Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 31 landi, þar sem borgaraleg hugmyndafrædi er nær allsráðandi i öllum fjölmiðlum, er það varla til of mikils mælst, að það eina málgagn sósialista, sem einhverri útbreiðslu hefur náð fylgi yfirlýstri stefnu sinni og standi við hana. Briet Héöinsdóttir, leikari Að taka afstööu Mikið eiga þeir, sem aðhyllast lifsskoðun sósialismans, Bertolt Brecht að þakka. Jafnvel heimsfrægð og alþjóðleg viöur- kenning hefur ekki megnað að slæva vopn hans. 1 hvert sinn, sem verk hans sjást á islensku leiksviði, eiga menningarvitar borgarablaðanna bágt með að dylja gremju sina, komma- skröttunum til óblandinnar skemmtunar. Þótt þessir gagn- rýnendur tali i öðru orðinu um hinn „mikla leikhúsmann”(Ó.J. IDbl.), og viðurkenni: „Margt er vel gert I þessu leik- riti” (J.H. i Mbl.), svo enginn haldi nú að þeir séu alveg óupp- lýstir þá kveinka þeir sér sáran undan viðhorfum skáldsins, sem auðvitað eru eindregið 'sósialisk og þykjast ekki vera neitt annað. Þvi reyna þeir Jóhann og Ólafur aö finna leik- þætti Brechts, sem Þjóðleikhús- ið sýnir um þessar mundir, allt til foráttu, að sjálfsögðu undir yfirskini listræns gildismats. ,,Þó er áróðurskeimurinn verk- inu enginn lyftistöng” kvartar Jóhann, og ólafur tekur i sama streng: lifsskoöun skáldsins „seturleiknum óneitanlega ansi þröngar skorður”,að hans mati. En viö slikum sjónarmiðum og engum öðrum er að búast, frá þessum vigstöðvum, og nenni ég ekki að ræða þau hér. o 0 o Á hinu hafa mér lengi leikið landmunir að vita, hvernig Þjóðviljinn getur sætt sig viö skrif leiklistargagnrýnanda sins, Sverris Hólmarssonar. Ég mun ekki vera ein um þá skoð- un, að lesendur Þjóðviljans eigi nokkra heimtingu á þvi, að i blaði þeirra, sé fjallað um listir, sem og önnur efni, frá sósialisku sjónarhorni. í landi, þar sem borgaraleg hugmyndafræði er nær allsráðandi i öllum fjölmiðlum, er það varla til of mikils mælst, að það málgagn sósialista, sem einhverri út- breiöslu hefur náð, fylgi yfir- lýstri stefnu sinni og standi við hana. Forráðamönnum blaösins til glöggvunar á þvi, hvað ég á við með listgagnrýni frá sósialisku sjónarmiði, bendi ég þeim á kvikmynda- umsagnir Ingibjargar Haralds dóttur, sem, að minu viti, fullnægir þeirri kröfu með ágætum. Hvort sem lesandinn er sammála henni eða ekki, þarf hann aldrei að fara i grafgötur um að þar heldur sósialisti á penna, og hin þöglu skoðana- skipti lesanda og greinahöfund- ar fara einatt fram á þeim grundvelli. Slikt er sjaldgæft gaman við lestur á islensku. En leiklistargagnrýnandi sama blaðs er illu heilli svo gegnsýrð- ur af smáborgaralegum hugs- unarhætti og listskilningi, að hann er löngu búinn að ganga fram af öllu róttækara leikhús- fólki og leikhúsunnendum. Þessari fullyrðingu gæti ég nefnt fjölmörg dæmi til stuön- ings, en af tillitssemi við pláss- leysi blaðsins á kosningavori, ætla ég að láta nægja að leggja út af einni klausu i leikdómi Sverris um Vopn frú Carrar, 10 mai sl. Hún hljóðar svo: „Hér er allt sett fram i hvitu og svörtu, og þótt átökin I verkinu séu vissu- lega sterk og leidd fram af mikl- um krafti þá læðist engu að slð- ur aö manni sú hugsun að þetta hafi nú ekki verið alveg svona einfalt. Góðu mennirnir voru ekki alveg svona góöir og vondu mennirnir ekki alveg svona vondir. En þetta verk er samið 1937 mitt I tilfinningahita borg- arastyrjaldar... og það var eng- in von aö Brecht skrifaði öðru- vísi á þeim tlma”. Þessi klausa er athygli verð. Hún einkennist af þeirri borg- aralegu hugmyndafræöi, sem löngum hefur sett mark sitt á skrif S.H. Hverjir eru „góðu mennirnir” og hverjir þeir „vondu” I leikritinu? Líklegast þykir mér, að S.H. telji, að þeir „góðu” séu, að mati Brechts, það alþýðufók á Spáni, sem barðist meö löglegri rlkisstjórn landsins, en hinir „vondu” séu þá fasistarnir, sem hrifsuðu völdin i langvinnri, harðvltugri styrjöld við þá fyrrnefndu. Nú birtist að visu alls enginn