Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Góð afkoma Sam-
vinnubankans
A aðalfundi Samvinnubankans,
sein haldinn var síðast liðinn
laugardag kom fram að heildar-
innlán bankans námu 6.999 milj.
kr. i lok árs 1977, en 4.630 milj. kr.
árið áðuroghöfðu þvi hækkað um
2.258 milj. kr. eða 48.8%. Sam-
svarandi aukning árið 1976 var
1.053 milj. kr. eða 29,4%.
Þar sem innlánsaukning
bankans var nokkru yfir meðal-
talsaukningu viðskiptabankanna
i heild, hækkaði hlutdeild hans í
heildarinnstæðum þeirra úr 8.2%
i 8.6%.
Heildarútlán Samvinnubank-
ans voruilokársins 5.503 milj. kr.
og höfðu hækkað um 1.539 milj.
kr. eða 38.8% á móti 45.8% árið
áður. Aðfrátöldum endurkaupum
Seðlabankans var hin almenna
útlánsaukning 33.4%.
f árslok 1977 var innstæða
bankans á viðskiptareikningi við
Seðlabankann 345 milj. kr,
samanborið við 242 milj. kr. yfir-
dráttarskuld i upphafi árs.
Lausafjárstaöan batnaði þvi um
587 milj. kr. á árinu.
Inneign á bundnum reikningi
hækkaði um 445 milj. kr. og nam
1.427 milj. kr. i árslok.
Tekjuafgangur til ráðstöfunar
var 35 milj. kr., sem er verri af-
koma en undanfarin ár, þegar
Furöuleg lagasmíð
Xjjndir-
menn
gerðir
ábyrgir
1 sjómannalögum er skipstjóri
algerlega einráður á skipi sinu
útá sjó. Hvað sem skipstjóri
segir, þá verður undirmaður aö
hlýða, mótmæli falia undir upp-
reisn um borð og fá afbrot eru
litin alvarlegri augum. En svo
gerist það allt i einu hér á landi i
fyrra að lagaprófessor við Hí
semur lög sem siöan eru sam-
þykkt á alþingi, án þess að menn
taki eftir þvi að þau brjóta alger-
lega I bága við sjómannalögin,
þar sem i þessum nýju lögum eru
undirmenn allt I einu gerðir
ábyrgir fyrir gerðum skipstjóra.
Þarna er um að ræða lögin um
upptöku ólöglegs sjávarafla, sem
Gukur Jörundsson prófessor
samdi fyrir rikisstjórnina i fyrra.
Ef afli fiskiskips reynist ólög-
legur, eða hluti hans, þá er hann
gerður upptækur samkvæmt
þessum nýju lögum, en undir-
menn, sem skilyrðislaust verða
að hlýöa boði skipstjórans um að
veiða þennan ólöglega afla, jafn-
vel þótt undirmenn vilji það ekki,
missa þar með aflahlut sinn, af
þvi sem telst ólöglegur afli. Þar
meö er búið að gera menn sem
alls- engu ráða um borð, ábyrga
fyrir gerðum þess sem alræðis-
valdið hefur.
Það er ekki bara að þessi rikis-
stjórn höggvi á kjör vinnandi
fólks til lands og sjávar á tslandi,
heldur er nú farið að setja lög,
sem gera undirmenn á skipum,
sem alls engu ráða um hvað v.eitt
er, ábyrga fyrir ákvöröunum út-
gerðarmanna og skipstjóra, þvert
ofan f sjómannalög, sem gilt hafa
um aldir um allan heim. —S.dór
tekið er tillit til aukningar hluta-
fjár og rýrnunar verðgildis pen-
inga. Til afskrifta var varið 8
milj. kr., i varasjóð voru lagðar 9
milj. kr. og 18 milj. kr i aðra sjóði.
Aðalfundur samþykkti að
greiða hluthöfum 10% arð á allt
innborgað hlutafé og jöfnunar-
hlutabréf.
A árinu 1977 voru gefin Ut jöfn-
unarhlutabréf að upphæð 100
milj. kr. Einnig hófst síðari hluta
ársins nýtt hlutaf járútboð að
upphæð 300 milj. kr. Sala hluta-
bréfanna gekk vel og um siðustu
áramót nam sala þeirra 263 milj.
kr., þar af ógreitt 83 milj. kr. Var
hlutafé þá orðið 463 milj. kr. Gert
er ráð fyrir að þær 37 milj. kr.
sem eftir eru af hlutafjárútboðinu
seljist á þessu ári.
Eigið fé bankans þ.e. innborgað
hlutafé, varasjóður, ásamt öðrum
eiginfjárreikningum, nam i árs-
lok 496 milj. kr.
Endurkjörnir voru i bankaráð
þeir Erlendur Einarsson, for-
stjóri, Hjörtur Hjartar, frkvstj.
og Vilhjálmur Jónsson, frkvstj.
Til vara voru kjörnir Hallgrimur
Sigurðsson frkvstj., Hjalti Páls-
son, frkvstj. og Ingóifur ólafsson
Frá aðalfundi.
kfstj. Endurskoðendur voru
kjörnir þeir Óskar Jónatansson,
aðalbókari og Magnús Kristjáns-
son fyrrv. kfstj., en Asgeir G.
Jóhannesson er skipaður af ráð-
herra.
SM
.
u *U
tinn
meðöllu!
Ford Fairmont hefur allt til brunns að bera
sem hœgt er að œtlast til affarhosti á fjórum hjókun. ,
6 cyl. vél
Sjálfskipting
Vökvastýri
Heilt sæti m. skiptu baki
Hitaelement í afturrúðu
Stuðarahlífar
Tau áklœði á sætum
Vinyltoppur
Sílslistar
Enda stóðst Vísir ekki freistinguna og býður Ford Fairmont
í Áskrifendagetraun sinni.
Freistaðu gœfunnar og vertu með, hver veit, kannski verður
þú sá lukkunnar pamfíU sem fcerð einn með öllu 1. apríl
FORD FAIRMONT
einn með öllu 1. apríl
Áskrífendagetraun
VI œn [S
-■ s