Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. mal 1978. (a u 0 * A o 0 £)[?©{ féfll? •—r 7* CJ □ - . r. íslandsmótið í knattspyrnu hefst fyrir alvöru í d lag: Tvefr hörkuleikir í 1. deild Víkingar til Eyja og Blikarnir fá KA í heimsókn Segja má að knattspyrnuver- tíðinhefjistaðfullum krafti i dag, þvi tveir leikir fara fram i 1. deild. Kl. 15 hefst fyrsti leikur mótsins á grasvellinum i Vest- mannaeyjum og þaö eru aö sjálf- sögðu heimamenn sem leika gegn Viking. Stundarfjórðungi siðar, eða kl. 15,15 hefst svo leikur BreiðabliksogKAá grasvellinum i Kópavogi. Með þessum leikjum er leystur úr læðingi sá gifurlegi áhugi manna á knattspyrnunni og vist er, að bæði i Kópavogi og Vestmannaeyjum munu menn flykkjast til að sjá þessa leiki. Um leikina er ekki gott að spa' þvi eins og alkunna er getur allt gerst i knattspyrnu. Þó rennur menn i grun um að Blikarnir i Kópavogi steli báðum stigunum frá Norðanmönnum en lið KA leikur nú i fyrsta sinn i 1. deild. Breiðabliksmennhafa spjarað sig ágætlega i vorleikjunum svoköll- uðu, en hins vegar hefur litið spurst til KA — manna þó þeir séu einsog svo oft áður til alls lik- legir. Um leikinn i Eyjum er erfiðara að spa“ Eyjamenn urðu i 3. sæti i deildinni i fyrra sem teljast verð- ur ágætis árangur af liði sem kom beint uppúr 2. deild. Þeim hefur bæst liðsauki þar sem örn Óskarsson er og má telja fullvist aðhannstyrkiliðið. Hafa verður i huga að Eyjamenn hafa ekki alltaf komið sem ,,best undan vetri” ef svo má að orði komast og vist er að Vikingar láta hvergi deigan siga i Eyjum I dag enda með vel skipað lið. Þá verða 3 leikir i 2. deild. Á Melavelli leika Armannog Austri og hefst leikurinn kl. 14. I Sand- gerði leika Reynir og Þor frá Akureyri. Sá leikur hefst kl. 16. Blikarnir sjást hér fagna marki gegn ÍBK i fyrra. Fagna þeir mörkum gegn KA i dag? 7' " f <f ; •• FYRSTI GRASVALLALEIKUR SUMARSINS Breiðablik - KA leika i dag kl. 15.00 á hinum glæsilega grasvelli i Kópavogi i Islandsmóti 1. deild- ar. Komið og sjáið skemmtilegan leik við fyrsta flokks aðstæður. Fyrsti leikur KA í 1. deild. Breiðablík íslandsmótið 1. deild Keflavíkurvöllur Á þriðjudagskvöld kl. 20.00 leika ÍBK-FH Fyrsti leikur liðanna i íslandsmótinu. ÍBK Handíöa- og myndlistaskólinn: Yorsýningin um helgina Hin árlega vorsýning Mynd- lista- og handiðaskólans stendur yfir nú um hvitasunnuhelgina i húsakynnum skólans að Skipholti 1 kl. 14—22 (laugardag til mánu- dags). Þarna er til sýnis mikill fjöldi verka eftir alla nemendur skólans en þeir eru um 170. Sýna þeir 1—5 verk hver. Blaðamaður Þjóðviljans gekk ölafur Th. ólafsson er á 3ja ári i málverki og sést hér við eitt verk sitt sem er á sýningunni. Þaö er af Bensa gamla Gröndai og i bak- sýn eru m .a. Bessastaöir og sym- bólskar súlur. um skólann i gær og var þar mik- ið um aö vera. Nemendur voru að hamast við að hengja upp i öllum deildum skólans og koma verkun- um fyrir. Þess skal ennfremur getið að úrtak sýningarinnar er þessadaga og fram á mánudag á göngum Kjarvalsstaða og á Mokka, Skólavörðustig 3A. —GFr Sér upp i giniö á heljarstórum fiski sem 12 ára stelpa i barna- deild hefur mótaö i pappirsmassa Viðamesta verkið á sýningunni fyUir heilt herbergi Það er eftir þau Guðrúnu Hrönn og Guðjón i nýUstadeild og Sigriði i textildeild. Það er að miklu leyti ofið og var enn veriðaö setja þaö upp i gær en byrjað var á þvi i janúar. Hér sjást þær Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Sigriöur Guðjónsdóttir inn i verkinu en Guöjón var fjarverandi (Myndir tók Leilur) Tyrkir hóta að hætta stuðningi við Nató 12/5 — Carter Bandarikjaforseti beið mikinn ósigur á þingi f dag, er utanrikismálanefnd öldunga- deildarinnar felldi með átta at- kvæöum gegn fjórum að afletta vopnasölubanni Bandarikjanna á Tyrkland. Er þar með taliö að úti- iokað sé að vopnasölubanninu verði aflétt I ár. Bandarikjaþing setti vopna- sölubannið á Tyrki fyrir þremur árum, eftir innrás Tyrkja á Kýp- ur, en Bandarikin höfðu til þess tima vopnað tyrkneska herinn. Siöar vorunokkuratriði i banninu þó numin úr gildi, þannig aö Tyrkir gátu eftir sem áður höndl- aðnokkurtmagnaf herútbúnaði I Bandarikjunum. Bandarikja- stjórn hefur hinsvegar mistekist aö fá vopnasölubanninu aflétt al- gerlega, vegna þess að Grikkja- vinir eru áhrifamiklir i þinginu. I Bandarikjunum er allmargt manna af griskum ættum. Stuöningsmenn bannsins vilja Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.