Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 17 /o Ll Gunnar tryggði Haukum gott stig Hann sýndi snilldarmarkvörslu og varði 20 skot. Andrés Kristjánsson jafnaði 17:17 þegar eftir voru aðeins 15 sek. af leiknum Það er óhætt að segja að það hafi allt verið í háa lofti þegar Haukum tókst að tryggja sér jafntefli gegn Valsmönnum 17:17 er liðin léku í islandsmótinu í handknattleik í gærkvöidi. Það var hinn snjalli línu- maður Hauka Andrés Kristjánsson# sem jafnaði leikinn þegar aðeins 15 sekúndurvoru til leiksloka. Gunnar Einarsson varði mark Hauka snilldarlega eins og hann hefur raunar gert í síðustu leikjum. Varði hann 20 skot að þessu sinni og átti mjög mikinn þátt i stiginu sem Haukum tókst að ná í á elleftu stundu. Það voru Valsmenn sem skor- uðu fyrstu tvö mörk leiksins og var þar Bjarni Guðmundsson að verki. Siðan höfðu Valsmenn yfir- leitt yfirhöndina en Haukum tókst þó að jafna leikinn 7:7. Staðan i leikhléi var siðan 10:8 Val i vil. 1 siðari hálfleik breyttu Hauk- arnir um vörn og hófu að leika flata vörn eða 6:0 eins og hún er kölluð á handboltamáli. 1 fyrri hálfleik höfðu linumenn Vals skorað mikið af mörkum en er Haukarnir breyttu um vörn fór að siga á ógæfuhliðina hjá Val og Haukar náðuað jafna 11:11. Aftur var jafnt 16:16. Valsmenn komust i 17:16 en Andrés jafnaði siðan er 15 sek. voru til leiksloka eins og áður sagði. Andrés var markhæstur að þessu sinni með 8 mörk og fer fram með hverjum leiknum. Hjá Val var Gisli Blöndal markhæstur með 5 mörk. Vfldngur-FH 23:23 Og þar með eru Haukar á toppnum Víkingur og FH gerðu einnig jafn- tefli i gærkvöldi i Islandsmótinu i handknattleik 23:23. Staðan i leik- hléi var 13:10 fyrir Viking en þeg- ar 40 sekúndur voru eftir af ieikn- um var staðan 23:21 fyrir FH en þeir Páll Björgvinsson og Björg- vin Björgvinsson jöfnuðu siðan fyrir leikslok 23:23 eins og áður sagði. Páll var markhæstur hjá Vik- ingum með 7 mörk en Viggó Sig- urðsson skoraði 6. Hjá FH var Geir markhæstur með 7 mörk og Guðmundur Arni Stefánsson sem einnig skoraði 7 mörk. Leikinn dæmdu þeir Karl Jó- hannssoo og Hannes Sigurðsson. SK. Umsjón: Stefán Kristjánsson Sigurður í Val Hinn knái markvöröur, Sigurður Haraldsson, sem i fyrra lék með IBV i knatt- spyrnunni, hefur ákveðiö að leika með Val i sumar. Talið er fullvist að Sigurður Dagsson sem varið hefur mark Vals siðastliðin ár hætti nú eftir langan og glæsilegan feril. Það er vist aö Siguröur Haraldsson verður Val góður liðsauki i sumar. Siöan hann byrjaði aö standa i markinu, hefur hann verið einn af okkar allra bestu mark- vörðum og verður gaman að fylgjast með honum i marki Vals i sumar. —SK Valur:IS í úrslitum í bikarnum Það verða Valsarar sem leika gegn 1S i úrslitum Bikarkeppni KKl eftir að liðið hafði burstað lélegt KR-lið i undanúrslitum i gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Vais 75: 57— eftir að staðan I leikhiéi hafði verið 32:26 fyrir Val en Valsmenn voru yfir allan leikinn. Það er greinilegt að það er eitthvað meira en litiö aö i herbúðum KR- inga um þessar mundir. Menn botna bara ekkert I þvi hversu frammi- staðan er léleg. Það er vist að liðið verður að taka sig mikið á ef það ætlar sér að sigra UMFN i úrslitunum i 1. deild þann 28. þessa mánaðar. Torfi Magnússon var bestur Valsmanna i gærkvöldi og skoraöi 24 stig. Rick Hockenos skoraði 21 stig. Jón Sigurðsson og Andrew Piazza skoruðu mest fyrir KR eða 16 stig hvor. Einar Bollason skoraði 11 stig. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valur Halldórsson og Kristbjörn Albertsson. SK Sómi Islands... Fallegar, vandaðar og hentugar innréttingar frá JP eru eins og svo margur annar innlendur iðnaður sannkallaður „sömi Is- lands”. Við bjóðum þér upp á 21 möguleika á útliti og verði. Það er þitt að velja en við erum ávallt til þjónustu reiðubúnir ef þú þarft á aðstoð að halda. Að þessu sinni bendum við sérstaklega á klæðaskápa og gull- fallegar innihurðir, auk þess sem við minnum að sjálfsogðu á eldhúsinnréttingarnar, sem hafa farið sannkallaða sigurför um landið sið- ustu mánuðipa. eldhús fataskápar baðskápar sólbekkir innihurðir viðarklæðningar Líttu við, skoðaðu úrvalið! Gleymduekki að við höfum bæðireynsluna.... og fagmennina. JP innréttingar Skeifan 7 - Reykjavfk - Simar 83913 — 31113

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.