Þjóðviljinn - 19.05.1978, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Qupperneq 11
Föstudagur 19. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 Rögnvaldur Sigurðsson, verkamaður: Hugleiðingar um landbúnað og flæking Það er ekki á góðu von þegar hlöðukálfar Sjálfstæðisflokksins taka að boða sparnað. Inntak þess boðskapar hefur jafnan og löng- um veriðeitt og hið sama.að gera hinn fátæka fátækari. Breytir litlu, hvort þessir spreðar ráðast beint á kaup og kjör eða fremja pólitfsk skaðræðisverk í atvinnu- lifinu.Báðar aðferðir eru i fullum gangi, þótt þeirri siðartöldu hafi verið beitt af óvenjulegum hrottaskap upp á siðkastið, sam- anber jarðarför félagsrekinna mjólkurbúða og tilvonandi útför Landsmiðjunnar með fleiru. Eng- in furða þótt menn spyrji hvað sé eiginlega að gerast, þegar vel rekin þjóðþrifafyrirtæki eru skor- in niður við trog, að áeggjan póli- tiskra hvolpa, og i trássi við mannlega skynsemi. Hryðjuverk af þessu tagi eru þó engan veginn án fordæma. En þegar menn, semgerakröfu til að vera taldir með fullu viti, og vel það, mælast til að höfuðatvinnu- vegir þjóðarinnar séu lagðir nið- ur, i sparnaðarskyni, og reyna að hefja þann málflutning á stig full- gildar þjóðmálaumræðu, þá hlýtur ýmsum að renna kalt vatn milli skinns og hörunds. I fljótu bragði virðist ekki á'stæða til að lita á kenningar af þessu tagi, sem annað og meira en hvatvls- lega viðleitni, til að ná einhverju frumkvæði á hugmyndalegri eyðimerkurgöngu Sjálfstæðis- flokksins. En málið er þvi miður háð þeirri viðteknu staðreynd, að ekki þarf nema einn gikk I hverja veiðistöð, svoaf verði hópur áður en varir. Samkvæmt uppkveðn- um stóradómi er islenskur land- búnaður sá atvinnuvegurinn sem ráðdeildarmenn ihaldsins hyggj- ast leiða fyrstan til aftöku. Klám- högg voru æ og löngum viðþekkt afleiðing lélegs böðuls og illrar axar,á þeirri tið þegar stóridóm- ur var og hét. En það mun eins dæmi að klússið skini við fyrir- fram. Eða hvaða órugluð mann- vera sér ekki, að niðurmurkað búfé og mannauðar sveitir tákn- ar i reynd helgöngu islensks iðn- aðar, annars höfuðatvinnuvegar- ins frá? „Það kennist á reiðinni hvar höfðingjar fara”. Stórhugur Sjálfstæðisflokksins lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hamingjunni sé lof fyrir fæðina i þeim hópi. Hvort sem mönnum þóknast nú að lita á fyr- irbæri af þessu tagi sem skemmtilega trúaða, álitlega sig- urvegara i kosningum eða eitt- hvað annað, fylgir öllu gamni nokkur alvara. I þjóðfélagi stöð- ugra gengisfellingá og eilifra dag- prísa getur vart öðruvisi farið, en allt venjulegt verðmætaskyn gufi blátt áfram upp.Þjóðin horfir á allar tölur þenjast út og stækka ár frá ár-i með þeim ólikindum, að almenn viðmiðun stenst ekki snúning. Einn eldspýtustokkur út úr búð i dag kostar til dæmis hvorki meira né minna en tvö meðal lambsverð fyrir röskum fjörtiu árum. Taumlaust öfga- samfélag hlýtur fyrr eða síðar að verða einn allsherjar leikvangur ævintýramanna og myrkrabrask- ara. En allt um það mun flestum þykja ótrúlegt að til séu á Islandi nokkur þau myrkraöfl einhvers megnug, sem stefni að þvi sem á- fanga á markaðri braut að eyði- leggja atvinnuv«gi þjóðarinnar. Jafnvel sá tilfinningaskekni hug- sjónahópur, vaffellingar, mundi vantvið búinn að leggja svo mikið i sölurnar fyrir varanlega hlut- deild i amerisku náðinni. Burðarásar þjódfélagsins OUum sem vita vilja er ljóst, að islensk tilvera hvilir á herðum sjómanna, verkamanna og bænda. Þessar atvinnustéttir .eru - -burðarásar þjóðfélagsins, hér sem