Þjóðviljinn - 25.09.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. september 1977 Sunnudagur 25. september 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Fram til bættra kjara fyrir prjónavinnu. Arum saman hafa pr jónakonur verið óánægð- ar með kjör sín og þann versiunarmáta sem tiðkast við innkaup á peysunum. í siöustu viku gerðust þau stórtíðindi að tOO konur viða að af Suður- og Vesturlandi héldu með sér fund og samþykktu ein- róma að berjast fyrir bættum kjörum. Var á fundinum kosin 6 kvenna undirbúningsnefnd/ en hún á aö kanna heppilegt form félagsskapar og halda stofnfund. Þjóðviljinn hefur skýrt frá þessum fundi áður i frétt, en hér birtast viðtöl við eina stjórnarkonu og lögfræðilegan ráðunaut prjónakvennanna. Fyrir þá» sem ekki hafa kynnt sér kjör prjóna- kvenna endurtökum við það sem áður hefur verið birt i Þjóðviljanum; tíma- kaup kvennanna er 100—200 kr, en fyrir heila millistóra peysu fá þær 2090 krónur. Ekki má gleyma þvúað mikill tími fer i þvotta, frágang og ferðalög með peysurnar niður í búð, en auðvitað er misjafnt hversu lengi hver kona er að prjóna peysuna. Þjóðviljinn hefur að undan- förnu fjallað nokkuö um kjör prjónakvenna, sem nó hafa bund- íst samtökum um að setja á stofn hvers konar félag til þess að berjast fyrir bættum hag. Útflutningur á u11 og ullarvörum 1976: tonn % Verðmæti % Verðmæti Þveginull... 318,3 (27%) 98.277.000 ( 5%) 308,780 Prjónavörur Úrull ...... 325,8 (28%) 1.313.200.000 (64%) 4.030.690 Uilarlopi og ullarband... 361,3 (31%) 430.600.000 (21%) 1.191.810 Ullarteppi .. 171.0 (15%) 199.300.000 (10%) 1.165.500 1.176,4 2.041.377.000,- t þessum fréttaflutningi hefur margt borið á góma sem ástæða er til þess að fjalla nánar um. Má þar nefna útflutning á ull og lopa, sem hlýtur að verða til þess að útflytjendur á fullunnum vörum lenda i samkeppní við sjálfan sig á ullarmarkaðinum erlendis, þótt ekki vilji þeir sem Þjóðviljinn hefur haft samband við viður- kenna það. Annað, sem athygli vekur er hversu óhagstætt það er aö flytja út óunna ullina, en það kemur best i ljós þegar iitiö er yfir út- flutning á ull og uilarvörum á siðasta ári. Ariö 1976 voru flutt Ut 318 tonn af þveginni ull, og er það 27% alls ullarútflutningsins. Verðmætíð sem fyrir ullina fæst er hins vegar aðeins 5% af heildarverömæti alls ullar- og ullarafurðaútflutnings- ins. SÖmu sögu er að segja um lopa og band. Arið 1976 voru flutt út 361 tonn af lopa og bandi, og er það iang-stærsti hiutinn eða 31% af ullarútflulningi. Fyrir lopann og bandið fæst hins vegar aðeins 21% af heildar- verömæti. , Unnar prjónavörur úr uil éru 28% af útflutningnum og fyrir pær fæst 64% verðmætisins. Nú er ekkert gefið upp um það i útfiutn- ingsskýrslum hvort um vélprjón eða handprjón er að ræða, en stærsti hluti þessara 325 kilóa, af prjónuðum ullarvörum er vél- prjón sem flutt er til Sovét- rikjanna, en fyrir það fæst alla- jafna Htið verð. Það þýðir að handprjónið og vélprjón, sem flutt er ti) annarra landa en Sovétrikjanna,er mun verðmeira en þessar tölur gefa til kynna. Þegará útflutning teppa er litið sést að hvert tonn af ullarteppum gefur minna i aðra hönd heldur en hvert tonn af lopa og bandi. Þjóðviljinn leitaði skýringar á þessu hjá útflutningsdeild Sam- bandsins, og sagði Jón Arnþórs- son sölustjóri að 99% þessara teppa væru flutt til Sovétrikjanna og gildir það sama og áður var sagt um vélprjónið, að þar fæst mun lægra verð fyrir vöruna, en keypt er inn i stórum skömmtum. Jón sagði að vélvæðing væri mikil við vinnslu teppanna, og væru vefstólar Gefjunar