Þjóðviljinn - 12.11.1977, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. nóvember 1977
Leiklist
Framhald af 7 siöu.
e.t.v. sumum litið eitt barnaleg,
en það sakar þó ekki.
Hrifnastur var ég af ræðunum
viö afhjúpun minnisvarðans um
foreldra útgerðarbraskarans
(móðir hans er ein aðalpersónan
— „amma”).
Ræða útgerðarbraskarans var
eitt allsherjar „ég”, þó hún ætti
að vera helguð foreldrum hans.
Hún endurspeglaði sjálfselsku
og eiginhagsmunaástriöu og
sýndi vel, hve firna djúpt er orðið
á mannlegum tilfinningum hjá
þeim, sem unir við auðhyggju og
svall.
1 viðtali við blaðið Austurland
hefur Kjartan Heiðberg undir-
strikað ómetanlega aðstoð leik-
stjórans, Magnúsar Guðmunds-
sonar.
Hlutur Magnúsar er þarna mik-
ill og góður, svo sem vænta mátti.
Sviðsetning er hin ágætasta og
framkoma leikara jafnt sem
framsögn til fyrirmyndar.
Magnús nýtir kýmni og biturt
háð leikritisins til hins ýtrasta og
tekst þar vel til.
Hann hefur hér bætt einu ágætu
verki i leikstjórnarsafn sitt og er
það ekki furöuefni þeim, sem
þekkja til hæfileika Magnúsar,
hvort sem er á sviöi túlkunar eða
stjórnar.
011 eru hlutverkin I góðum
höndum, misgóðum að vonum hjá
áhugaleikurum, en hvergi er
áberandi veikur hlekkur.
„Amma” er sannfærandi, og
skemmtileg i skýrri túlkun önnu
M. Jónsdóttur. Ungmennin fjögur
eru eitt með hverjum hætti og
skila' hlut sinum vel: Grimur
Magnússon er alvörumaðurinn,
Bjössi, Friðrik Gigja er „töffar-
inn” Steini, Ásdis M. Ölafsdóttir
er i hlutverki hins hrekklausa
bibliulesara og Vilborg Stefáns-
dóttir er uppreisnargjörn og
skapheit stúlka. Mér þótti hún
fara sérlega vel meö vandasamt
hlutverk.
En öll voru þau örugg og hressi-
leg i túlkun sinni og Friðrik fór
velog hófsamlega með lokaatrið-
ið. Daniel eftirlitsmaður er mátu-
lega vandræðalegur i meöförum
Péturs-Kjartanssonar. Höfundur
leikur auðmjúkan þjón útgerðar-
mannsins, og er ógeöfelld Der-
sóna s.s. vera ber. Að lokum er
svo Vilhjálmur útgerðarmaður i
ljómandi túlkun Smára Geirsson-
ar, heimskan, hrokinn og ágirnd-
in i einni persónu.
Leikdómur átti þetta ekki aö
vera.
Aðeins vildi ég vekja athygli á
þessu ágæta framtaki höfundar
og Leikfélags Neskaupstaðar.
Hafi þau öll heila þökk fyrir.
Helgi Seljan.
Konur
Framhald af bls. 9.
þvi að maðurinn minn kæmi og
sækti mig, að hann fengi sér fri i
vinnunni. Hann keyrði vörubil
þegar þetta var. En hann kom
bara og sótti mig og skildi mig
eftir fyrir utan hús og ég mátti
labba ein upp á þriðju hæð með
mitt barn. Þaö var undarlega
eyðilegt og tómt eftir 8 mánaða
fjarveru. Og ég á enga að ...
aðrir eiga kannski móður eða
systur til að taka á móti sér.
Mér fannst ég vera svolitiö yfir-
gefin.
— Þaö er nú ekki undarlegt.
Það er skritið að þér skyldi ekki
finnast þú aígerlega yfirgefin.
(...) En hvað þoldirðu lengi að
fara á fætur klukkan fjögur og
sjá um þetta allt sjáif?
— Ég hélt það nokkurn veg-
inn út i hálft ár. Þá fór ég aö
léttast allverulega. Ég fór i
fyrsta skipti niöur i 38 kiló. Mér
fannst allt svo hræðilega erfitt,
og ég fór að gráta út af engu,
mér fannst — þó ekki væri nema
uppþvottur og svoleiðis alveg
hryllilega erfitt. Og ég fór til
læknis út af þvi hvað ég var allt-
af þreytt og siskælandi. Og
hann sá að þetta var ekki eð!i-
legt. Að ég var veik.
— Hvað varstu gömul þegar
þetta var?
— 33 ára.”
