Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. mal 1978. Laugardagur 13. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Ami Bergmann ræðir við Sigurð A. Magnússon um afdríl ljóðabóka, gamla og nýja róttækni, Nató, Sovét og krata spiliingu og lágkúru og byltingaróþreyju, erfiðasta félag landsins og eUifð í ástum og ljóðum Við hálfnað skeiðið... Við náöum I fyrsta sinn rammasamningi viö útgefendur. þar komu fram frumsmlðar þeirra. Þetta getur allt orðiö mér nokkur huggun i ellinni. En ég lærði það lika á Samvinn- unni, að íslendingar eru alveg ótrúlega viðkvæmir fyrir þvi sem þeir hafa skrifað. Mér var oft bent á, að ég hefði þurft að beita skærunum miklu meira til að koma í veg fyrir endurtekningar og málalengingar, þegar margir menn lögðu orð i belg um sama efni, en þannig var Samvinnan byggð upp eins og margir muna. En það var hægara sagt en gert að fylgja eftir skynsamlegum ráðum i þeim efnum. Uppi á púöurtunnu — Og þú hefur lika stjórnað erfiðasta félagi landsins, Rithöf- undasambandinu. — Já, það er erfiðasti hópur sem ég hefi verið I, en reyndar hefi ég aldrei verið i pólitískum flokkisvoégveitekkihvernig það er. Skýringin er sjálfsagt sú, að menn verða ekki rithöfundar nema þeir séu með einhverjum hætti „afbrigðilegir”, og það verður þvi ærinn vandi að sam- eina um 200 slikra manna i einu félagi. Það var á rithöfundaþingi 1969 að ég varpaði fram tillögu um sameiningu rithöfunda i eitt samband. Þetta var að visu sam- þykkt einróma, en reyndist af- skaplega flókið i framkvæmd þegar samninganefndir frá gömlu rithöfundafélögunum tveim þæfðu málið sin á milli. Hnúturinn varð ekki leystur nema með allsherjaratkvæða- greiðsluibáðum félögunum, en þá hlaut stofnun sambandsins um 70% atkvæða. Ég hefi verið formaður bæði gamla og svo nýja rithöfunda- sambandsins þar til ég sagði af mér á nýafstöðnu þingi. Oft hefur þetta verið eins og að sitja á púðurtunnu. En mér fannst að það væri allt annar andi á þessu siðasta þingi en stundum áður, að nú væri loksins kominn á sú ein- ing sem stefnt var aö. Það skiptir þá miklu, að nú er úr sögunni það tviveldi sem veriö hefur í fjögur ár, — annarsvegar stjórn sambandsins, hinsvegar RiÚiöf- undaráð. Nú verður ráðiö i reynd stjórnin útvikkuð. Það var ekki fyrr en rithöf- undasambandið komst á laggirn- ar aðhjólin fóru að snúast svo um munaöi I kjaramálum rithöfunda. Við höfum i fyrsta sinn fengið samning við útvarpiö sem telja má viöunandi eftir atvikum, samning við leikhúsin, Bandalag islenskra leikfélaga, Rikisútgáfu námsbóka, fyrsti rammasamn- ingurinn við útgefendur er til orð- inn, að sönnu gallaður, en mikils virði samt. — Nú hefur verið mikið deilt um það, hvernig túlka ætti starfs- svið rithöfuúdasambands, hvort það ætti eingöngu að fjalla um kjaramál i þrengri merkingu. — Já, og mér fannst til skammar, að íslenska rithöf- undasambandið var það eina á Norðurlöndum sem ekki þorði að taka afstöðu til málferla Varins lands á meðan hin samböndin öll hétu siðferðilegum og fjárhags- legum stuðningi. Ég skil ekki hvernig samtök rithöfunda geta setið hjá, þegar átök verða um rýmkað málfrelsi um þjóðfélags- mál og