beinakerling” úr suövestri
BEINAKERLINGAR
BJÖSSA BOMM...
„Mæögurnar úr suövestri, Trölladyngja I baksýn.” Austurstöpult
lengst til hægri i hópnum.
Fyrir nokkrum vikum birtist
hér i blaðinu viötal við Björn
Jónsson, lækni á Álftá i Manitoba.
Er þar m.a. sagt nokkuö frá för
hans upp á Sprengisand i sumar,
en hún var til þess gerð aö huga
aö beinakerlingum, sem engar
sögur hafa farið af' í 200 ár og allir
töldu týndar og tröllum gefnar.
Nema Björn. Hann hafði trú á
þvi, að enn væri hægt að ná fundi
þeirra mæðgna, ef nógu fast væri
eftir leitað.
Þvi lagði hann nú ótrauður á
eyðimörkina, með einvalalið sér
til fylgdar og fulltingis þótt
fámennt væri, — en vel búið
„vopnum og vistum”. Og viti
menn. Þessi för tókst stórum bet—
ur en sú, er hann hugðist sigla á
smjörlikiskassanum úr fjöru—
borðinu á Króknum og til
Þýskalands forðum daga, að
sækja Valgarð fóstbróður sinn. í.
þetta sinn hafði Björn árangur
sem erfiði. Hann fann þessar vin-
konur sinar, að visu nokkuð lúðar
af timans tönn og langri
vanrækslu byggðamanna, — en
furðu brattar og ásjálegar samt.
Sjálfsagt þekkir þorri þjóðarinn-
ar ekkert orðið til fyrirbærisins
beinakerling og hefur þar með
tekist að tá út i ekkert skemmti—
legan þátt i sögu sinni, en vonandi
verða þó einhverjir til þess að
veita Birni aðstoð er hann kemur
frá Alftá öðru sinni til þess að
hressa upp á vinkonur sinar á
Sandinum, svo þær megi aftur
öðlast sinn fyrri glæsileik.
Nú hefur Björn sent Þjóðviljan-
um myndir, sem hann tók i
Sprengisandsleiðangrinum I
sumar og birtast þær hér með
þessu rabbi. — Hafi hann heiia
þökk fyrir. —mhg
Sonna
býður allt það besta á
Kanaríeyjum
FERD&SKBIFSTOFáN SUNNA
Reykjavík: Lækjargötu 2 - símar 16400 - 12070 Akureyri: Hafnarstræti 94 sími 21835
TAKIÐ EFTIR
Þúsundir Islendinga hafa notið hvíldar og skemmtunar í sumarsól á
Kanaríeyjum, meðan skammdegi og vetrarkuldi ríkir heima.
Sunna býður upp á fjölbreyttar Kanaríeyjaferðir til Gran Canary og
Tenerife.íbúðir, hótel, smáhýsi og villur í besta gæðaflokki, svosem Kóka,
Corona Roja, Corona Blanca, Rondo, Producasa, Eguenia Victoria,
Carmen o.m. fl. íslensk skrifstofa með þjálfuðu starfsfólki Sunnu,
veitir farþegum þjónustu og öryggi.
Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aðsóknar, biðjum við þá, hina fjölmörgu,
sem árlega fara með okkur til Kanaríeyja, og vilja búa á „sínum stað“ að
panta nú snemma.
■ PLAYA DEL INGLES - PUERTO RICO
. LAS PALMAS - TENERIFE.
Það léttir okkur störfin og kemur í veg fyrir það sem okkur leiðist mest, að
þurfa að neita föstum viðskiptavinum um óskaferðina, vegna þess að
pöntun berst seint. Plássið er því miður takmarkað, og ekki hægt að fá
aukarými á hinum eftirsóttu gististöðum.
BROTTFARARDAGAR:
Hægt er að velja um ferðir í 1,2,3 eða 4 vikur
16. október, 5, 26 nóvember, 10, 17, 29 desember, 7, 14, 28
janúar, 4,11,18,25 febrúar,4,11,18,25 marz,1, 8, 15, 29 apríl