Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
„Þess vegna er uppstokkun hlutverka á heimili og i
samfélaginu ekki siður hagsmuna- og réttindamál
karlmanna en kvenna, svo ég tali nú ekki um börnin,
Þaö er beinlinis forsenda eölilegrar lifshamingju.
Gunnlaugur
Astgeirsson
Ljónid í veginum
A þessum áratug hefur ný
mannréttindahreyfing vaxiö til
töluveröra áhrifa hér á landi og
viða annarsstaðar. Athyglin hef-
ur einkum beinst aö misrétti
kynjanna. Fram i dagsljósiö eru
dregin og skýrð þau samfélagsöfl
sem mestu ráða um misréttið.
Reynt er að vekja konur til vit-
undar um stöðu sina og hlutskipti
og þær, og reyndar allir góöir
menn, hvött til baráttu fyrir jafn-
rétti á öllum vigstöðvum. Margt
hefur áunnist þó æðispölur sé á
leiðarenda, sé hann þá til.
Meðalannars hefur það áunnist
að æ fleiri gera sér grein fyrir þvi
hversu stórpólitisk skólamál og
uppeldismál eru. Hver eru áhrif
þeirra á lif einstaklinganna,
tengsl þeirra við hagsmuni ráð-
andi afla i kapitalisku samfélagi
og þar með afgerandi áhrif á for-
sendur jafnréttisástands. Það er
nefnilega alls ekkert einkamál
eins eða neins hvernig uppeldis-
skilyrði samfélagið býr sínum
börnum. Þar fléttast f jölskyldan,
heimilið, skólinn, atvinna, efna-
hagslif osfrv. saman I eina órófa
heild, þar sem hver þáttur er öór-
um háður og breyting eins hefur
áhrif á hina.
Það er þvi langt frá að sköpun
jafnréttis sé einfalt mál eöa því
verði náð með einöngruðum að-
gerðum á afmörkuðum sviöum
þjóðlífsins.
Fjölskyldan
Fjölskyldan hefur gjörbreyst á
þessari öld. Stórfjölskyldan þar
sem framfærsla, uppeldi, mennt-
un og þjónusta fóru fram á heim-
ilinu eða i nánum tengslum við
það er horfin. Þessum hlutverk-
um hefur verið skipt niður á
ýmsar aöskildar stofnanir og
kjarnaf jölskylduna. Rikjandi
verkaskipting innan fjölskyld-
unnar er að karlmaðurinn sér um
„fyrirvinnuhlutverkið” en konan
um uppeldi og þjónustu. Þessi
skipting gildir yfirleitt þó konur
sæki út á vinnumarkað, sem
60-70% giftra kvenna gera. Þá er
litið á laun þeirra sem aukagetu,
útivinnan er timabundið ástand
þangað til „ástandið batnar” og
þeim er enn ætlað að gegna
uppeldis-og þjónustuhlutverkinu.
Þessi staða er algerlega óvið-
unandi. Einkanlega vegna þess
að einskorðun og einangrun hlut-
verka af þessu tagi fullnægir
enganveginn þeim mannlegu
grundvallarþörfum sem eru
forsendur mannsæihandi lifs^
lifshamingju og lifsfyllingar.
Við erum mótuð frá vöggu til
grafar til þess að gegna ákveðn-
um kynhlutverkum sem þjóna
hagsmunum efnahagslifsins án
nokkurs tillits til lifsþarfa
manneskjunnar.
Ef meiningin er að halda i
eitthvert form kjarnafjölskyld-
unnar (sem er reyndar spurning
útaf fyrir sig) veröur að stokka
algjörlega upp hlutverkaskipt-
ingu innan hennar ef jafnrétti á
að nást.
Uppeldinu verður að skipta
milli beggja foreldra og uppeldis-
stofnana. Barnier nauðsynlegt að
bindast nánum tilfinningatengsl-
um við fleiri en einn, annað er
beinlinis skaðlegt, bæði foreldr-
um og börnum. Barnaheimili og
skólar eru jafn nauðsynleg végna
þess, að i nútimasamfélagi er
fjölskyldan og heimiliö ófær um
að sinna öllum þeim uppeldis-
þáttum sem börn eiga rétt á að
njóta.