skuli ekki harðlega mót- mæla þessari meiðyrðalöggjöf sem við höfum i dag . Mér finnst að ritfrelsi sé ekki siður kjaramál en peningar. Fánýt viðleitni? — í lokakvæði nýrrar ljóðabók- ar þinnar er fyrst látinn koma gestur og bera fram efasemdir um skáldskapinn. Þú svarar með málsvörn fyrir ljóölistina hún sé „blómlegur garður, sem stafar frá sér angan ósegjanlegra kennda sem snerta kjarna veru okkar”. Ljóðinu lýkur svo á þessum orðum: Tómlát augu þin tjá fánýtið i viðleitni minni. Hvað viltu segja um slik loka- orð? — Við erum þannig, blaða- menn, að stundum hrýs okkur hugur við að vera sifellt að skrifa fyrir körfuna, fyrir daginn i dag. Kannski er þetta hégómaskapur. En það er með skriftir eins og kynhvötina, við viljum skilja eftir okkur afkvæmi. Þetta er þörf. Þetta er ekki þörf fyrir frægð, heldur fyrir „ófeiga athöfn” sem ég tala um á öörum stað i ljóðabókinni. Ófeig athöfn þýðir, að maður hefur gert eitt- hvaðsem skiptir einhvern nokkru máli. Um leið losnum viö ekki við sifelldar efasemdir liklega fijrum við i gröfina með sterkan grun um að allt hafi þetta veriö til einskis. En það má likja þessu viö allar ástir mannsins, þær voru kannski allar til einskis nema ein eöa tvær sem báru áþreifanlegan ávöxt. En meðan á þeim stóö voru þær mjög mikilvægar. Og það er eins með kvæðin. áb 0/00',>\Mí'L th' mála heiminn i svörtu og hvitu, öllu var skipt milli andstæðra skauta og enginn þriðji vegur virtist vera til. Þá var enn enginn skilningur á þvi, hvernig kalda striðið varð til og þróaðist, þá höfðu Kennan og fleiri ekki skrif- að merk rit, þar sem heimsmynd kaldastriðsáranna var tekin til róttækrar endurskoðunar og þar með gefnar áreiðanlegri upplýs- ingar um áform og möguleika So- vétmanna I þann tima. Sjónvarpsmálið og Grikkland Það áfall sem breytti mörgu fyrir mér i þessum efnum var stækkun Keflavíkursjónvarpsins, átökin út af áskorun sextiumenn- inganna og þær deilur allar sem hófust upp úr 1960. Þá fannst mér ég bæði skilja þá menningarlegu heimsvaldastefnu sem Bandarik- in ráku, viðleitni þeirra til að „hernema hugarfarið” — og Það er mikiö hamrað á þvl að við séum miklir einstaklingshyggjumenn Sigurður A. Magnús- son varð fimmtugur á dögunum—hann er,, við hálfnað skeiðið” i okkar tima skilningi — rétt eins og Dante kveðst vera i upphafi sinna Vitisljóða. Nema hvað við neitum þvi, að Sig- urður sé einn á ferð i myrkum skógi og hafi villst af leið eins og Dante. Jafn vinmargur maður og hann er og hress við veg. Hann var einmitt að gefa út bók — timans naúð er mikiil þáttur i þeirri bók, en þvi fer fjarri að á henni séu ellimörk. Og nú ætlar hann að taka upp tjaldhæla og fara með sinu fólki til Grikk- lands og reisa þar búð sina um nokkra stund. Skulum við nú sætta okkur við slikt tiltæki i bili með þeirri formúlu að leiðin heim liggi i misjafnlega stórum sveigum um heims- kringluna. Ég settist á tal við Sigurð skömmu fyrir brottför og sagði sem svo: — Oft er sagt að ljóðagerð sé ungra manna verk, ungir menn komi með ferska sýn á heiminn inn i ljóð sin og eigi siðan erfitt með aö varðveita þann fersk- leika. En nú er það margra manna mál, að einmitt siðustu ljóðabækur þinar tvær (Þetta er þitt lif og í ljósi næsta dags) séu fleiri góðra orða maklegar en hin- ar fyrri. Hvað finnst þérsjálfum. Örlög bóka — Ég verð vistað \ona að þess- ar bækur séu eitthvað þroskaðri en hinar fyrri. Fyrsta ljóðabók min, Krotað i sand, er greinilega mjög mistæk. Enda fékk ég óspart að heyra það — ég fékkst mikið við gagnrýni um þær mundir og gagnrýnandi sem sendir frá sér ljóðabók er vinsæll skotspónn eins og þú getur nærri. En svo kom Ilafið og kletturinn, sem mér sjálfum finnst heilleg- ust minna bóka. Erlendis hefur þýöingum úr henni verið ágæt- lega tekið, en hér var hún bók- staflega þöguð i hel, og ég hefi aldrei skilið hvers vegna. — Þú hefur fengist við allar tegundir ritstarfa. En er það ekki rétt skilið, að ljóðagerðin sé þér mest virði? — Jú, tvímælalaust, en þessu næst vil ég skrifa leikrit. Það hef- ur eitt leikrit eftirmig verið sýnt i Þjóðleikhúsinu, Gestagangur, og nú mundi ég finna margt athuga- vert við það. Ég er nú að skrifa I þriðja sinn leikrit, sem leikhúsið hefur nú þegar sýnt nokkurn áhuga. Það er hjónabandsdrama, um konu I sjálfheldu og það er lik- legt að skilningur minn á vanda hennar verði talinn i anda rauð- sokka. Einar Ben og finnsk stúlka — Hvenær vissir þú fyrst af þvi, aðævi þinyrði fléttuð saman viö skáldskap og ritstörf? — Faðirminnvar ljóðaunnandi á slna visu og hafði yfir langa bálka, einkum þegar hann var við skál. Liklega hefur það ráðið nokkru um, aö þegar ég var 9-11 ára hafði ég fengið þá flugu I höf- uðið að einmitt kvæði væru salt jarðar. Og ég barði þá eitthvað samanundiráhrifum Einars Ben. Siðan lendi ég i KFUM tólf ára og með þvi trúarskeiöi er eins og allur skáldskapur lokist fyrir mér þar til ég var um tvitugt. Það var ekki fyrr en ég kom heifn frá Grikklandi 1952 aðégsetti saman -1jóð. Það’ var I Finnlandi, þar kynntist ég stúlku sem orti og hún opnaði þessa æð aftur. Ari síðar var ég kominn til Bandarikjanna og tók þá námskeið i núh'maljóða- gerð og þá opnuðust fyrir mér nýir heimar. Það var ekki slst að þakka einum ágætum kennara minum, William Troy, drykkju- bróður Dylan Thomas. Hvaðan kom þér róttœkni? — Ritstörf þin fyrr og siðar eru mjög tengd pólitiskum deiluefn- um. Og þú sagðir einmitt i viðtali á dögunum, að ferill þinn væri að þvi leyti ólikur ævi margra ann- arra að þú gerðist róttækari með aldrinum. Hvað hefur mestu ráð- iðum þin pólitlsku ogmenningar- pólitisku viðhorf: aðrir rithöfund- ar, kynni af öðrum samfélögum, tiðindi úr Islensku samfélagi? — Þetta er reyndar löng saga og f lókin. Ég var satt að seg ja al- inn upp i einkennilegu pólitisku andrúmslofti. Faöir minn var mjög hægrisinnaður en móðir min, sem ég missti þegar ég var niu ára var einlægur kommúnisti. Ég bar út Þjóðviljann án þess að taka neitt fyrir og tók þann starfa, sem ekki var beinlinis vin- sæll I umhverfinu, mjög alvar- lega. Viðhorf móður minnar voru mjög sterk i mér, einnig eftir að ég snerist til trúarlegra viðhorfa. En svo gerðist það, aö maður, sem með nokkrum hætti gekk mér I móður stað, tók af skarið og brýndi það mjög fyrir mér að kristnidómur og kommúnismi gætu ekki farið saman. Þetta var mikið áfall fyrir mig, en áhrif .