Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 25
V erkamenn
Viljum ráða nokkra verkamenn, helst
vana byggingavinnu, að Grundartanga.
Upplýsingar á skrifstofutima eftir páska
ÍSTAK
íþróttamiðstöðinni, Laugardal
simi 81935
Þjóðviljlnn:
Umboðsmenn
óskast
Dalvík, Höfn, Hveragerði
Þjóðviljann vantar umboðsmann til að sjá
um blaðburð, innheimtu og lausasölu á
þessum stöðum. Vinsamlega hafið
samband við núverandi umboðsmann á
staðnum eða hringið i afgreiðsluna i
Reykjavik.
Þjóðviljinn
Siðumúla 6.
simi 8 13 33
Blaðburðarfólk
óskast
Vesturborg:
Melhagi
Seltjarnarnes:
Skólabraut
DJQBVIUINN
Siðumúla 6
simi 8 13 33
Austurborg:
Sogamýri
Háteigshverfi (afl.)
Tún
Skúlagata
Miðsvæðis:
Grettisgata
Alþýðubandalagiö í Kópavogi:
Ákveður list-
ann 28. mars
Doktorsvörn Gunnars
Karlssonar
Almennur félagsfundur veröur
haldinn i Alþýðubandalagsfélag-
inu I Kópavogi þriðjudaginn 28.
mars kl. 20.30. I húsnæði félags-
ins, Þinghól; Hamraborg H.
Aðalefni fundarins er að ganga
frá framboðslista Alþýðubanda-
lagsins til bæjarstjórnarkosning-
anna i vor.
Atta manna uppstillingarnefnd
hefur um alllangt skeið unnið að
tillögu um framboðslistann. Upp-
stillingarnefndin hefur nu lokið
störfum og mun tillaga hennar
um lista liggja frammi á skrif-
stofu félagsins frá klukkan 16 á
þriðjudag.
Mikil starfsemi hefur verið í Al-
þýðubandalagsfélaginu i Kópa-
vogi i vetur og hefur þetta komið
fram i tiðum fundahöldum, bæði
almennum félagsfundum og máj-
efnafundum, eins og i mörgum
skemmtikvöldum.
Margir nýir félagar hafa sótt
um inntöku i félagið og eru nú
nærri 180 manns i félaginu. öll
starfsemi félagsins auðveldast
mjög af að það hefur stórt og gott
húsnæði i miðjum Kópavogi. Þá
hefur félagið góðan bakhjarl i
blaði sinu, KÖPAVOGUR, en
þetta er eina bæjarblaðið i Kópa-
vogi enda hefur það unnið sér
fastan sess hjá Kópavogsbúum.
Páskar í Rvík
Framhald af 3. siðu.
Dirk Bogarde og Charlotte
Rampling.
I D-sal verður sýnd mynd sem
gerð er eftir sögu Harald Pinter
og nefnist hún Afmælisboðið.
Aðalleikari er Robert Shaw.
1 Fjalakettinum verður sýnd
önnur Bergmanns mynd sem hér
má njóta um páskana: Að leiðar-
lokum frá árinu 1975.
< Smultronstallet)
og i MIR salnum að Laugavegi
178 verður endursýnd pólsk-
sovéska kvikmyndin „Mundu
nafnið þitt” á laugardag fyrir
páska kl. 15. Aðgangur er ókeyp-
is.
Böll
Öll vertshús i borginni eru
lokuð á skirdag, föstudaginn
langa, og páskadag. A laugardag
fyrir páska eru þau opin til
klukkan 23.30, en þá er bannað að
dansa.Á annan i páskum er dans
til kl. 1 eftir miðnætti.
Góða skemmtun og gleðilega
páska.
—AI
RARIK
Framhald af bls. 1
Botnlaust fen
Stjórn orkumálanna er sem
kunnugt er á ábyrgð Gunnars
Thoroddsens iðnaðarráðherra.
Hefur hann hagað verkum sinum
þannig að fjárhagsvandi raf-
magnskerfisins i landinu er botn-
laust fen. Innan rikisstjórnarinn-
ar hefur ekki tekist samkomulag
um neinar aðgerðir til úrlausnar.
1 þessum efnum rikir þvi ringul-
reið og engin leið að komast frá
vandanum nema með viðtækum
fjármálaaðgerðum sem þó er
ekki vist að dygðu með óbreyttri
yfirstjórn orkumálanna i landinu.
-s.
Nikkarar
stofna
félag
Nýlega var stofnað i Reykjavik
Félag islenskra áhugamanna um
harmonikuleik. Tildrögin að
stofnun félagsins voru þau, að I
haust komu nokkrir nemendur úr
Alinenna músikskólanum saman
á fund. Þar var félagsstofnunin
könnuðog samin lög fyrir félagið,
sem samþykkt voru á stofnfundi
skömmu fyrir áramót.