hinir fljótvirkustu sem hugsast gætu og þvi væn framleiðslukostnaður Iitill. Annað sem athygii hefur vakiö er hversu há álagningin á hand- prjónuðum lopapeysum er. Hæsta leyfileg álagning hérlendis á inn- iendum fatnaði er 66% og er söluskattur þá innifalinn. Álagn- ing á iopapeysum er hins vegar 80%, og mun það vera vegna þess að þær eru álitnar ferðamanna- vörur. Fleira mætti tina til, en hér verður staðar numið. En benda má á, að vélprjónaðar peysur, með islenskum mynstrum og I sauðalitunum, eru dýrari i útsölu en handprjónið. ai. ELÍN SIGMARSDÓTTIR: • / Annað bindi væntaniegt fljótlega ELIN ■ * 4 IrtrWWfl : : ■ ■ - ’í'VÉ w&þ&SF- w .... WM I þessu hefti eru birtar niöurstööur samkeppni: 40 flíkur og skrautmunir, h prjónaðar, vélprjónaöar og heklaðar, af sérstakri dómnefnd úr miklum uppskrifta sem barst. Elin er fyrsta og eina prjónabókin hefur verið út með alíslenskum up Bókin verður seld í bóka- og hannyrðave um um land allt. ATHUGIÐ! Fyrsta blndi Elínar seldist upp á 3-4 mánuð TRYGGIÐ YKKUR EINTAK í TÍMA Arnmundur Backmann lög- fræðingur sér um lagalegar hlið- ar þessa máls í samráði við stjórnina, sem kosin var á fundin- um i siðustu viku. Þjóðviljinn hafði samband við Arnmund og bað hann að skýra lesendum frá þeim möguleikum, sem uppi væru á stofnun samtaka og þeim lagalegu vandkvæðum sem þar væru á. Armundur sagði að ýmis form félagsskapar kæmu til greina. Einfaldast væri að stofna hags- munasamtök, sem næðu til allra prjónakvenna og —karla á land- inu og gætu staðið vörð um hags- muni þessa fólks. Ég tel þó eðlilegast i þessari stöðu að stofna einfaldlega stéttarfélag, sem félli þá undir vinnulöggjöfina með þeim leik- reglum og baráttuaðferðum sem þar eru lögboðnar, og knýja fram betri launakjör fyrir þessa vinnu i formi kjarasamnings. Þó konurnar sitji heima og séu kannski ekki ráðnar persónu- bundinni ráðningu hjá atvinnu- rekanda, eins og algengast er á vinnumarkaðinum, þá eru þær launþegar og meðal' þeirra lægst launuðu i landinu. Ég sé þar enga lagalega fyrir- stöðu, og sum stéttarfélög hafa einmitt slika félaga, sbr. áhnýt- ingar i heimahúsum. Hins vegar er ekki öllu náð, þótt Arnmundur Backmann, lög- fræðingur. stettarfélag hafi verið stofnað, þvi árangurinn hlýtur aö byggjast á viðbrögöum atvinnurekenda og þeirri baráttu sem þarf að heyja ■ fyrir viðurkenningu á stéttar- félaginu sem fæst með fyrsta kjarasamningnum. Iivaða baráttuaðferðir áttu þá við? Verkfall? Já, verkfall eða sölubann. Það kom fram á fundinum að allar konurnar voru tilbúnar til þess að leggja i slikan slag, ef nauðsyn- legt reyndist til þess að fá kijörin bætt. ARNMUNDUR BACKMANN, lögfræðingur: Telurðu rétt að konurnar eða félag þeirra sjái um innkaup, dreifingu og útflutning? Nærtækasta verkefnið er auð- vitað i kjaramálunum. Ef einhver hörð fyrirstaða verður þar, þá er stofnun samtaka, sem sæi um innkaup og dreifingu næsta við- fangsefnið. Það kom greinilega fram á fundinum mikill áhugi á þvi að innkaupin og dreifingin væri skipulögð af konunum sjálf- um, svo þessum ferðum með nokkrar peysur lyki. Ef út i slikt væri farið, er framleiðslusam- vinnufélag liklega heppilegasta lausnin. Þar er ekki um laun- þegasamtök að ræða, heldur samtök framleiðenda sem skipta með sér afrakstri af sölu afurð- anna i réttum hlutföllum miðað við vinnu. Ég tel að það komi vel til greina, en eins og ég sagði áðan, þá fer það allt eftir þvi hvernig tekst að koma kjaramálunum fram, en áhuginn á þvi að fara fram hjá öllum þessum millilið- um i sölunni er greinilega mikill meðal kvennanna. Heldurðu að