Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 1
PIÚÐVIUINN
Laugardagur 13. mail978 — 43. árg. 98. tbl.
AUKABLAÐ I DAG
60.000 EINTÖK
Aukablaö Þjóðviljans um efnahags-og atvinnumál kemur út I
60 þúsund eintökum i dag og verður dreift umhelgina i Reykjavik
og nágrannabyggðum. Flokksfélagar Alþýðubandalagsins eru
hvattir til að bregðast vel við beiðnum flokksmiðstöðvanna um
aðstoð við dreifingu á blaðinu. Aukablaðið fer einnig út um land
og verður dreift þar einhvern allra næstu daga.
Alþýðubandalagid
Reykjavik
Borgar-
mál
’78
Innlegg í blaöið
í dag
Alþýðubandalagið er stærsti
andstöðuflokkur íhaldsins i
borgarstjórn. Eflum Alþýðu-
bandalagið og höfnum
sjónarmiðum einkagróða og
kiíkuskapar.
Reykjavik er höfuðstaður
islands. Höfnum hreppa-
sjónarmiðum, eflum félags-
hyggju og gerum höfuðstað-
inn aðlaðandi öllu mannlifi.
Reykjavikurborg ber að hafa
frumkvæði i og forystu um
byggingu nýrra framleiðslu-
fyrirtækja, en ekki stefna at-
vinnulifi borgarinnar i voöa
með aðgerðarleysi eins og
undanfarin ár.
Aiþýðubandalagið leggur
áherslu á jafnan atvinnurétt
allra manna. Þeir sem hafa
skerta vinnugetu vegna fötl-
unar eða aldurs eiga fullan
rétt á atvinnu engu siður en
fullhraustir menn.
X-G
Svavar Gestsson.ritstjóri
Frá hinum fjölmenna félagsfundi Alþýðubandalagsins I Reykjavik á Hótel Sögu i fyrrakvöld. Þar var
framboðslisti félagsins i Reykjavik tii þingkosninga samþykktur og stefnuskrá i borgarmálum endan-
lega afgreidd.
SVAVAR GESTSSON, efsti maður á lista Alþýðu
bandalagsins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna:
Nú er lag til
að vinna sigur
A fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík i fyrra-
kvöld flutti Svavar Gestsson ritstjóri ræðu um
meginviðfangsefni stjórnmálanna á þessu kosn-
ingavori. Svavar skipar sem kunnugt er efsta sætið
á framboðslista Alþýðubandalagsins i Reykjavik
við þingkosningarnar.
Svavar Gestsson ræddi þaö
hvernig áhrif bandarisks og al-
þjóðlegs fjármálavalds i islensk-
um efnahagsmálum hófust með
hersetunni, og að herinn er helsti
tengiliður islensku valdstéttar-
innar við erlent auðvald. Hægri
stjórnin hefur flækt islenskan
þjóðarbúskap i neti erlendrar
SNORRÍ IÓNSSON, varaforseti ASI:
Látum ekki sundra
samstöðunni
— Það er í sjálf u sér litið
um samningafundina að
segja. Staðan er svo flókin
að varla verður um lausn
að ræða nema höggvið
verði með einhverjum
hætti á hnútinn/ sagði
Snorri Jónsson# vara-
forseti ASí/ i viðtali við
Þjóðviljann. Tveir tveggja
tíma sáttafundir voru
haldnir hjá sáttasemjara í
gær með 10 manna nefnd
ASÍ og fulltrúum
Verkamannasambands Is-
lands. Næst eru fulltrúar
ASí og VMSÍ boðaðir til
fundar með atvinnu-
rekendum hjá sátta-
semjara ríkisins á mið-
vikudag.
— Við setjum tvö grundvallar-
skilyrði fyrir einhverskonar
samkomulagi. Annars vegar að
Ekkert sunnudagsblað
Vegna hefðbundins fridags prentara kemur sunnudagsblaö
Þjóðviljans ekki út. Næsta tölublað Þjóöviljans kemur út á mið-
vikudag.
verðbætur komi á kauptaxta og
hinsvegar að launaleiðréttingin
nái til það mikils hluta af félögum
ASl að yfirleitt sé nokkur glóra að
hvika frá kröfunni um samn-
ingana i gildi yfir linuna, sagði
Snorri.
Forsætisráðherra hefur látið i
það skina að rikistjórnin vilji að
launaleiðrétting komi á heildar-
launen það þýðir að það fólk sem
vinnur hörðustum höndum
myrkranna á milli við að bjarga
þjóða rverðm ætum verður
afskipt. Og atvinnurekendur fá
afslátt frá nætur- og helgidaga-
vinnu. Verslunarfólk og Iðjufólk
sem vinnur reglulegan vinnudag
kann að geta fallist á útreikn-
ingaraðferð þessa, en augljóslega
er hér verið að gera enn eina til-
raunina til þess að sundra sam-
stöðu launafólks. En við munum
Snorri Jousson. Við munum
standa fast á okkar hlut.
standa fast á okkar hlut sagði
Snorri Jonsson, varaforseti ASt
, að lokum. — e.k.h.
skuldasöfnunar og erlendrar ráð-
gjafar, en gegn þeirri óþjóðlegu
efnahagsstefnu teflir Alþýðu-
bandalagið nú sinni islensku at-
vinnustefnu. Sú stefna hefur það
að miði að bæta lifskjör fólksins
og snúast gegn þvi markaðskerfi
sem verkalýðshreyfingin á nú i
höggi við.
Svavar minnti á gengna braut
sósialista og baráttumanna
verkalýðshreyfingarinnar á
tslandi og lagði áherslu á það
hlutverk Alþýðubandalagsmanna
að halda áfram á þeirri braut og
hvika ekki frá settum markmið-
um. Árið 1942 unnust sigrar sem
hreyfingin og þjóðin i heild hefur
búið að allar götur siðan. Nú á
þessu vori er lag til þess að bæta
ávinningana frá 1942 enn frekar
svo að straumhvörfum valdi. Til
þess þarf að knésetja stjornmála-
öfl borgarstéttarinnar og fella
rikisstjórnina frá völdum. Eina
leiðin til slikra gerbreytinga er
skýr og ótviræður sigur Alþýðu-.
bandalagsins i komandi kosning-
um, sagði Svavar Gestsson. Þá
væri lagður grundvöllur að valdi
fólksins sjálfs yfir framleiðslu-
tækjunum. sjálfstæði þjóðarinnar
tryggt og sköpuð skilyrði til al-
hliða menningarlegrar fram-
sóknar. —h
Við hálfnað
skeið — Ámi
Bergmann ræðir
við Sigurð
A. Magnússon
SJÁ OPNU