Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 13. mai 1978.
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Crtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs-
ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf.
Óttinn í
húsbóndasœtinu
Geir Hallgrímsson og Ólafur Jóhannesson eru orðnir
hræddir. Þeir óttast að kaupránslögin hafi bakað þeim
svo miklar og almennar óvinsældir að fylgið hrynji af
flokkum þeirra. Þessi ótti er ekki ástæðulaus, þúsundir
launamanna hafa ákveðið á undanförnum vikum að
kjósa ekki kaupránsf lokka þeirra Geirs og Olafs. Það er
því ekki nein göfugmennska af hálfu Geirs Hallgríms-
sonar þegar hann lýsir því yfir að hann vilji kannski
endurskoða 2. grein kaupránslaganna. Hann stjórnast af
hræðslu við aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar, auk
þess sem 2. grein kaupránslaganna hefur reynst óf ram-
kvæmanleg.
Yfirlýsingar Geirs og Ólafs undanfarna daga eru til
marks um það að aðgerðir verkalýðssamtakanna eru
farnar að bera árangur. Allsherjarverkfallið 1. og 2.
mars, útskipunarbann Verkamannasambands islands
og verkföll iðnverkafólks hafa borið þann mikilvæga
árangur að rikisstjórnin er orðin laf hrædd um sig og sína
pólitísku stöðu. Yfirlýsingarnar staðfesta að verkalýðs-
hreyfingin er á réttri braut, nú þarf að halda áfram og
reka flóttann. —S.
Aö berjast, starfa
— og sigra
Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur nú samþykkt
framboðslista sinn vegna alþingiskosninganna í sumar.
Flokknum var mikill vandi á höndum við skipun hins
nýja lista vegna þess sérstaklega að Magnús Kjartans-
son gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Magnús Kjartans-
son hefur verið leiðtogi sósíalista i höfuðstað landsins í
10 ár. Hann hefur skipað efsta sæti framboðslistans í
Reykjavík við þrennar alþingiskosningar með svo glæsi-
legum hætti að enginn maður gat né getur skipað það
sæti með viðlíka hætti. Hreyf ing íslenskra sósíalista mun
hins vegar sem betur fer njóta krafta Magnúsar
Kjartanssonar áf ram, en brottför hans af Alþingi verður
að vega upp með sameiginlegu átaki, auknu starfi og
sterkari baráttuhug.
Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Reykjavík er nú
sem jafnan fyrr skipaður pólitískum forystumönnum
flokksins, forsvarsmönnum verkalýðssamtakanna og
fulltrúum þeirrar menningarbaráttu sem hreyfingin
verður að heyja, þar er ungt fólk, þar eru Einar og
Brynjólf ur. Við skipan listans er reynt að tengja þræðina
saman eins og frekast verður á kosið. Listi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík tekur sérstakt mið af þeirri ör-
lagaríku baráttu sem verkalýðshreyfingin heyr nú um
þessar mundir. Þar eru f jölmargir forystumenn verka-
lýðssamtakanna, en með þeim hætti leggur Alþýðu-
bandalagið áherslu á það að kosningar eru kjarabarátta.
Baráttusæti þinglistans skipar Olafur Ragnar Gríms-
son, þekktur fyrir skeleggan og einarðan málflutning á
opinberum vettvangi í ræðu og riti. í síðustu kosningum
vantaði f lokkinn aðeins nokkur hundruð atkvæði til þess
að 4. maður G—listans yrði landskjörinn þingmaður, 3.
maður listans kjördæmakosinn.
Þegar framboðslisti Alþýðubandalagsins í Reykjavík
var afgreiddur rikti um hann eining, hvert einasta sæti
og listann í heild. Sú eining er fjöregg flokksins. Nú
stendur yf ir hörð barátta vegna sveitarstjórnarkosning-
anna og borgarstjórnarkosninganna i Reykjavík ásamt
baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Það er baráttuvor
1978, þeirri baráttu er unnt að breyta í sigur i kosningun-
um með þrotlausu starfi. Fólkið fær tækifæri til þess í
kjörklefanum 28. júní að ákveða sjálft nánasta umhverfi
sitt og stjórn eigin sveitarfélags. Þá þarf að nást þvílíkur
árangur að skapi viðspyrnu f yrir kröftugt starf og nýjan
sigur 25. júní í sumar.Sú eining sem ríkti á félagsfundi
Alþýðubandalagsins í Reykjavík í fyrrakvöld var vis-
bending um að Alþýðubandalagið hefur byr?
Nú er að berjast, starfa — og sigra. —S.
A tvinnurekendur
forystulausir
Baráttan um formennsku i
Vinnuveitendasambandinu stóð
milli álfurstans Ragnars
Halldórssonar og sápu-
meistarans Gunnars J.
Friðrikssonar. Hún var svo hörð
að gjörsamlegur nýgræðingur,
Páll Sigurjónsson, verkfræðing-
ur, varð málamiðlunarniður-
staða. Svo fullkomlega er hann
utangátta i atvinnurekenda-
pólitikinni og samningamálun-
um að fyrsta verk hans sem
formaður er aö setja Kristján
Kagnarsson i íorystu fyrir at-
vinnurekendur i samningavið-
ræðum þeim sem nú standa.
Ekki er þvi að búast við að
meiri skörungsskapur verði á
stjórn atvinnurekendasam-
takanna i fyrstunni heldur en i
tið Jóns H. Bergs sem almennt
hefur verið talinn duglitill tals-
maður atvinnurekenda.
Astæðan fyrir þvi að Jón H.
Bergs dregur sig i hlé er þó fyrst
og fremst sú að á aðalfundi
Sláturfélags Suðurlands, sem
hann veitir forstöðu, var honum
bannað að gegna áfram
formennsku i VSl eða sitja
áfram i sambandsstjórninni.
Bændur á Suðurlandi eru orönir
þreyttir á samsullinu við Vinnu-
veitendasambandið og hugleiða
að láta SS ganga i Vinnumála-
samband samvinnufélaganna
likt og Mjólkurbú Flóamanna
hefur ákveöið. Enda þótt Vinnu-
málasambandiö sé oftast tagl-
hnýtingur Vinnuveitendasam-
bandsins er hér um ánægjulega
Góður embœttis-
maður
Persónulega hefur mér alltaf
fundist Guðrún Helgadóttir,
deildarstjóri i Tryggingarstofn-
un, þægilegasti embættismaður
á landinu. Hún vinnur hjá stofn-
un sem starfar eftir ákaflega ó-
fullkomnum og jafnvel óréttlát-
um lögum um tryggingar. Hlut-
verk hennar er ásamt með
samverkamönnum sinum að
upplýsa og fræða almenning um
lög og reglur er snerta trygg-
ingar og aðstoða það viö að ná
rétti sinum. Þetta gerir hún á
sinn ljúfa og skilmerkilega hátt
um leið og hún dregur enga
fjöður yfir það að langur vegur
er frá þvi að samfélagið gegni
skyldum sinum við lifeyris- og
bótaþega. Og hún er óspör á að
benda á smánarblettina og götin
i tryggingalöggjöfinni. Og þrátt
fyrir sina embættismennsku
hefur Guðrún aldrei legið á
skoðunum sinum, berst fyrir
þeim á pólitiskum faglegum
vettvangi, og gefur meira aö
segja út opin'berar viövaranir
um að hún sé og verði sósialisti.
Að vera fólki
að liði
Og verkin hennar Guðrúnar i
Tryggingastofnun sýna að hún
er engin stofukommi. Fjöldinn
allur af Reykvikingum metur
hana mikils af þvi aö hún hefur
orðið þeim eða nákomnu fólki að
meira að segja talað sérstakt
tungumál i borgarstjórn, og á
þvi geta menn haldið langar
ræður um sérhvert mál, þó að
þeir hafi enga þekkingu á þvi.
Svo að fólk skilji hvað ég á við
skal tekið eitt dæmi: húsbygg-
ing heitir fjárfesting á máli
borgarstjórnar.”
Hugsum
sjálfstœtt
,,En fólk á að taka þátt i
stjórnmálum, sem ekki er bara
seta á fundum pólitiskra flokka,
heldur lifandi áhugi á lifinu i
kringum sig. Og fólk á að hugsa
sjálfstætt, en hlusta ekki á
Rússagrýluraus Morgunbl.
Þegar Magnús Kjartansson
varð tryggingarráðherra, gjör-
breytti hann högum aldraðra og
öryrkja. Eftirsiðustu kosningar
hefur fólk hvað eftir annað
minnst þessara verka hans og
harmað að það gat ekki kosið
hann! En sem sagt. Mogginn
segir að Magnús sé kommi eins
og þeir i Rússlandi, og svoleiðis
fólk er ekki hægt að kjósa.
Þessu verðum við að breyta.”
Hafa
gleymt
tilganginum
Og margir embættismenn
mættu og gætu lært af fordæmi
Guðrúnar Helgadóttur. Sérstak-
lega þeir sem hún getur svo
fallega um I viðtalinu á þennan
hátt:
Draugaleg samkoma þar sem fulltrúar temja sér sérstakt málfar og enginn hlustar á.
þróun að ræða. Það er þó alltaf
von i samvinnuhreyfingunni.
Yfirdrifin em-
bœttismennska
Margir kvillar hrjá fólk i
opinberu lifi. Ekki sist yfirdrifin
embættismennska i störfum.
Ungir menn verða að gamal-
mennum fyrir aldur fram með
þvi að temja sér sérstakt
málfar, framkomu og viðmót
sem af einhverjum misskilningi
er talið hæfa embættismönnum.
Jafnvel kjörnir fulltrúar sem
geta verið hið hressasta og
þægilegasta fólk meðan það er
ókjörið verður að steingerving-
um eftir stutta veru i einhverri
af hinum virðulegu lýöræðis-
samkomum þjóðarinnar.
Af áþekkum toga er sá kvilli
þegar kjörnir fulltrúar eða
embættismenn þjónustustofn-
ana samsamast gjörsamlega
þeim stofnunum sem þeir vinna
við. Sárgrætilegast er þegar
ágætir sósialistar láta loka sig
inn i nefndum, ráöum, stjórnum
og stofnunum án þess að nokk-
uð heyrist af þeirra störfum,
eða að þeir telja sig þurfa að
tala eins og þeir beri ábyrgð á
öllu svinariinu.
liði. Um afstöðu sina til starfs-
ins i Tryggingarstofnun og
starfa i borgarstjórn, ef hún nær
kjöri, hefur Guðrún ýmislegt að
segja i ágætu viðtali i Þjóðvilj-
anum i gær, 12. mai:
”Ég vona að ég geti unnið
fólkinu i borginni eitthvert
gagn, segir Guðrún. „Ég hef
nákvæmlega sömu aðstöðu til
starfs i borgarstjórn og ég hef
sem opinber starfsmaður i
Tryggingastofnuninni. Ég hef
reynt að vera fólki að liði.”
Draugagangur
i borgarstjórn
Um draugaganginn i borgar-
stjórn segir Guðrún:
,,Ég hef margsinnis setið
borgarstjórnarfundi og ætla auð
vitað að reyna að vinna sætið og
vinna samborgurum minum
það gagn sem ég get ásamt
félögum minum. Ég lit á störf
borgarfulltrúa þar sem
þjónustu við fólkið, en ekki
draugslega samkomu þar sem
borgarfulltrúar halda einræður
i stað þess aö tala saman eins og
fólk, en þannig eru borgar-
stjórnarfundir nú. Enda sést
þar aldrei nokkur maöur á
áheyrendapöllum. Reykviking-
um finnst þeir ekkert erindi eiga
á fundi borgarstjórnar. Það er
Svona eiga embættismenn að
vera.
,,Til þess að fá eðlilega fyrir-
greiðslu þurfa menn helst að
vera yfirlýstir kjósendur Sjáif-
stæðisflokksins. öll þekkjum við
dæmi um lóða- og ibúðaúthlut-
anir og sjálf er ég búin aö sjá
svo mörg dæmi þessa að ég get
ekki horft fram hjá því. Sökin er
ekki endilega öll hjá borgar-
fulltrúum og borgarstjóra
heldur einnig hjá embættis-
mönnum borgarinnar. Sumir
þeirra eru orðnir svo heimaríkir
að þeir eru löngu búnir aö
gleyma þvi aö starf þeirra á að
vera þjónusta viö fólkið.” —
e.k.h.