kauphækkun yrði konunum byrði skattalega? Þetta eru svo litlar upphæðir, sem um er að ræða, að þær skipta engu máli varðandi tekjuskatt- inn. Þó launin hækkuðu verulega, myndi það engu breyta varðandi skattana. Ein þeirra 6 kvenna, sem i stjórn voru kosnar á fundinum er Elfn Sigmarsdóttir, 26 ára. Þjóðvfljinn fékk Elfnu til þess að skýra frá sinni prjónamennsku og þátttöku i félagsskapnum. Elin sagðist hafa prjónað I 4—5 ár, mest i skorpum, en Elin vinnur útihálfan daginn og grfpur þvi til prjónanna eftir þvf sem timi gefst til. Ég hef yfirleitt farið með peysur i Álafoss, þær sem ég hef selt hérna innanlands, sagði Elín. Það er hins vegar hægara sagt en gert, þvi eina vikuna taka þeir kannski hvaða lit sem er.en þá næstu aðeins eina stærð i ákveðnum lit. Auk þess fær maður nær ekkert fyrir vinnuna, ef maður selur peysurnar með þessum hætti. Ég veit að það er ekki alltaf svona hjá Alafossi, en það hefur þd komið oft fyrir þegar ég hef farið með peysur. Eina ráðið er þá að hringja og athuga hvað vantar þvi ekki vill maður fara fýluferð. Hvað ertu lengi ad prjóna? Ég er sæmilega handfljót við prjónaskapinn, og ég gæti trúað að ég kláraði peysu á tveimur dögum,efég sætivið. Éghefekki tekið saman hvað ég er lengi að þessu en 2-3 peysur á viku gæti ég prjónað og gengið frá ef timi vinnst til. Ég hef ekki prjónað mikið þetta árið, og þá helst fyrir kunningja mína I Danmörku, sem sifellt senda pantanir á öllum mögu- legum stærðum og gerðum af peysum. Hvernig komst þú í hópinn sem að fundinum stóð? Ég var i afmælisveislu og sá þar blaðagrein sem kona skrifaði, þar stóð að ef vel væri leitað i smáauglýsingunum mætti þar finna eina frá prjónakonu, sem vildi stofna samtök. Nú, ég leitaði, fann auglýsinguna, sendi inn nafn og sima og innan skamms var hringt i mig og ég boðuð á fundinn. Fundinum lyktaði svo með því að ég ásamt 5 öðrum konum var kosin i undir- búningsnefndina. Hvernig var fundurinn? Þarna mættu um 100 konur, einn karl var i hópnum og voru margar með umboð frá fleirum. Allir voru óánægðir með kjörin, og ýmsar raddir voru uppi til úrbætur i þeim efnum. Einnig var rætt um að stöðva útflutning á lopa og ull, og eins að taka söluna i okkar hendur. Ég tel það vera kjaramálin fyrstog fremst, sem við eigum að leggja vinnu i núna. Siðarerhægt að ganga lengra i þá átt að stöðva þennan útflutning og jafnvel fara úti sölumennsku. Ég gerði fyrirspurn á þessum fundi til kvennanna um það hvað þær bæru úr býtum yfir áriö, þvi hræðsla var nokkur framan af fundinum um skattamálin. Það kom i ljós að flestar þær sem tekjuhæstar voru, voru með 150—250þúsund á ári. Égsé ekki nokkra ástæðu til að hræðast skattana þó kjörin batni, þvi engin getur i rauninni pr jónað svo A undanförnum árum hefur fjölbreytni aukist I Islenskri ullarframleiðslu. S';'* - i Elin Sigmarsdóttir, pjónakona. Mér finnst það mun betri verslunarmáti, ég veit hvað ég á að prjóna fyrirfram en ekki fyrst eftir á, auk þess sem ég fæ mun betur borgað fyrir vinnuna. Ég hef fengið þetta 6.009—6.500 krónur fyrir fullorðins peysur, og orðið vör við að fólki finnst það ekki dýrt. mikið að það hækki hana i skatt- stiganum. Hvað verður næst? Stjórnin kemur saman núna næstu daga, og fyrsta verkefnið er að koma á fót klúbbum eða hópum Uti um land. Við munum kynna sem flestum þessi mark- mið okkar og reyna að ná sem flestum á stofnfundinn, sem kannski verður ekki langt að biða Kjaramálin sitja fyrir annað bíður betri tíma Stofnun stéttarfélags er einfaldasta lausnin —AI.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.