Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. maf 1378. ÞJÓÐVILJINN — StÐA • í ] ósjálfstæði og undirgefni. Að- < eins er gengið út frá þessu sem i hverju öðru náttúrulögmáli, í jafnvel reynt að gera litið úr ■ vandanum: „Það er ókleift að búa með annarri manneskju i nánu sambýli án þess að upp komi margvisleg vandamál.” Bent er á hjónaskilnað sem hugsanlega lausn, en jafnframt dregin upp dökk mynd af lifi einstæðra mæðra „I dagens Danmark”, án þess að deila á það ástand á nokkurn hátt. II. Sögur Flestar sögur vikublaðanna fjalla annaðhvort um samskipti kynjanna, þ.e.a.s. ást, hjóna- band og fjölskyldumál, eöa glæpi (leynilögreglusögur). Glæpasögur koma ekki veru- lega inn á efni þessarar ritgerði ar og verður þvi sleppt hér. Meiri hluti hinna sagnanna eru framhaldssögur og verða þær heldur ekki athugaðar að gagni þar sem á þær vantar bæði haus og sporð. Tvær smásögur fjalla um ástina og hjónabandiö, aðalsaga Rom. (s.2), Livet be- gynder igen, og Henrys hus- holderske (Hj.s. 88). Ráðskona Henrys snýst um mann sem misst hefur konuna og siðan haft „hóp af gagns- lausum ráðskonum sem hvorki höfðu getað búið til almennileg- an mat handa þeim feðgum né haldiö þeim gott og hlýlegt heimili.” Loks fær hann frænku sina til sín, en þá tekur ekki betra við, þvi hún hefur aldrei lært að elda né gera hreint, og þrátt fyrir stöðugar tilraunir og góðan vilja tekst henni aldrei að læra þessa list. Henry er stöðugt á höttunum eftir nýrri eigin- konu, en aldrei verður neitt úr neinu þvi engin stenst saman- burðinn við fyrri konuna sem „hafði i alla staði veriö fyrir- myndar húsfreyja.” Dag einn meiðist hann á fæti og kemst ekki á skrifstofuna um hrið, svo að einkaritarinn veröur að koma til hans. Fljótlega byrjar hún að hjálpa til I eldhúsinu án hans vitundar og nú bregður svo við að veislumatur er á borðum hvern dag. Henry er himinlif- andi og sér nú ekki lengur neina ástæðu til að halda áfram konu- leitinni. En einkaritarinn hættir að koma og maturinn verður aftur vondur. Henry missir stjórn á skapi sinu og skammar frænk- una, kemst að þvi hver átt hefur heiðurinn af matseldinni og er ekki seinn að tryggja sér hana til frambúðar. Vitaskuld hefur hún allan timann verið að bíða eftir bónorðinu og allt er harla gott. Hér er það karlmaðurinn i sögunni sem allt snýst um, hann er einhvers konar forstjóri, kon- urnar húsmóðir, ráðskona og einkaritari, hlutverk þeirra allra að þjóna honum og gera honum lifið þægilegt. Hvert hlutverkanna hefur yfir sér mestan ljóma eraugljóst sbr. s. 89: ,,Nú var hún ekki lengur duglegur og dálitið fráhrindandi einkaritari, heldur fögur og dugandi húsfeyja”. Einkarit- arinner „grönnog lagleg”, með „gulliö hár”, en Henry veitir henni samt enga athygli fyrr en upp kemst um húsmóðurhæfi- leika hennar. Að mati höfundar eru þeir þvi greinilega aöal- atriðið við val af eiginkonu, ef ekki það eina sem máli skiptir. Vandamálið i báðum sögun- um, Ráðskona Henrys og Lifiö byrjar á ný, er hið sama: Kon- urnar vantar forsjá og fyrir- vinnur, karlana vantar hús- mæður. Matarástin er það afliö sem úrslitum ræður, hjóna- bandið leysir allan vanda og all- ir geta verið lukkulegir upp frá þvi. III. Greinar um frægt fólk Sams konar gylling hjóna- bandssælunnar og sömu skoð- anir á mismunandi eðli og hlut- verkum kynjanna einkenna greinar um og viðtöl við þekkt fólk, en það er eitthvert mesta uppáhaldsefni vikublaöanna. 1 Bb.s. 22 segir frá þekktum rithöfundi sem eftir tveggja ára tilraunir hefur loks tekist að gera konu sinni barn. Hér sjást vel hinir óliku heimar sem karl- ar og konur vikublaðanna hrær- ast i. tfyrsta hluta greinarinnar er spjalíað við eiginkonuna um hið væntanlega barn og erfið- leikana við að búa það til, hvað loksins lukkaðist eftir að hún var farin aö leika sér með gömlu bangsana sina sem móðir hennar hafði grafið upp. Hún er þannig öörum þræöi barn, hin- um móöir. Mestu hluti greinarinnar er hins vegar um rithöfundinn og starf hans. Hans „eini metnaður eraðfólk takieftir honum”. Um starf eiginkonunnar, sem er „y&indalegur aðstoðarmaður á (Sóciaiforskningsinstitutet”, er 'ekki talað, enda stingur það i stúf við þá mynd sem reynt er að skapa af henni. Án Anette gengur það ekki (Hj.s.18) leggur áherslu á mikilvægi konunnar að baki mannsins. Anette er hin ástrika eiginkona sem lifir fyrir mann sinn, fótboltahetjuna Allan Simonsen. Hún var aðeins 17 ára og „varkomin að lokaprófi i verslunarnámi” þegar honum bauðst að gerast atvinnumaður i Þýskalandi. Vitaskuld hætti hún námi og fylgdi honum. Þar er hennar aðalsýsla að sitja og biða eftir eiginmanni sinum, sem er að heiman 180 daga árs- ins, og hjúkra honum þegar hann kemur úr slagnum. Og Allan segir: „Þetta gengi ekki án Anette. Atvinnumaður verð- ur að hafa ástrika og trygga stúlku við hlið sér til að geta ein- beitt sér að starfi slnu”. Skyldi einhver lesandi vera i vafa um það, hvernig karlar eiga að vera er bara að fletta upp á bls. 44-5 i Bb. Þar gefur aö lita yfirlýsingar frá 10 þekktum kvenpersónum: „Hvernig karl vil ég!” Flestareruþær á sama veg: „Ég vil fá karlmann sem ekki þarf að lita tvisvar á til aö athuga hvort hann er karl- kyns... Hann á fyrst og fremst aðverakarlmannlegur... röddin á að verahr júf.. Hann á að vera eins og Richard Burton, Peter Ustinov eða Ole Ernst. Það eru regluleg karldýr .. Hann á fyrst og fremst að vera karlmenni ... Karlmaðurinn i lífi minu á að láta mér finnast ég vera undur- smá. Hann má ekki berja mig, en þó á hann að hafa tögl og hagldir”. Þetta eru þó aðeins barnavíp- ur hjá þeirri karlimynd sem Rapport heldur að sinum les- endum (sem eru mestmegnis karlmenn, og blaðið f jallar svo til eingöngu um kynlif o'g ein- hvers konar ofbeldi). Þar er t.d. alllöng grein um bandarisku Mafiuna (s.40-4). Ekki snýst hún þó um vinnuaðferðir hennar né áhrif á bandariskt þjóðfélag, heldur er kastljósinu beint að hinni óþrotlegu kynorku foringj- anna, og greinin full af sann- kallaöri völsadýrkun. Kvenþjóðin i Rap. er annað- hvort haldin stööugri brókarsótt eða henni er lýst sem varningi, hlutum sem karlarnir kaupa og nota, sbr. orðalag eins og „stúlka, árgangur 1954, dálitið notuö” o.s.frv. Fjórar árstíöir Harðar Karlss. Hörður Karlsson opnar sýningu á Kjarvalsstöðum I dag (laugar- daginn 13. mai). Hann sýnir þar á sjötta tug litkritarmynda, sem allar eru nafnlausar nema fjórir hringir sem bera nöfn fjögurra árstiða. Á þessu er svofelld skýring gef- in i sýningaskrá: „Stillinn er abstrakt expressionismi, mynd- unum er ætlað að ná beint til áhorfandans án þess að nafn- giftir spilli fyrir. Þannig er áhorf- andinn frjáls aö þvi að gefa imyndunaraflinu lausan tauminn og fella sinn eigin dóm”. Hörður Karlsson starfar sem forstöðumaður myndsmiðadeildar :Alþjóðagjaldeyrissjóðsins i Washington. Hann hefur teiknaö fjölda frimerkja. Hann hefur haldiö eina einkasýningu i Reykjavik þrjár i Bandarlkjun- um og eina á Spáni. —áb. Tímarit SÁÁ: er komiö út Út er komið Timarit SAA 1. tbl. 2. árgangs. í timaritinu er grein eftir Hilmar Helgason formann SÁA, viðtöl við starfsfólk samtak- anna, erindi eftir Guðbrand Kjartansson héraðslækni um alkohólisma og fleira. Ritið er hið vandaðasta, 36 siður að stærð. Hörður Karlsson: Ég vil að áhorfendur sjálfir taki þátt f að tengja þess- ar myndir við okkar tima (ljósm. Þjv. L.) Tökum aö okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæðií gömulhús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgeröir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum ðg vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 VIÐ MÆLUM MEÐ ELDAVÉLUNUM Nú hafa AEG eldavél- arnar fengiö nýtt útlit. Platan er niöurgreypt, sem gerir tengingu viö eldhúsinnrétting- una örugga og smekklega. Rofaborðið er með sérstakri læsingu, svo smábörn geta ekki kveikt á rofanum. Einnig er rofaklukka sem bæöi getur kveikt og slökkt á ofni og hellum eftir því sem óskaö er. I ELDHUSIÐ ELDAVEL VELJIÐ BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.