Þjóðviljinn - 11.03.1978, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.03.1978, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1978 Indriöi Aðalsteinsson, Skjaldfönn skrifar Þá sem sækja móti straumum bjóðum við velkomna Peningahákar úr borg og bæjum reyna að ná bestu jörðunum Þegar segja skal fréttir frá liðnu ári héðan úr Inn-Djúpinu og leggja út af þeim, kemur veðráttan fyrst upp i hugann svo gildur þáttur sem hún er i lifs- baráttu fólks i harðbýlu héraði. Og tíðarfarið lék við okkur á liðnu ári, vetur snjóléttur og veðravægur, áfallalaust vor, þó nokkuð seint gréri. Spretta var þó orðin með ágætum upp úr miðjum júlí. Hásumarið var framúrskarandi hagstætt, að segja má einn samfeldur sólskinsdagur og heyskapur gekk fljótt og vel, heyfengur mikill og óvenjugóöur. Um höfuðdag gerði illvigt kuldakast, með verulegri fönn til fjalla hér útmeð Djúpinu að norðanverðu, og tilheyrandi næturfrostum sem fóru illa með gróður. Féð sópaðist niður i byggð og hvarflaði litið frá er aftur batnaði;og rýrð dilka hér viða, svosumstaðar munar 1—2 kg. á fallþunga frá meðalári, mun hvað mest stafa af þessu hreti. Haustið var gott, nóvem- ber kaldur, desember mildur, vegir oftast greiðfærir til þessa. Eins og vænta mátti, hopaði skriðjckulstungan i Kaldalóns- botni um rúma 100 m. Reyndar er varla hægt að tala um skrið- jökul lengur, þar sem engin hreyfing hefur verið á jöklinum ofani Kaldalón i áraraðir. Með mesta móti var af rjúpu i haust og komust kræfustu skyttur i það að fá yfir 100 stk. á dag. Litid vatn Töluverð blaðaskrif urðu i fyrravetur um orkuskort hér i Inn-Djúpinu og mismunun, sem átti að eiga sér stað innan veitu- svæðis Rafveitu Snæfjalla. Si'ðastliðið ár var afarslæmt vatnsár um allt land svo sem flestir urðu varir við. Blæva- dalsárvirkjun hér i Nauteyrar- hreppi sem aldrei var ætlað annað en duga okkur hreppsbú- um fékk þaö erfiða hlutverk að miðla Reykjanesskóla og meginhluta Reykjafjarðar og ögurhreppi orku á meðan ekki var lokið linubyggingu frá Sængurfossvirkjun i Mjóafirði sem Rafveita Reykjafjarð- arhrepps rekur. Að sjálfsögðu var það hagur Rafveitu Snæ- fjalla að selja umframorku þangað, en þegar bera fór á vatnsskorti hér um áramót 1976-1977 og takmarka varð raf- magnsnot við brýnustu þarfir um 4 mánaða skeið, samhliða strangri skömmtun og jafn- framt var sölu haldið áfram út af svæðinu, olli það eðlilega miklum úlfaþyt. Skömmtunin reyndist lika miklum vand- kvæðum bundin, þvi við eigum ekki neinn kraftaverkamann sem mettað gæti þúsundirnar með tveimur brauðum og fimm fiskum eins og Jesús forðum. Það hefur verið stefnan með samtengingu veitusvæðanna og samrekstri, að hvert hjálpaði öðru eftir þvi sem þörf krefði. Okkur hér hefur fundist það dragast úr hófi að Sængurfoss- virkiun teogdist linukerfi RARIK. svo hvort svæðið um sig gæti farið að búa að eigin orku að mestu. Efiir að búið var að gera við linuslit og staurabrot sem urðu hér miðsveitis 23. jan. sl. vegna isingar,hefur rafmagn ekki far- ið út af veitusvæði Rafv. Snæf j. hr. enda ekki til skiptanna. Ínu tyrstu dagana i febrúar lauk svo tengingu Sængurfoss- virkjunar við veitukerfi RARIK og betra er seint en aldrei. Hún átti að framleiða 450 kw og orkuþörf undanfarið á svæöi RARIK er um 100 kw. Það var þvi eðlilegt að grennslast væri fyrir um það héðan nú á dögun- um, er rennslistruflanir urðu hér, hvort við gætum ekki fengiö smáneista meðan áin væri að ná framrás. Svarið var: „Ekki hægt, ekkert vatn, virkjunin gengur ekki nema örfáa tima á sólarhring”. Þó þetta vatnsleysi sé vafalit- ið undantekningarástand, er ljóst að gera þarf miðlunar- mannvirkivið báð-ar árnar til aö safna vatni til rennslisjöfnunar. Þær framkvæmdirstóðu til hér I sumar, en strönduðu á fjár- skorti. Með tilkomu Orkubús Vestfjarða um siðastliðin ára- mót, breyttust öll viðhorf i fjórðungnum mjög i orkumál- um, en forráðamenn Djúpveitn- anna hafa ekki endanlega gert upp við sig aðild að þvi. Garnaveikin Sem kunnugt er kom garna- veiki upp i Reykjafjarðarhrepp haustið 1976 og hefur nú veriö staðfest i fé á 4 bæjum þar, Þúf- um, Vatnsfirði, Skálavik og Hörgshlið. Að vonum þótti okk- ur hér að norðanverðu við varnargirðinguna þetta mikil ótiðindi og i haust voru tekin blóðsýni úr ásetningslömbum og veturgömlu fé á þeim 5 bæj- um i tsafirði og Langadal sem næst liggja Reykjafj.