Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mars 1978 «» RÖNDÓTTUR VANILLAÍS MEÐ PI=RUBRAGÐI verður haldinn i Bjarkarási við Stjörnu- gróf, fimmtudaginn30. mars n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. Lagabreytingar. önnur mál. Fjölmennið. l| Stjórn Styrktarfélags vangefinna. 25 ár liðin frá stofnun Þj óðv ar narflokks íslands Hinn 15. mars 1953 var Þjóðvarnarflokkur íslands stof naður og eru því rétt 25 ár siðan það var. Flokkur- inn, sem beinlínis var stofnaður til að berjast gegn erlendri hersetu á Is- landi, hafði þó nokkur á- hrif í íslenskum stjórnmál- um um skeið, en 10 árum eftir stofnun hans má segja að hann hafi verið allur. Gils Guðmundsson alþingismaður var einn að- alforystumaður Þjóðvarn- arf lokksins og ásamt Bergi Sigurb jörnssyni þing- maður hans árin 1953—1956. Þjóðviljinn gekk á fund Gils og bað hann að rifja lítils háttar upp aðdragandann að stofnun flokksins og starf hans í íslenskum stjórn- málum. — Hvernig var aðdragandinn að stofnun Þióðvarnarflokksins, Gils? — Það má segja að þegar frótt- ir tóku að berast um kröfur Bandarikjamanna um herstöðvar til langs tima á Islandi haustið 1945 hafi myndast andstöðuhópur sem stðð utan við þá stjórn- málaflokka sem þá störfuðu. Sósialistaflokkurinn tók að visu strax harða andstöðu gegn öllum slikum hugmyndum um erlendar herstöðvar og einnig ýmsir for- ystumenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins,en þó var vit- reiðubúnir til að ganga til flokks- stofnunar þá. — En hvernig stóð á þvi að þeir voru tilbúnir til þess tveimur ár- um seinna? — Vikublaðið Frjáls þjóð byrj- aði að koma út i september 1952 og stofnun Þjóðvarnarflokksins i mars 1953 var i beinu framhaldi áf þeim hljómgrunni sem for- stöðumenn Frjálsrar þjóðar töldu sig hafa fengið. Þó ekki væru bein tengsl milli Þjóðvarnarfélags Reykjavikur og flokksins, þá voru þau töluverð samt, og flestir for- ystumenn þess urðu stofnendur Þjóðvarnarflokks Islands. legan þátt i stjórnmálastarfsemi áður og það varð strax ljóst að liðsmenn komu fyrst og fremst úr þremur áttum. I fyrsta lagi var á- berandi mikið af ungu fólki sem var að kjósa i fyrsta sinn, i öðru lagi var nokkur hópur sem hafði áður kosið Framsóknarflokkinn og taldi sig enn vera i þeim flokk en var mjög óánægður með sam- starf hans við Sjálfstæðisflokkinn þar sem allt fór fram eftir helm- ingaskiptareglu,þar á meðal her- mangið. I þriðja lagi var hópur sem hafði áður kosið Sósialista- flokkinn en taldi nauðsyn á þvi, ef von ætti að vera um áraijgur, að Spjallað við GILS GUÐMUNDSSON, sem var bæði þingmaður og formaður flokksins að.að þar voru viða skiptar skoð- anir þegar frá upphafi. Það má segja að vissu leyti að þessi and- stöðuhópur hafi staðið að blaðinu Útsýn sem Finnbogi Rútur Valdi- marsson ritstýrði á árunum 1945 og 1946, en á næstu árum, eftir að deildan um aðild tslands að At- lantshafsbandalaginu reis, þá var stofnað Þjóðvarnarfélag Reykja- vikur sem hafði þann megintil- gang að sameina menn án tillits til stjórnmálaflokka gegn er- lendri ásælni. Þetta félag gaf út blaðið Þjóðvörn um nokkurra missera skeið,en svo dofnaði yfir þessum félagsskap, og tilraunir sem gerðar voru árið 1951, þegar herinn kom, til að lifga félagið við báru ekki umtalsverðan árangur. Forystumennirnir voru ekki — Hverjir voru aðalhvata- mennirnir? — Þeir voru fyrstu ritstjórar Frjálsrar þjóðar, þeir Valdimar Jóhannsson 1 Iðunni, og Bergur Sigurbjörnsson, ásamt mér, Arn- óri Sigurjónssyni og Þórhalli Vil- mundarsyni. Ég held að ég nefni