Hótaði að taka af henni
börnin
Alis lét leggja sig inn á geö-
sjúkrahús og átti þar oft erfiða
ævi. Framan af fékk hún engar
fréttir af börnum sinum og gerði
setuverkfall til að fá að hringja
heim. Eftir 3 mánaða dvöl á
sjúkrahúsinu fór hún heim og
byrjaði aftur að vinna úti mjög
fljótlega — að áeggjan manns
sins eins og i fyrra skipt-
iö. Hún vildi skilja viö hann en
hann hótaði henni þvi að hún
fengi ekki rétt yfir börnunum
vegna þess að hún hefði veriö á
geðsjúkrahúsi. Lengi trúði hún
þessum hótunum en mannaði
sig þó að lokum upp i að spyrja
lækni ráða og komst þá að þvi
að maöurinn hafði á röngu aö
standa. Hún skildi þá viö hann
og býr nú með börnum sinum.
Rannsóknir
Framhald af 6. siðu.
pólitiskt hlutverk sjóðs-
ins fyrir alþýðu Evrópu-
rikja.
8. Itök sin i seðlabönkum
og fjármálaráðuneytum
einstakra landa treystir
IMF með þvi að planta
trúnaðarmönnum sinum I
lykilstööur i hverju landi.
Þessir menn eru þegnar
viðkomandi rikja sem fá
skólun i aðalstöðvum
IMF i Washington. Þar
eru þeir látnir fá mjög há
laun og ýmis konar friö-
indi til þess að venja þá
að lifnaðarháttum og
hugarfari auðstétta i
heimarfkjum sinum.
9. IMF er ekki aðeins erki-
óvinur alþýðunnar, held-
ur einnig óvinur lýðræð-
isins. Samskipti sjóðsins
við þjóðriki eru visvit-
andi hulin ábreiðu sér-
fræðiþekkingar en um-
ræður um þessi samskipti
fara ekki fram á þjóð-
þingum, þótt þau skipti
sköpum fyrir afkomu og
stjórnarfar i hverju
landi.
10. A íslandi er aðalfulltrúi
IMF dr. Jóhannes
Nordal, Seðlabankastjóri
og postuli erlendra auö-
hringa með meiru. Sam-
skipti hans við IMF eru
einkamál hans. Það er á
hans valdi aö skammta
upplýsingar til islenskra
stjórnvalda um sam-
skipti hans við IMF.
Af þessum sökum, fer
Baráttuhreyfing gegn
heimsvaldastefnu þess á leit
viö islensk stjórnvöld, að þau
geri héðan i frá opinberlega
grein fyrir öllum samskipt-
um embættismanna rikisins
viö IMF og við systurstofnun
þess, hinn svokallaða
Alþjóðabanka.
Auk þess skorar Baráttu-
hreyfingin á öll framsækin
og sjálfstæö öfl i landinu að
þau afhjúpi fyrir næstu kosn-
ingar hlutverk IMF og ráða-
gerðir bandamanna þess á
Islandi gegn hagsmunum
þorra landsmanna og gegn
sjálfstæði landsins.
Baráttuhreyfing
Framhald á bls. 13.
þriðji og siðasti liðurinn hefði
farið sivaxandi, þó nú hefði
dregið úr honum um tíma. Arið
1975 námu þær rannsóknir tvö-
földu umfangi fjárveitingar-
innar en það ár var ráöist I
rannsóknir I Hvalfirði vegna
væntanlegrar járnblendiverk-
smiöju. Þá hefur liffræði-
stofnun einnig unnið að rann-
sóknum i Þjórsárverum með til-
liti til viögangs heiðagæsa-
stofnsins, vegna fyrirhugaðra
virk junarf ramkvæmda.
Einnig hefur verið gerð rann-
sókn vegna fugla viö Kefla-
vikurflugvöll, á mengun af
völdum Salmonellasýkla i sjó
umhverfis Reykjavik og frá-
rennsli hótela og unnið hefur
verið að rannsóknum fyrir
Vegagerðina vegna • veg-
langinga og uppfyllinga á
ýmsum stöðum á landinu.
Þessi rannsóknarverkefni
sem Liffræðistofnun hefur
, annast fyrir ýmsa aðila eru flest
tengd umhverfisvernd á einn
eða annan hátt, sagði Agnar, en
eigin rannsóknir stofnunarinnar
spanna mun viðara sviö, allt frá
rannsóknum á erfðum gerla,
könnun á stofnstærö og viögangi
toppskarfs, ásamt ýmsum
rannsóknum á þanglúsum.
Liffræðistofnun og raunar
mesti hluti kennslu I liffræði er
til húsa I leiguhúsnæði að
Grensásvegi 12.
—AI
Lausar stöður
Arnarholt
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa að
Geðdeild Borgarspitalans Arnarholti.
íbúð á staðnum.
Hvítaband
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á
Geðdeild Borgarspitalans Hvitabandi.
Heilsuverndarstöð
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast
til starfa á Endurhæfingar-og hjúkrunar-
deild Borgarspitalans við Barónsstig.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu forstöðu-
konu simi 81200.
Reykjavik, 11. nóvember 1977.
