Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Blaðsíða 5
 Föstudagur 23. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Alþýðubandalagið á Austfjöröum: Mikill kraftur í kosningastarfinu Kosningabarátta Alþýðu- bandalagsins á Austfjörð- um hefur gengið mjög vel/ að sögn Guðmundar Þór- oddssonar kosningastjóra Alþýðubandalagsins á Neskaupstað/ er Þjóðvilj- inn hafði samband við hann í gær. Á þriðjudagskvöldiö s.l. voru haldnir tveir fundir á vegum Alþýðubandalagsins, á Vopna- firði og á Seyðisfirði. I gærkvöldi var fundur á Höfn, og i kvöld verða fundir á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og á Neskaupstað. Fundirnir eru þannig að haldn- Guðmundur Þóroddsson kosn- ingastjóri Alþýðubandalagsins á Austf jörðum. ar eru 3—4 stuttar ræður, en siðan eru fjölbreytt skemmtiatriði. A fundinum á Vopnafirði voru á Landsþing menntaskólakennara: I Samninga í gildi á ný t áiyktun um kjaramál, sem samþykkt var einróma á landsþingi Félags mennta- skóiakennara, sem nýlokið er i Reykjavik, segir: „Þingið átelur harðlega þau óheilindi rikisstjórnarinnar að rifta með lögum samningum sem hún sjálf hafði gert aðeins fjórum mánuðum fyrr og verið höfðu grundvöllur kjara- dóms í aðalkjarasamningi BHM. Krafa okkar er að samningarnir taki gildi á ný.”. Þá segir i ályktuninni, að það sé fáheyrð ósvifni að refsa þeim sem mótmæltu samn- ingsrofinu með þvl að draga af þeim hærri upphæð en svaraði til raunverulegrar fjarvistar þeirra. Einnig mótmæla mennta- skólakennarar harðlega mis- túlkun fjármálaráðuneytisins á kjaradómi i sérkjarasamn- ingi FM og seinagangi á fram- kvæmd hans. Ýmsir mennta- skólakennarar hafa enn ekki fengið kauphækkun sem eng- inn ágreiningur er um, af þeirri ástæðu einni, að deilt er um túlkun samningsins varð- andi nokkra aðra kennara. —eos annað hundrað manns, sem þykir mjög gott þar. Hjörleifur Guttormsson borbjörg Arnórs- dóttir,.Aðalbjörg Björnsdóttir, og Eirikur Sigurðsson fluttu stutt ávörp, en á eftir var söngur, ljóðalestur, og Baldur Brjánsson sýndi töfrabrögð. A fundinum á Seyðisfirði voru 200 manns. Ræðumenn voru Helgi Seljan, Guðrún Helgadóttir, Þráinn Rósmundsson og Þóra Guðmundsdóttir. Eftir ræðuhöld- in, en að þeim var gerður góður rómur, voru skemmtiatriði. Hljómsveitin Vöðlar söng og lék baráttulög, og trió sem Helgi Seljan er m.a. I flutti allskyns grin og glens. A fundinum var mjög góður andi, og sagði Guðmundur að fundirnir hefður verið grimmdargóðir og þeir blásið miklum baráttuanda i brjóst fólksins. Guðmundur taldi að þetta fundaform hefði gefist mjög vel, þvi aðsóknin sýndi að fólk kynni að meta svona stuttar baráttu- ræður ásamt skemmtiatriðum. Alþýðubandalagsmenn á Austfjörðum hafa ekki látið fund- ina nægja i baráttu sinni, þvi þeir hafa verið mjög iðnir við að gefa út dreifirit og blöð. Þessa fundi hafa þeir auglýst með dreifirit- um, en málgagnið, Austurland, hefur verið borið i hvert hús á Austfjörðum. Auk þess hafa þeir gefið út sérstök blöð fyrir norður- hluta Austfjarða og suðurhluta kjördæmisins. Þá var sérstakt blað gefið út á Seyðisfirði. öllum ungum kjósendum var sendur bæklingursem bar nafnið „Mikið vérk að vinna”. Með bæklingnum var dreifirit frá Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins i kjördæm- inu. Guðmundur vildi að lokum minna á fundina á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Neskaupstað, sem verða með svipuðu sniði og fyrri fundir, en auk þess mun þeim ljúka með dansleik. —Þig. Menntaskólakennarar yíta ráðherra harðlega Brýtur eigin lög A nýafstöðnu landsþingi sinu samþykktu menntaskóiakennar- ar ályktun, þar sem mennta- málaráðherra er harðlega vittur fyrir