Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugaritagw 13. mal 1*7«. 1. Greinar sem taka fyrir vandamál Vandamál lesendanna koma fram i bréfum þeirra til blað- anna. Langflest þeirra eru skrifuð af konum. Vandamálin eru tengd húshaldvútliti,ást (t.d. framhjáhaldi og afbrýöisemi) 'og fjölskyldulifi i viðum skiln- ingi. 23árakona sem á við offitu að glima skrifar til fjölskyldu- ladcnis SBT og leitar ráða þvi hún gefst alltaf upp á megrunarkúrunum eftir nokkra daga. Læknirinn svar- ar: „Liklega borðið þér hreinlega meira en likaminn brennir og þetta gerir fólk oftast til að bæta sér upp einhverja þörf. Sálfræðingurinn segir að þetta stafi af ástarþrá.” (39). Ekki getur þetta talist ýkja læknisfræðilegt svar. Liklegt er að konan þjáist af efnaskipta- sjúkdómi sem hægt er að lækna með réttri meðhöndlun. Svo gerir almenningsálitið (sem einmitt i þessu tilfelli er mótað af vikubl.) feitu fólki afar erfitt fyrir með þvi að segja að það sé „ófint og púkó” að vera feitur. Þá getur þú t .a.m. ekki klætt þig skv. ný justu tisku og hefur þ.a.l. minni möguleika á „persónu- markaðnum”. 1 stað þess að benda á þessi veigamiklu atriði eða önnur svipuð - sem snerta orsakir og afleiðingar offitu er engu likara en læknirinn vilji koma inn hjá lesandanum enn einum komplexinum : að hann þjáist af ástleysi. í staðhæfingu læknis- ins felst tvennt: 1) Eigi ung kona við eitthvert vandamál að striða hlýtur það að vera i sam- bandi við ást (sbr. það viðhorf sem kemur fram alls staðar annars staðar i blöðunum að ástin sé aðalatriðiö i lifi hverrar konu) 2) Kvenmaðursem vegur 90 kg hlýtur að þjást af „ástar- þörf”. Þetta svar álitum við vera nokkuð dæmigert fyrir þá „hjálp” sem vikublöðin veita lesendum sinum. tmörgum greinunum eru svo tekin fyrir þau vandamál sem koma fram i lesendabréfunum ásamt fleiri vandamálum, sem ritstjórnir blaðanna „gera ráð fyrir ” að lesendurnir hafi. Þess- ar greinar eiga aðallega þrennt sameiginlegt: 1) Þær lýsa aðeins einkennum vandamálanna en ekki orsök- um. 2) Þær gera fremur litið úr vandamálunum, fjalla gjarn- an um þau i gamansömum tón. Þau eigi sér „eðlilegar” orsakir.þ.e. stjórnist af e-sk. náttúrulögmálum eða óvið- ráðanlegum orsökum en ekki þjóðfélaginu. Þvi beri ekki að taka þau of alvarlega. 3) Ef greinarnar setja fram lausn á viðkomandi vanda- máli, þá er hún ætið ein- staklingsbundin en ekki sam- félagsbundin. Einstaklingur- inn á að herða sig upp og Umsjjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttii Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aðalsteinsdóttir Dönsku vikublöðin Hugsunar- og hegðunarmynstur karla og kvenna „Dönsku blöðin" eru ein vinsælasta lesning Islendinga, og þarf víst ekki að f jölyrða um það frem- ur en hitt að það eru aðallega konur sem kaupa þau. Ýmislegt er til gagns og gleði í blöðum þessum, fróð- leikur og uppskriftir að munum og mat til að búa til. Margar konur kaupa blöðin vafalaust mest vegna þessarna. En þær fá ýmislegt fleira í kaupbæti. Blöð þessi stuðla öll sí og æ og ævinlega að því að sljóvga lesendur sína benda þeim á gervilausnir