Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mars 1978
MINNING
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
LANDSÝN-ALÞÝÐUORLOF
AÐ FRÆÐAST OG FERÐAST
Ferðaskrifstofa launþegasamtakanna
Skólavörðustíg 16 — Sími 28899
Kynnisferð til Júgóslaviu
Menningar- og fræöslusamband alþýðu og Alþýöuorlof
hafa I samvinnu við Feröaskrifstofuna Landsýn skipulagt
sérstakar orlofs- og fræðsluferöir fyrir félagsmenn f stétt-
arfélögum innan Alþýðusambands tslands, ætlaðar þeim
sem hafa hug á ab sameina orlof og fræöslu með þvl að
kynnast löndum og þjöðum um leiö og þeir njóta hvfldar
og hressingar.
Fyrsta ferðin til Júgóslaviu verður farin
17. mai 1978.
Ferðin stendur yfir f 3 vikur. Dvalið verður I baðstrandar-
bænum PORTOROZ — Blómahöfninni — á strönd Adrfa-
hafsins f 2 vikur, en einni viku verður variö til skoðunar-
og fræðsluferðar um einhver fegurstu héruð Jágóslavfu.
Auk þess að kynnast rómaöri náttúrufegurð og sögufrægu
umhverfi gefst þátttakendum kostur á þvf að heimsækja
verksmiðjur og aöra vinnustaði, opinberar stofnanir og
sveitarstjórnir og fræðast með viðtölum og á ahnan hátt
um llfíjj'.jör fólksins og kynnast stjórnarfari Júgóslavfu.
Verð aðeins kr. 145.000.-
Þessi einstæða ferð mun aðeins kosta kr. 145.000.- á mann
fyrir þá sem eru félagsmenn I stéttarfélögum innan ASt
eöa f félögum sem aðild eiga að Alþýðuorlofi.
Innifalið I þessu verði er: Dagflug Keflavfk/Ljubljana,
flutningur til og frá flugvelli f Júgóslavfu, gisting I 3 vikur,
þ.e. 2 vikur á hótelunum Neptun/Apollo I Portoroz með
frfum aðgangi að einkabaðströnd hótelanna, morgun-
mat/kvöldmat allan timann og — siöast en ekki sfst — 7
daga skoðunarferð með islenskri leiðsögn.
Bókanir hjá Landsýn h.f.,
Skólavörðustfg 16, simi 28899,og þar eru veittar frekari
upplýsingar.
Fulltrúafundur
, H júkrunarf élags
íslands
Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags tslands,
verður i Domus Medica 3. og 4. april n.k.
Dagskrá samkv. félagslögum.
Lagabreyting
önnur mál.
Stjórnin.
Arður til hluthafa
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sam-
vinnubanka íslands h.f. þann 18. mars s.l.,
greiðir bankinn 10% arð p.a. af innborg-
uðu hlutafé fyrir árið 1977. Af jöfnunar-
hlutabréfum greiðist sami arður frá út-
gáfudegi.
Greiðsla arðs af nýjum hlutabréfum fer
fram þegar þau eru að fullu greidd og hafa
verið gefin út.
Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og
útibúum hans gegn framvisun arðmiða
ársins 1977. Athygli skal vakin á þvi að
réttur til arðs fellur niður, sé hans ekki
vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga.
Reykjavik, 20. mars 1978
Samvinnubanki
íslands h.f.
Svafa Þórleifsdóttir
fyrrverandi skólastjóri
Fædd 20.10.1886 — Dáin 7.3.1978
Nú er hún horfin guðs I geim og
með henni eitt sterkasta afl
kvennahreyfingarinnar á Islandi.
Hún andaöist i Borgarspitalanum
þ. 7. marz s.l. rúmlega 91 árs að
aldri. Hún var fædd á Skinnastað i
öxarfiröi 20. október 1886, dóttir
þeirra merku prestshjóna Sess-
elju Þóröardóttur og séra Þórleifs
Jónssonar, sem lengi var prestur
á Skinnastað i öxarfiröi. Faðir
hennar var fræðimaður mikill og
vel hagmæltur.
Uppvaxtarheimili hennar á
Skinnastaö var mikið merkis-
heimili því báðir foreldrar hennar
voru vel gefin, og i mörgu á undan
sinni samtiö. Það var eitt meö
meiri framkvæmda- og hugsjóna-
heimilum landsins.
Sagt er, að lengi búi að fyrstu
gerö og þaö sannaöi Svafa með
öllu lifi sinu,en þvl varöi hún fyrst
og fremst til menningar og kær-
leiksauka til allra sem kynntust
henni. Llfsspor hennar mörkuöu
þá haröspora sem lengi munu
marka leið hennar meöal sam-
feröamanna hennar.
Ég ætla mér ekki að minnast
hér hennar mikla þáttar I skóla-
málum né félagsmálum innan
Islands og utan, sem var áreiðan-
lega landinu til sóma; það eru
aðrir mér hæfari búnir aö gjöra.
Þess vildi ég minnast sem að mér
snéri frá okkar fyrstu kynnum.
