Þjóðviljinn - 23.03.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. mars 1978 1>JÓÐVILJINN — SIÐA 3
Helgi og
Haukur
í topp-
baráttunni
Haukur Angantýsson geröi
sér litiö fyrir i 6. umferö í lands-
liösflokki á skákþingi Islands og
sigraöi islandsmeistarann Jón
L. Árnason og geröi þar meö
vonir Jóns um aö verja titilinn
afar litlar. önnur úrslit uröu
sem hér segir.
Helgi Ólafsson vann Þóri
Ólafsson, Jóhann Hjartarson
vann Braga Halldórsson, Björn
Sigurjónsson vann Sigurö Jóns-
son og Jóhann Orn vann Ásgeir
Arnason. Margeir Pétursson og
Björgvin Viglundsson geröu
jafntefli.
Helgi Ólafsson og Haukur
Angantýsson berjast á toppn-
um, Helgi meö 5,5 v. og Haukur
5,0 eftir 6 umferöir.
Þessi mynd var tekin þegar 6. umferö fór fram. Fremst á myndinni eru þeir Helgi Ólafsson t.v. og Þórir ólafsson en i horninu fjærst sæer
ibakiö á Jóni L. þar sem hann teflir viö Hauk Angantýsson. (Ljósm.- eik-)
Páskar í Reykiavík
Þeim f jölgar alltaf sem
yfirgefa borgarlandið um
páskana, enda hefur oft
heyrst að ekkert sé leiðin-
legra en að vera í
Reykjavik á páskum og um
verslunarmannahelgi, þótt
ólíku sé saman jafnað.
Fyrir þá sem eru stað-
ráðnir í að vera í bænum og
nota þessa fridaga til að
lyfta sér upp eftir því sem
tækifæri gefst tókum við
saman snöggsoðinn lista
yfir helstu skemmtanir,
bíó, leikhús og sýningar
sem menn geta stytt sér
stundir við þessa daga.
Sýningar
Kjarvalsstaöir: Þar standa nú
yfir 4 sýningar, misstórar og fjöl-
breyttar, „eitthvaö fyrir alla,”
eins og sagt er. t Austursalnum er
Kjarvalssýning, i Vestursalnum
er sýning i tilefni af 20 ára afmæli
Styrktarfélags vangefinna „Vilj-
inn I verki”. Þar má kynnast
þróun i málefnum vangefinna i
máli og myndum, vinnu vistfólks
á heimilum vangefinna og siöast
en ekki sist málefninu sjálfu. Aö
sýningunni standa öll heimiii
vangefinna i landinu, Öskju-
hliöarskóli, Þroskaþjálfaskóli
Islands og Landssamtökin
Þroskahjálp.
Þetta er fyrsta sýning sinnar
tegundar hér á landi, en henni
lýkur eftir páska.
Á göngum Kjarvalsstaöa eru
tvær sýningar. Magnús Tómas-
son, myndlistarm aöur sýnir
„Sinámuni” unna á árunum 1967-
1972 i sýningarkössum við kaffi-
stofuna og bandariska listakonan
Linda SchUpper sýnir handunnin
bútateppi.
Kjarvalsstaöir veröa lokaöir á
föstudaginn langa, á páskadag er
opiö frá 25-22, en aöra daga frá 14-
22.
Norræna húsiö: Þar standa yfir
tvær sýningar, sem báöar tengj-
ast börnum og þroska þeirra. 1
samkomusal og anddyri Norræna
hússins er „Börnin og
umhverfið”, sýning sem Kven-
félagasamband Islands efnir til.
Uppistaða sýningarinnar er norsk
farandsýning, en Fóstrufélag
tslands hefur einnig sett þar upp
leikfangasýningu og leikhorn og
brúöuleikhús Jóns Guðmunds-
ssonar og Leikbrúðulands mun
stutta gestum á barnsaldri stund-
irnar.