-hreppi. Alls voru þetta 6—7 hundruð kindur og svöruðu 23 jákvætt og var fargað til rannsóknar. Gamansamur sveitungi sagði þá, að misjafnt hefðust þessir hreppar aö. Við hér miðluðum þeim rafmagnisem við mættum ekki missa; þeir okkur i staöinn garnaveiki. En sem betur fór reyndist þaö fuglaberklar sem að þessum kindum var, en það er meinlaus kvilli og þvf eru töluverðar likur á að enn hafi garnaveikin ekki komist i Mið-Vestfjarðahólf sem nær yfir N-ís. norðan Djúps, Gufudalssveit i A-Barð. og Strandasýslu norðan Stein- grimsfjarðar. Bændur á þessu svæði þurfa þvi að leita allra ráða til að ver jast þessum vágesti. Inn-Djúpsáætlun á lokastigi Sem kunnugt er var Inn-Djúps áætlun sem samþykkt var á Alþingi 1974 fyrsta aðgerð hér- lendis til að veita afmörkuðu byggðarlagi sem stóð höllum fæti, svo jaðraöi við landauðn, skipulega aðstoð i formi fram- kvæmdaáætlunar til 5 ára og með aukini lánafyrirgreiðslu og staðaruppbót. Fleiri samfélags- þætti átti að færa tíl betri vegar, en i reynd hafa byggingarfram- kvæmdir, vélvæðing og ræktun verið fyrirferðamestar til þessa, þó enn sé mjög langt i land að ræktun hafi aukist nóg. Að mörgu leyti má segja að áætluninhafi náð tilgangi sinum og vister að viðhorf fólks hér til framtiðarbúsetu er allt annað en var eftir kalárin um 1970 og fjöldi jarða hefur tekið algerum stakkaskiptum hvað húsakost og fleira snertir. 1978 er siðasta ár áætlunarinnar og i sumar eru á döfinni miklar byggingarfram- kvæmdir i' héraðinu. Nú flyst fólk hingað og i vor komu ung hjón i Þernuvik i ögurhreppi sem verið haföi i eyði, eða svo gott sem, undanfarin ár. Þau heita Þóra Karlsdóttir kennari frá Birnustöðum i Laugardal og Þráinn Arthúrsson. Rikisjörðin Hafnardalur hér i hrepp byggð- ist i' vor af hjónum frá Hvera- geröi. Bóndinn heitir Benedikt Eggertsson og er húsasmiöa- meistari og var hann á siðasta sumri yfirsmiður Húsagerðar- sambands Inn-Djúps og A-Barð. sem stofnað var i fyrravor. Kona hans Anna Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og gegnir nú hálfu starfi sem héraðs- hjúkrunarkona fyrir Inn-Djúp- ið. Þau reistu hús fyrir 400 fjár siðasta sumar og eru með 200 lömb í þeim i vetur. Hlaða er fyrirhuguð i sumar og siðan ibúðarhús, og mikið land hefur verið brotið til ræktunar. Hverjir eiga landiö? Þvi miöur fór önnur jörö hér, Armúli 11, i eyði i haust og fólkið fluttí til Isafjarðar. Hún var auglýst til söiu i sumar, og þó að heimamáður, sem að allra dómi væri sjálfsagður og eölilegur kaupandi i þessu tilfelli, biði hærra verð og meiri útborgun, en hægt var að krefjast með nokkurri sanngirni, var þvi hafnað þó hæsta boö væri og raunar það eina sem frést hefur af. Haft er eftir umboösmanni jarðarinnar i Reykjavik að hann ætli sér að fá 25—30 miljónir fyrir hana, sem er rösklega tvö- falt það verð sem hún er virt til búskapar. Vegna þessa og hvernig jörðin hefur veriö aug- lýst þarsem þeir kostirhennar eru dregnir fram sem höfða til peningmanna þéttbýlisins, en hitt sem að búskap lýtur látið liggja i þagnargildi, hafa þær grunsemdir vaknað að reyna eigi að gera Armúlann að leik- fangi fyrir „Reykjavikurvarg- inn”. Það er alkunn sorgarsaga úr sveitum þessa lands hvernig jörðum sem komist hala i hendur borgarbúa hefur verið haldið i eyði og jarðýtum jafn- vel att á nýlegar byggingar svo siður væri hætta á að ábúendur fengjust. Samkvæmt hinum nýju ábúðar- og jarðalögum eiga jarðanefndir og sveitar- stjórnir nú að hafa þau tök A þessum málum að ekki á að þurfa að missa meira land i klærnar á jarðabröskurum og peningafurstum. Hinn „land- lausi múgur” sem stundum er svo nefndur má vita að það verða sjaldnast bændur sem meinahonum eðlilegan og sjálf- sagðan aðgang að landinu og umferð um það og við bjóðum hjartanlega velkomna þá sem sækja á móti straumnum út i sveitirnar til varanlegrar bú- setu. Hinu er svo reynsla fyrir með- al annars erlendis frá að þegar borgarbúar komast yfir land girða þeir sig oft af til að sýna eignarrétt sinn og skilti með á- letrunum svo sem „Einkavegur og Aðgangur bannaöur” mæta auganu hvert sem litið er. 1 búnaðarblaðinu „Freyr” febrú- ar 1975 fjallar ritstjórinn Jónas Jónsson um spurninguna „Hverjir eiga landið?” Hann segir m.a.-. „Vissulega eiga allir tslendingar tsland sameigin- lega. En ekki allir á sama hátt. Það gildir öðru máli um þá sem yrkja jörðina, hafa gert það að lifsstarfi sinu að nytja gæði gróðurmoldarinnar og sækja önnur verðmæti til landsins og færa þau þjóðinni — og hinna, sem horfiö hafa úr sveitinni, oft til meiri uppgripa og hægari starfa. Þeir siðarnefndu geta ekki komiö aftur til sveitanna, sem þeir yfirgáfu og sagt: Við viijum eiga þetta lika. En það eru þeir að gera, ekki til að taka ásig erfiði, ábyrgð og áhyggjur búskaparins á hverju sem geng- ur, — heldur vilja þeir hirða það auögripnasta, laxveiði, silungs- veiði og önnur hlunnindi og njóta lystisemdanna, — þegar „frelsarinn gefur veðrið blitt”. Þeir sem hafa það að lifsstarfi að nytja landiö, verða að hafa öll gæði þau, sem jörðinni fylgja, þau má ekki undan skilja. Það er ckki hinn almenni borgari eða bæjarbúi, sem sveitirnar þurfa að varast, heldur peningahákarnir sem smjúga um byggðir og gleypa bestu jarðirnar sem falbjóðast, til að leggja þær í eyði. Þeir hol- grafa byggðirnar.” Slysagildrur vegageröarinnar Það væri synd að segja að stjórn og starfshættir vegagerð- arinnar hér við Djúp njóti virð- ingar og álits i byggðarlaginu. Það er nær sama hvar og við hverja þau mál berast í tal, mennhrista höfuðið eða láta sér eitthvað óprenthæft um munn fara. Þeirra 40 miljóna, sem veittar voru til þessa svæðis á slðasta ári til viðhalds og ný- bygginga vega,sér litinn stað.og stundum virðast framkvæmdir ganga í þveröfuga átt við það sem á vist að vera markmiðið, betriog öruggari vegir. í sumar tókst t.d. að koma i lóg 3 miljón- um við að ýta upp 300 m vegar kafla í Hamarsbrekku í Langa- dalsströnd og komu þó aðeins að því verki 1-2 ýtur sem áttu hægt um vik að rusla möl, að mestu undan brekku, i vegarstæðið,og engan ofaniburð þurfti í kafl- ann. Þetta er mun kostnaðar- samara en lengdarmetrinn kostar i uppbyggðum veg með varanlegu slitlagi, enda undrar engan þó vegagerðin hér væri búin með fjárveitinguna fyrri partínn í ágúst og hætti þá en i Austur-Barðastrandarsýslu var vegagerðarflokkurinn að með miklum umsvifum fram á vet- ur, enda eru þar stórkostlegar vegabætur árlega, hverjum manni augljósar. Er fjárveiting til þessara tveggja umdæma svona misjöfn eða veldur þarna hver á heldur? Við heimamenn sem gjör- þekkjum vegakerfið hér af ára- tuga reynslu, vörumst blind- beygjurnarog hæðirnar, þröngu ómerktu ræsin, hvörfin og stokksteinana upp úr vegunum, úrrennsiið sem heflað er ofani ár eftir ár i stað þess að setja ræsi. Við slömpumst þetta slysalaust oftastnær, en ,,um- renningarnir” sem halda að hér séu vegirog umsjón þeirra svip- uð, og i öðrum héruðum, geta farið illa út úr þessu svo sem átakanlega sannaðist aðfara- nótt 20. ágúst i sumar i hliðinni utan við Kaldalón er bill með 3 ungum mönnum lenti i úr- renslisskarði, endastakkst og valt eftir veginum,en fór þó ekki fram af, enda óvist að nokkur hefði þá orðið til frásagnar. Tveir sluppu með skrámur, ai sá þriðji lamaðist fyrir neðan mitti og allar likur á aö hann verði bundinn við hjólastól framvegis. Þetta skarð gekk nær inn að vegarmiðju, svo til ómerkt, og var i slakka sem leyndi þvi að Bærinn á Skjaldfönn Fréttir frá árinu1977\ ogfleira frálnn-Djúpi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.