Þjóðviljinn - 23.10.1977, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Qupperneq 23
Sunnudagur 23. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 jkompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Honum finnst gaman að teikna Þorskastríðið. Gísli Jökull Gíslason er 6 ára gamall. Hann á nú heima á Útsölum á Sel- tjarnarnesi, en átti lengi heima í Englandi meðan foreldrar hans voru þar við nám. Jökull, en það er hann kallaður, hefur mjög gaman af að teikna og hefur sent Kompunni nokkrar af myndum sín- um. Kompan: Hvenær verð- ur þú 7 ára? Jökull: Ég er fæddur í vogaskálamerkinu og á afmæli 20. október. Kompan: Þú ert þá byrjaður í skóla? Jökull: í haust fór ég í 1. bekk í Mýrarhúsaskóla. Kennarinn minn heitir Ólöf. Hún er ágæt. Kompan: Er þá ekki gaman í skólanum? Jökull: Nei, bara stundum. i teikningu. Þú getur séð á myndunum mínum hvað mér finnst gaman að teikna. Kompan: En ertu ekki farinn að lesa? Jökull: Jú, dálítið. Við erum ekki byrjuð að lesa á bók. Við gerum stafi á blöð og æf um okkur. A og svoleiðis. Kompan: Áttu ekki marga vini í skólanum? Jökull: Nei, og ég á engin systkini. En ég leik mér við krakkana í næstu húsum hérna á Nesvegin- um. Þau heita Stefán, hann er 9 ára, Steini og Jón Arnar sem eru báðir 7 ára og Kata,hún er líka 7 ára. Svo er Hildur sem er 8 ára. Hún er með alveg kolsvart hár. Kompan: I hvaða leiki farið þið helst? Jökull: Bílaleik og skessuleik. Ég þarf of t að vera skessan. Kompan: Hvað segið þið þegar þið eruð að stríða skessunni? Segiði: „Tína ber, tína ber. Skessan er ekki heima!" Ball. Þetta ball er i höfuðborg Englands, London. Það er I veitingahúsi nálægt Piccadiliy Circus. Jökuli fór með foreldrum sinum til London I sumar. Þau fóru lfka til Leeds og þaðan tii Kaup- inannahafnar og svo til Amsterdam i Hollandi. Loks komu þau við i Glasgow í Skotiandi. Þar var Jökull svo heppinn að hann fann 5 punda seöil. Hugsið ykkur Skotann sem týndi seðlinum! Jökull: Við segjum: „Sérðu ekki hvað við er- um að gera? Komdu skessa! Reyndu að ná okkur!" Svo tínum við ber skessunnar, þá kem- ur hún, en við hlaupum í allar áttir og henni geng- ur illa að ná okkur. Stundum förum við í fótbolta og handbolta. Stelpurnar fá alltaf að vera með. Við keppum strákar á móti stelpum. Einn strákur skrifar niður mörkin fyrir strák- ana og stelpa fyrir stelpurnar. f það eru valdir litlir krakkar sem eru ekki dugleg í leiknum, en þeir svindla aldrei. Þeir skrifa alltaf rétt. Strákarnir vinna oftast. Bara einu sinni unnu stelpurnar. Þá fórum við i annan leik og þá unnum við strákarnir. Kompan: Eruð þið aldrei saman strákar og stelpur í liði? Jökull: Einstaka sinn- um höfum viðblönduð lið. Stelpurnar vilja það held- ur. Kompan: Eru strákarnir kannski sterk- ari en jafnaldra stelpur? Jökull: Já, þeir eru sterkari. Stundum förum við í slag þegar við erum í útileikfimi. Það er bara gamnislagur, þegar við erum búin að teygja úr okkur. Þá vinna strákarnir alltaf. Kompan: Þú áttir heima í Englandi áður, í hvaða borg? Jökull: New Castle. Það er góð borg. Þar eru stórar dótabúðir. Kompan: Þá hefur þú ferðast með járnbrautar- lest. Er það ekki gaman? Jökull: Nei, það er svo mikill hiti í lestinni og svæla, því allir reykja svo mikið og maturinn í lest- inni er vondur. En hún f er voða hratt. Frægur loftbardagi úr fyrri heimsstyrjöidinni. Það er rauöi baróninn og Snoopy sem eigast viö. Orustinni lauk með ósigri þýskarans. Snoopy skaut hann niður. Ensku flugvélarnar eru merktar með hring, en þýsku flugvélarnar með krossi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.