Þjóðviljinn - 19.05.1978, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.05.1978, Síða 13
Föstudagur 19. mal 1978 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 13 a Kosningaskrifstofur G-lista og annarra íista sem Alþýðu bandalagið styður eða á aðild að Alþýðubandalagið í Reykjavik Kosningamiðstöðin Grensásvegi 16 Komiö á skrifstofuna! Veitið upp- lýsingar! Látið skrá ykkur til starfa! Opið 9-23. Slmar kosningastjórnar eru 8 32 181 og 8 33 68 Simar félagsdeilda síðdegis: f,„■ 1. deild — Vesturbær — 8 42 68 srAR’"'1' 2. deild — Austurbær — 8 39 62 3. deild — Laugarnes og Lang- holtshv. — 8 39 84 4. deild — Breiðagerðis- og Alfta- mýrarskhv. — 8 39 12 5. deild — Breiðholt — 8 44 69 6. deild — Arbær — 8 44 48 Kosningaskrifstofa Vestmannaeyjum að Bárugötu 9. Simi 1570. Kosningaskrifstofa á Húsavik Óháðir og Alþýðubandalag á Húsavik hafa opnað kosningaskrif- stofu I Snælandi. Opið frá kl. 20 virka daga, og 14 til 17 laugar- daga og sunnudaga. Kosningaskrifstofa i Keflavik Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Keflavik er að Hafnargötu 49. Skrifstofan er opin frá kl. 13—19 og 20—23 alla daga vikunnar. Siminn er 3040. Stuðningsfólk! Hafið samband! Kosningaskrifstofa i Mosfellssveit Kosningaskrifstofa H—listans er að Birkiteig 2. Simi 66470. Opin frá 5 til 9 e.h. Fólk er hvatt til þess að lita við á skrifstofunni og ræða málin. Kosningaskrifstofan á Akranesi Kosningaskrifstofan er opin mánud.—föstud. frá kl. 16.00—22.00 og laugard. og sunnud. frá 14.00—18.00. Kaffiveitingar. Síminn er 1630. Kosningaskrifstofan á Akureyri Kosningaskrifstofan er að Eiðsvallagötu 18 á Akureyri. Siminn er 2 17 04. Skrifstofan er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 1 til 7 e.h. og frá kl. 2 til 5 e.h. á laugardögum. Kosningastjóri er Óttar Einarsson. Kjördæmisráð og Alþýöubandalagiö á Akureyri. Kosningaskrifstofa á Siglufirði, Alþýðubandalagið á Siglufirði hefur opnað kosningaskrifstofu i Suðurgötu 10: Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 3 til kl. 7 siðdegis. Simi skrifstofunnar er 7 12 94. Stuðningsfólk Alþýðubandalagsins! Hafið samband við skrif- stofuna. Kosningaskrifstofa Selfossi að ÞóristUni 1. Simi 1906. Kosningaskrifstofa i Garðabæ • Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Garðabæ er I Goöatúni 14, simi 4 22 02. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 17—19. Félagar og stuðningsfólk Alþýöubandalagsins litiö viö á skrifstofunni. Kosningaskrifstofan Hafnarfirði Alþýðubandalagið i Hafnarfirði hefur opnaö kosningaskrifstofu aðStrandgötu41,3. hæð (gengiö inn bakdyramegin). Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 17 til kl. 19. Simi 5 45 10. Litið við og athugið kjörskrána. Kosningaskrifstofa á Sauðárkróki Kosningaskrifstofa Alþýöubandalagsins á Sauðárkróki er I Villa Nova. Skrifstofan er opin fyrst um sinn á kvöldin kl. 20.30 til kl. 22.30. Siminn er 95-5590. Kosningaskrifstofa á Seltjarnarnesi Kosningaskrifstofa H-listans, vinstrimanna og óháðra á Seltjarnarnesi, er I Bollagörðum. Simi 2 71 74. Skrifstofan er opinfrákl. 20 til 22. Laugardaga frákl. 14 til 18. Stuðningsfólk H-listans hafi samband viö skrifstofuna. Kosningaskrifstofan i Kópavogi kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Kópavogi er opin frá 13—19 alla virka daga. Skrifstofan er I Þinghól. Athugiö um sjálfa ykkur, vini ogfélaga,hvorteruákjörskrá. Simi 41746 Kosningaskrifstofa i Neskaupstað Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Austurlandi er að Egilsbraut 11, Neskaupstað. Simi 7571. Opiö er frá kl. 3 til 6 og 8 til 10 eftir hádegi. Kosningastjóri er Guðmundur Þóroddssón. Heimasimi: 7642. Frá aðalfundi Skáksambands íslands Fimm ný aðildar- félög Fjárhagsáætlun þessa árs 12,5 miljónir króna Aðalfundur Skáksambands is- lands var haldinn fyrir skömmu. Þar kom i Ijós, að skákllf i land- inu stendur með miklum blóma. t skýrslu stjórnar voru rakin öll helstu mál liðins starfsárs, sem voru mörg og sum viðamikil. Lagðir voru fram reikningar sambandsins og koma i ljós að fjárhagur þess stendur vel. Þá samþykkti aðalfundurinn að veita fimm skákfélögum upptöku isambandið,en þau eruTaflfélag Hornafjarðar, Taflfélag