Borgarspitalinn.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
Hverfisgata-
Lindargata
Laufásvegur
DJOÐVIUINN
Kaplaskjól-
Meistaravellir
Ytra-Seltjarnarnes
Höfðahverfi
Vinsamlegast hafið samband viö afgreiösluna
Síöumúla 6 — sími 81333
ALÞÝÐU-
LEIKHÚSIÐ
Skollaléikur
Sýningar i Lindarbæ
sunnudag kl. 20:30. Mánudag
kl. 20:30.
Miðasala i Lindarbæ kl. 17. -
19 og sýningardaga kl. 17-
20:30.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveitutenging-
ar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin)
I.HIKFRl AC 2l®
RKYKIAVlKUR
SKJALDHAMRAR
I kvöld kl. 20,30.
Þriðjudag, uppselt.
Miðvikudag kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
Sunnudag kl. 20,30.
Fimmtudag kl. 20,30.
GARY KyARTMILLJÓN
Föstudag kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl.. 14-20,30.
BLESSAÐ BARNALAN
MIÐNÆTURSÝNING
1 AUSTURBÆJARBIÓI
í KVÖLD KL. 24.
Miöasala i Austurbæjarbíói kl.
16-24. Simi 1-13-84.
JiÞJÖÐLEIKHÚSIti
TÝNDA TESKEIÐIN
1 kvöld kl. 20, uppselt.
Laugardag kl. 20, uppselt.
DÝRIN 1 HALSASKÓGI
Sunnudag kl. 15.
Fáar sýningar
GULLNA HLIÐIÐ
Sunnudag kl. 20.
2 sýningar eftir.
Litla sviðið:
FRÖKEN MARGRÉT
Sunnudag kl. 21.
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200.
Leikfélag Kópavogs
SNÆDROTTNINGIN
Jewgeni Schwarz, byggt á hugmynd H.C. Andersen.
Frumsýning, sunnudag 13. nóvember kl. 3.
Leikstjóri: Þórunn Siguröard. Þýðing: Þórunn S. Þorgrims-
Leikmynd: Þórunn S. Þoi- dóttir og Jórunn Sigurðard
grimsdóttir. Miðasala laugardaga og
Leikhljóð: GunnarR Sveinsson. sunnudag kl. 13-15. Simi 4-19-85.
Herstöövaa ndstæöi nga r
Herstöðvaandstæðingar Kópavogi.
Fundur verður haldinn i Þinghól við Hamraborg þriðjudaginn 15.
nóvember kl. 20.30.
Rætt verður um starfið I vetur, kosnir tenglar og fulltrúi i svæðis-
ráð.
Félagsfundur Alþýðubandalagsins á
Akranesi og nágrenni.
Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni
heldur almennan félagsfund mánudaginn 14.
nóvember kl. 20.30 i Rein.
Dagskrá: 1. Jóhann Ársælsson hefur framsögu
um hitaveitumálið. 2. önnur mál.
Kaffi. Mætum stundvislega. — Stjórnin.
Alþýðubandalagsfélagar Reykjaneskjördæmi.
Kjördæmisráð boðar til ahnenns
fundar alþýðubandalagsmanna
um efnahags- og atvinnustefnu
flokksins, sunnudaginn 13. nóv.
kl. 14 i Góðtemplarahúsinu i
Hafnarfirði. Fjallað verður um
efnisramma ályktana landsfund-
ar um efnahags og atvinnumál.
Frummælendur: ólafur Ragnar
Grimsson og Þröstur ólafsson.
Landsfundarfulltrúar eru sér-
staklega hvattir til að mæta. —
Stjórn kjördæmisráðs.
Alþýðubandalagið Árnessýslu: Málefni lands-
fundar
Alþýðubandalagið i Arnessýslu heldur félagsfund i Tryggvaskála,
Selfossi mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Rættum þaudrögaðályktun um efnahags-og atvinnumál, sem mið-
stjórn hefur sent út fyrir landsfundinn. — Frummælandi ölafur
Ragnar Grimsson.
2. önnur mál. Stjórnin.
Alþýðubandalagið Fljótsdalshéraði:
Árshátið Alþýðubandalagsins á Fljótsdalshéraði verður haldin
Iaugardaginn 12. nóv.kl. 20.30 á Iðavöllum. D*agskrá ersemhér segir:
1. Avörp: Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan.
2. Leikflokkur frá Egiisstöðum sýnir leikþáttinn Sá sautjándi, eftir
Bjarna Benediktsson frá Hofteigi.
3. Jónas Árnason flytur frumsamið efni.
4. Reyðfirðingarnir: Helgi Seljan, Þórir Gislason og Ingólfur Bene-
diktsson fara með gamanmál.
5. Dansleikur.
Fólk er beðiö aö tilkynna þátttöku I sima 1292, 1379 eöa 1286 á Egils-
stöðum, helst fyrir sunnudagskvöld þann 6. nóv. Stjórnin