Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. mal 1978. Er ekki nóg komiö af samstjórn þeirra Geirs og Ólafs? LÚÐVÍK JÓSEPSSON: VIÐ ÞINGLOK Alþingi hefir lokið störfum að þessu sínní og þar með er lokið þingstörfum á þvi kjör- timabili sem hófst að loknum alþingis- kosningum í júnilok árið 1974. Sú rikisstjórn, sem Ólafur Jóhannesson myndaði i ágústmánuði þá um sumarið og af- henti siðan Geir Hallgrimssyni til stjórnar- forystu, hefir verið við völd allt kjörtima- bilið. Stjórn þeirra Geirs og Ólafs hefir stuðst við sterkan meirihluta á Alþingi, eða 42 þing- menn á móti 18 i stjórnarandstöðu. HUn hefir þvi auðveldlega getað komið fram öllum þeim málum á þingi, sem hún heíir óskað og talið skipta máli. Hvaö hefur gerst á kjörtímabilinu? Það er sannnarlega ekki úr vegi, við lok fjögurra ára valdatima rikisstjórnar þeirra félaga — Geirsog Ólafs, — að virða fyrir sér nokkur helstu einkenni þeirrar stefnu sem stjórn þeirra hefir fylgt. Við skulum lita á nokkra stóra og afgerandi málaflokka. Verdbólgan Þegar þeir félagar tóku við völdum i ágúst- mánuði 1974 varframfærsluvisitalan 297 stig. 1 febrúar 1978 var hún 936 stig, eða hafði hækkað um 215%. Og enn hækkar visitalan og mun vera orðin 1010 stig i mai 1978. Hér er um algjört verð- bólgumet aö ræða á Islandi. Oft hefir hækkun verðlags verið mikil, en aldrei neitt I likingu við þetta. Gengisskráning Þegar þeirfélagar tóku við stjórn landsins var gengi Bandarikjadollars kr. 96,60, nú i maí-byrjun er það kr. 258.00. Hækkun dollarans er 167%. Erlendar skuldir í árslok 1974 námu erlendar skuldir 41,4 miljarði króna og höfðu þá hækkað m.a. vegna fyrstu gengislækkunar þeirra félaga 1. sept. 1974. Nú munu erlendar skuldir nema um 145 miljörðum króna og þá eru ekki taldar með siðustu lántökur Seðlabankans. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann Um siðustu áramót nam skuld rikissjóðs við Seðiabankann rúmum 15 miijörðum króna.Iapril-mánuðikomst skuldin i 25 milj- aröa króna. Þegar stjórnin tók við var skuld rikissjóðs við Seðlabankann innan við einn miljarður. Skattheimta ríkisins Fjárlög ársins 1974 námu 29,3 miljörðum króna. Fjárlög þessa árs gera ráð fyrir um 140 miijarða útgjöldum. Það er sannarlega ekki af ástæðulausu aö spurt er: hvernig stendur á öllum þessum ósköpum? Hvað er það sem veldur þessari öfugþróun? Astæðan fyrir þessum óförum er fyrst og fremst röng stjórnarstefna. Þar má fyrst til nefna gifurlega fjársóun i rangri fjárfestingu. I öðru lagi gjörsamlega stjórnlaus rikis- fjármál. 1 þriðja lagi þá staðreynd, að vextir hafa á nokkrum árum verið hækkaðir úr 9-11% i 26-33%. Ifjórðalagi mánefna sifelldar gengislækk- anir, rikisstjórnar ákveðnar verðlagshækk- anir, og stóraukna skattheimtu, en þetta alit hefir leitt af sér magnaða innanlands verð- bólgu. Horfúrnar i efnahagsmálum eru ekki góðar þrátt fyrir mikinn fiskafla og hátt út- flutningsverð. Astæðurnar til þess eru m.a.: aðenn er haldið áfram af fullum krafti með byggingu járnblendiverksmiðjunnar, sem kosta mun um 25-27 miljarða króna, auk hafnar og vegagerðar. Hún tekur til sin helming raforkunnar frá Sigöldu, en stofnkostnaður hennar er um 16 milj- arðar. Telja má alveg vist að taprekstur járnblendiverksmiðjunnar verður aldrei undir 1 1/2 miljarði króna á ári, eins og nú horfir. að allt útlit er fyrir að 11-12 miljarða fjár- festing i Kröflu muni standa arðlaus i nokkur ár, — en af þeim framkvæmdum verður að greiða árlega um 1 1/2 — 2 miljarða króna. Þau dæmi sem hér hafa verið nefnd eru aðeins nokkur sýnishorn af stjórnarstefnu þeirra félaga, Ölafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrimssonar. Þó að dæmin séu fá sýna þau vel þá hörmungarstefnu, sem rikjandi hefir verið i stjórn efnahagsmála. I rauninni má segja að i þeim efnum hafi allt vaðið á súðum, gengis- laekkun hefúr rekið gengislækkun, nýjar og nýjar lántökur, sifelld skuldasöfnun rikis- sjóðs og vitstola verðbólga. Og hvernig eru horfurnar í lok kjörtímabilsins? Utlitið er ekki gott, svo vægilega sé til orða tekið. Nær allir kjarasamningar iaunafólks eru uppsag ðir. Verkföll eru i ýmsum greinum og allt bendir til að harðnandi átök séu framundan á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefir með valdboði lækkað kaupmátt launa og nú siðast beinlinis rofið löglega gerða kjara-samninga. Þrátt fyrir lækkun launa bera atvinnurek- endur sig illa og taiið er að margar atvinnu- greinar séu reknar með tapi. Allt þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd, að verð á útflutningsvörum þjóöarinnar er nú hærra en það hefir veriö nokkru sinni áður. Fiskaflinn er lika meiri en hann hefir áður verið. Allt kemur þetta fyrir ekki, niður- staðan er eigi siður sú: að kaupmáttur launa minnkar, að haiiarekstur eykst, að skuldasöfnun vex. Siðustu afrek ríkisstjórnarinnar Ekki verður sagt að siðustu aögerðir rikis- stjórnar þeirra Geirs og Ólafs, hafi verið betri, eða á annan veg en þær fyrri. A siðustu vikum Alþingis rak hver ákvörð- unin aðra, sem enn jók á vandann. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Rikisstjórnin ákvað að hrifsa 150 miljónir króna af fjárveitingum til Orkustofnunar og verja þeim til skuldagreiöslu vegna Kröflu- framkvæmda. Alþingi hafði þó ákveðið að þessar fjárveitingar ættu að renna til rann- sókna og framkvæmda Orkustofnunar á gjörsamlega óskyldum sviöum við Kröflu- framkvæmdir. Með þessu er Orkustofnun gerð óvirk. Þá ákvað rikisstjórnin að leysa rúmlega miljarða króna fjárhagsvanda Rafmagns- veitna rikisins með þvi að hækka rafmagns- taxta þeirra, sem þegar voru 85% hærrien á Landsvirkjunarsvæðinu, upp i það að verða 130% hærri. Auðvitaö leysir þessi ráöstöfun engan vanda Rafmagnsveitnanna, en er svivirðileg ráðstöfun gagnvart þeim sem búa við hæst rafmagnsverð i landinu. Til þess að ná tökum á verðbólguvanda- málinu fann rikisstjórnin helst það ráð, að leggja niður verðlagseftirlit og heimila frjálsa verslunar-álagningu. Og auðvitað var svo samþykktur enn nýr skattur á innfluttar vörur, sem nemur um 1100 miljónum króna á ári og eflaust á eftir að hækka verðlag i landinu um 2 miljaröa króna á ári, þegar áhrif gjaldsins hafa að fúllu komið fram. Núverandi rikisstjórn — ihalds og fram- sóknar — hefir sýnt það á liönu kjörtimabili, að hún er fjandsamleg launafólki.Hún hefir hvað eftir annað beitt rikisvaldinu til að lækka iaun og skerða félagsleg réttindi. Efnahagsstefna hennar hefir reynst fálm og fát, sem leitt hefir til magnaðrar verð- bólgu, árekstra á vinnu-markaði og versn- andi afkomu allra undirstöðu atvinnugreina. Rikisstjórn þeirra Ölafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrimssonar hefir reynst óhappa- stjórn i fjármálum, eyðslustjórn i rikis- rekstri og sannkölluð verðbólgu-stjórn. 1 lok þessa kjörtimabils blasir við sú kulda* lega staðreynd, að það er ætlun þeirra Geirs og Ölafs að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram að loknum kosningum, fái þeir til þess umboð. En hvað segja launamenn við þvi, og hvað segja landsmenn við þvi? Er ekki nóg komið af samstjórn þeirra Geirs og Ólafs? Hjörleifur Guttormsson Aðalfundur Sambands náttúruverndarfélaga Hjörleifur Guttormsson forseti SÍN Aðalfundur Sambands islenskra náttúruverndarfélaga (StN) var haldinn i Reykjavik, dagana 27—28. apríl sl. Til umræðu voru einkum tillög- ur til Náttúruverndarþingsins 1978, en StN-félögin (sex að tölu) senda öll fúlltrúa á það þing. Sambandið flutti þar eftirfarandi tillögur: 1. Um verndun Breiða- fjarðareyja, 2. Um skráningu og vernd söguminja, 3. Uin framleiðslu og notkun lifræns áburðar, 4. Um hvalveiðar lslendinga, 5. Um oliuleit við tsland og 6. Um verndun Þing- vallas væðisins. Tvær siðast- nefndu tillögurnar voru fluttar af StN og Landvernd i sameiningu. Tillögurnar hlutu allar samþykki þingsins. Til umræðu var einnig þátttaka SÍN i kynningarherferðinni „Lifandi haf”, sem Alþjóð- lega náttúruverndarsambandið (IUCN) og Náttúruverndar- sjóðurinn (WWF), satnda að. Til- lögur 1, 4 og 5 voru m.a. samdar meö tilliti til þessarar herferðar. Má geta þess, að Náttúru- verndarþingið fjallaði nú I fyrsta skipti um málefni er varða verndun á sjávarlifi sérstaklega. Fyrirhugað er frekara átak i þessum málum, i samvinnu við aðra náttúruverndaraðila i land- inu. Forseti SIN var kjörinn Hjörleifur Guttormsson lif- fræðingur, Neskaupátað, en fráfarandi forseti er Helgi Hallgrimsson, Akureyri. Skrif- stofa SIN verður áfram i Náttúru- gripasafninu á Akureyri. Leggur fram 45. skatt- skrána og hættir svo Halldór Sigfússon, skattstjóri i Reykjavik, hefur óskað eftir þvi að vera leystur frá ströfum frá og með l.ágúst. Halldór varð sjötug- ur 2. þessa mánaðar. Hann hefúr gegnt embætti skattstjóra siðan 1934 og mun væntanlega leggja fram skattskrá i Reykjavik i 45. sinn áður en hann lætur af störf- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.