Rang- æinga, Skákfélag Búrfells, Tafl- félag Seltjarnarness og Taflfélag Grindavikur, en innan vébanda þessara félaga eru alls um 400 félagar. Þá lagði forseti fram fjárhags- áætlun stjórnarinnar fyrir næsta starfsár. Taldi hann að fjárhagur sambandsins væri vel bærilegur, en mörg og fjárfrek verkefni væru framundan. Aætluð gjöld á starfsárinu eru um 12.5 miljónir króna. Eru helztu Utgjaldaliðir þessir: Innlend skákmót 1.350.000, Erlend skákmót 4.550.000, Framboð Friðriks Ólafssonar 1.500.000, rekstur félagsheimilis 3.700.000. Innlendu skákmótin eru Skák- þing Islands og Deildakeppni Sl, en i henni taka þátt lið úr öllum landshlutum og er keppninni skipt i tvær deildir. Af erlendum skákmótum ber hæst Olympiuskákmótið, sem að þessusinni verður haldið i Buenos Airesi Argentinui haust. Er áætl-, að að kostnaður við þátttöku i karlaflokki nemi um 3 millj. króna, en enn er ekki fullráðið hvort kvennasveit verður einnig send á mótið, en það mál er i at- hugun hjá stjórn sambandsins. Samtimis Olympiumótinu fer fram aðalfundur FIDE, þar sem kjörinn verður eftirmaður dr. Max Euwe i embætti forseta, og mun Skáksambandið leggja mikla áherzlu á að vinna vel að þvi máli næstu mánuðina. Þá er þess að geta, að svæða- mót, undanfari keppninnar um heimsmeistaratitilinn, á að halda á þessu ári og eiga Islendingar rétt á að senda þrjá keppendur á það. Þá eru heimsmeistaramót unghnga i tveimur flokkum, Evrópumeistaramót, væntanlega telex-keppni og ýmis önnur skákmót, sem islenskir skák- menn munu sækja. I stjórn SSl voru kjörnir: Einar S. Einarsson endurkjör- inn forseti, Aðrir i stjórn voru kjörnir Þorsteinn Þorsteinsson, Gish Árnason, Þráinn Guð- mundsson , Högni Torfason, Arni B. Jónasson og Guðfinnur Kjart- ansson. I varastjórn hlutu kosn- ingu Helgi Samúelsson, dr. Ingi- mar Jónsson, Jörundur Þórðar- son og Sigfús Kristjánsson. MuniA alþjóðk'Kt hjálparstarf Rauða krossins RAUÐI KROSS tSLANDS Auglýsinga- síminn er 81333 Póst- og simamála- stofnunin óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/SÍMRITARA hjá Pósti og sima á ísafirði. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og umdæmisstjóra á ísafirði. íslenska járnblendifélagið hf. ÚTBOÐ íslenska járnblendifélagið h.f. óskar eftir tilboðum i fluor lampa og lampa fyrir natrium-háþrýsti perur. Út- boðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni h.f. Fellsmúla 26, Reykja- vik. Tilboðum skal skila fyrir föstudag 16. júni 1978. íslenska járnblendifélagið h .f. Tækniskóli íslands áætlar þessar námsbrautir skólaárið ’78/’79: Menntun tæknifræðinga eftir raungreina- deildarpróf eða stúdentspróf tekur i bygg-. ingum u.þ.b. 31/2 ár. í rafmagni og vélum tekur námið eitt ár heima og tvö erlendis. Gerðar eru kröfur um verkkunnáttu. Menntun tækna i byggingum, rafmagni og vélum fer fram á einu og hálfu ári eftir eins árs undirbúningsnám. Gerðar eru kröfur um verkkunnáttu. Menntun meinatækna fer fram á tveim árum eftir stúdentspróf eða raungreina- deildarpróf. Námið tekur eitt venjulegt skólaár og að þvi loknu starfsþjálfun með fræðilegu ivafi. Menntun útgerðartækna er með megin- áherslu á viðskiptamál. Hraðferð fyrir stúdenta tekur eitt ár. Eðlilegur námstimi fyrir stýrimenn 3. stigs er eitt og hálft ár og námstimi fyrir aðra fer eftir undirbún- ingsmenntun þeirra. Almennt undirbúningsnám. Lesið er til raungreinadeildarprófs á tveim árum. Áður þarf að vera lokið almennu námi (i tungumálum,<fctærðfr., eðlisfr. og efnafr.) sem fram fer i iðnskóla eða er sambæri- legt. Þessi menntun fer einnig fram i Iðn- skólanum á Akureyri, Þórunnarstræti, simi (96)21663 og i Iðnskólanum á Isafirði, Suðurgötu, Simi (94)3815. Undirbúningsnám frá öðrum skólum er metið sérstaklega. Skólaárið stendur frá 1. sept. til 31. mai. Umsóknir ber að skrifa á eyðublöð, sem skólinn gefur út. Eigi siðar en 10. júni þurfa umsóknir að hafa borizt skólanum og verður þeim svarað fyrir 15. júni. Eyðublöðin fást póstsend ef þess er óskað. Simi (91)84933, kl. 8-16. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Iðnsveinar ganga fyrir eftir þvi sem við á. Tækniskóli íslands Höfðabakka 9, Revkjavík Rektor.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.