Þjóðviljinn - 23.10.1977, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJXNN Sunnudagur 23. október 1977 Laugard. kl. 10-12. , , sunnud. ki. 18 22 SMAAUGIYSINGAHAPPDRÆTTI 17. okt. - 20. nóv. Ein greidd smáauglýsing og þú átt vinningsvon! ®SANYO 20" LITSJÓNVARPSTÆKI að verðmœti kr. 249.500.— frá GUNNARI ÁSGEIRSSYNI HF. er vinningurinn að þessu sinni SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS Sfmi 86611 Ártúnshöfðasamtökin halda mjög áríðandi félagsfund í matstofu Miðfeils h.f. Funhöfða 7, Reykjavík, mánudaginn 24. október kl. 15.30 Fundarefni: 1. Frammistaða borgaryfirvalda ^ 2. Innbrotafaraldur í hverfinu 3. Hreinsun,fegrun og snyrting 4. önnur mál v Mjög áríðandi að hvert fyrirtæki sendi fulltrúa á fundinn Stjórnin Víkingabók Magnúsar Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út á islensku bókina HAMAR ÞÓRS eftir Magnús Magnússon en forlagið gaf hana út i fyrra á ensku og nefndist hún á frummálinu HAMMER OF THE NORTH. Bókin er prýdd 120 litmyndum sem teknar voru af hinum kunna Ijósmyndara, Werner Forman. Dagur Þorleifs- son þýddi bókina á islensku. Þetta var óvenjulegt og ævin- týralegt framtak. 1 einu vetfangi, að þvi virtist, urðu norðurhöfin morandi af rennilegum, borðlág- um sjóræningjafleytum með gap- andi höfðum og gínandi trjónum, og mannaðar voru þær liði svo hugrökku og grimmu, að það lét ekkert aftra sér og virtist með öllu ósigrandi.” Með þessum orðum lýsir Magnús Magnússon þeim gifur- lega þrótti, er einkenndi útþenslu norðurlandabúa á vikingaöld. A þeim tima námu þeir Grænland, Normandi og hálft England, stofnuðu mikilvægar verslunar- miðstöðvar i Rússlandi og i vestri létu þeir ekki staðar numið fyrr en á ströndum Norður-Ameriku. Höfundurinn hefur kynnt sér efn- ið vandlega og fjallar um það af djúpri samúð, enda sýnir bókin norræna menn i nýrri og hrifandi mynd. Lengi hefur það verið venja, að menn hafi sett sér vik- ingana fyrir sjónir sem villtan heiðingjamúg. í bók Magnúsar Magnússonar er flett ofan af þeim skröksögum. Aðaltexti bókarinn- ar er aukinn og endurbættur með yfir hundrað og tuttugu ljós- myndum, sem hinn kunni ljós- myndari Werner Forman hefur tekið. Þær eru mikið framlag til skýringar á átrúnaði og löngun- um þess furðulega fólks, sem norðurlandamenn Vikingaaldar voru, sem og öðrum þeim ástæð- um er knúðu þá til athafna. Magnús Magnússon. Myndirnar sýna lesendum tiguleg langskip,dularfulla rúnasteina og skartgripi gerða af furðulega Hókinni og margbrotinni list. 1 bókinni fer saman lifandi athugun og gagnger skilgreining á sögu vikinga, goðfræði þeirra og ljóða- list, enda er bókin skýr frásögn af trúarbrögðum og lifssýn vikinga- þjóðanna. Magnús Magnússon er islensk- ur að ætt. í Bretlandi er hann þekktastur fyrir fræðsluþætti i sjónvarpi, svo sem þætti um sögu og fornleifafræði i flokknum BBC Chronicle. Þar að auki hefur hann þýtt nokkrar íslendingasagna, sem komið hafa út i bókaflokkn- um Penguin Classics, og nokkrar skáldsögur eftir Halldór Laxness. Magnús er ritsjóri Bodley Head Archaeolo'gy, sjálfur höfundur tveggja bóka, Introducing Archa- eology, sem fékk Times Educat- ional Supplement Information bókaverðlaunin 1972, og Viking Expansion Westwards. Bókin er filmusett og umbrotin i prentsmiðjunni Odda hf., en prentuð á ttaliu. Frá Máli og menningu: Elsku Míó minn Eftir Astrid Lindgren (Jt er komin barnabókin Elsku Mió minn eftir Astrid Lindgren, þann núlifandi barnabókahöfund sem nú nýtur einna mestrar frægðar: hún er höfundur Línu langsokks, Emils i Kattholti og fleiri merkra persóna. Þýðandi er Heimir Pálsson. Elsku Mio minn er ævintýra- saga og svipar á ýmsan hátt til sögunnar Bróðir minn Ljóns- hjarta sem út kom i fyrra: hér er skapaður ævintýraheimur sem er skyldari stórtiðindum okkar ald- ar en það sögusvið sem menn þekkja af skyldum bókum. Þessi saga var lesin i morgun- stund barnanna i útvarpi fyrir nokkrum árum. Bókin er prýdd mörgum myndum eftir sænsku listakonuna Ilon Wikland. Útgefandi er Mál og menning Sögusafnið Jól dýranna Bókaútgáfan Örn og örlygur hefur gefið út sögubók fyrir litlu börnin sem nefnist Jól dýranna. Sögurnar eru eftir Kathryn Jack- son en Richard Scarry mynd- skreytir. Andrés Kristjánsson þýddi. 1 bókinni eru alls tlu sögur og heita þær: Syngjandi jólatré, Kanínur á snjóþrúgum, Bangsi hræðilegi, Jólakaka ljónanna, Kökudýrin, Geitin, sem lék jóla- svein, Gullni sleðinn, Leyniferðin, Jólahvolpurinn og Stóru fílajól. Bókin er sett i Pentsmiöjunni Eddu hf., meginmál er filmað i Korpus hf, Katrin Þorsteinsdóttir teiknaði fyrirsagnir en prentun og band var unnið i Skotlandi. Aðalsími Þjóðviljans er 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.