Aðalmarkmið félagsins er að
safna saman sem flestum
harmónikuáhugamönnum innan
sinna vébanda og efna til
ky nningar félagsmanna
innbyrðis. Síðan er áætlað að
stuðla að aukinni kynningu á
harmonikutónlist um land allt.
Einnig hefur komið mjög til
umræðu skilningsleysi yfirvalda
menntamála gagnvart
harmonikukennslu i
tónlistarskólum landsins. Félagið
stefnir að því að koma á fót nótna-
og plötusafni til afnota fyrir
félagsmenn.
Rúmlega 60 manns hafa þegar
skráð sig i félagið og hittist
hópurinn nú mánaðarlega, þar
sem lagið er óspart tekið og
innbyrðis kynni fara fram. Eitt
skemmtikvöld hefur þegar farið
fram til styrktar félaginu og tókst
það með ágætum. Ætlunin er að
afla félaginu tekna með þessum
hætti i framtiðinni.
I stjórn sitja nú: Bjarni
Marteinsson formaður,
Guðmundur Guðmundsson ritari,
Elsa Kristjánsdóttir, gjaldkeri,
Guðmar Hauksson meðstjórnandi
og Karl Jónatansson meðstjórn-
andi.
—eös
I gær fór fram doktorsvörn
Háskólanum. Gunnar Karlsson
sagnfræðingur varði ritgerð sina
um sjálfstæðisbaráttu Suður-
Þingeyinga og Jón á Gautlöndum,
sem hefur þegar komið út á bók
hjá Hinu islenska bókmennta-
félagi. Myndin sýnir andmæl-
endur og doktorsefni: frá vinstri
Björn Sigfússon, Bergsteinn
Jónsson, dr. Gunnar Karlsson og
Páll Skúlason, forseti heimspeki-
deildar.
(ljósm. eik)
Alþýðubandalagið i Borgarnesi — Skirdagsvaka
Hin árlega Skirdagskvöldvaka Alþýðubandalagsins i Borgarnesi og
nærsveitum verður haldin fimmtud. 23. n.k. i Valfelli og hefst kl. 20.30
Félagar, takið með ykkur gesti. — Nefndin.
Alþýðubandalagið Þórshöfn
Almennur fundur á Þórshöfn mánudaginn annan i páskum og Rauf-
arhöfn á þriðjudagskvöldið. Ræðumenn Stefán Jónsson, Steingrimur
Sigfússon, Gunnarsstöðum.
Alþýðubandalagið Þorlákshöfn
Framhaldsstofnfundur Alþýðubandalagsins Þorlákshöfn verður
haldinn i félagsheimilinu klukkan 17,2. i páskum, 27. mars. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosningabaráttan. Framsögumaður
Baldur óskarsson. 3. önnur mál. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Fljótsdalshéraði. Landbúnað-
arfundur á Iðavöllum
Alþýðubandalagið á Fljótsdalshéraði heldur fund um framtið islensks
landbúnaðar, á Iðavöllum sunnudaginn 26. mars kl. 16. Frummælendur
eru Jón Viöar Jónmundsson, búfræðingur, Þór Þorbergsson, tilrauna-
stjóri á Skriðuklaustri og Helgi Seljan, alþingismaður.
Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, mætir á fundinn. —
Alþýðubandalagið á Fijótsdalshéraði.
Félagsfundur
Alþýðubandalagið í Kópavogi
heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 28. mars kl. 20 30 aö Þing-
hóli, Hamraborg 11.
Á dagskrá er:
1. Tillögur uppstillingarnefndar vegna bæjarstjórnarkosninganna
Listinn liggur frammi á skrifstofunni frá kl. 16 þriðjudag.
2. Umræöa um kosningaundirbúninginn.
3. önnur mál.
Alþýðubandalagið i Kópavogi
Skirdagsvakan i kvöld
Góð dagskrá og veitingar
— ALLIR VELKOMNIR —
Skemmtinefndin
HHBIðBVUNDSlHIMGM
SkrifslBfa Sha Tryggvagtttu 10 Rvk, s179BB,er opin virka daga frá kl 13 til 17-giró 303097
Herstöðvaandstæðingar á Akranesi
halda fund þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 20.30 i Rein. Guðmundur Georgs-
son og örn Ólafsson koma á fundinn og reifa baráttumál herstööva-
andstæðinga. Guðmundur Georgsson fjallar um atómsprengjuna og
aronskuna og örn Ólafsson talar um forysturiki Nato og þriðja heim-
inn.
J LóðaútMutun - Hafnarf jörður
Hafnarfjarðarbær úthlutar á næstunni
þremur tvibýlishúsalóðum við Hólabraut
og Ásbúðartröð.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa
Bæjarverkfræðings StrandgötU 6.
Umsóknum skal skilað á sama stað eigi
siðar en þriðjudaginn 11. april 1978, eldri
umsóknir þarf að endurnýja.
Bæjarverkfræðingur.