Fyrirvinnuhlutverkinu verður
að skipta, en það krefst breytinga
á vinnutilhögun 1 þjóðfélaginu
þannig að atvinnureksturinn mið-
ist við þarfir fólksins en ekki
öfugt.
Þjónustuhlutverkinu þarf
einnig að skipta upp, ekki þannig
aðkarlmenn vaski upp og ryksugi
tilað friða slæma s.ámvisku, held-
ur þannig að allir heimilismenn
séu færir um að sinna öllum
lágmarksþörfum heim-
ilishaldsins og geri það.
Þetta eru allt forsendur jafn-
rétíis á heimili og þær eru reynd-
ar miklu fleiri. Ef það err rétt
sem segir i' leikritinu um Þórð
járnsmið i Landssmiðjunni að
„fjölskyldan væri útungunarstöð
bæði fyrir harðstjóra og
tásleikjur” (bls. 81) og rætur
mannlegrar óhamingju og mis-
réttis liggi þar, I þeirri mótun
sem þar fer fram, þá er það ekki
endilegaf jölskyldansem sliksem
veldur, heldur valdakerfið innan
hennar. Þessvegna hlýtur breyt-
ing þess kerfis, sem er afleiðing
hlutverkaskiptingarinnar, að
vera eitt meginverkefnið i jafn-
réttisbaráttunni. En þar eru
mörg ljón á veginum.
Ljóniö
Ein stærstu ljónin eru sú
karlimynd ogkvenimynd sem við
erum öll mótuð eftir. Látum
kvenimyndina Uggja milli hluta
en vikjum ögn að karlimynd
okkar (það var nú reyndar þetta
sem greinin átti að fjalla um).
Karlmenn gangast mjög upp i
sinu hlutverkúÞeir eru stórir og
sterkir, ef ekki likamlega,þá and-
lega. Þeir eru fyrirvinnurnar sem
eiga að s já vel fyrir sér og sinum.
Þeir stjórna atvinnulifinu^
menningarlifinu og þjóðlifinu
öllu. Þeir standa i eldlinu lifsbar-
áttunnar og eru i rauninni hetjur i
anda íslendingasagna sem eiga
frumkvæði, áræði, þor og atorku
til að takast á við þau vandamál
sem við er að glima. Hetjan er
köld og lætur sér bregða við fátt
og það er af og frá að hún láti sjá
þær tilfinningar sem kunna að
ólga i vikingablóðinu bláa (séu
þær ekki með öllu dauðar). Það er
kannski I lagi að veita konum
einhverja hlutdeild i hetjuskapn-
um rétteins og að sinna heimilis-
störfum og uppeldi með þvi að
vaska upp og ryksuga. En það
veröur að vera i hófi svo ekki
verði, gengisfelling á Jietjunni
sjálfri, þvi gengisfellingar eru
vondar og leysa engan vanda.
Þessir karlkomplexar eða
karlremban eru að sjálfsögðu af-
leiðingar mótunar fjölskyldu,
skóla og samfélags. En þeir eru
lika afleiðing þeirra mannlegu
eiginleika sem karlmenn verða
að bæla samkvæmt kröfu
Bikúlsins (sjá Egill Egilsson:
Karlmenn tveggja tima). Það að
gangast upp i að vera það sem
maður er ekkúen þykist vera, er-
afleiðing þess að maður fær ekki
eða getur ekki verið það sem
maður er.
011 erum við manneskjur með
margbrotna hæfileika og
eiginleika sem alls ekki fá að
njóta sin i njörvaðri og
einangraðri hlutverkaskiptingu.
Karlár og konur hafa jafn mikla
þörf fyrir náin mannleg sam-
skipti og að fá athafnaþörf sinni
fullnægt.
Þessvegna er röskun og
uppstokkun hlutverka á heimili
og i samfélaginu ekki siöur hags-
muna- og réttindamál karlmanna
en kvenna, svo ég tali nú ekki um
börnin. Það er beinlinis forsenda
eðiilegrar lifshamingju.
Scalaóperan 200 ára
Hefúr átt storniasama sögu
A þessu ári er þess
minnst meö margvislegum
hætti aö frægasta ópera
heims/ La Scala i Mílanó# á
tvö hundruð ára afmæli. A
afmælisárinu eru sýndar
tuttugu óperur. Þar af eru
átta uppfærslur nýjar. Auk
þess verða fluttir sextán
tónleikar og átta ballettar.