þessa manns réðu og nú var sem ég lokaöi heilum kapltuía I lifi minu. Næstu árin er ég á kafi i trúmálum og þvi að brjótast i gegnum skóla og hugsaði lítið um þessahluti. En siðan fór ég á sex ára flakk og var þá m.a. á Grikk- Til hvers er svo verið að skrifa... landi, og kynni af fátækt og ör- birgð þar og viðar hefur auðvitað ýtt undir ýmsar þjóðfélagslegar spurningar. En það var einkum það ástand sem ég kynntist hér heima, ekki sist eftir að ég fór að vinna á Morgunblaðinu, sem hefurýtt við þessari róttækniþróun sem við vorum að tala um. Það var þá ekki stéttaskipting sem ýtti við mér fyrst og fremst, heldur þessi spilling sem maður mætti alls- staðar. Og i viðbrögðum við henni blandast saman arfur frá móður minni og svo kristileg við- horf. Ég vil heldur ekki gleyma þvi, að ég var I guðfræðideildinni á tima Sigurbjörns biskups og hann var um margt okkar hetja. Kynniafhonumleiddumigm.a. á stofnfund Þjóðvarnarfélagsins og sú hreyfing hafði veruleg áhrif á mig um tima. Natótiminn Engu að siður taldir þú um tima að Nató væri ekki aðeins ill nauð- syn, heldur eitthvað jákvætt? — Já, þá var ég kominn heim frá samvistum við Bandarikja- menn, sem ég er um margt mjög hrifinn af og er enn. Um svipaö leyti heyrði ég á ýmsum sam- komum i Evrópu magnað böl- sýnistalog uppgjafartón og sterk- ar lýsingar útlaga á þeim skelf- ingum sem Rússarhefðuleittyfir Austur-Evrópu. Mér fannst á timabili, að Nató væri einskonar bólverkgegn þessari hugsanlegu hættu á framsókn Rússa og bandalagið efldi mönnum kjark eftir allt uppgjafartalið. Menn gleymi þvi ekki heldur, aþ á þess- um timum kepptust allir við að opinber var lágkúra okkar eigin ráðamanna. En áður hafði virð- ing Bandarikjanna verið að rýrna i smáskömmtum — áður var komið valdarániði Guatemala og um þetta leyti kom bæði til vopnaðrar ihlutunar i Dómini- kanska lýðveldinu og stóraukinn- ar aðildar að striðinu I Vietnam. Þarna fer saman hjá mér — eins og ýmsum öðrum — áhyggja af pólitiskri spillingu og menningar- legri lágkúru og efasemdir um pólitiskt hlutverk Bandarikjanna i heiminum. 1 svipaða átt virkaði seinni dvöl min I Grikklandi 1960. Vinir og kunningjar útlistuðu það fyrir mér, að í ráðuneytunum sætu bandariskir embættismenn til eftirlits, þetta var land sem var stjórnað frá bandariska sendiráö- inu og allir Grikkir vissu það. Þetta var fóðrað með þvi, að svo mikil spilling væri i landinu, að það væri ekki nema eðlilegt að verndarar og hjálparmenn bandariskir fengju að hafa eftirlit með þvi hvert peningar þeirra færu. Þetta minnir á ágætt kvæði Sigfúsar Daðasonar: vér munum koma skriðandi á hnjánum og biðja yður að vernda oss fyrir eig- in spillingu. Þessi kynni boðuðu heldur ekkert gott um þá þróun þeirrar spillingar sem grasséraði hér heima. Gauragangur — Nú hefur þú, og þá ekki sist seinni ár þfn á Morgunblaðinu orðið fýrir m'iklu aðkasti: vinstri- görpum fannst æði þitt allt blend- ið, og borgarar töldu þig svikara hinn mesta. f. — Já. Sjálfsagt er égýverka- mannssonur, enn i dag eiijskonar íi ---------------------U, ekki einstaklinga, sem ekki falla að þeim valdapýramida sem upp