við vanda- málum, segja þeim frá einstaklingum en fela fyrir þeim samfélagið og síðast en ekki síst ala þau á hefð- bundnum fordómum í sambandi við karla og konur og hlutverk þeirra. Jafnréttissíðu hefur borist ritgerð sem var unnin í vetur um innrætingu dönsku blaðanna. Jóhanna Sveinsdóttir og Guðrún Bjart- marsdóttir skrifuðu ritgerðina sem birtist hér örlitið stytt í dag og á laugardaginn kemur. Þær athuguðu hegðun og áhugamál karla og kvenna í sex vinsælum vikublöðum einu tbl. af hverju frá 1977. Blöðin eru þessi: Alt for damerne (Afd) Söndags B.T. (SBT) Hjemmet (Hj) Billed bladet (Bb) Romanbladet (Rom) og Rapport (Rap). breyta sér en aldrei minnst á að neitt geti verið athugavert við samfélagið Og ekki nóg meðþað: vandamálin á oftast að leysa inni á heimilunum með skilningi og umburðar- lyndi konunnar. Svo er sem hún eigi að leggja mun meira á sig en karlinn til að „halda öllu vel smurðu”. Enda er hún betur til þess fallin „frá náttúrunnar hendi”. Nú skulu heimfærð nokkur dæmi þessu til stuðnings. Litum fyrst á grein i Afd sem kallast „Karlmenn eiga enga vini” og fjallarum einmanakennd og til- finningalega bæklun karla. Þar er einnig nokkrum körlum gefið orðið. í undirfyrirsögn segir m.a.: „Striðer háð. Allir berjast við alla. Allir eru hetjur. Eyða ekki timanum til einskis. Unna sér engrar hvildar. Brosa ekki. Stofna ekki til tilfinninga- tengsla.” (39) Karlmenn eru svona v.þ.a. „samfélagið verðlaunar hetju- dáðir.” Engin skýring er hins vegar gefin á þvi hvers vegna samfélagið er þannig að það etji karlmönnum hverjum gegn öðrunþverðlauni þá sem komast átoppinnhafaverið nógu sterk- ir til að hrinda öllum keppinaut- um úr vegi þvi karlar „fórna besta vini sinum ef það kemur sér vel fyrir þá.” (41) Hér er aðeins lýst einkennum vandamálsins, þ.e. hrseðslu og tilfinningabælingu karla. Hvergi er reynt að útskýra að vandamálið skapist af ýmsum þáttum þess kapitaliska þjóð- félags sem þeir búa við s.s. taumlausri einstaklingsdýrkun lifsgæðakapphlaupi og firringu. Hið siðastnefnda skapast ekki sist af þvi að siaukin verka- skipting kapitalisks iðnaðar- þjóðfélags einangrar ýmsa þætti lifsinsfrá öðrum (yfirstétt ihag). Menn geta ekki hjálpar- laust náð félagslegri yfirsýn þegartilveran hefurverið bútuð niður i ótal einangruð svið og dregur það stórlega úr sam- takamætti manna og samhygð. Þetta kemur skýrt fram i viðtölunum við mennina fjóra i Afd. Viðtækasta skiptingin er svo á milli opinbers lifs og einkalifs. Reynt er að spyrna á mótiþví að konur taki virkan þátt i sam- félagslifinu. Þeim er innrætt gildi móður- og eiginkonuhlut- verksins (ekki sist af viku- blöðunum) og afleiðingin er sú að vitund margra kvenna af- markast af fjórum veggjum heimilisins. Þessi skipting kemur strax i ljós i „karlmenn eiga enga vini”. Allir karlmennirnir sem rætt er við segja að lausn þeirra sé „að halda vandamálunum inni á heimilunum” (40), m.a. vegna þess að „konur njóta þeirra forréttinda að mega tala um tilfinningar” (39). Karl- mönnum er nefnilega innrætt frá blautu barnsbeini að þeir megi aldrei nokkurn tima láta neina „veikleika” í ljós, s.s. hræðslu og tilfinningasemi. Það veikir aðstöðu þeirra i sam- keppninni við aðra karla. Þess vegna gengur körlum lika betur að slappa af i návist kvenna, „þvi maður þarf ekki að keppa við þær” (41). 