Þjóðviljinn - 09.12.1977, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Föstudagur 9. desember 1977 Alþýðuleikhúsiö sýnir Skollaleik á Húsavik sunnudaginn 11. desember kl. 17:00. Miðasala frá kl. 15 sýningardag. Nemendaleikhús Leiklistarskóla ✓ Islands Sýnir leikritið: ,/Við eins manns borð" eftir Terence Rattigan í Lindarbæ 3ja sýning sunnudaginn 11. desember kl. 20:30. 4ða sýning mánudaginn 12. desember kl. 20:30. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Miðasala í Lindarbæ frá kl. 17 daglega. 86611 - ^ SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS Ms. Esja fer frá Reykjavík 14. þ.m. vestur um land í hringferö. Vörumóttaka til Vestfjaröahafna, Noröurfjaröar, Siglufjaröar, Ólafsfjaröar, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkaf jaröar, Vopnafjaröar og Borgar- fjaröar eystra. Bréf til ÞjóöviSjans frá Ölafi Jóhannessyni Engín „afláts- bréf’’ frá mér Aöeins tekið við löglegum gjald- eyri á íslensku gjaldeyrisreikningana Vegna fuilyröinga I forystu- grein yöar I dag um þaö, aö breyt- ing sú, sem nýlega var gerö á reglugerö um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála o.fl., standi I sambandi viö upplýsingar um eign Islendinga á bankareikning- um i Danmörku vil ég taka fram: 1. Þann 5. aprfl sl. var Seöla- bankanum sent svohljóöandi bréf: „Meö skirskotun til viö- ræöna ráöherra viö bankastjóra Seölabanka islands er það ósk ráðuneytisins, aö Seðlabankinn athugi möguleika á þvl, að mönn- um verði gert kleift aö opna reikninga i erlendri mynt i gjald- eyrisbönkunum til varöveislu þess erlends gjaldeyris, sem þeir hafa aflað á löglegan hátt.” í fréttatilkynningu, sem gefin var út i tilefni af fyrrgreindri reglugeröarbreytingu, segir orö- rétt: „Heimilt veröur aö leggja inn á almenna sparifjárreikninga i erlendum gjaldeyri allan þann gjaldeyri, sem ekki er skylt aö selja gjaldeyrisbönkunum. Er hér fyrst og fremst um að ræöa erlend vinnulaun og þóknanir, af- gang af áhafna- og ferðagjald- eyri, arf erlendis frá, fé sem menn taka með sér viö flutning til landsins, svo og umboðslaun sem innflytjendur geta ráöstafaö til vöruinnflutnings. ’ ’ Aö sjálfsögöu er þá aðeins átt viö gjaldeyri, sem aflaö hefur verið meö lögmætum hætti. 2. Gildandi tvisköttunarsamn- ingur milli Norðurlandanna er aö stofni til frá árinu 1972. 1 12. gr. hans segir m.a.: „Bært stjórn- vald i aðildarriki skal, að svo miklu leyti sem unnt er á grund- velli samanburöargagna eöa samsvarandi upplýsinga, svo fljótt sem veröa má eftir hver áramót og án sérstakrar beiðni, afhenda bæru stjórnvaldi i hverju hinna aðildarrikjanna upplýsing- ar um þá menn, sem búsettir eru i þessu riki, eða lögpersónur, sem þar eiga heimili, varöandi...c) innstæður i bönkum, sparisjóöum og hliðstæöum stofnunum, svo og vexti af slikum innstæðum......” Það er á grundvelli þessa ákvæðis, sem ekki hefur breyst siöan, aö upplýsingar um eign ls- lendinga á bankareikningum I Danmörku eru sendar fslenskum skattyfirvöldum. 3. Það er skoðun min, aö gjald- eyrisyfirvöld eigi að gera kröfu til þess að fá i hendur fyrrgreindar upplýsingar um eign Islendinga á dönskum bankareikningum. Komi i ljós, að eigendur reikning- anna hafi gerst brotlegir við lög, eiga þeir að sjálfsögöu aö taka af- leiðingum þess, en eiga ekki von á neinu „aflátsbréfi” frá mér. Reykjavik, 8. desember 1977. Ólafur Jóhannesson Rekstrarhorfur járnblendiverksmiðjunnar verði kannaðar: Um 1000 miljón króna tap á ári Heildarkostnaður á við 2-3 Kröfluvirkjanir Jónas Arnason mælti i gær fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt Stefáni Jónssyni og Lúövík Jósepssyni um könnun á rekstrarhorfum járnblendiverk - smiöjunnar i Hvalfiröi. Tillagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar að kjósa sjö manna nefnd til að kanna rekstrarhorfur járnblendiverk- smiðjunnar i Hvalfirði. Verði störfum nefndarinnar hraðað sem mestmá verða. Leiði könnun i ljós að fyrirsjáanlegt tap verði af fyrirtæki þessu, skulu fram- kvæmdir á Grundartanga stöðvaðar tafarlaust og leitað skynsamlegra ráða til að hagnýta aðstöðuna þar.” Óskum heimamanna hafn- að Jónas minnti á, að i fyrri um- ræðum um járnblendiverksmiðj- una hefði einkum verið lögð áhersla á þá mengunarhættu er stafaði af verksmiðjunni og þá mannlifsröskun er hún gæti leitt af sér. Snemma hefði verið ljóst að heimamenn væru andvigir þessari verksmiðju, en viðvörun- um almennings hefði ekki verið sinnt. Þannig höfðu þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þing- mönnum Alþýðuflokksins látið sem vind um eyrun þjóta tilmæli heimamanna um leynilega at- kvæðagreiðslu um þetta mál. Skýrslan sýndi fram á tap- rekstur Sú tillaga er nú lægi fyrir fjall- aði hins vegar um efnahagshlið málsins, en þær staðreyndir er nú lægju fyrir sýndu að mikið tap yrði á járnblendiverksmiðjunni. Aður en lögin um járnblendiverk- smiðjuna hefðu verið samþykkt s.l. vor, þá höfðu sérfræðingar, þeir Asmundur Asmundsson verkfræðingur og Elias Daviðs- son kerfisfræðingur, lagt fram skýrslu um framtiðarhorfur verksmiðjunnar sem sýndi, að á þessari verksmiðju yrði verulegt tap. Hefði verksmiðjan t.d. verið komin i gagnið 1976 þá hefði tapið á rekstri hennar numið 850 mil- jónir. Upplýsingar Metal Bulletin Jónas minnti á að i umræðum 7. febrúar 1976 hefði iðnaðarráð- herra vitnað i timaritið Metal Bulletin, sem hann taldi áreiðan- þingsjé lega heimild um markaðshorfur á járnblendi. Sagði ráðherra að þar kæmi fram að rannsóknir gæfu jákvæða mynd af markaðs- horfum. Nú lægju hins vegar fyrir upplýsingar frá þessu sama tima- riti 6. september s.l. er sýndu allt aðra mynd. Þar kemur fram að hinn alþjóðlegi kisiljárniðnaður sé i þvilikri óreiðu að mikið þurfi til að gera þennan iðnað lifvæn- legan á næstu árum.'og myndi ekki einu sinni hið lága orkuverð er járnblendiverksmiðjan I Hval- firði nyti verða til að bjarga rekstri hennar. Birgðir hrannast upp Stefán Þorsteinsson frá Ólafs- vik hefði svo þann 5. des. s.l. gefið ágæta mynd af þvi alvarlega ástandi er rikti á markaðinum, en þá reit hann grein i Visi þar sem hann skýröi frá umfjöllun um þessi mál i norskum blöðum. I þessum blöðum komi fram að ástandið i járnblendi- og stáliðn- aðinum sé nú slikt að birgðir hrannist upp og eftirspurn sé á þrotum og um ófyrirsjáanlega Iramtið sé vart r'aunhæft að vænta aukinnar eftirspurnar á þessari framleiðslu. Stál- og járn- blendiverksmiðjur sem um ára- tugi hafi skilað prýðilegum hagn- aði segi nú stöðugt upp starfsfólk- inu og séu senn óstarfhæfar. Fram kemur og, að ástandið er að verða þessu likt lika i Sviþjóð. útreikningar Þjóðhags- stofnunar sýna tap Þegar lögin um járnblendi- verksmiðjuna voru samþykkt á s.l. vori lagði rikisstjórnin fyrir Aíþingi rekstraráætlun fyrir verksmiðjuna og var þar gert ráð fyrir að söluverð á kisiljárninu yrði 3.405 norskar krónur á tonn á næsta ári. Og miðað við það verð taldi rikisstjórnin að hægt væri að hafa nokkurn hagnað af rekstri verksmiðjunnar. útreikningar sem Þjóðhagsstofnun gerði að kröfu Alþýðubandalagsins og voru lagðir fyrir Alþingi áður en lögin voru samþykkt, sýndu hins vegar að verðið hafði ekki verið 3.405 norskar krónur á árinu 1976, heldur 2.388 norskar krónur. Þessirútreikningarsýndu lika að miðað við raunverulegt verð árs- ins 1976 á kisiljárni, þá væri ekki að búast við hagnaði af rekstri verksmiðjunnar eins og rikis- stjórnin hafði haldið fram, heldur var niðurstaðan bullandi tap, þrátt fyrir óeðlilega lágt orku- verð. Talsmenn rikisstjórnarinn- ar hefðu hins vegar lýst þvl yfir, að þeir tryðu ekki öðru en verðið yrði komið upp I 3.405 norskar krónur á árinu 1978! Árlegt tap 1000 miljónir Þá vakti Jónas athygli á þvf að samkvæmt norskum blöðum þá væri heimsmarkaðsverð á kisil- járni nú um 2300 norskar krónur hvert tonn. Slikt þýddi að árlegur halli á járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga myndi nálgast 1.000 miljónir islenskar. Ljóst væri að járnblendiverk- smiðjan væri fjárfrekasta fram- kvæmd sem nú væri unnið að hér- lendis og yrði heildarkostnaður á við 2-3 Kröfluvirkjanir. Þjóðhags- stofnun gerði nú ráð fyrir að öll fjárfesting I nýju ibúðarhúsnæði 1977 verði yfir landið i heild um Jónas Arnason 22.400 miljónir króna, en það væri álika upphæð og nú væri verið að drekkja i feninu á Grundartanga. Allir þingmenn Alþýðuflokksins hefðu stutt frumvarpið um járn- blendiverksmiðjuna og sýndi það að siðabót sú er þeir boðuðu næði ekki til þess máls. Er Jónas hafði lokið máli sinu var umræðu um málið frestað. Happdrætti Þjódviljans 1977 Orð- sending til umboðs- manna Umboösmenn Happdrættis Þjóöviljans 1977 eru vinsamleg- ast beðnir um að gera skil hiö fyrsta. Eins og greint hefur verið frá verður dregið I Happdrættinu 11. desember. Stefnt er að þvi aö birta vinningsnúmer fyrir jól, en eigi þaö að takast verða skil að hafa borist I tæka tið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.