hefur verið hróflað. Þessi ein- staklingshyggja hægrisinna er yf- irvarp, það erfastriðið valdakerfi sem öllu ræður. Það eru allir góðir hlutir mis- notaðir og auðvitað eru til menn t.d. I Sviþjóð sem „spila á kerf- ið”, misnota hið félagslega öryggi. En það eru ekki gild rök gegn sókn til réttlátara þjóð- félags. Það er lítið tjón sem hlýst af slikri misnotkun miðað við þau lif, þann þroska, þá hæfileika, •sem fara i súginn vegna skorts og örbirgðar — eins og einnig Sviar þekktu mætavel sjálfir ekki alls fyrir löngu. Hin bandariska trú á þá menn sem „vinnasig upp” eða „skapa sig sjálfir” sýnist falleg og getur verið smitandi. En húner byggð á þoirri höfuðlýgi, sem gerir þá sem tapa i kapphlaupinu að sdt- um mönnum i eigin vitund og annarra, að „suckers” og ,,loos- ers” eins og þeir segja. Ándarteppa hér og þar Þá hefuröu gert eitthvað sem skiptir einhvern máli... Sjónvarpsmálið opinberaði lágkúru okkar ráðamanna... stéttarsvikari i augum últra- vinstrimanna. Og hægrisinnar höfðu mjög hátt um að ég væri kafbátur og laumukommi á Morgunblaðinu og svo fór að mér varð þar ekki vært. Hótunarbréf fékk ég allmörg i þá daga, flestir vildu helst senda mig austur fyrir tjald, þar ætti ég heima. — Hafðirðu gaman af þessum gauragangi? — Nei, ekki af þessu ati sem sllku. Sumir héldu að það væri af stráksskap sem ég skrifaði og tal- aði eins og ég gerði, en það er misskilningur. En ég hefi gaman af opinni umræðu. Eftir kynni min af góðri amriskri blaða- mennsku fór það mjög i mig hér heima, hve öllumræða var lokuð. Allir voru stimplaðir fyrirfram, reknir á bása, þeir sem reifuðu sjálfstæðar skoöanir taldir „póli- tisk viðrini” og þar fram eftir götum. Allt þetta gerði umræðuna afskaplega ófrjóa. Eitthvað hefur þetta skánað. Eftir 1968 er ungt fólk opnara, forvitnara, fúsara til að hlusta og taka þátt i umræðú. Þetta varð ég mjög var við þegarég var á Sam- vinnunni. Þótt ég sé á móti æsi- fréttamennsku siðdegisblaða þá hafa þau lika átt sinn skerf i að opna umræðuna. Veltum hverjum steini — Nú er það mikil iþrótt að skilgreina róttækni. Hvernig mundir þú sjálfur lýsa þinni rót- tækni? — Það er liklega réttast að ég kalli mig borgaralegan róttækl- ing. Eða þá ég gæti ímyndað mér sjálfan mig i vinstri armi sænska sósialdemókrataflokksins. Alla- vega er ég litið hrifinn af and- rúmslofti sértrúarsafnaöar, trú á i heilaga texta. En þeim mun hlynntari vægðarlausri umræðu og sjálfsgagnrýni. Enginn hlutur má vera svo helgaður af hefð að ekki sé hægt að taka hann upp til endurmats og gagnrýni. Omnem movere lapidem sögðu fornmenn, veltum við hverjum steini. Ég gat lilca oft hrifist af þvi hvernig bandarlskir mennta- menn töluðu um sin stjórnvöld. Og ég á erfitt með að imynda mér t.d. islenskan prófessor sem tal- aði i sama dúr. Við erum i raun miklu meira fyrir höfðingjadekur og sleikjuskap við valdhafa en við viljum vera láta sjálf. Hér er mikið feðraveldi ef svo mætti kalla. Allir verða að tryggja sig með þvi að ganga i flokk eða þrýstihóp — með þeim afleiðing- um að margt af okkar besta fólki, sem ekki vill dansa með, er gert óvirkt i þjóðfélaginu og hæfileikar þess fara i súginn. Hinir