Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 23
Fim mtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 sjönv&rp Maðurinn sem sveik Barrabas Að kvöldi föstudagsins langa verður leikrit dr. Jakobs Jónssonar, ,,Maðurinn sem sveik Barrabas", frumsýnt í sjónvarpi. Þetta er fyrsta leikritið, sem tekið er í litum í sjónvarpssal. Leikurinn gerist i Jerúsalem og nágrenni á timabilinu milli pálmasunnudags og föstudags- ins langa. Leikritið var upphaf- lega samiö sem útvarpsleikrit, en höfundurinn hefur endur- samiö þaö fyrir sjónvarp. Leikstjóri er Siguröur Karls- son, og meö helstu hlutverk fara Þráinn Karlsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Jón Hjartarson og Arnar Jónsson. Tónlist er eft- ir Elias Daviösson og leikmynd og búningar eftir Jón Þórisson. Arnar Jónsson (t.v.) I hlutverki Abidans og Jón Hjartarson sem Efraim. Styrktarfélag vangefinna 20 ára: Erindi og umræður um mál vangefínna í dag, skirdag, veröur þess minnst i útvarpinu kl. 16.25, aö 20 ár eru liöin frá stofnun Styrktarfélags vangefinna i Reykjavik. Sigriöur Ingimars- dóttir húsmóöir, sem er einn af stofnendum félagsins, mun flytja erindi um þróun málefna vangefinna hér á landi. Sigriöur sagöi, aö ekki væri hægt að flytja tæmandi erindi um svo yfirgripsmikiö mál á 20 min., en hún kvaöst myndu rekja sögu málefna vangefinna I stórum dráttum. Sigriöur sagöi aö hún hæfist eiginlega ekki fyrr en 1930, er heimiliö aö Sólheim- um i Grimsnesi var stofnaö. Siðan mun hún rekja lagasetn- ingar i sambandi við vangefna. Sigriöur hefur verið mjög virkur félagi i Styrktarfélagi vangefinna og var ritari stjórnarinnar i 17 ár. A eftir erindi Sigriöar eru um- áHHl Sigriöur Ingimarsdóttir ræöur, sem Kári Jónasson fréttamaöur stjórnar. Þar ræðast viö Gréta Bachmann forstöðumaöur að Bjarkarási og Hrefna Haraldsdóttir forstööu- maöur að Lyngási, Bjarni Kristjánsson kennari Sólborg á Akureyri, Pétur Þorgilsson sölumaður og Asa Kristinsdóttir húsmóöir. Vegna 20 ára afmælisins hafa undanfariö veriö þættir i útvarpi um málefni vangefinna. Síöasta erindiö veröur á 2. i páskum. Þá flytur Jóhann Guömundsson læknir erindi um þátt foreldranna. Þá stendur um þessar mundir yfir aö Kjarvalsstööum sýning- in Viljinn i verki, sem er sýning á verkum vangefinna. Einnig er komiö út timarit Styrktarfélags vangefinna, og fæst ritiö á Kjarvalsstööum og á skrifstofu styrktarfélagsins. Gömul tónlist á gítar og flautu 1 kvöld kl. 22.10 leika Snorri Örn Snorrason og Camilia Söderberg gamla tónlist á gitar og flautu. Upptakan var gerö á tónleikum i Bústaðakirkju 11. febrúar sl. Snorri örn Snorrason gitar- leikari lauk flugmannsprófi áriö 1970, en ákvaö þá aö snúa sér al- farið að tónlistinni og hóf nám i Tónlistarháskólanum i Vin. Þar stundaði hann nám i gitarleik i 5 ár, auk náms i tónlistarsögu, tónfræöi og fleiri greinum. Aöur en Snorri hélt utan til náms i klassiskum gitarleik, haföi hann um árabil leikiö danstónlist i Reykjavik, m.a. i hljómsveit- inni Orion, þar sem Sigrún Haröardóttir var söngkona. Snorri hefur undanfariö stundað framhaldsnám i Basel i Sviss. Eiginkona Snorra, Camilla Söderberg, er af sænskum ætt- um, en ólst upp i Austurriki og hlaut menntun sina i Tónlistar- háskólanum i Vinarborg. Hún stundar nú framhaldsnám i Schola Cantorum. Konungsefnín - sídari hluti i kvöld kiukkan átta verður fluttur siðari hluti ieikritsins „Konungsefnin’’ eftir Henrik Ibsen. Þýðandi er Þorsteinn Gislason, en Gisli Halldórsson annaðist leikstjórn. Meö stærstu hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Rúrik Ilaraidsson, Jón Aðils, Sigurður Skúlason, Erlingur Gislason og Guðrún Asmundsdóttir. t fyrri hluta leiksins sagði frá þvi að Hákon Hákonarson er kjörinn til konungs i Noregi. Skúli jarl telur sig ekki siöur réttborinn til þjóöhöföingja, og Nikulás Arnason biskup i Osló hvetur hann til aö hopa hvergi. Biskupinn hefur orðið fyrir margs kyns vonbrigöum og mótlæti á langri ævi. Biturleiki hans kemur fram i refsskap og illgirni. A banasænginni lætur hann Skúla brenna bréf, sem heföi getaö sannaö rétt hans til konungdóms. Þá hefur Hákon gert Skúla aö hertoga og vill greinilega allt til vinna að ekki komi til innanlandsófriöar. En Nikulás biskup hefur þegar boriö eld aö bálkestinum. sýning aó Kjarvalsstöóum 18.-27 mars 78 dagskná: Skírdagur 23.3 Kl. 3 Lúðrasveit leikur (ef veður leyfir) Kvikmyndasýning Kl. 8.30 Háskólakórinn syngur Sýningin opin frá kl. 2-10 e.h. Föstudagurinn langi 24.3 Lokað Laugardagur 25.3 Kt. 5 Kvikmyndasýning. Kl. 8.30 Nemendur úr öldutúnsskóla syngja. Sýningin opin frá kl. 2-10 e.h. Páskadagur 26.3 Kl. 5 Telpnakór úr Garðabæ syngur og Söngflokkurinn Hljómeyki flytur nokkur lög Kl. 8.30 Upplestur, Guðrún Ásmundsdóttir les Sýninqin ooin frá kl. 3-10 e.h. Annar í páskum Síðasti daaur svninqarinnar Kl. 5 Brúðuleikhús Kl. 8 Jónas Þórir leikur á orgel Sýningin opin frá kl. 2-10 e.h. AKRANES— AKRANES Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 1978 liggur frammi til sýnis á Bæjarskrif- stofunni, Kirkjubraut8, frá 28. mars til 25. april n.k. Bæjarstjóri. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtiiboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.