annarsstaðar, og ættu að öllu sjálfráðu að standa saman i ein- um stjórnmálaflokki: Verka- mannaflokki Islands. Timi til kominn að leggja niður sjálfdauð og úldin áróðursslagorð I nafn- giftum stjórnmálaflokka. En það er önnur saga, og verður vist litlu um þokað eins og sakir standa. Það eruekki aðeins bændur, sem eiga afkomu sina undir gengi is- lensks landbúnaðar, heldur fjöldi fólks til sjávar og sveita hvar- vetna á landinu. Og staðreynd er að fjölmargir sem starfa að úr- vinnslu búvara, og ýmsum þjón- ustugreinum landbúnaðarins, hafa einhverjar bestu og öruggustu tekjur sem gerast i iðju og iðnaði hérlendis, og i mörgum tilfellum mun betri. en meginþorri bænda. En allt um það unna bændur þessu fólki sins, öfúndarlaust,og standa traustum fótum á islenskri jörð, saklaus- astir allra manna af þeim efna- hagslegu landskjálftum, sem tröllriða samfélagið á fárramán- aða fresti. Heildsalakúfurinn Einn er sá hlutur sem lengi hef- ur valdið uppsteyt og áhyggjum manna á meðal, en það eru upp- bæturnar illþokkuðu. Vissulega er meiraenlitið öfugsnúið að gefa forrikum útlendingum mat. Þvi hefur hinsvegar verið haldið fram, af mönnum sem vel mega vita, að sökum of litillar útflutn- ingsframleiðslu búvara sé svo til ógerlegt að vinna islenskri land- búnaðarframleiðslu markað. Sá grunur læðist þó óhjákvæmilega að manni, að á þessum vettvangi hafi kaupsýslan brugðist hrapal- lega, eins og oft áður. Þaö er ekk- ert timanlegt peningaatriði að standa trúan vörð um tilvist bænda, þeirrar öldnu stéttar sem til skamms tima var þjóðin og lengst hefur dugað i landi hér, heldur siðmenningarskylda, grundvölluð á þjóðhagslegri nauðsyn. Um réttmæti ogbráða þörf spamaðar, eins og nú horfir, munu fáir efast, og allra sist sveitafólk. En aftur á móti þvi meira um vænlegan árangur af rassboruhnoði manna sem aldrei geta hugsað sér að ganga framan að verkefninu og byrja á byrjun- inni. Það er vitað mál að hér og þar i þjóðfélaginu er hægt að spara miljarða, og aftur milj- arða, öllum að skaðlausu. Ekki bara tiu miljarða, heldur tugi miljarða. Það er svo allt annað mál, að það er vita þýðingarlaust að reyna að fela þá staðreynd, að hlutfallið milli búvöruverðs og al- mennra launatekna á íslandi er eitthvert hið óhagstæðasta sem þekkist á byggðu bóli. Það er auð- vitað fræðilegur möguleiki að flytja inn landbúnaðarvörur og hækka heildsalakúfinn, en al- menningi hefur nú fundist til þessa, að forsjá þeirrar þjóð- félagsstéttarf leiddi litt til bú- hnykkja. Það leiðir að sjálfu sér, að þótt ihaldið þykist sjá ein- hverjar flisar sem við risa, mun lausn vandans láta á sér standa, sökum bjálkans i hinu sameigin- lega auga Sjálfstæöisflokksins, glyrnu ránfuglsins I skjaldar- merkinu. Það er allra vægast sagt á takmörkum eðlilegra yf- irsjóna, að Sjálfstæðismenn skuli aldrei muna eftir öllu þvi geri af höndlurum, starfandi hlið við hlið göturnar á enda i höfuðborg- inni, sem fórna sér fyrir þá óeig- ingjörnuhugsjón að koma búvör- um ihendurneytenda fyrir helm- ing framleiðsluverðs. Vitanlega dettur engum til hugar að hlutur þessara voluöu vesalinga mætti vera minni, hvað þá aö fækka i stéttinni, sem virðist þó vera gustuk, svo vonlaus sem lifsbar- áttan kvað vera að sögn. Gerviþarfasmiðir Allt aulabullið um bændur og landbúnað leiðir hugann óhjá- kvæmilega að þeirri grimmilegu fjársóun, sem felst i útblásnum gerviþörfum og hverskonar mun- aðarbruðli, svo ginnheilögu að hvergi má við hrófla, þótt alls staðar skorti fé til lifsnauðsyn- legra hluta. Sé ógerlegt að heim- færa bruðlið undir