Þjóðviljinn - 17.03.1978, Side 6

Þjóðviljinn - 17.03.1978, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. mars 1978 Frumvarp um að ríkið stuðli að loðnuvinnslu á Þórshöfn næsta haust Stjórnarþingmenn neituðu að styðja frumvarpið pingsjá þrátt fyrir áskoranir Þórshafnarbúa Stcfán Jónsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um kaup rikisins á síldarverksmiðju Hraö- frvstistöðvarinnar hf. á Þórshöfn á Langanesi Segir i frumvarpinu að ef kaupin takist þá skuli Síldarverksmiðjum rikisins falin umsjá með verksmiðjunni, og þar með að hefjast þegar handa um að fullgera verksmiðjuna og búa hana - nauðsynlegum tækjum til þess að hún geti hafið loðnu- vinnslu þegar á næsta hausti. 1 greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að það er flutt að beiðni forsvarsmanna Þórshafn- arbúa, hreppsnefndar allrar, at- vinnumálanefndar, verkalýðs- félagsins og Hraðfrystistöðvar- innar. Þessir aðilar fóru þess á leit við alla þingmenn Norður- landskjördæmis eystra að standa saman að flutningi þessa frum- varps, en stjórnarþingmennirnir úr kjördæminu treystust ekki til þess að standa að flutningi frum- varpsins. Askorun til þingmanna um að leggja fram frumvarp um þetta mál kom fram i bréfi sem 14 forsvarsmenn fyrrgreindara aðila á Þórshöfn sendu i lok siðasta mánaðar. Bröfið er svohljóðandi: Bréf Þórshafnarbúa „Viö undirritaðir aðilar á Þórs- höfn skorum hér með á alla þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra að standa saman að flutningi frumvarps á Alþingi um að Sildarverksmiðjur rikisins kaupi sildarverksmiðju Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. á Þórshöfn og komi henni i starf- hæft ástand fyrir næstu loðnuver- tið. Ljóst er að óhæfa er að verk- smiðja þessi standi i niöurníðslu á sama tima og leigja þarf skip frá Noregi til loðnubræðslu. Það er skýlaus krafa Þórshafnarbúa að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á Alþingi nú á næstu dögum. Ef ekki næst samstaða meðal þingmanna Norðurlandskjör- dæmis eystra um að flytja áður- greint frumvarp, er það ósk okk- ar að þeir þingmenn, sem hafa til þess vilja, flytji frumvarpið.” I greinargerðinni með frumvarpinu segir Stefán m.a.: Viðhorf ríkisstjórnarinnar til hinna dreifðu byggða „Kærara hefði flutningsmanni verið að flytja frumvarp er að þvi lyti að Þórshafnarbúum yrði séð fyrir þvi fjármagni, sem til þyrfti að koma sildarverksmiðju sinni i lag og reka hana af eigin rammleik, slikt gróðafyrirtæki sem þorpinu væri þar búið með tiltölulega litlum kostnaði. Nú er hins vegar við völd rikisstjórn sem hefur annars konar viðhorf til efnahagsmála hinna dreifðu byggða en sú, er greiddi á sinum t'ima fyrir smiði hinnar nýtisku- Stefán Jónsson. legu Hraðfrystistöðvar þeirra á Þórshöfn er verða skyldi máttar- stoð byggðarlagsins, en eigi varð fullsmiðuð áður en samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar settist að völdum. — Þvi er nú á það ráð brugðið hér, sem næst- best má kalla, að reyna að knýja það fram, að rikisvaldið taki að sér að koma verksmiðjunni i gang og reka hana svo,að Þórshafnar- búar þurfi ekki að horfa upp á það lengur að loðnuveiðiflotinn sigli fullfermdur þvert fyrir hafnar- kjaft þeirra, norðan með sumar- loðnuna en sunnan með vetrar- loðnuna, og heyra svo af þvi i út- varpi og sjónvarpi að norskt bræðsluskip taki á móti tugum þúsunda lesta af þessum dýr- mæta fiski til vinnslu, en skips- leigan afsökuð með þvi að skortur sé á loðnubræðslum i landinu. „Hingað kemst enginn hjálparlaust í hjólastól” sagdi Arnór Pétursson starfsmadur í Tryggingastofnun ríkisins í Tryggingastofnun rikisins, líf- eyrisdeild á annarri hæð starfar Arnór Pétursson, formaður iþróttafélags fatlaðra. Þjóðvilj- inn heimsótti Arnór i vinnuna i gær og fylgdi honum eftir um ganga og hæðir hússins. Hingað kemst enginn hjálpar- laust i hjólastól, sagði Arnór. Tröppur eru við báða aðalinn- gangana, tvær öðru megin og þrjár hinum megin. Aðkoman að húsinu er lika mjög slæm. Hér er bilum lagt mjög þétt framan við húsið, og komist maður i hjólastól milli þeirra mætir honum hár kantsteinn og siðan tröppurnar. Stigagangar hússins eru með há- um tröppum, og þegar ég átti er- indi hingað i fyrsta sinn, löngu áð- ur en ég byrjaði að vinna hér, varð ég aö láta bera mig upp á 4rðu hæð. í húsinu er lyfta, en lyftudyrnar eru svo þröngar að enginn hjóla- stóll kemst inn um þær tilfær- ingalaust. Hvernig ferð þú að? Eftir að ég fór að vinna hér, hef ég auðvitað aðlagað mig húsinu, og það mér að vissu leyti Ég kem bakdyramegin inn i húsið, þar eru háar tröppur, sem ég fæ hjálp við að komast upp. Ég er i minnstu gerðinni af hjólastól, en þrátt fyrir það kemst hann ekki inn i lyftuna. Ég þurfti að taka stýri- hringina af hjólunum og brjóta stykki úr dyrakarmi lyftunnar og með þeim hætti get ég troðið mér i stólnum inn i lyftuna. Tryggingastofnunin er ekkert einsdæmi meðal opinberra bygginga aö þessu leyti, sagði Arnór. Það slæma er aö hingaö eiga þeir oftar erindi sem eiga erfitt meö gang eða eru bundnir við hjólastól. Arnór Pétursson þurfti aö taka stýrihringina af hjólunum og brjóta stykki úr dyrakarmi lyft- unnar til aö geta troðiö sér i stóln- um inn i lyftuna. Mjög slæm aðstaða fyrir fatlaða í húsnæði Tryggingastofnunar Engar úrbætur fyrirhugaðar Mjög bágborin aöstaöa er fyrir fatlaða i húsakynnum Trygginga- stofnunar rikisins og er húsnæöi ekki við þaö miðað aö fatlaðir séu þar á ferö. Ekki eru fyrirhugaöar neinar lagfæringar á húsnæöi stofnunarinnar er taki miö aö þvi að fatlað fólk geti athafnað sig þar. Hins vegar mun ætlunin aö reisa síöar meir nýja byggíngu fyrir Tryggingastofnunina, þar sem m.a. verði tekið miö af þörf- um fatlaðra. Langt er þó í það aö sú bygging risi, enda Úggur ekki fyrir teikning af húsnasöinH né lóö undir þaö. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi á þriöjudag er Matthias Bjarnason heilbrigöis- og trygg- ingamálaráðherra svaraði fyrir- spurn frá Magnúsi Kjartanssyni um þetta mál, en fyrirspurn Magnúsar var svohljóðandi: „Hvenær verður gengið þann- ig frá aðalbækistöð Trygginga- stofnunar rikisins, að fatlað fóik, m.a. i hjólastólum, eigi greiðan aðgang að öllum húsakynnum og geti rætt þar við starfsfólk, m.a. sérfræðinga og lækna?” Það var Vilborg Harðardóttir sem mælti fyrir fyrirspurn Magnúsar i fjarveru hans. 1 máli hennarkom m.a. fram að öryrkj- ar eru taldir vera um 10% þjóðar- innar og væru t.d. um 200 manns að jafnaði i hjólastólum. Um erfiðleika fólks i hjólastólum að athafna sig i Tryggingastofnunni kemur m.a. fram i viötali við Arnór Pétursson, einn starfs- mann stofnunarinnar, annars staðar hér á siðunni. Er hitt þá enn ótalið fram i máli þessu, með hvaða hætti rikis- stjórnin stendur i óbættri sök við Þórshafnarbúa fyrir óhæfilega framkomu gagnvart sameignar- fyrirtæki þeirra, Hraðfrysti- stöðinni hf. Er Þórshafnarbúar höfðu kom- ið sér upp