Enn þann dag i dag verða til
sögur af sterkum viðbrögöum
áheyrenda, sem láta sig ekki
muna um að æpa söngvara niður
ef að þeim likar ekki frammi-
staða þeirra. Nú fyrir skemmstu
þoldi bandarisk söngkona, Shir-
ley Verett, ekki mátið og fór heim
áður en samningstima hennar
væri lokið — hún var orðin þreytt
á að biöa eftir þvi hvorir heföu
betur i áheyrendasalnum, aðdá-
endur hennar eða andstæðingar.
Blaðið Corriera della Sera
hneykslaðist mjög og talaöi um
skammarlega hegðun áheyrenda,
sem höguðu sér rétt eins og þeir
væru á knattspyrnuvelli. En það
var ekki rétt hjá blaðinu, að slik
hegðun væri einsdæmi.
Þegar Madame Butterfly var
Toscanini kom mjOg viO sOg*
hinnar frægu óperu.
frumsýnd 1904 hreyttu andstæð-
ingar höfundarins, Puccinis,
klámi og svivirðingum yfir söng-
konuna sem fór með aðalhlut-
verkiö. Ari áður hafði Toscanini,
sem þá var kornungur, en mjög
efnilegur hljómsveitarstjóri, lent
i útistöðum viö áheyrendur, og
neitaði aö koma fram fyrir þann
Tökum að okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum pg vönum
mönnum.
Trésmíðaverkstæðið
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613
lýð I þrjú ár. Þegar óperan
Mefistofele eftir Boito var frum-
sýnd 1868 kom til slagsmála á göt-
um úti i Milanó, og lögreglan varð
að loka óperunni eftir þrjár sýn-
ingar.
Sprengjur og eggjakast
La Scala átti i ýmsum útistöð-
um við fasistastjórn Mussolinis,
m.a. vegna þess, að aðalhljóm-
sveitarstjórinn, Toscanini, neit-
aði að leika fasistasönginn
Giovinezza. A striðsárunum varð
óperuhúsið fyrir sprengjukasti,
en viðgerð var fljótt lokið eftir
striö, og hófust sýningar aftur
1956.
La Scala hefur reyndar komiö
mjög við sögu italskra stjórn-
mála. Meðan norðurhluti ítaliu
var enn á valdi Austurrikis á 19.
öld, urðu óperur Verdis, sem
mjög eru tendar þessu húsi, mik-
ill þSttur i italskri þjóöernisvakn-
ingu. A hinum heitu dögum upp-
reisnar æskunnar fyrir um það bil
tiu árum, réðust stúdentar á
skartbúna frumsýningargesti
með eggjum og málningu.
Nýir starfshættir
Siðan þá hefur ýmislegt breyst I
starfsháttum La Scala. Forstjóri
er nú Carlo Maria Badini, sem er
S&ialisti, en nú um skeið hafa
sósialistar og kommúnistar
stjórnað Milanó i sameiningu.
Badini hefur #ýnt þvi verulegan
áhuga að gera La Scala aögengi-
legri alþýðu manna. 1 fyrra lét
hann t.d. selja meira en 100 þús-
und sérstaka afsláttarmiða til
verkamanna og stúdenta fyrir
sem svarar 1200 krónum — en
annars hafa ódýrustu miðar kost-
að allt frá 4000 krónum og til 30
þús. króna (bestu sæti á frumsýn-
ingu).
Badini kveðst vilja sanna aö só-
sialismi þýöi ekki jöfnun niöur á
við heldur upp á við. Og ætlar
hann að fjölga afsláttarmiðum
enn að miklum mun.
Þesst ópera hefur lifaft af Napóleon, Habsborgara, Mussolini og
sprengjur breska flughersins.
Skólafulltrúi
Staða skólafulltrúa i Kópavogi et hér með
auglýst laus til umsóknar. Staðan verður
veitt frá 1. mai 1978. Umsóknarfrestur er
til 15. april 1978.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu-
blöðum til undirritaðs, sem einnig veitir
nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn i Kópavogi