ekki fleiri nöfn. — Voru menntamenn mjög á- berandi i Þjóðvarnarflokknum? — Já. Andstaðan gegn hersetu- hugmyndum og Atlantshafs- bandalaginu var til að mynda mjög sterk innan Háskóla Islands og i ýmsum öðrum skólum. — En hverjir voru kjósendur ykkar? — Enginn af stofnendum Þjóð- varnarflokksins hafði tekið veru- MÖNDLU S® MEÐ EKTA CALIFORNÍU MÖNDftjM JÞiRÐÞiRBGRJk IS MEÐ MULDUM JARÐARBERJUM % W Kjori oris upp risi annað stjórnmálaafl sem væri óháð þeim flokki. — Enafhverjugastþút.d. ekki starfað með Sósialistaflokknum sem var eindregið á móti hersetu og Atlantshafsbandalaginu? — Hin beinu flokkslegu tengsl sem Sósialistaflokkurinn hafði með ýmsu móti við Kommúnista- flokk Sovétrikjana og aðra kommúnistaflokka voru þess valdandi að ég taldi mig ekki geta starfað þar. — Nú ert þú þingmaður Al- þýðubandalagsins sem starfar i beinu framhaldi af Sósialista- flokknum. Hafa þessi tengsl sem þú ræðir um rofnað? — 1 fyrsta lagi var Alþýðu- bandalagið allt frá þvi það var stofnað 1956 og til 1968 ekki form- legur stjórnmálaflokkur, heldur kosningabandalag tveggja aðila og siðar þriggja aðila eftir að ég og fleiri Þjóðvarnarmenn komu til samstarfs árið 1963,og eftir að Alþýðubandalagið er stofnað sem formlegur flokkur hefur það ekki verið tengt neinum erlendum stjórnmálaflokki eða samtökum. — Hvar og hvenær var Þjóð- varnarflokkurinn sterkastur? —- Flokkurinn var öflugastur 1 Reykjavik og þar fengum við 1 þingmann kjörinn og 1 uppbóta- mann i alþingiskosningunum 1953. 1 bæjarstjórnarkosningum 1954 jókst fylgið frá þvi sem verið hafði árið áður og þá fengum við bæjarfulltrúa i Reykjavik, Vest- mannaeyjum og eitthvað viðar. Annars höfðum við einkum fylgi Gils Guðmundsson alþingismaöur. utan Reykjavikur á Norðurlandi og Austurlandi. — En hver voru áhrif þessa flokks á þjóðmálapólitikina þegar þú litur til baka? —- Þau ár sem við höfðum menn á þingi var mjög eindregin hægristjórn,þannig að við vorum i harðri stjórnarandstöðu. Hin beinu áhrif voru sjálfsagt aug- ljósust i sambandi við herstöðva- málið og koma liklega hvað ljós- ast fram i samþykkt sem gerð var á alþingi fyrir kosningar 1956 þegar bæði forystumenn Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins sáu sig tilneydda til að sam- þykkja — að visu með loðnu orða- lagi — tillögu þess efnis að herinn ætti að fara. Andstaðan var svo mikil gegn hersetunni i þeirra eigin flokkum, og sú ógnun sem þeir töldu standa af Þjóðvarnar- flokknum tel ég að hafi ráðið úr- slitum um þessa samþykkt. Það er að visu vitað að samþykktinni var ekki fylgt fram eftir kosning- ar og er þvi erfitt að meta gagnið af henni. Þó held ég segja megi að allt frá þessum tima hafi Bandarikjamönnum verið ljósara en áður að það gat komið að þvi — jafnvel fyrirvaralitið — að her- stöðvasamningnum yrði sagt upp. Einnig kann tilvist Þjóð- varnarSskksins að hafa haft áhrif á að ekkert varð úr áformum sem uppi voru nokkuð lengi um fleiri herstöðvar og meiri vigbúnað hér á landi. — En hver var stefna i>jóð- varnarflokksins i öðrum málum? — Mikið var rætt um það innan flokksins hvar hann ætti að skipa sér og urðu menn sammála um að hann ætti að skipa sér vinstra megin i stjórnmálum. 1 stefnu- skrá hans var kveðið á um að Þjóðvarnaflokkurinn aðhylltist frjálslynda sósialdemókratiska stefnu. — Og hvar liggur nú það fylgi sem Þjóðvarnarflokkurinn fékk? — Ég held að það megi segja að það liggi heldur vinstra megin i pólitikinni. — GFr AÐALFUNDUR Styrktarfélags vangefinna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.