þá ákvörðun að setja i em- bætti skólameistara á Egilsstöð- um umsækjanda, sem uppfyllir ekki kröfur nýsettra laga um em- bættisgengi kennara og skóla- stjóra. í ályktuninni segir: „Meðal umsækjenda voru kennarar, sem óumdeilanlega höfðu fyllstu menntun, réttindi og starfs- reynslu....” Ennfremur segir, að það gegni furðu, að ráðherra skuli þannig brjóta þau lög, er hann sjálfur lagði fram á þingi og stóð fyrir að samþykkt yrðu, en þau hafa það að meginmarkmiði, að tryggja menntastofnunum bestu starfskrafta, sem völ er á. Þingið skoraði á stjórn Félags menntaskólakennara að krefjast afdráttarlausra skýringa á veit- ingu þessari og fylgja málinu fast eftir. —eös Tómas Helgason, prófessor dr. med. Fjáröflun Hvítabandsins „Það er eftirtektarvert og lýsir þroska íslenskra kvennaað fyrsta mál, sem konur gengust fyrir?lit- ur ekki að sérréttindum þeirra heldur alþjóðarbeill....” í sam- ræmi við þessi orð Ólafiu Jó- hannsdóttur stofnanda Hvita- bandsins á fundi kvenna um há- skólamálið fyrir rúmum 80 árum er eðlilegt, að Hvitabandið noti kosningadag til alþingis til fjár- öflunar. Þóaðmeðlimum Hvita- bandsins sé ekki mikið um það gefið að barðar séu bumbur og haft hátt um þau góðverk sem þær vinna, er tilhlýðilegt að geta þess, sem gott er og þakka fórn- fúst starf þeirra að ýmsum mál- um það, sem af er öldinni. Þótt Hvitabandið sé orðið rúmlega 80 ára gamalt, er félagsskapurinn siungur og virkur og meðlimirnir fullir áhuga um að láta 'gott af sér leiða. t þvi skyni er safnað fé með merkjasölu, kaffi- og kökusölu og með þvi að halda basar með fatn- að og hannyrðir, sem félagskonur hafa unnið. Arangursins af starfi Hvita- bandsins sér viða stað. Má þar sérstaklega tilnefna sjúkrahús það er Hvitabandið reisti á sinum tima, en það er nú hluti af geð- deild Borgarspitalans. Ennfrem- ur má minna á, að Hvitabandið i félagi við aðra gaf Reykjavíkur- borg meðferðarheimili fyrir taugaveikluð börn. Auk þess hef- ur Hvitabandið styrkt einstak -_ dinga, sem átt hafa I ýmsum örðugleikum, m.a. til náms, og gefið sjúklingum jólagjafir. A s.l. ári gaf Hvitabandið Klepps- spitala mjög veglega gjöf, mynd- segulbandstæki, sem notuð eru þar við kennslu starfsfólks og þjálfun sjúklinga. Hvitabandið hefur frá upphafi byggt á kristilegum grunni og hugsjónum um mannkærleika og hófsemi. I samræmi við það hefur félagsskapurinn lagt áherslu á að hjálpa bágstöddum, m.a. þeim sem ratað hafa i vanda vegna drykkjusýki eða annarrarnautna- sýki. Kjörorð Hvitabandsins er og hefur verið „að hjálpa þar sem þörfin er mest”.Undir þetta kjör- orð ættu allir að taka á kosninga- daginn og sýna það i verki með þvi að kaupa merki Hvitabandsins. Tómas Helgason prófessor dr. med. Kalda borðið -kjöriðíhádeginu Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu víðkunn- ar. Óteljandi tegundir af kjöt og sjávarréttum auk íslenskra þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum. Bjóðið viðskiptavinum og kunningium í kræsingar kalda -borðsins. Vcrið vclkomin, Hótel I.oftleiðir. HÓTEL LOFTLEIÐIR LAUS STAÐA Staða lektors við námsbraut i sjúkraþjálf- un við Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. júli nk. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýs- ingar um ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 16. júni 1978. BLAÐBERAR ÓSKAST Austurborg: Vesturborg: Sogamýri (1. júli) Melar (strax) Árbær (1. júli) Háteigshverfi (afl. júlí) DJOÐVIUm Afgreiðsla Siðumúla 6, sími 8 13 33 BLAÐBERABÍÓ Hafnarbíó Laugardaginn 24. júní kl. 13.00 Dögun við Socorro Spennandi kúrekamynd. Aðalhlutverk: Rory Calhoun, Edgar Buchanan Sími 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.