1 kjallara Norræna hússins er
sýning á myndiö barna á ýmsum
þroskastigum, „Meö augum
barns” Þessi sýning er á vegum
Féiags islenskra sérkennara og
þar má lita teikningar og mynd-
verk eftir börn úr 14 skólum og
stofnunum á höfuðborgar-
svæöinu.
Norræna húsiö er lokað á föstu-
daginn langa og á páskadag, en
aöra daga er opiö frá 15-18 i kjall-
ara en frá 14-19 I anddyri og
samkomusal. Báöum sýning-
unum lýkur eftir páska.
Þjóöm injasafniö: 1 Bogasal
Þjóðminjasafnsins stendur yfir
sýning á verkum Sigurjóns ólafs-
sonar myndhöggvara og Þor-
valdar Skúlasonar málara.
Bogasálurinn er opinn alla daga
frá kl. 14-19.
Þjóöminjasafniö og Listasafniö
er lokaö á föstudaginn langa og
báöa páskadagana, en er opiö
aöra daga frá 13.30-16.
Leikhús
Leikhúsin eru opin á skirdag og
annan í páskum. Hina dagana eru
engar sýningar.
Þjóðleikhúsiö sýnir öskubusku
kl. 15, Kátu ekkjuna kl. 20 og
Fröken Margréti kl. 20.30 báöa
dagana.
Leikfélag Reykjavikur sýnir
Skáld-Rósukl. 20.30 báöa dagana.
N e m end aleikhúsiö sýnir
Fansjenkl. 20.30 i Lindarbæ báöa
dagana.
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir
Mjallhvitkl. 15 báöa dagana.
Bíó
Kvikmyndahúsin eru lokið .
nema á skirdag og annan I
páskum.
Iláskólabió sýnir Slönguegg
Bergmans.Myndin gerist i Berlin
1923 og fjallar um lif ungrar
kabaréttdansmeyjar og mágs
hennar i óöaverðbólgu og
upplausnarþjóðfélagi þess tima.
Liv Ullman og David Carradine
leika aöalhlutverk i þessari
fertugustu, en um leið nýjustu
mynd Ingmars Bergmans.
Tónabíósýnir þrefalda Óskars-
verölaunamynd Rocky.sem fjall-
ar um lélegan hnefaleikara sem
er keyptur til að tapa fyrir heims-
meistaranum i greininni. Aöal-
leikari er Sylvester Stallone.
1 Austurbæjarbiói veröur sýnd
bandariska myndin Orca the
Killer Whale.Myndin er glæný og
fjallar um baráttu hvalveiðiskip-
stjóra viö manndrápshval.
Laugarásbió sýnir Flugstööin
’77.Myndin fjallar um kapphlaup
manna: auökýfings og ræningja,
um aö ná farmi þotu sem hrapaði
yfir sjó og liggur á sjávarbotni.
Aðalhlutverk leika Jack
Lemmon, Lee Grant, Olivia de
Havilland og James Stewart.
1 Gamla bíóiveröur sýnd Týnda
risaeðlan, gamanmynd fyrir alla
fjölskylduna. Aöalhlutverk leika
Peter Ustinow og Hellen Hayes.
I Nýja bióiverður sýnd gaman-
mynd sem nefist Mother, Jugs
and Speed. Aðalhlutverk leika
Bill Crosby Harvey Keitel og
Raquel Welch.
I Stjörnubió er kúrekamynd,
Bittu I byssukúluna. Aöalhlutverk
leika Gene Hackman, og Candice
Bergen.
1 Hafnarbiói og Regnboganum
kennir margra grasa. 1 Hafnar-
biói er læknamynd meö hinum
vinsæla „sjónvarpslæknanema”
Barry Evens. Myndin er sögð
hressileg og djörf.
Papillon, meö félögum Steve
McQueen og Dustin Hoffman
verður sýnd áfram i A-sal regn-
bogans.
í B-salnum veröa sýndar Dýra-
læknisraunir.en í hlutverki dýra-
læknisins er önnur sjónvarps-
stjarna, John Alderton.
1 C-sal verður haldiö áfram að
sýna Næturvöröinn meö þeim
Framhald á bls. 25