fyrrgreindu hraðfrysti- húsi af fullkomnustu gerð á valdatima vinstri stjórnarinnar, var svo komið að fiskimiðin i Þistilfirði höfðu verið uppurin af ágangi erlendra togara undir lok landhelgisstriðsins. Var ljóst að hráefni yrði ekki tryggt til þessa nýja húss, fremur en annarra frystihúsa, með öðru móti en þvi, að útvegaður yrði skuttogari til að annast aðföngin. Nú var þvi aftur á móti borið við af hálfu rikisstjórnarinnar, að alls ekki yrði leyfð smiði á fleiri skuttogur- um, og Þórshafnarbúum fenginn i hendur gamall togari og úr sér genginn. Rekstur hans hefur gengið með likindum, viðgerðar- kostnaður orðið óhemjulegur og tafir frá veiðum lengri en úthaldstiminn, sem aftur hefur leitt til þess, að hráefni hefur skort til Hraðfrystistöðvarinnar. atvinnuleysi rikt langtimum saman i plássinu og framleiðslu- fyrirtæki fólksins sligast efna- hagslega. Stjórn Síldarverksmiðiu ríkisins andvíg kaupunum I haust er leið, er togarinn Fontur hafði beðið lengi viðgerð- ar, en hvergi örlaði á marktækum vilja yfirvalda til þess að tryggja peninga til framkvæmdanna, fóru Þórshafnarbúar þess á leit, að rikisstjórnin keypti af þeim fyrr- greinda sildarverksmiðju og greiddi andvirði til togaravið- gerðarinnar. Málinu vék rikis- stjórnin einfaldlega til stjórnar Sildarverksmiðja rikisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að kaupin yrðu ekki arðbær fyrir stofnunina. Má ef til vill til sanns vegar færa af hálfu þeirra, sem til eru settir að sjá þess háttar fyrir- tæki farborða, að landa megi loðnu að öðru jöfnu á Raufarhöfn og Vopnafirði — og Þórshafnar- verksmiðjan kynni stundum að vinna afla, sem koma mætti fyrir i loðnuþróm þessara grannhafna. Af hálfu annarra, sem gæta eiga hagsmuna fólksins á Þórshöfn, verður það aftur á móti ekki þolað að þeir verði fyrir borð bornir á þennan hátt. Þórshöfn liggur fyllilega jafn vel við loðnumiðun- um og fyrrgreindir staðir. Þar ætti að tryggja rekstur sex til átta mánuði ársins, einmitt á þeim tima sem rekstur verksmiðjunn- ar hæfði best þörfum vinnuaflsins á staðnum. Verksmiðjurekstur- inn félli prýðilega að öðrum þátt- um útgerðar frá Þórshöfn og er liklegur til að verða arðbær þar engu að siður en á öðrum höfnum á landinu norðaustanveröu. Þórshöfn er þannig i sveit sett, með frjótt og viðlent hérað Þistil- fjarðar að baklandi, að þar má efla útgerð og annan atvinnu- rekstur svo að hvort styðji annað til þroska, þorp og sveit. Svo bar til, að af öllum byggðarlögum á Norðurlandi eystra varð þetta pláss harðast úti við þau veðra- brigði ■ sem urðu við siðustu stjórnarskipti, og nú er nauðsyn að gera þá ráðstöfun, er frum- varp þetta hnigur að, i þvi skyni að Þórshafnarbúar nái að þreyja þorrann og góuna uns aftur gefur pólitiskan bata fyrir landsbyggð- ina.” Alþýðubandalagið i Kópavogi Skrifstofan að Hamraborg 11 er opin mánudag til föstudags frá kl. 17—19. Félagar — litið inn, þó ekki sé nema til að lesa blöðin og fá ykkur kaffibolla. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn i bæjarmálaráði mánudaginn 20. mars kl. 20.30 á Skálanum. 41þýðubandalagið i Kópavogi Hver eru hugsjónatengsl Alþýðubandalagsins? x Þriöji og sfðasti umræðufundurinn um þróun sósialfskrar hreyfingar á tslandi verður haldinn mánudaginn 20, mars kl. 20.30 I Þinghól, Hamraborg 11. Efni fundarins cr „Hugsjónatengsl Alþýðubandalags- ins”, og hefur Þröstur Óláfsson framsögu. — Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.