Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 16
16S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mars 1978 Smálistarsafnið í Mijas ambus ruggustólar,— ambus hillur — ambus stólar — ambus borö — litað eða bæsað brúnt. Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A/ simi 86112. Nýkomin bambushúsgögn Fáanlegt i birki Opið kl. 9-12 laugardag fyrir páska Sjö undur veraldar máluA á venjulegan tannstöngul. Alltaf öðru hvoru er maður minntur á þá staðreynd að mennirnír eru eins misjafnir og þeir eru margir. En stundum gengur fram af manni, einkum þegar eitthvert mannaverk ber fyrir augu sem er fjarlægast imyndun hins venjulega manns. Það er til að mynda ekki að furða þótt mann reki í rogastans þegar fyrir augun bera listaverk, sem eru svo smá, að þau er ekki hægt að greina með berum augum, heldur verður annað hvort að horfa á þau í gagnum stækkunar- gler eða jafnvel smásjá! Spánn hefur um árabil verið vinsælasti sumarlcyfisdvalar- staður þeirra íslendinga sem sækja til sólarlanda, og sólar- ströndin, Costa del sol, vinsæl- asti dvalarstaðurinn með ferðamannabæinn Torremolin- os. sem aðal-dvalarstað. Þaðan er svo hægt aö heimsækja fjöl- marga fagra og skemmtilega staði viðsvegar i Andalusiu og jafnvel viðar. En skammt frá Torremolinos, svona um það bil 15 km. i suður- átt, er litið og geysilega fallegt þorp sem heitir Mijas. Það stendur hátt uppi fjallshlið og er dæmigert andalúsiskt sveita- þorp, og það sem meira er um vert, þvi hefur verið haldið litið breyttu, þrátt fyrir vaxandi að- sókn ferðamanna neðan frá ströndinni. Margt væri hægt að skrifa um þetta þorp, m.a. það að þar hafa verið teknar marg- ar senur i kvikmyndir sem hafa átt að gerast i Andalúsiu á Spáni. En það var ekki beinlinis þetta þorp sem hér átti að fjalla um, heldur stórmerkilegt mini- ature listasafn sem þar er, eða smálistarsafn eins og segja mætti á islensku, og þetta smá- listarsafn er það fyrsta sinnar tegundar i heiminum og er það kennt við eiganda þess sem heitir Max. Þarna er hvert lista- Þurrkað mannshöfuð af hvftum manni sem Jibaros-indfánar drápu og sem er til sýnis i smálistarsafninu i Mijas. ' Bæjarskrifstofur iHafnarfjarðar Hafnarfjörður - kjörskrá Kjörskrárgögn til bæjarstjórnarkosninga 28. mai 1978, liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni, Strandgötu 6, Hafnarfirði, alla virka daga nema laugar- daga frá 28. þ.m. til 25. april n.k. kl. 9.30 til 15.30. Kærur yfir kjörskránni skulu komn- ar til skrifstofu bæjarstjóra eigi siðar en 6. mai, n.k. Hafnarfirði 20. mars 1978. Bæjarstjóri. Fatahengi Þessi mynd er stækkuð upp 15 sinnum,þannig að hún er Iraun ekki nema rúmir 6 millimetrar á lengd og 3 á hæð. Þar eru flugur klæddar í föt og síðasta kvöldmáltíðin er máluð á títuprjónshaus verkið öðru fallegra,en þau eiga það öll sameiginlegt að vera svo litil að trauðla er hægt að skoða með berum augum, heldur verður að nota stækkunargler og i einstaka tilfellum smásjá til að skoða þau. Þarna eru mörg málverk máluö á tituprjónshausa, m.a. andlitsmynd af Lincoln fyrrum forseta Bandarikjanna, og verö- ur að skoða þá mynd i gegnum smásjá, svo og málverk af hinu fræga málverki da Vinci, Siðasta kvöldmáltiðin. Þarna má sjá Sjö undur veraldar máluð á venjulegan tannstöngul og ballettdansmær skorna út i tannstöngul úr filabeini. Þarna má lika sjá margskonar smá- flugur klæddar i föt og fleira i þeim dúr. Þarna er lika til ein- stæður hlutur, sem er þurrkað mannshöfuð af hvitum manni sem Jibaros - indiánar drápu, tóku af höfuðið og þurrkuðu. Þetta er eina þurrkaða manns- höfuðið sem til er i heiminum. Þorpið Mijas, sem þetta ein- stæða safn er i, stendur beint fyrir ofan bæinn Fuengerola, sem margir Islendingar hafa dvalið i eða komið til. Það væri sannarlega athugandi fyrir þá tslendinga sem fara til Torre- molinos á Costa del sol á sumri komanda að skreppa uppi Mijas og skoða þetta einstæða safn; það verður einginn svikinn al þvi. —S.dói

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.