fasisti á leiksviöinu I þessu verki (og raunar aöeins einn maöur, Pedro, bróðir Teresu, sem hægt væri aö gruna um aö vera marxisti). Hin „sterku átök”, sem S.H. kannast við aö komi fram I leikritinu, eiga sér þvi alls ekki stað milli hinna „góðu” og „vondu” þ.e. stjórnarsinna og fasista, heldur milli „góöa” fólksins innbyrðis* þegar betur er að gáð, eru það átök milli friðar- og hlutleysissinna á aðra hönd og hinna strlðandi sósíalista borgarastyrjaldar- innar á hinn bóginn: -átök milli bróður og systur. En mér er fyr- irmunað aö skilja, á hvaða forsendum S.H. heldur þvi fram, aö þessi átök séu öll „sett fram I hvitu og svörtu”. Þvert á móti lýsir Brecht uppgjafar- stefnu Teresu af djúpri samúð og skörpu sálfræðilegu innsæi. Maður hennar hefur gripið til vopna gegn fasistum, óspart eggjaöur af eldhuganum, konu sinni. Þegar hann er svo borinn inn til hennar liðið lik, yfirbug- ast hún af sektarkennd. Þessi kaþólska alþýöukona leitar þá til sálusorgara sins i neyð sinni. Presturinn styrkir hana i þeirri trú að réttast sé aö halda aö sér höndum framvegis: „þú skalt ekki mann deyða”. Þessi prest- ur er hreinasti fulltrúi friðar- sinna i verkinu, en þvi fer fjarri aö hann sé málaöur i „svörtu”. ööru nær: hann er sýndur sem blásnauöur þjónn og hjálpar- hella sóknarbarna sinna og heil- indi hans hvergi dregin i efa, þótt Pedro geri hann rökþrota með raunsæju mati sinu á að- stæðum. Lýsingin á Pedro, sem óvéfengjanlega er málpipa höf- undar, er ekki lýsing á „hvit- um” engli, svo óvæginn og skilningslaus sem hann er á kvöl systur sinnar, — og Brecht hlífist heldur ekki við að lýsa vigamóð stráksins, José, sem barnaskap, áhrifagirni gagn- vart umhverfinu og tilraun til aö brjótast undan heimilisaga. Er þetta að setja allt fram „i hvitu og svörtu”? o O o En afstaða Brechts er ljós. Höfundur leikritsins, sem fjall- ar um nauðsyn þess að taka afstöðu, er óhræddur við aö taka afstöðu sjálfur. Þvi miður, segir skáldið okkur, þvi miður leyfist okkur ekki að elska friöinn hvaö sem það kostar, — þegar til kastanna kemur er slik stefna beinn stuðningur við óvini okk- ar. Og gott væri, ef S.H.sjálfur, og raunar Þjóöviljinn lika, vildu taka þennan boðskap til alvar- legrar Ihugunar. En togstreitan i Teresu, milli réttlætiskenndar hennar annars vegar og við- bjóðs hennar á blóðsúthelling- um og sektarkennd hins vegar, er sársaukafyllri en svo, að skynsemisrök bróður hennar hrini á henni. Það er ekki fyrr enhún -alsaklaus i þetta sinn - er svipt frumburði sinum, að henni, kaþólikkanum, finnst hún hafa friðþægt fyrir hlutdeild sina I dauöa manns sins. Rauði fáninn, sem hún reif fyrir stundu, er þar með færður henni að nýju, að hennar eigin sögn: loksins er hún frjáls að þvi að hlýöa þeirri sannfæringu, sem henni er eiginleg. Er það þessi leiklausn, sem S.H. finnst svona „einföld”? Heldur hann, aö þeir ótöldu sósialistar út um allan heim, sem enn i dag neyðast til aö berjast meö vopnum fyrir rétti sinum, i trássi við eölilegan viðbjóð sinn á manndrápum — heldur S.H. virkilega, að þeir menn lifi átök þessarar mót- sagnar i sjálfum sér sem „ein- falt” vandamál?! Hitt er aftur laukrétt hjá S.H., að Brecht reynir meö engu orði að verja gerðir „vondu mann- anna”, fasistanna, sem voka ósýnilegir yfir leiknum allan timann — kolsvartir .'Þetta eru ekki manneskjur, þetta er óþverri” skilst Teresu að lok- um, og Brecht ljær þeim alls engan málsvara. Lái honum þaö hver sem vill — samkvæmt af- stöðu sinni. Jafnvel S.H. reynir af stórmannlegu imburðarlyndi að afsaka þennan misbrest skáldsins, með þvi að visa til þeirra tima, sem leikritið er skrifað á. Nú vil ég eindregið skora á Sverri Hólmarsson, sem lifir i 40 ára fjarska frá þessum atburðum og býr auk þess yfir vitneskju um söguþróun á Spáni fram á okkar dag, að fylgja nú eftir þeirri „hugsur. sem læðist aö honum” um að „vondu mennirnir hafi ekki verið alveg svona vondir” og sýna okkur-„hvitu” hliðarn- ar á