Þjóðviljinn - 12.11.1977, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Qupperneq 1
MÚWIUINN Laugardagur 12. nóvember 1977 —42. árg. 253. tbl. VÍÐTÆK LEIT AÐ BÁT ÚR GRUNDARFIRÐI 1 alla fyrrinótt og i gær stóð yfir leit að 29 tonna rækjubát frá Grundarfirði, Haraldi SH 123. A bátnum eru tveir menn. Kl. 20.45 á fimmtudagskvöldið hafði Grundfirðingur samband við Harald og var þá allt i lagi og báturinn staddur um 7 milur norður af öndverðarnesi á heimleiö. Kl. 22.20 ætlaði Grundfirðingur að ná sambandi á ný en fékk ekki svar. Er bát- urinn kom ekki fram á þeim tima, sem búist var við, var strax hafin viðtæk og skipuleg leit, sem i taka þátt 25-30 skip og bátar auk flugvélar landhelgis- gæslunnar. Þá hafa og fjörur verið vandlega gengnar af björgunarsveitum og öðrum. f morgun fannst brak á reki, en ekki hefur verið staðfest að það sé úr Haraldi. 1 fyrrakvöld var á þessum slóðum 7-8 vindstig af norð norðaustri en tók að lægja upp úr miðnætti. Veður herti svo heldur aftur er á daginn leið. —mhg Prófkjör Alþýðuflokksins 10.000 kjör- seðlar Prófkjör Alþýðuflokksins um skipan framboðslista til Alþingis- kosninga fer fram um helgina. Allir frambjóðendurnir fimm i þrjú efstu sætin hafa opnar kosn- ingaskrifstofur um helgina. Kjörstjórn hefur látið prenta 10 þúsund kjörseðla og er þvi greini- legt að gert er ráð fyrir að helm- ingi fleiri taki þátt i prófkjörinu en kusu Alþýðuflokkinn i Reykja- vik við siðustu kosningar. Kjör- stjórnin gerir semsagt ráð fyrir þvi i samræmi við reynslu fyrri prófkjöra i haust á vegum flokks- ins að utanflokksmenn eða ann- arra flokka menn ráði úrslitum prófkjörsins i Reykjavik. Kosningu lýkur kl. 19 annað- kvöld og verða kosningatölur og úrslit birt á Hótel Loftleiðum um kvöldið. Konur yfir fertugt sjá 8 og 9 ~ Böll um ofsóknir í Vestur- Þýskalandi SJÁ SÍÐU 5 Engin bilbugur á Hand- prjóna- sambandinu SJÁ SÍÐU 10 Höfðabakki 9 — eign islenskra aöalverktaka — er 74.547 rúmmetrar. Lóðin er 43.109 fermetrar. Hvert fer gróði ís- lenskra aðalverktaka? Eiga ma. eitt af stærstu húsum landsins Eins og fram kom í Þjóðviijanum i gær græðir hermangsfyrirtækið íslenskir aðalverktakar á tá og fihgri. En hvert fer þá gróðinn? Vafalaust eru laun stjórnenda eitthvað örlitið hærri en Dagsbrúnar- eða BSRB-kaup en svarið liggur lika i geysilegri fjárfestingu sem fyrirtækið hefur engin bein not af sjálft. Meðal annars byggði það fyrir örfáum árum eitt stærsta hús á landinu sem það léigir allt út. Þetta er Höfðabakki 9, i Ártúnshöfða sem er hvorki meira né minna en 74.547 rúmmetrar. Brunabóta- mat hússins er 1.337.772.000. Til samanburðar má geta þess að Hótel Saga er 31.439 rúmmetr- ar eða meira en helmingi minni, Þjóðleikhúsið er 32.623 rúmmetr- Orðsending til styrktarmanna Styrktarmenn Alþýðubanda- lagsins, sem ekki hafa greitt framlag sitt fyrir árið 1977 eru minntir á að greiða gfró- seðilinn hið fyrsta. ar og Laugardalshöllin er 48.420 rúmmetrar. Hús sem bæði gæti rúmað Hótel Sögu og Laugardals- höllina — eða því sem næst — er þvi engin smáræöiseign. Lóðin sem Höfðabakki 9 stendur á er 48.420 fermetrar og er fasteigna- matið á henni um 95 miljónir. Þjóðviljinn hafði samband við Thor Thors framkvæmdastjóra Islenskra aðalverktaka suður á Keflavikurflugvelli i gær og spurði hann um hversu mikla leigu fyrirtækið fengi inn fyrir húsið og ætlaði hann að taka það saman en ekki náðist i hann aftur i gær svo að sú frétt verður að Laugardalshöllin er 48.420 rúm- metrar biða þar til eftir helgi. Ennfremur væri fróðlegt að fá að vita um aðrar fasteignir verktakanna. — GFr 180 þús. á iönkynningu Hinn 2. okt. sl. lauk formlega iðnkynningar- árinu, sem staðið hefur yfir frá 3. sept. 1976. Á hugi almennings á iðn- kynningunni reyndist mjög mikill. Alls sótti hana 180 þús. manns.Efnt var til þriggja stórra sér- sýninga, sem sóttar voru af 103 þús. gestum. Um 91% hafa i könnun lýst yfir jákvæðri afstöðu. Á iðnkynningarárinu hefur farið fram almenn kynning á íslenskum iðn- varningi, með mjög já- kvæðum árangri. Þátt- taka í sýningunni og undirtektir almennings hafa Ijóslega sýnt vax- andi skilning almennings á gildi og þýðingu íslensks iðnaðar. — — Með iðnkynningunni hafa dyrnar verið opnað- ar og nú þurfa samtök iðnaðarins að fylgja mál- inu eftir, sagði Pétur Sveinbjörnssonn á fundi með f réttamönnum í gær. Eftir helgina mun blað- ið skýra nánar fra fund- inum og því, sem þar kom fram. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.