Mér veittist hjá henni mikil
stoð þegar ég, litið félagsvön, var
tilnefnd og kosin i stjórn K.R.F.I.,
þar sem hún átti sæti I f jöldamörg
ár. Ef mér heppnaðist að koma
með einhverja vitleg ábendingu
eða tillögu, studdi Svafa mig æf-
inlega.
Hún sýndi með skýrum rökum
aö þetta eða hitt, sem ég stakk
upp á, væri nauðsynlegt hreyf-
ingu okkar. Ég minnist þess ekki,
að naiaþeirra ágætu kvenna, sem
ég vann með i stjórn K.R.F.I. I
þau tólf ár sem ég átti þar sæti,
mæltu á móti þvi sem Svafa lagði
til málanna eða studdi. Ekki var
það þó af því, að hún færi með há-
vaöa I þeim málum sem hún kom
meö eða styrkti,heldur af því, að
allar samstarfskonur báru til
hennar mikið traust og virtu
þekkingu hennar og góðvilja.
Eitt af mörgu sem Svafa var
upphafsmaður aö halda náms-
skeiö I fundarsköpum og fundar-
reglum. K.R.F.I. hélt svo þetta
námsskeið og var Svafa forstöðu-
maður þess. A þessu námsskeiöi
lærði ég það litla sem ég kann I
þeim fræöum og hefur þaö oft
komið sér vel þegar ég hefi þurft
sem formaður að stjórna fundum
og við önnur félagsstörf.
Eftir því sem ég kynntist Svöfu
betur lærði ég að meta hennar
miklu hæfileika og framsýni. Hún
var frá uppháfi gjaldkeri og rit-
stjóri hins merka rits Menningar-
og minningarsjóðs kvenna og sá
algerlega um útgáfu þriggja
fyrstu bókanna,og leysti hún það
verk af hendi með mikilli prýði.
Þessi sjóður var henni mikið á-
hugamál,bæði vegna þess, að með
eflingu sjóðsins var hægt að veita
fleiri námsstyrki til fátækra
stúlkna, sem þráðu meiri mennt-
un til munns og handa og ekki sið-
ur hitt, að þvi fleiri sem bækurnar
urðu, þvi fleiri kvenna var getið
fyrir þeirra margvislegu störf, en
ekki eingöngu vegna þess, að þær
væru konur þessa eða hins karl-
mannsins.
Fyrstu náin kynni hafði ég af
Svöfu þegar ég fór heim til henn-
ar með minningargjöf og grein
um móður mina. Ég minnist þess
alltaf hve gott var og lærdómsrikt
aö sitja hjá henni I næði og tala
við hana. Hún fræddi mig um svo
margt þessa stuttu stund, sem ég
dvaldi hjá henni og andrúmsloftiö
var svo gott, að þegar ég fór frá
henni fannst mér ég afþreytt og
endurnærð bæði andlega og lik-
amlega.
Svo var það nokkru seinna aö
ég hringdi til hennar og bað hana
leyfis að mega koma til hennar
þvi ég þyrfti á ráðleggingu að
halda fyrir mig sérstaklega. Ég
sagði henni að ég gæti ekki rætt
þetta mál I sima. Hún sagði, að ég
væri velkomin. Ég fór til hennar
og við töluðum góða stund saman
um það, sem mér lá á hjarta.
Þegar ég fór fylgdi hún mér til
dyra og leit sinum skæru, bláu
augum á mig og sagði:
— Ég vona, Valgerður mfn, að
þú hafir ekki farið erindisleysu og
ráöleggingar minar verði þér til
góðs. —
Og svo sannarlega voru ráð
hennar góö.
Svona er og var Svafa I mínum
huga og minu hjarta.
Ég veit að hún hefur átt bjarta
og góða heimkomu á alheims-
ströndinni handan við þetta jarð-
lif. I fylgd með henni hefur verið
góður hugur allra þeirra mörgu,
sem henni hafa kynnst.
Astvini hennar sem eftir lifa bið
ég guð að vernda og styrkja.
...orðstirr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
Valgerður Gfsladóttir.
Er
sjonvarpió
bi,aó?Ji
□
Skjárinn
Sjónvarpsverftsfeði símT“
Begsíaáasfraíi 3812-1940
^tn
OFNINN
GEFUR GÓÐAN YL
STÁLOFNAR HF.
STÓ ofninn er íslensk framleiösla og framleiddur fyrir íslenskar aöstæður. Hann ersmíðaöur úr
1,8 mm þykku holstáli, rafsoöinn saman aö mjög miklu leiti með fullkomnum sjálfvirkum vélum,
sem tryggja jöfn gæöi suðunnar.
STÓ ofninn hefur þá sérstöðu aö allar mælingar á hitanýtingu og styrkleika hafa veriö geröar á
Islandi af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins aö Keldnaholti, og þá notuð hitaveita.
STÓ ofninn er stílhreinn og fer allstaðar vel. Þeir fagmenn sem hafa kynnt sér STÓ ofninn mæla
sérstaklega með honum, ekki eingöngu vegna útlits, heldur miklu frekar hvernig hann er
uppbyggöur, hve vel hann nýtir hitann, og handhægt er að leggja pípulagnir að honum.
Leitið nánari upplýsinga. Gerum föst verðtilboð.
VELDU STÓ OFNINN OG HANN MUN YLJA ÞÉR UM ÓKOMINN TÍMA: