Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mars 1978 Erindf Ása í Bæ um daginn og veginn: Ási i Bæ. Teikning: Ragnar Lár. KLOFIN ÞIÓÐ EN GÓÐUR SIÓR Góðir áheyrendur. A jólaföstu þrumaði maður nokkur úr þessum ræðustól um þá geigvænlegu spillingu sem rikti á landi hér og boðaði ragnarök ef ekki linnti. Og um áramót hlustaði ég á presta sem létu reiðinnar raust á okkur dynja og tóku svo djúpt i árinni að krafta- verk og aðeins kraftaverk gæti bjargað þjóðinni frá glötun. Þess- ir menn voru heitir og sárir og röktu fyrir okkur þá váboða,sem þeim þótti iskyggilegastir, og þvi miður, maður varö að samþykkja flest sem þeir sögðu. Og samt. Botninn var suður i Borgarfirði. Það er ákaflega eftirtektarvert og sýnir kannski betur en flest annað hvar við stöndum, að þeir sem fjallað hafa um þessi mál i ræðusem ritihafa forðastað leita skýringa eins og þær kynnu að vera geislavirkar. Hefur þetta spllingarfargan dottið yfir okkur bara svona einhvernveginn, reikum við i myrkri vantrúar eins og prestarnir segja eða er þá okkar fræga islendingseðli ekki beysnara en svo, að það þoli ekki trukkið þegar á reynir. Hvað veldur þvi,að við sem grétum með regninu á Þingvöllum ’44 erum orðin að þeirri kjötkássu sem nefnist islensk þjóð á þessari stund? Þau eru sjálfsagt mörg klóökin sem liggja í dikið, en ef nefna ætti eina orsök annari fremur, þá er ég ekki i neinum vafa um hver yrði fyrirferðar- mest; það er dvöl bandarikjahers i landinu. Stillið ykkur.gæðingar, ég ætla ekki að fara að kyrja yfir ykkur Island úr Nató og herinn burt. Við skulum rabba saman i bróðerni. En hér er þó rétt að skjóta þvi inn að þeirsem þykjast þekkja best til hermála á þessum misserum telja ekki hættu á að heimseldur brjótist út nema fyrir slys af þeirri einföldu ástæðu að risa veldastrið myndi senda hnattkrilið okkar beint til helvitis og þá þyrfti enginn um sárt að binda, hvorki á Miðnesheiði, i Kalamasú né á bökkum Bækal- vatns. Sundruð smáþjóð grotnar Ef mannkynið ætlar að komast af og leysa sin hrikalegu vanda- mál þá gerist það ekki með hernaði hvað sem þeir glamra Langi Lúns, Sússlov eða Kúó Feng... En sleppum þvi, leyfum blessuðum mönnunum að trúa þvi að dátagreyin á Reykjanesskag- anum hafi úrslitaþýðingu fyrir afkomu vestrænnar menningar og þvi verði kaninn að dvelja hér innangarðs um ófyrirsjáanlega framtið. En þá skulu þeir hinir sömu menn gera það upp við sig hvað það kostar að hafa varðliða stjörnufánans i landinu. Nú, spyr einhver, hvað höfum við ekki grætt á hernum? Jú, einhverjir hafa troðið Ut veskin sin og ég að minnsta kosti öfunda þá ekki af þeim gróða, en spurning er, höfum við grætt, hefur fslenska þjóðin auðgast á hersetunni? Enginn mælir móti þvi, að her- stöðvarmálið sé og hafi verið mesta misklíðarefni með þjóð- inni allt frá sturlungaöld. í þessu falli skiptir ekki máii hvort 55 þúsund eru með og 46 þúsund móti, hlutföllifl hafa aldrei verið mæld. Þjóðfn er nógu k4o/fin tfl þess að hér býr ekki lengur ein þjóð i þeim s4dta4ngi setn áður var og það er mergurinu máteins. Einu sinni var sagí : Sendum út á sextugt dýúp s«ndurlyfld4s- fjafldann. t þá daga skiidu menn að sundruð smáþjóð kemst ekki af, hún grotnar niðtwr. Það er sem sagt min skoðun að flestar þær meinsemdir sem nú hrjá okkur megi leynt eða ljóst rekja tíl her- setunnar og á ég þé hvorki við hass eða hór eða það sutíumbuii kringum völlifln sem við sáum í sjónvarpinu i gærkvökJi, heldur þá þjóðarsundrungu sem her- setan hefur vaidið. Við náum aldrei sarnan um neitt sem máh skiptir, erum út og suður, otum okkar totum, eigum ekkert sam- eiginlegt eitthvað sem hét ’44 að vera tslendingur.og sumum finnst þaðekki lengur eftirsóknarvert... Ógæfa Grænlendinga var sú að Dönum tókst að ljúga að þeim aö alU þeirra, trú, siðir, atvinnu- Éwtfeír, artbnraamfétagi*, öðrum oröum lif þefyra i landinu um þúsundir ára hafi verið nauða ómerkilegt skitabras samanborið við den hpje dartske Kultúr. Þeir voruekki lengur inúk, ekki menn, heldur hundar Dana, og munaöi ekki nema einum að þeir yrðu aldauða og raunar tvisýnt um líf þeirra ennþá." Sömusögueraðsegja af frænd- um þeirra, rauðskinnum Vestur- álfu, hundruðum þjóða sem lifaö höfðu sinu eigin lifi um árþúsund- ir, en féllu fyrir byssum en þó fyrst og fremst lygum og svikum hvita villimannsins. Þeir misstu trúna á sjálfasig. Það er vandi að vera smár. Venjulegt fólk og fornar dyggðir Nú gæti verið fróðlegt að velta þvi fyrir sér hvað það er sem gerir einstaklinga að þjóð, en það hefur flækst fyrir meiri mönnum enmér. Éggætiþósagt örlitiðfrá æskuumhverfi minu. öil viðskipti almennings fóru fram munnlega; hjá mínu fólki var kvittun eins- konar fyrirlitlegt skeinisblað, sá sem ekki stóð við orð sin var ein- faldlega afskrifaður, ég heyrði aldrei minnst á slikt fólk i æsku minni, það var ekki umtals hæft. Brellur, einsog þegar bróðir seldi bróður hland fyrir brennivin og sagði um leið: vertu vel að þvi kominn, bróðir, það heyrði ekki undir ómennsku heldur var krydd daglegs lifs. Einhver mesta raun afa mins var að sækja til sveitarinnar hálfa tunnu af kjöti i tiu manna heimili þegar illa áraðúog þó svo hann borgaði þetta við fyrstu hentugleika, sveií) undan þvi, mannlegt stolt hafði sett niður. Marga stund á nóttu sem degi var hann ræstur út til ái) gera við eitt og annað sem aflaga fór i fiski- flotanum og ekki alltaf greitt að verðleikum, en það skipti engu máli. Að geta hjálpað fiski- mönnunum að komast á miðin, það var hamingja. Gestrisnin var þannig að kona nokkur minu fólki óviðkomandi var gestur i' húsi afa mins i 17 ár án þess að nokkurn- tima væri spurt hvenær orlofi hennar lyki. Hálfgildings upp- eldissonur afa hefði heldur látið negla sig á tré en segja ósatt orð og var þó piælskumaður. Hann var fyrsti umtalsverði verkalýðs- foringi Eyjanna en yfirforingi hans var Kristfit1, einkanlega þegar hann rak hyskið Ut Ur musterinu. Afi var alinn upp hjá afa sínum iAuraseli, ögmundi galdramanni sem veitti vötnum til heilla fyrir bændur, en var einnig þeirrar náttúru að hann varð blár sem nótt ef hann sá litilmagna órétti beittan og lagði þá á illmennið ef svo bar undir. En þetta fdlk mitt haföi einn voðalegan gatta, það kunni ekki að græða peninga eða sánka að sér eignum, það var iíkt og þvi fyndist efeki tafca þvl að standa I sveleiðisstússi þessa fáu Hfdaga sem því voru gefnir. En það hafði gaman af sterýtnum köiium og að smiða báta og syngja og leika, og veiðimenflska á sjó og landi var þvf I bióð borta. Ég er aðtate utn venjutegt fóHk og fornar dyggðir og hetd þvl fram að meginþorri þjéðarinnar hafi verið óápilltur og heiðartegur á Þingvölium ’44. En á þessum 34 árum faefur orðið stöktíbreyting og liður nú varla sá degur að efeki berist fregnir af sóðalegustu afbrofcum einstaklinga og hópa. En þá lyftist fyrst sfeörin ef rétt rqtnist að obbinn af fiskifletanum sé til- kominn með stórsvindii, og er gullið dæmi um siðferðisþrótt einkaframtaksins svo maður ekki tali um eftiriit bankanna og var ekki á bætandi á þeirra raunir. Jafnvel blessuö þjóðkirkjan er orðin að akáifeaskjóii miLjúna - Nei, dæmin eru of mörg til að verða rakin hér, og grunar þó suma að við stöndum við ris hol- skeflunnar en ekki fall. Og samt ættum við ekki að undrast, þetta spillingarástand er nákvæmlega það sem mörg okkar bestu skáld hafa varað okkur við frá fyrstu dögum hernáms og gera enn, og mætti þar tilnefna ekki ómerkari höfunda en Halldór Laxness, Jó- hannes úr Kötlum, Jón Helgason, Guðmund Böðvarsson, Stein Steinarr, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Jakobinu Sigurðardóttur, Svövu Jakobsdóttur,Þorsteinfrá Hamri auk skara yngri manna. Meðan þjóðin mókti i hungurdvala erlendrar kúgunar þótti henni gott að hlusta á brýningarraddir skálda sinna; nú dottar hún við imbakassann og græðgin marg- visleg situr i fyrirrúmi fyrir þjóðarheill. Og þið sem teljið orð min svartsýnisraus skuluð hyggja að þvi, að sjálfsánægja leiðir til falls. Hvern hefði grunað 1262 að tslendingar ættu framunan sjö alda áþján myrkurs og niðurlæg- ingar? Og hvern hefði órað fyrir þviá Þingvöllum ’44 að aronskan væri orðin að fyrsta boðorði ársins 1978? „Þótt borgir standi I báli og beitt sé eitri og stáli þá skiptir mestu máli að maður græði á þvi”, sagði skáldiö. Hafi ég á annað borö rétt fyrir mér er herkostnaður ofekar orðinn of mikiH nú þegar. En hvar stöndum við að öðrum 34 áru«i liðnum eða segjum 64 árutn iiðnum? Vill ein- hver svara þvi? CU-áaJJk wUk afclrw Nei, vrð þurf»m ekfeá aronsku hetdur einiflgu og reisn, við verð- um með eiBtwerjum réðum að brjótast út úr þessum vitahring sufldrungariflnar, og hygg ég að öflflur smærri mál svo sem verð- bóiga leysist, kannsfci ekki af sjálfu sér.en með lagi. Ég held tii að þjóðareifl ing sé aíger fersend a þess að við leysum landheigis- mátið. Nú, erum við ekki búin að leysa það? Jú, viö höfwn unnið stríðið við útlendingana, en við eigum hitt eftir sem erfiöara er, það er strið- ið viðokkur sjálf.Viö teljum okk- ur með gáfuðustu þjóöum heims — það er lfldega þessvegna sem við stefnum að’ þvi að koma 100 skufcfcoguruta á miðifl — einmitt nærri er gengið fiskistofnunum. Mér er sagt að þessi nýju skip hafi togkraft og afkastagetu á við 4—5 nýsköpunartogara, svo þegar allt er komið i kring höfum við sem svarar 4—500 siðutogara á miðunum, sem þaráofan skafa hvaða botn sem vera skal og taka fiskinn uppi sjó ef þeir ná honum ekki við botn. Auk þess bætist svo við togbátaflotinn á grunnmiðum. Slikur gereyðingarmáttur hef- ur aldrei fyrr leikið lausum hala um tslands mið. Fróðir telja að hér hafi sjaldan verið fleiri en 200—250 togarar að jafnaði og þó hefur tvisvar á þessari öld stapp- aðnærri ördeyðu á miðunum, það eru striðstimabilin 1918 og 1939 til 45 sem þar björguðu mestu, allur erlendi flotinn hvarf af miðunum og fiskurinn fékk frið til að hryggna og dafna. Nú þegar stappar við ördeyðu i þriðja sinn er ráðsnilli okkar fólgin i þvi að hleypa 100 „bestu fiskiskipum heims” i leifarnar. Ollu eru tak- mörk sett. Litum til suðurlandsmiða, þau eru eyðimörk, þessi gullkista sem áður var, og af hverju, af þvi að búið er að skarka á þeim gegnd- arlaust i aldarfjórðung. Þarna er landhelgin 3—4 mllur allt frá Reykjanesi austur I Lónsbugt og engin kringum Vestmannaeyjar svo þar má toga uppi i kálgarða og er tii háborinnar skammar fyrir alta aðilfja. Nú, meðan eitt- hvað var að fó, sótti obbinn af minni togskipum (og netabátum) á þessi mið árið út og árið inn og útkoman er þessi eyðiflaörk. Afl- inn sem nú fæst á þeseu svæði er tiikominn fyrir glfurlega sókfl og austur veiðarfæra og harðnar þó sifeilt á dalflUffi. Og þyr-fti nú margt að segja i senn. Hraðfrystihúsamenn sunn- aniaflds iáta svo sem það sé fyrir einhver óhöpp að illa gangi að reka húsin; ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú að fiskur er þorrinn á þessu svæði,og satt að segjahef ég at'drei vitað þá sömu menn hafa frumkv æði um verfld- un eða friðun. Ég veit ab hór er hægar um að taia en i að rata, en það viH nú svo vel til að áratugur er iiðinn siðan lagt«ar tii við bæj- arstjórn Vestmannaeyja að þar yrði kölluö saman ráðstefna lun vandamál þessara miða, þvl til voru þeir sem þóttust sjá hvert stefudi, en þá var ekki hlustað á iitla kalla fremur en endranær, en öslað áfram i blindni liðandi sfundar. Það er ekkert nema hutt a* frarflkw kmH aMkt 4 I súöurlandsmiðum, ég man þá tið aö svo til hvert vor fylltust Eyja- mið af smáþorski. Sumarið 1956 var samfeld torfa af uppvaxandi þorski allt frá Dyrhólaey vestur fyrir Jökulsá og má nærri geta hvort hann hefur ekki verið viöar á grunnsævi. En það var fleira i sjónum en þorskur, það var lika ýsa. Fyrir hana var einnarmilu útfærslan 1952 gifurlega þýðingarmikil, enda var þá alger friöun innan 4- mllnamarkanna, svo þegar við bættist útfærslan i 12 mllur 1958 þá gerðist það undur á þessum miðum að þau bókstaflega fyllt- ust af ýsu,og kom á daginn að við þessi skilyrði náði hún stærð sem slagaöi uppi meðalþorsk. A þess- um árum var algengt að fá 5—7 lesta afla á meðal-mótorbátslinu yfir haustmánuðina og dæmi um 10—12 lesta afla, daglegt að tveir menn á trillu fengu 2—3 lestir i róðri. Það mætti nota það núna. Um 1960 var ýsustofhinn orðinn þvilíkur að ég fullyrði að annar eins hefur aldrei verið við landið á okkar dögum. Ég veigra mér við að lýsa þvi hvernig aflakóngarnir gengu frá þessum stofni á árunum 1960—65, það var morð; nei.það var gereyð- ingarherferð. Ýsan safnaðist i geysistórar torfur á loðnutimann, smá og stór af uppeldisstöðvun- um,og þeir köstuðu nótum sinum á þetta og fengu allt uppi 100 lestir i kasti og fyrir nú utan það sem flaut út úr nótunum svo sjór var hvitur af smáseiðum, þá fór allt uppundir helmingur i mjölverk- smiðjurnar af þvi sem barst á land.Dæmi: 6.marsl965 bárustá land — þá var allur sildarflotinn við þessa iðju — bárust á land i Eyjum 2700 lestir af ýsu, það eru góðir tiu togarafarmar á einum degi,og 700—800 lestir fóru i m jöl, og hefði veriðfróðlegt að telja það kóðsem þannig fór i kvarnirnar i stað þess að vaxa, þó ekki væri nema til hryggningaraldurs... Besti sjór í heimi Ég er ekki að minnast á þessa sársaukafullu geðbilun til að vekja athygli á dramatiskum hæfileikum minum,heldur til að sýna fram á afleiðingar sundr- ungar og stjórnleysis þar sem lið- andi stund er allt, framtiðin ekki til.... ogég óttast að þessi hugsun- arháttur sé enn við lýði og kunni að koma betur i ljós eftir þvi sem samkeppnin harðnar um þær bröndur er enn synda um sjáv- ardjúpin. Fiskifræðingarnir þögðu um ýsudrápið, en það mega þeir eiga, aðþeir eru á góð- úm vegi með aö bjarga suður- landssildinni, og tillögur þeirra um fiskvernd og fiskveiðar að mig minnir fyrir þrem árum eru þær skynsamlegustu sem enn hafa komið fram. En þeim var hafnað af hagsmunaástæðum; hver otaði sínum tota og enginn vildi sleppa neinu, smáskitleg hreppapóiítik sat I íyrirrúmi fyr- ir þjóðarhagsmunum. En það er einmitt friðun sildarinnar sem visar okkur leiðina um hvað hægt er að gera ef við högum okkur eins og menn. Af reynslu minniþykist ég geta fullyrt að með þvi að nota skyn- seminagætumviöáörfóum árum komið upp glæsilegum ýsustofai við suðurströndina. Og þó ég nefai suðurlandsmið, þá er ég einflig sannfærður um að mibin gefca gefið okkur nægan fisk ef við notum skynsemina attt umhverfí6 landið. Ennþá bryddir ekki & nein um marfeverðum róðstöfutwm gagnvart ofekur sjálfum og hver höndin uppámóti armarri um hvaðgeraskuli. Það yrði of iangt mál að fara útt hvað ég teidi hyggilegast a.m.k. sunnaniands og visast að aðrir k-unni mér betri ráð. En þeirri fuHyrðiflgu ætia ég að bæta við,að ef við höldum á- fpam sem horfir, verða fleiri mið enþau sunnanlands orðin aðeyði- mörkum áður en langt um liður. Við eigum kannski eidri besta land i heimi,þö það sé tígnarlegt, en við eigum besta sjó i heimi, fiskimið sem gætu gert okkur kleift að lifa með sóma i landinu. Ég treysti á að unga kynslóðin finni þá leið til þjóðareiningar sem þarf til,að svo megi verða. (Fyrirsagnir og millifyrirsagn- te m ÞjétMtjflm) sfáffl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.