þörf, þá er for- heimskunin einfaldlega hafin til mannréttinda, eins og dæmin sanna og litil- lega verður vikið að. Löglegir vasaþjófar vaxa sifellt úr grasi, jafnvel heilar þjóðféi®°sstéttir. Það er enginn hörgull á fjár- magnsfyrirgreiðslu, þótt undir- stöðuatvinnuvegir þjóðarinnar standi i svelti. A öðru er auðvitað ekki von á meðan gangsterhugmyndir Sjálf- stæðisflokksins ráða lögum og lofum I efnahagskerfinu. Innan Sjálfstæðisflokksins þrifst og dafnar stór hópur manna, sem meðréttumætti kalla gerviþarfa- smiði. Eitt nærtækasta dæmið er sú hrikalega flækingsmálastarf- semi sem rekin er i landinu i dag. Enda mun hérlendur afætulýð- ur aldrei hafa komist i aðra eins gullnámu og sá fámenni hópur sem gumsast i orlofsfé lands- manna. Og svo harter barist um fjáraflahlíSðn, að seg ja má að alar maskinur séu á útopnuðu samtimis, útvarp , sjónvarp og prentsmiðjur. Fatauglur og flækingsbrask Þeim er sannarlega ekki fisjað sanQr, sem ekki bogna fýrr eða siðar uö'dan þeim holskeflum af kynæsingum og gylliboðum sem úr þessu maskinarii veltur. Við- lika draugar hafa ekki riðið hús- um á Islandi svo sögur fari af, nema ef vera skyldi amirikuag- entarnir illræmdu á velmektar- dögum Þorgeirsbola. Matur og drykkur hefur löngum haft sitt að segja, enda eru hátiöir og grisa- veislur haldnar með þeim fyrir- gangi, að við sjálft liggur að hólminn sporðrisi undan gal- skapnum. Æsilegasti hápunktur þessara forkostulegu veiði- bragða er þó þegar tommustokk- urinn er dregin upp úr rassvasan- um ogtekið til við að mæla hina aðskiljanlegu likamshluta kvenna með franskan læragægi i forgrunninum. Spurning hvort búvaran færiekki að ganga út, ef bændur tileinkuðu sér eitthvað af þessum glæsibrag. Væri ekki ráð að leggja með kindakjötinu nokkr ar gangandi fatauglur ásamt- frönsku læragræjuvottorði; óvist' nema sauðskepnan færi að standa undirsér uppbótalaust utan lánd- steinanna. Undirrót sölutregð- unnar skyldi þó aldrei vera rót- gróið vanmat bænda á flónum og fiflalátum. Engum dylsthve sölu- mennskutækni flækingsmála- braksaranna er miklu máttugri aðferð til skjóttekins gróða en sá hljóðláti þumbaraskapur, sem rikir yfir og allt um kring á is- lenskum búvörumarkaði. Nú þykir að likindum ýmsum nóg komið, en flæking^iálabraskar- inn kann drjúgum meira fyrir sér. Utanlandsreisur i formi bing- óvinninga þykja sérlega til- trekkjandi. Þess eru dæmi að tiu sh'kir ferðavinninghr hafi fokið á einu auglýsingaskralli i hjarta höfuðborgarinnar. Hver sem vill j»etur metið þann grikk til fjár. Aftur verður manni hugsað til bænda. Hvaðskyldi þurfa margar smjörskökur til að borga slika brellu? Gott ef smjörfjallið fræga yrði ekki upp urið áður en and- virði fyrstu smjörklipunnar hlotnaðist staður i vösum fram- leiðenda. Flækingar á víxlum En óprúttnum sölumönnum verður seint ráðafátt. Ef einhver kújóninn skyldi þrátt fyrir allt gjóa augum i budduna, þá er ein- faldlega auglýst eftir samþykkj- endum á vixla. Gerið svo vel, ferðist fyrst, borgið siðar. Þjón- usta sem segir sex. Hvenær skyldi sá dagur renna að peninga- ■stofnanir landsins bjóði almennt tilsvarandi þjónustu? Sennilega liður nú ár og dagur þangað til. En eitt er vist að Búnaðarbank- anum er óhætt að vikka hurðar- gættina, ef bændur eiga að geta hlaupið út um torg og trissur og boðið landbúnaðarvöru á hlið- stæðum kjörum. Það er sannast að segja hryllingsmynd að ótind- ur flækingur suður til MiöjarðaP- hafslanda með botnlausu gjald- eyrissukki skuli fá svo til ótak- markaða fyrirgreiðslu á sama tima og atvinnuvegir