Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. mal 1978. I( ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 151 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar S m n Vonarstræti 4 simi 25500 Starfsfólk í hefmilishjálp Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar að ráða starfsfólk til Heimilisþjón- ustu 4 til 8 tima á dag. Nánari upplýsingar veittar að Tjarnargötu 11, simi 18800 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir april mánuð er 15. mai. Ber þá að skila skattin- um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. mai 1978 LAUSAR STÖÐUR Viö Flensborgarskólann i HafnarfirBi, fjölbrautaskóla, eru lausar nokkrar kennarastöður, einkum I islensku, stærðfræði, listgreinum, vélritun og Iþróttum. Æskilegt er að umsækjendur geti kennt fleiri kennslugreinar en eina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júnl n.k. Umsóknar- eyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. mal 1978, UTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerf- is Hitaveitu Akureyrar 6. áfanga útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar Hafnarstræti 88b Akureyri, frá og með þriðjudeginum 16. mai 1978 gegn 30 þús. króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofum Akureyrarbæjar Geislagötu 9 Akureyri, föstudaginn 26. mai 1978 kl. 11.00 f.h. Hitaveita Akureyrar. Utanríkisráðuneytið óskar að ráða nú þegar ritara til starfa i utanrikisþjónustunni. Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu og þjálfun i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli. Fullkomin vélritunar- kunnátta áskilin. Eftir þjálfun I utanrikisráðuneytinu má gera ráð fyrir, að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum Islands erlendis, þeg- ar störf losna þar. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf verða að hafa borist utanríkisráðuneytinu, Hverfis- götu 115, Reykjavik, fyrir 23. mai 1978. Utanrikisráðuneytið Bangsímonamir — og strangur skóli myndir. Stólar eru þar margir. Tiður gestur er einnig pensill með skafti og fari eftir þann lit sem hann hefur á eftir sér dregið. Bangslmonar margir horfa sak- leysislega framan I gestinn. A einni og sömu mynd getum við fundið túttusyrpu, sem rifjar upp bernskutiðindi og svo ýmislegt annaö sem ekki verður nefnt, lika ruggustóla sem hæfa sögufróðum ömmum, þá svarta ferninga miskunnarlausrar gagnrýni, enn- fremur gátum við til vinstri séð tannhjól Iðnvæðingar leitast við að brjótast inn I þennan heim, um leið og fjólublár iðrunarlitur kaþólskunnar lagði sitt til mál- anna neðst til hægri. Við stungum upp á þvi, að þessi mynd gæti heitið „Samhengiö I islenskum bókmenntum”. Sigurður Orlygsson hafði i sjálfu sér ekkert á móti þvi. En hann tók skýrt fram, að hann væri ekki að segja sögur i myndum sinum. Ég var sagði hann, alinn upp I ströngum skóla geometrisk- ar afstraksjónar, og ég er feginn aö hafa gengið i gegnum þann skóla. Þegar ég nú tek þekkjan- lega hluti og bý til úr þeim mynd- ir, þá eru þeir valdir vegna þess, að form þeirra henta mér. En þessir hlutir — bangsar, borö, stólar, penslar, þeir kannski taka upp einhverskonar sambúð og færast smám saman lengra inn I ákveðna merkinu. En sem fyrr segir: Ég tek úr hlutveruleikanum þá þætti sem mér henta. En ef menn hafa gam- an af að lesa inn I þetta samhengi eitthvað frá sjálfum sér, leggja út af myndunum á sinn hátt, þá er það ekki nema til góðs fyrir alla aðila. Þú segir að þessi leikur lita og hluta minni þig á litil börn. Þvi ekki það? Ég var sjálfur að eign- ast mitt fyrsta barn á dögunum... \br í Reykjavík Við bjóðum landsmenn velkomna til Reykjavíkur. Vekjum athygli á þeim sérstöku vorkjörum, sem við bjóðum nú á gistingu. Leitið upplýsinga, - hafið samband við okkur, eða umboðsskrifstofur Flugleiða um land allt. «HOTEL# Suöurlandsbraut 2. Sími 82200 HQTEL LOFTLEÍÐIR Reykjavikurflugvelli. Sími 22322 Sigurður Örlygsson á Kjarvalsstöðum: Sigurður örlygsson opnar sýn- ingu á Kjarvalsstöðum I dag, laugardaginn 13. mai. Hann sýnir fjörutiu og þrjár myndir. Þær eru allar málaðar siðan um áramót. Hvernig fer fyrir myndlistarsög- unni ef þessum afköstum heldur áfram? Heimurinn fyllist af málverk- um, sagði Sigurður. Það er hægur vandi aö þekkja þá hluti sem setja saman þessar Sigurður örlygsson: Þessir hlutir henta mér (Ijósm. Þjv. Leifur)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.