Þjóðviljinn - 12.11.1977, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.11.1977, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. nóvember 1977 Lúdvík Jósepsson: þingsjá Flokkarnir sjálfír ákvardi val frambjóðenda A fundi neöri deildar Alþingis á miðvikudag var til umræöu frum- varp Jóns Skaftasonar um breytingar á kosningalögum. Felur frumvarpið í sér að kjörlisti verði settur fram I stafrófsröð og kjósendur raði frambjóðendum i sætaröð listans eftir eigin höfði. Auk Jóns tóku ólafur Jóhannes- son, Benedikt Gröndal og Lúðvik Jósepsson til máls um þetta frum varp og voru þeir ekki á einu máli um ágæti þess, t.d. lýsti Lúð- vik Jósepsson yfir andstöðu sinni við. hugmynd þess. Númeri frambjóðendur I ræðu Jóns Skaftasonar kom fram að frumvarpið gerir ráð fyrir að kjósandi krossi við flokk og númeri einstaka fram- bjóðendur, þ.e. númeri jafn- marga og hann vill. Hins vegar sé ekki nauösynlegt að kjósandi þurfiað marka við tiltekinn f jölda frambjóöenda. Ef kjósandi noti ekki réttinn til röðunar þá kjósi hann bara flokkirui. Þá ræddi Jón einnig fyrirkomu- lag uppbótarþingsæta, sagði að þingmenn Reykjaneskjördæmis hefðu hug á að flytja frumvarp til laga þess efnis að reglunum yrði breytt á þann veg að sætunum verði ekki úthlutað eftir hlutfalls- tölum, heldur aðeins atkvæða- magniá bak viðhvern þingmann. Sagði Jón að við siðustu kosning- arhefðu slikar reglur leitttil þess að uppbótarþingmennimir hefðu flestir komið frá þéttbýlissvæðum en engin röskun orðið á þing- mannafjölda flokkanna. Kjósendur breyti flokks- lista Benedikt Gröndal tók næstur U1 máls og sagðist sammála megin- tilgangi frumvarpsins sem fæli i sér aukinn rétt kjósandans. Hins vegar teldi hann að heppilegra væri að lagöur væri fram flokks- listi en siðan gætu kjósendur breytt þeirri röðun og fullt tillit yrði tekið til allra breytinga. Þá lýsti hann sig andvigan hug- myndum um breytingar á reglum um úthlutun uppbótaþingsæta. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagðist telja kerfi það sem Jón Skaftason hefði sett fram væri helsttil of einföld lausn og auðsætt væri að betra væri að heita Benedikt en Vilmundur i sliku stafrófskerfi! Menn gætu al- veg eins farið út i það að láta hlut- kesti ráða i hvaða röð þeir séu settir á lista eða þá t.d. öfuga stafrófsröð. Benti Ólafur á að samkvæmt 4. gr. frumvarps Jóns þá sé listinn eins og hann er i stafrófsröð lagður til grundvallar við úthlut- un þingsæta, en si'ðan er athugaö hvaða breytingar kjósendur hafi gert. Veruleg hætta sé þvi á þvi að þeir frefnstu i stafrófinu velj- ist á þing. Prófkjör verði lögboðin Sagðist Ólafur telja betra að prófkjör yrðu lögboðin og um þau sett reglur og niðurstaða próf- kosninga látin ráða röðun á lista. Væri slikt öllu heppilegra en til- laga Jóns. Taldi Ólafur að allar framkomnar hugmyndir um breytingar á kosningaskipan þyrfti að skoða vel i nefnd. Árásir á frjálst flokka- kerfi Lúðvik Jósepsson tók næst til máls ogsagðistvilja ræða þau tvö meginatriði sem umræðan á Al- þingi um kjördæmaskipan og kosningalög hefði snúist um, þ.e. persónubundnarakjörog misrétti Afnám söluskatts á kjötvöru og raforku Garðar Sigurðsson hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvarp þess efnis að afnuminn verði sölu- skattur á kjöti og kjötvörum sem og raforku. Frumvarp þetta var flutt á siöasta þingi en hlaut þá ekki fullnaðarafgreiðslu. I greinargerð með frumvarpinu segir flutningsmaður m.a.: „Verðbólgan og lágur kaup- máttur almennra verkalauna eru höfuðvandamál þjóðfélagsins um þessar mundir, og fátt eitt hefur verið gert til þess að ráðast að þessum vanda. Með frumvarpi þessu eraðeins snúistgegn einum þætti þessa samtvinnaða við- fangsefnis. Gifurieg gjaldtekja rikisins með óbeinum sköttum sem leggjast á vörur og þjónustu sem allir landsmenn nota, er mikill verðbólguvaldur og bitnar auk þess þyngst á þeim, sem minnst hafa á milli handa.” Ráðstefna um verkaiýðsmál verður haldin í Reykjavík 11.