þjóðarinnar eru að svelta i hel, og þar ofan i kaupið hundeltir með skitakasti. Hér er óhætt áð segja ótakmark- aða fyrirgreiðslu, sökum þess að flestir ábyrgir aðilar hafa lokað öllum skilningarvitum gagnvart svartamarkaðsbraskinu i gjald- eyrismálum. Og slik er forherð- ingin, að manni skilst helst, að þá sé best, ef hægt væri að koma minnst þriðjungi þjóðarinnar á árlegt mánaðarfylliri suður á Spáni. Og eru þó uppi raddir um að gera enn betur. Kemur það einkum tilað Portúgalir séu mjög vansæmdiraf viðskiftajöfnuði við Islendinga. Það erhelst að skilja að þar sé aðeins eitt ráð til, að tvi- efla brennivinsdrykkju þjóðar- innar við Miðjarðarhaf. Jafnvel sjálfur viöskiftaráðherrann hefur borið fram þá frómu ósk i sjón- varpi, að islenskum flækingum mætti auðnast að jafna metin, Portúgölum i vil. Býsna öfugsnú- in utanrikisviðskifti þjóðar sem skuldar útlendingum sex hundruð þúsund krónurper kjaft i landinu. Þannig er miljörðum króna glutrað og grýtt i svaðið. A hinu leitinu sér rikisstjórn landsins þann eina útveg að leggjast i vasaþjófnað meðal ekkna og munaðarleysingja til að bjarga þjóðarbúinu undan* Þeir sem gerst mega vita telja að gjaldeyrissóun þjóðarinnar i beinan flæking sé nú þegar kom- inn i tiu miljarða á ársgrund- velli. Opinberar tölur i þessu sambandi eru marklausar með öllu. Væri ekki að athuguðu máli réttast að láta bændur landsins i friði á meðan að fjármunir þjóð- arinnar eru bornir i skitinn jafn purkunarlaust? Hér er aðeins um eitt dæmi að ræða þótt auövelt væri að nefna mörg. Átthagatryggðin og hlutur landbúnaðar Það er fyrst með kalda striðinu sem farið er að tala um ótindan flæking sem mannréttindi. Hins- vegar hafa áróðursbykkjur Atlantghafsbandalagsins lítið minnst á þær þrjátiu miljónir manna sem ganga atvinnulausar á verndarsvæði Nató. Atvinnu- öryggi og mannsæmandi lifskjör er nefnilega ekki mannréttindi á þeim bæ. Það ætti öllum að vera ljóst að á meðan að þannig er um hnútana búið verður lúxusflakk forréttindi en ekki mannréttindi. Manndrápssérfræðingarnir "i Nató eiga sér aðeins eitt takmark með ferðafrelsi, sem sé að gera út flugumenn i austur- veg með steyttar tuðrur af kreppuhagfræði. Margir menn lifðu svo og dóu i minni sveit að lita aldrei utan einn fjallahring. Sú staðreynd varðþessu fólki ekki að einhverj- um glórulausum mannréttinda vaðli. Átthagatryggðin var kjöl- festa bændaþjóðfélagsins. Þetta var fyrir daga hernáms og niður- lægingar og þess óaeðslega lifs- gæðakapphlaups, seni geisar eins . og farsótt meðal bjargálna fólks á vesturlöndum i dag. Ein i- smeygilegasta röksemd land- búnaðarandstæðinga höfðar mjög til landverndar. En það er sú kenning að gróðri lansins stafi bráð hætta af offjölgun búfjár. Vera má; ,,oft ratast kjöftugum satt á munn”. En má spyrja, til hvers ef bændur og búfé eiga að hverfa? A að verja þúsundum miljóna króna til að viðhalda arð- lausum gróðurvinjum hér og þar, sumum aövisu djásnum islenskr- ar náttúru, i þvi eina augnamiði að fáeinar f jölskyldur sem græða á túrismageti lifaði vellystingum praktuglega? Væri ekki nær að losa sig við túristasukkið áður en hálf þjóðin eða svo verður orðin að skriðdýr- um? Takmarkalaus yfirtroðsla útlendra f lækinga er satt að segja litið geðslegra fyrirbæri en her- nám. Landeyðingin ein verður áður en varir litt bætanleg. Eink- ar glæsilegt, með tilliti til þess, að allt heila flækingsmálaklabbið jafnast ekki atvinnulega séð á við hlut landbúnaðarins i einni miðl- ungssýslu. Rögnvaldur Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.