Þjóðviljinn - 12.11.1977, Qupperneq 17
Laugardagur 12. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Boxari með blóm
Þekkiö þiö þessa menn? Nei,
þetta eru ekki Gög og Gokke og
ekki heldur Litli og Stóri. Til
vinstri er Barry Fitzgerald og
John Wayne er til hægri á
myndinni. Aumingja Jóni Væna
liöur greinilega illa i þessum
finu fötum, enda eru þær ekki
margar kvikmyndirnar sem
hann lék i svona borgaralega
klæddur. Harðhúluhattur og
blómavöndur hafa ekki beinlínis
þótt tákn þessa kvikmynda-
leikara gegnum öll þau ár, sem
hann hefur þraukað á hvita
tjaldinu. Slagsmál, drykkja,
sviti, kvennafar, skothvellir,
blóð, hófatak, hnegg og hrossa-
stóð, — þessi orð koma mörgum
liklega fyrst i hug ef minnst er á
Jón Væna. Hann hefur leikiö i
ótöldum hrossaóperum um dag-
ana, flestum undir stjórn Johns
Hustons eða Johns Fords.
Það er einmitt gamli harð-
jaxlinn John Ford, sem dregið
hefur kúrekann Væna á ókunnar
slóðir og dubbað hann til séntil-
manns i myndinni sem sjón-
varpið ætlar að vera svo vænt að
leyfa okkur að horfa á i kvöld,
en harðkúluhattamyndin er ein-
mitt úr þeirri mynd. The quiet
Man nefnist hún á enskunni yl-
hýru, en Hljóöláti maðurinn i
nákvæmri snilldarþýðingu
þeirra sjónvarpsmanna. Elstu
menn muna vel aftur fyrir gerð
þessarar kvikmyndar, þvi hún
er ekki eldri en frá 1952. 1 aðal-
hlutverkum eru Wayne og
Maureen O’Hara.
1 knöppum og meitluðum
„söguþræði” sem sjónvarpið
lætur jafnan á þrykk ganga um
kvikmyndir sinar, segir eitt-
hvað á þá leið, að boxari nokkur
drepi mann óvarti keppni. Hann
hættir þvi að slást og snautar
heim til sin.
—eös
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Þórunn Magnea
Magnúsdóttir les söguna
„Klói segir frá” eftir Annik
Saxegaard (6). Tilkynning-
ar kl. 9.00. Óskalög sjúkl-
ingakl. 9.15: Kristin Svein-
björnsdóttir kynnir. Barna-
timikl. 11.10: Dýrin okkar.
Jónina Hafsteinsdóttir
cand. mag. sér um timann.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Vikan framundan. Sig-
mar B. Hauksson tekur
saman dagskrárkynningar-
þátt
15.00 Norsk visnalög Tone
Ringen, Ase Thoresen,
Yokon Gjelseth, Lars Kelv-
strand og Bört-Erik Thore-
sen syngja. Sigurd Jansen
stjórnar Norsku skemmti-
hljómsveitinni sem leikur
með.
15.40 tslenskt mál Jón Aðal-
steinn Jónsson cand. mag.
talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Frá út-
varpinu i Hamborg Sin-
fóniuhljómsveit útvarpsins
leikur tónverk eftir Josef og
Johann Strauss. Stjórnandi:
Willi Boskovsky.
17.00 Enskukennsla (On We
Go) i tengslum við kennslu i
sjónvarpi: — fjórði þáttur.
Leiðbeinandi: Bjarni
Gunnarsson menntaskóla-
kennari.
17.30 „Sámur” eftir Jóhönnu
Bugge-Olsen og Meretu Lie
Hoel Sigurður Gunnarsson
þýddi. Leikstjóri: Guðrún
Þ. Stephensen Annar þátt-
ur: Sauðadrápiö. Persónur
og leikendur: Erling-
ur/Sigurður Skúlason,
Magni/Sigurður Sigurjóns-
son, Niels bóndi/Jón
Hjartarson, Lars/Guðjón
Ingi Sigurösson,
Anna/Helga Þ. Stephensen,
þulur/Klemenz Jónsson
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Baðstofulif i Grimsey og
leiklist á Borgarfirði eystra
Jökull Jakobsson ræðir við
Sigurjónu Jakobsdóttur:
fyrri hluti.
20.05 Frá tónlistarhátiðinni i
Helsinki á liðnu sumri a.
Konsertþættir eftir Fran-
cois Couperin og Sex spænsk
þjóðlög eftir Manuel de
Falla. Roman Jablonski
leikur á selló og Krystyna
Borucinska á pianó. b.