-13. nóvember Benedikt DAGSKRÁ: Föstudagur Sunnudagur 11. nóvember 13. nóvember Kl. 16.00 Selning: Kl. 10.00—12.00 Erindi: Benedikt Daviösson. Alþvftubandalagift og verkalýös- Kl. 16.30—18.00 Erindi: hrevfingin: Eövarö Sigurösson og )>róun kjara- og efnahagsmála og Kjartan ólafsson. verkalýösbaráUan frá siftasta þingi Kl. 13.30—17.30 Umræöur, niöur- A.S.i.: Snorri Jónsson og Asmund- stoöur og ályktanir. ur Stefánsson. Kl. 17.30 Ráöstefnuslit. -Kl. 20.30 Umræöur: Ráðstefnustaður: Laugardagur Tjarnarbúð, Reykjavik. 12. nóvember Ráftstefnan er opin öllum flokks- Kl. 10.00—13.00 Erindi: bundnum áhugamönnum Alþýftu- Samstarf samtaka launafólks: bandalagsins I samtökum launa- Guömundur J. Guömundsson, fólks. Haraldur Steinþórsson, og Ingólfur Skráning þátttakenda fer fram á Ingólfsson. skrifstofu Alþýöubandalagsins, Framtiftarstefna og baráttuaftferft- Grettisgötu 3. simi 17500. Starfs- ir I kjarasamningum : Guöjón maöur verkalýösmálaráös, Baldur Jónsson, Helgi Guðmundsson og óskarsson, veitir tilkynningum Kolbeinn Friöbjarnarson. móttöku og gefur allar frekari Kl. 14.00—18.00 Höpstarf. upplýsingar. Eftvarð Guftmundur J. Ingólfur Guftjón Kjartan Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalaqsins milli einstakra kjördæma varðandi fulltrúaval á Alþingi. Varðandi fyrra atriðið að gera kjör persónubundnara sagðist Lúðvik vilja leggja áherslu á að i okkar st jórnskipunarkerfi hefðum við byggt fyrst og fremst á þvi að heimila frjálsa flokka- myndun og gengið út frá þvi að menn hefðu óskorðaðan rétttil að skipa sér i samtök um sameigin- leg áhugamál og á þeim grund- velli haft áhrif á lagasetningu og stjórn landsins. Okkar þingræðis- skipulag byggðist einmitt á þessu. Umræöan beri hins vegar keim af þvi að menn taki undir þann áróður að ráðast á stjórnmála- flokka og segja að allt illt stafi frá þeim, þeir séu klíkur. Með þess- um áróðrisé veriö að brjóta niður eða draga úr frjálsu og eðlilegu flokkakerfi. Þá sagði Lúövík að það væri mikill misskilningur að halda að þingmenn kosnir i einmennings- kjördæmum væru eitthvað minna háðir flokkasamtökum eða flokksstarfi. Um þetta væru fjöl- mörg dæmi. Rangar fullyrðingar Þá sagðist Lúðvik vilja leiðrétta þær röngu fullyrðingar sem fram hefðu komið að búið væri aö af- nema með öllu þann réttað menn geti haft áhrif á það hver verði röðun á framboðslista á þeim mönnum ná kosningu. Þessi rétt- ur hefði verið afnuminn 1959 segi menn. Vissulega hafi verið gerðar breytingar 1959 og þing- menn úr öllum flokkum verið sammála um að það þyrfti að breyta þeim reglum sem þá giltu um vald kjósenda til að hreyfa til menn á lista. Þær reglur sem giltu fyrir breytingarnar 1959 voru þess eðlis að i Reykjavik þurfti ekki nema rétt rúm 4% kjósenda að beita útstriku.num til að breyta röðun á lista. Þetta hefði þýtt i siðustu kosningum i Reykjavik, að t.d. hefðu um 160 menn getaö haft áhrif á það að maöur nr. 2 á lista Alþýöuflokksins hefði frem- ur náö kosningu heldur en sá sem var nr. 1. Þannig hefði komiö fyrir 1 kosningum fyrir 1959 að lítill hópur manna gat breytt þeim skipan sem meirihlutinn hafði viljað hafa á listanum. ftóeytifl'gi* 1960 SU breyting