1 þessari greinerkonunni sem sagt innrætt, að innan og utan hjónabandsins verði hún að vera blið og góð og skilningsrik við karlmanninn, þvi hann eigi svo skelfing bágt i karlasam- keppninni á hinum opinbera vettvangi. Að sjálfsögðu er hvergi minnst á þá tilfinninga- legu og andlegu bæklun sem getur fylgt þvi að vera „skiln- ingsrik húsmóðir” 24 tima sólarhringsins. Ein afleiðing hugmyndafræði- legrar innrætingar neyslu- og samkeppnisþjóðfélags okkar er niinnimáttarkennd i ýmsum myndum. Einstaklingnum er smám saman talin trú um, aö hann sé litils virði nema hann skari fram úr á e-u sviði: i skólanum,i iþróttum, iútliti (að konur komist t.d. ótrúlega langt með óaðfinnanlegri snyrtingu og klæðaburði), i vinnunni o.s.frv. — Hvernig auglýsingar spila á minnimáttarkennd fólks verður komið að siðar. Að sjálfsögðu er það ekki nefnt að fjölmiðlar s.s. vikublöð og kvikmyndir eigi drýgstan þátt i að koma inn minnimáttar- kennd hjá fólki, þar sem það hlýtur óhjákvæmilega að.bera sig saman við það fulUÁmna fólk sem þar birtist. 1 grein i SBT (18) um hjóna- band, „Hvað á að gefa hjóna- bandinu mörg tækifæri?”, er látið heita svo að verið sé að fjalla um vanda beggja kynja. Samt er þar langmest talað um vanda kvenna rétt eins og hjónabandið sé fyrst og fremst þeim i hag. Gengið er út frá þvi aðoftast sé karlmaðurinn sterk- ari aðilinn i hjónabandinu, kon- an sé kúguð af honum. Það er talað um, að karlmenn berji konurnar sinar, eigi sér hjákon- ur, liti á eiginkonurnar sem ein- hvers konar vinnukonur. Minnst er á þá manngerð sem „alltaf gerir kröfu til þess að konan sé eins og hann vill hafa hana. En þegar hún er farin að renna saman við flisarnar á eldhús- gólfinu, skammar hann hana fyrir að vera fúl og leiðinleg.” Það er gert ráð fyrir þvi að flestar konur séu hræddar við eða beinlfnis ófærar um að bjarga sér sjálfar, geti ekki ver- ið án eiginmanns: „Konur standa verr að vigi i þjóðfélag- inu af þvi að þær hafa minni menntun og atvinnumöguleika og bera meiri ábyrgð á börnun- um.” Ekki er bent á leiðir til að styðja við bakið á konum svo þær verði færar um að bjarga sér. Ekki er reynt að grafast fyrir um orsakir þess að svo margir karlar eru „drottnarar og kúgarar” og svo margar konur ófærar um að standa á eigin fót- um, ekki deilt á það samfélag sem skapar slika einstaklinga með þvi að innræta körlum hörku og stjórnsemi, en konum Þegar vel er að gáö eru myndir af vinnandi fólki (nema forstjórum og leikurum) mjög sjaldgæfar I dönsku blööunum. Fólk á auglýsingum er llka alltaf i frii þegar þaö nýtur hinna keyptu gæöa. A þessari auglýsingu situr kjarnfjölskyldan og nýtur litsjónvarpstækisins, sem hún segist hafa valiö öll saman. Dulinn boöskapur myndarinnar er þó sá aö ljóshæröi, glaöbeitti karlinn fremst á myndinni haföi átt þar drýgstan hlut aö máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.