þeim. Lesendum Þjóövilj- ans þætti áreiðanlega einkar fróðlegt aö heyra, hvaöa máls- bætur skáldið hefði átt að telja fram, þeim Franco og félögum hans til réttlætingar. Og ekki efa ég, að „málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóö- frelsis” myndi athugasemda- laust koma slíkum varnarpistli á framfæri af alkunnu frjáls- lyndi sinu. Briet Héðinsdóttir. Flugferöum til Nes- kaupstaðar fækkað úr þremur í eina á viku, þrátt fyrir áköf mótmæli bæjaryfirvalda Flugleiðir hafa fækkáð flug- ferðum til Neskaupstaðar úr þreinur I eina ferð á viku og er þessi eina ferð á laugardögum. Árieg yfirfærsluheimild 350 þúsund Neskaupstaður er sem kunnugt er stærsta byggðariag á Austfjörð- um og eru Noröfirðingar mjög ó- ánægðir með þessa ákvörðun Flugleiða. r Atthagatjötur? Mjög er kreppt að þeim islend- ingum, sem hyggjast flytja úr landi og fá yfirfærsiur fyrir seld- ar eignir sinar hérlendis. Gjald- eyrisyfirvöld heimila aðeins 350 þúsund króna yfirfærslu á ári, en hins vegar er yfirfærsluheimild útlendinga, sem vinna hériendis i skemmri eða lengri tima, mun hærri. Sigurður Jóhannesson hjá Gjaldeyiseftirliti Seöiabankans tjáði Þjóðviljanum, að yfirfærsl- ur til þeirra Islendinga, sem selja eigur sinar og flytja úr landi, væru að sinu mati mjög lágar. Sem dæmi nefndi hann, aö ef tslending- ur seldi fasteign að andvirði 10 milljónir króna, fengi sá sami ekki fulla yfirfærslu á þessu fé, fyrr en eftir tæp 30 ár. Yfirfærslur á tekjum útlend- inga hér á landi eru afturámóti mun hærri, og sæta ekki neinum föstum reglum en eru háðar mati gjaldeyisyfirvalda hverju sinni. Þessir útlendingar verða aö sjálf- sögðu að hafa atvinnuleyfi i land- inu, og hafa greitt tilskilin gjöld, svo sem skatta o.s.frv. Þjóðviljinn spurði Ingibjörgu Stefa'nsdóttur hjá Gjaideyrisdeild bankanna hvernig stæöi á þessari lágu yfirfærsluupphæð, og sagði hún, að þetta mál væri ekki i höndum bankanna, heldur á- kvaröanir stjórnaryfirvalda. Það er þvi augljóst, aö margur landinn mun hugsa sig um tvisv- ar, áður en hann selur eigur sinar og flytur úr landi. Hin knappa yf- irfærsluheimiid er þvi óbein kyrr- setning á þeim Islendingum, sem hafa hug á þvi að flytjast búferl- um erlendis. í fyrravor var ferðum Flug- leiða fækkað úr þremur i tvær á viku. Bæjaryfirvöld mótmæltu þeirri ákvörðun harölega ogvoru fundir haldnir meö fulltrúum fél- agsins um málið, án annars ár- angurs en þess að ferðum var aft- ur fjölgað i þrjár sl. vetur. I vor ákváðu Flugleiðamenn svo enn að fækka ferðum og nú niður i eina á viku, þrátt fyrir i- trekuð mótmæli Norðfirðinga. Bæjarstjórn Neskaupstaðar sam- þykkti eindregin mótmæli gegn þessari ákvörðun á fundi sinum 11. april sl. Flugleiðir eru einkaleyfishafar á þessari flugleiö, en svo viröist þó sem félagiö áliti sig ekki hafa neinum skyldum að gegna. Hagnaöarsjónarmiðö ræður rikjum og þvi er borið viö, að far- þegar séu of fáir. Til samanburð- ar má geta þess, að til tsafjarðar eru farnar 14 feröir á viku. w 1 Snorri D. Halldórsson við eiti verka sinna. Snorri opnar mál- verkasýningu idag laugardaginn 13. mai opn- ar Snorri D. Halldórsson mál- verkasýningu að Hamragörðum við Hávallagötu. A sýningunni verða um 50 verk máluð I oliu — og vatnslitum. Snorri var einn af stofnendum Fristundamálarafélags Islands á fjórða áratugnum en sá félags- skapur setti á laggirnar mynd- listarskóla að Laugavegi 166 og réði til kennslustarfa þekktan skoskan málara Dr. Weitzel að nafni. A þeim fáu árum sem félagið starfaði. voru haldnar margar sýningar á þess vegum. Siðan þá hefur Snorri haldið margar einkasýningar i Reykja- vik og Vestmannaeyjum. Islenskt landslag er aðalviðfangsefni Snorra en auk hefðbundinna að- ferða treður hann nýjar slóbir með notkun ýmissa steinateg- unda i verkum sinum. Sýningin verður opin frá kl. 16 tíl 22 alla daga en henni lýkur fóstudaginn 19. þessa mánaöar. Aðgangur er ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.