sem gerð var 1959 felur i sér að nú þurfi rétt 12% kjdsenda til að geta komið fram breytingum i Reykjavik. Árið 1959höfðu menn taliðaðekki væri liklegt að 12% kjósenda gætu tek- ið sig saman og beitt svona út- strikunarvaldi án þess að menn væru varir viö slikan samdrátt og hægtværiað gera gagnráðstafan- ir. Lúðvik sagðist telja að reglurnar ættu að vera þannig að komi fram meirihlutavilji til að breyta röðun á lista, þá eigi sá meirihluti að vera gildandi. Rétt sé að talsvert miklu hærri prósentutölu þurfti til að koma fram breytingu i minni kjördæm- um. 1 5 manna kjördæmi þurfi nú i kringum 27% og um 23% i 6 manna kjördæmum. Yfirborðslýðræði en ekki réttlæti Lúðvik sagði að það væri stórt skref aftur á bak ef framboðslist- ar væru ekki raðaðir. Tillaga Jóns Skaftasonar væri tákn um yfirborðslýðræði en ekki réttlæti. Meirihluti kjósenda hafi ekki að- stöðu til að leggja persónulegt mat á hvern frambjóðanda, og menn myndu I slikum tilvikum kjósa samkvæmt formúlu klik- unnar. Núverandi kosningakerfi hafi þann kost að það sé einfalt, menn þurfi ekki annað en að setja einn kross fyrir framan tiltekinn bók- staf. Allar reglur sem stefni að þvi að gera kosningarnar flókn- ari, sbr. frumvarp Jóns,.séu ekki til að auka lýðræðið. Sjálfsagt væri þó að athuga þær reglur sem nú væru i gildi um rétt kósenda til aö hafa árif á röðun framboðs- lista, og þá með það i huga hvort rétt væri að breyta þeim að ein- hverju leyti. Óbreytt kjördæma- skipan Varðandi kjördæmaskipanina sagðist Lúðvik vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeirri skipan sem við búum viö I dag. Hins vegar sé það staðreynd að tala kjördæmakjö’rinna þing- manna sé ekki i fullu samræmi innbyrðis, né hafi tala þessi verið það þegar reglurnar voru settar 1959. En þá hafi mönnum verið ofarlega i huga að reyna aö gæta að vissu réttlæti á milli flokka. Nú tali margir hins vegar þannig eins og kosningar ættu helst að vera barátta milli kjördæma eöa landshluta, að menn þurfi að vera alveg öruggir um að þessi lands- hluti sé ekki féflettur af hinum landshlutanum. Mikilvægara væri þó að réttlæti sé varðandi skiptingu þingmanna á milli stjórnmálaflokka heldur en ein- hver nákvæm vog á milli lands- hluta. 40% þingmanna búsettir i Reykjavik og Reykja- nesi Nú sé svo komið að menn eru famir að telja landskjckna þing- menn til ákveðinna kjördæma, en þeir voru hugsaðir til að jafnast á milli þingflokkanna sem slíkra. Þannig sé hægt að fá Ut áð 24 þingmenn séu frá Reykjavik og Reykjanesi. Þetta sé40% af þing- mannatölunni. Þá séu 36 þing- menn búettir I Reykjavik eða Reykjanesi eða um 60% þing- manna. Lúðvik sagði að vissulega gæti komið til greina að taka kjör- dæmaskipanina til endurskoðun- ar, en þá sé mikilvægt að tryggja að flokkarnir búi við jafnræði varðandi styrk sinn á Alþingi, m.t.t. kjósendafjölda. Væri slikt mikilvægara heldur en hvort að uppbótaþingmenn flokka eigi að koma eftir ákv. útreikningi úr þessu kjördæminu eða hinu. Sagðist hann vilja taka undir sjónarmið Ólafs Jóhannessonar, aö þessi mál væru þaö flókin að rétt sé að þingmenn gefi sér góð- an tima til aö athuga þau. Flokkarnirtaki ákvarðanir am fram- bjéftendur Að lokum sagði Lúðvik að hann aðhylltist ekki frumvarp Jóns Skaftasonar, það leysti engan vanda og væri dæmi um yfir- borðslýðræði. Rétt sé að byggja áfram á þvi kerfi að stjórnmála- flokkarnir ákveöi hvaða menn þeir velji til að túlka sinar skoðanir. Er Lúðvik lauk máli sinu voru margir enn á mælendaskrá, en umræðum var frestað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.