„Frauenliebe und Leben”
lagaflokkur op. 42 eftir Ro-
bert Schumann. Irja
Auroora syngur. Gustav
Djupsjöbacka leikur á
pianó.
20.55 Frá haustdögum Jónas
Guðmundsson rithöfundur
á ferð um vestanverða álf-
una.
21.30 Pianótónlist eftir Bach,
Scarlatti og Chopin Dina
Lipatti leikur.
22.15 Veðurfregnir. Dansiög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
16.30 lþróttir Umsjónarmað-
ur Bjami Felixson.
18.15 One We Go Ensku-
kennsla. 4. þáttur endur-
sýndur.
18.30 Katy (L) Nýr, breskur
myndaflokkur I sex þáttum,
byggður á sögu eftir Susan
Collidge. Leikstjóri Julia
Smith. Aðalhlutverk Claire
Walder, Ed Bishop og Julia
Lewis. 1. þáttur. Katy er
fimmtán ára gömul. Hún
býr i smábæ i Bandarikjun-
um ásamt þremur systkin-
um sinum og fóöur Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Augiýsingar og dagskrá
20.30 Undir sama þaki Is-
lenskur framhaldsmynda-
flokkur i léttum dúr. 5. þátt-
ur. Milli hæða Þátturinn
verður endursýndur mið-
vikudaginn 16. nóvember.
20.55 Gaupan i skógum Svi-
þjóöar Sænsk fræöslumynd
um gaupur. Kvikmynda-
tökumaöurinn Jan Lindblad
fylgdistmeð læðu og tveim-
ur kettlingum hennar einn
viðburðarikan ágústdag.
Þýðandi og þulur Björn
Baldursson. (Nordvision-
Sænska sjónvarpiö)
21.45 Hijóðiáti maðurinn (The
Quiet Man) Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1952. Leik-
stjóri John Ford. Aðalhlut-
verk John Wayne og Maur-
een O’Hara. Hnefaleikarinn
Sean Thornton verður
manni að bana i keppni.
Hann ákveður þvi að hætta
hnefaleikum og snúa aftur
. til heimabæjar sins. Þýð-
andi Jón Thor Haraldsson.
23.50 Dagskrárlok
LAUNADEILD
RÍKISSPÍTALANNA
Starfsmaður óskast nú þegar við
launaútreikning. Stúdentspróf eða
hliðstæð menntun áskilin, ásamt
með leikni i talnameðferð. Umsókn-
ir sendist starfsmannastjóra fyrir
22. nóvember.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri simi 29000.
VÍFILSSTAÐASPÍTALI
Hjúkrunardeildarstjóri óskast til
starfa á deild 5.
Hjúkrunarfræðingur óskast i hálft
starf á göngudeild.
Hjúkrunarfræðingur óskast i fullt
starf eða hlutastarf.
Sjúkraliði i fullt starf eða hluta-
starf.
Barnagæsla er á staðnum og hús-
næði er i boði fyrir hjúkrunarkonur i
fullu starfi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdarstjóri simi 42800.
Reykjavik, 11. nóvember 1977-
C-'''í^!irCTin Tft
víjYu iuy tl 'Uly íH
EyrálKS&öry 29000
||| Reykjavikurhöfn
1. Verkamenn til starfa við hafnargerð og
til almennrar verkamannavinnu.
2. Járniðnaðarmenn til starfa i smiðju og
við hafnargerð.
Nánari upplýsingar gefa verkstjórar i
sima 28211 og 12962.
STYRKIR TIL
NOREGSFARAR
Stjórn sjóösins þjóðhátiöargjöf Norðmanna auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1978.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „aö auð-
velda lslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni
skal veita viðurkenndum félögum, samtökum, og skipu-
lögðu hópum ferðastyrki til Noregs i þvi skyni að efla
samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku i mótum, ráöstefn-
um, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grund-
velli. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga,
eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum.”
i skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að
veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en um-
sækjendur. sjálfir beri dvalarkostnað I Noregi.
Hér meðer augiýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem
uppfylla framangreind skilyrði. 1 umsókn skal getið um
hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang
fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæö, sem farið
er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætis-
ráöuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavik, fyrir 15.
janúar n.k.
Stuðningsmenn
Jóhönnu Sigurðardóttur
i prófkjöri Alþýðuflokksins vegna næstkomandi Alþingis-
kosninga, sem fer fram i dag og á morgun, hafa opna
skrifstofu prófkjörsdagana að Kleppsveg 33, 4. hæð (skrif-
stofa Kassagerðar Reykjavlkur), þar sem allar upplýs-
ingar og aðstoð eru veittar varðandi prófkjörið.
Siminn er: 38 3 83
Stuðningsmenn.