hœfu einstaklingar — Þú nefndir áðan vinstrikrata sænska með samúð. En stendur það mjög upp úr hægrisinnum að þeir fordæma skandinaviskt vel- ferðarriki, kvarta um hina miklu rikisforsjá og tryggingar sem þeir segja að drepi i dróma hæfa einstaklinga. — Já, öll þekkjum við þær blekkingar. Auðvitað heftir það ekki þroska manna að tryggja þeim sæmileg lifskjör og félags- legt öryggi, þvert á móti, það dregur úr þroska manna ef þessir þættir eru vanræktir. Þessar hægriádrepur á félags- hyggju eru gerðar í nafni einstak- lingshyggju og það er mikið hamrað á þvi hve miklir einstak- lingshyggjumenn við Islendingar séum. En I reynd þola menn hér — Nú vitum við vel, að þú ert litið hrifinn af sovésku samfélagi. En hefurðu velt fyrir þér þró- unarmöguleikum samfélags af þeirri gerð? — Ég kom þangað einu sinni semgestur. Éggatorðið verulega hrifinn af ýmsu sem þeir sovét- menn hafa gert á sviði félags- mála, þvi sem gert er fyrir börn og gamalt fólk, svo dæmi séu nefnd. En manni lá eins oft viö að örvænta og ég er áfram svart- sýnná möguleika þess þjóðfélags sem i þeim mæli sem Sovétmenn gera lokar fyrir gagnrýni. Þeir loka svo mörgum æðum sem nauðsynlegar eru lifandi lifi. — Nú hey rir þú sem aðrir sjálf- sagt oft til ungsfólks sem segir að einnig okkar samfélag sé þrúgað af svo mögnuðu valdkerfi að engu verði breytt sem um munar, kerfi sem þar aö auki er svo lævislega sniðiðað fæstir skilja hvernig það virkar. — Auðvitað viðurkenni ég, að viö látum stjórnast af mjög slóttugu kerfi, að forræði fjár- magnsins, innrætingarmaskinan, ráða miklu um okkar lif. En eftir það sem hefur gerst á sl. rúmum áratug, eftir að ungt fólk hafði frumkvæði um veigamiklar breytingar á hugarfari og lifsstil, þá neitaég að við séum jafn þræl- bundnir af þessu kerfi og þeir rót- tækustu vilja vera láta. Maður getur vel skilið óþreyju ungs fólks, en það er lika ljóst að i okk- ar heimshluta verður ekki um nein snögg umskiptiað ræða, ekki nein „áhlaup á Vetrarhallir”. Það getur hljómað sem ósann- girni, enmér finnst stundum eins og þetta eldrauða unga fólk sé eins og hrætt við samtimann og leiti þvi á náðir rómantiskra stunda úr sögu liðinna byltinga. Óvœntar undirtektir —■ Svo að við komum aftur að þinum störfum: ritstjórnartið þin á Samvinnunni, hvaða lærdóma finnst þér af henni megi draga? — Það kom mér á óvart hvað var hægt að gera. Ég tók við henni eftir að búiö var að meina mér að skrifa i Morgunblaöiö, þá stóð svo á að Samvinnan var að deyja, og ég fékk sjálfdæmi um það hvað ég gerði við hana. A- skrifendur uröu 6000 þegar best gekk, og það kom mér á óvart, og kollegar minir á Norðurlöndum töldu það kraftaverk. Timinn var að sönnu með mér — ég tók við ritinu 1967, unga fólkið var að faraaf stað. Og það var mikill og lifandi áhugi fyrir þó þetta „erf- iðu” riti þau sjö ár sem.ég var við það. En varð þetta rit til gagns? Ég veit þáð ekki: en ég heyri menn enn sakna svipaðs vett- vangs fyrir lifandi umræðu. Og stundum koma yngri menn sem segja að Samvinnan hafi oröið þeim til þroska, m.a. með þvi að Og þá opnuðust mér nýir heimar...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.